Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR FULLTRÚAKJÖR Samkvæmt lögum Einingar-Iðju fara kosningar fulltrúa félagsins á ársfund Alþýðusambands Íslands, ársfund Starfsgreina- sambands Íslands og 29. þing Alþýðusambands Norðurlands fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu í samræmi við reglugerð ASÍ um slíkar kosningar. Félagið hefur rétt til að senda 13 fulltrúa á ársfund Alþýðusambands Íslands, sem haldið verður í Reykjavík dagana 20.-21. október nk. Á ársfund Starfsgreinasambands Íslands, sem haldið verður á Akureyri dagana 6.-7. október nk., hefur félagið rétt á að senda 12 fulltrúa. 29. þing Alþýðusambands Norðurlands verður haldið á Illugastöðum dagana 30. september og 1. október nk. Félagið hefur rétt á að senda 49 fulltrúa á þingið. Framboðslistum eða tillögum til ársfundar ASÍ, ársfundar SGS og 29. þings AN þar sem tilgreind eru nöfn aðalfulltrúa í samræmi við framanskráð og jafn margra til vara, ber að skila á skrifstofu félagsins Skipagötu 14 Akureyri eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi miðvikudagsins 14. september nk. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Akureyri 5. september 2005. Stjórn Einingar-Iðju. Miðbær | Framkvæmdir við grunn hótels sem rísa á við Þingholtsstræti 3 voru stöðvaðar í gær vegna kröfu eigenda hússins við Ingólfsstræti 6, þar sem rifinn hafði verið niður veggur og grafið nokkra metra inn í lóðina við Ingólfsstræti 6, sem ekki hafði fengist leyfi fyrir. Ingibjörg Hannesdóttir á húsið við Ingólfsstræti 6 ásamt Hrefnu systur sinni, og var þeim mjög brugðið í fyrradag þegar þær heyrðu af því frá leigjendum sínum að búið væri að brjóta niður rúmlega tveggja metra háan steinsteyptan vegg sem lá á lóðamörkunum, auk þess sem grunnurinn sem verið var að vinna í við lóðarmörkin var skyndilega kom- inn u.þ.b. tvo metra inn fyrir lóða- mörkin. Lögregla var kölluð til, og eigend- ur funduðu með Þórði Búasyni, yf- irverkfræðingi byggingafulltrúa, seinnipart dags í gær. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að ljóst sé að verktakinn, Eik fasteignafélag hf., hafi farið út fyrir byggingar- svæðið. Þurfa að ná samkomulagi við nágranna Hann fyrirskipaði að framkvæmd- um skyldi hætt seinnipart dags í gær, og sagði að þær verði að lík- indum stöðvaðar þar til bætt hefur verið fyrir brotið og einhverskonar samkomulagi náð við eigendur húss- ins við Ingólfsstræti 6. Því miður virðist algengt að verktakar fari út fyrir byggingarsvæði, en Þórður segir það með ólíkindum í þessu til- viki þar sem um mjög reyndan verk- taka sé að ræða. Ingibjörg sagðist að vonum í upp- námi, ljóst væri að farið hefði verið langt inn á þeirra eignarland án þess svo mikið sem biðja um leyfi, enda húsið verið í eign fjölskyldu hennar í rúmlega hálfa öld. Aðspurð sagði hún ekkert hafa á móti framkvæmd- um við Þingholtsstræti 3, þar hafi menn fulla heimild til að taka grunn, en þegar farið sé út fyrir bygging- arsvæði sé verið að ganga á eign- arrétt annarra, og við það verði ekki unað. Hún benti á að hellur hafi verið teknar upp og lagðar til hliðar áður en grunnurinn var grafinn og því erf- itt að sjá hvernig um mistök geti ver- ið að ræða. Augljós slysahætta sé af því að grafa grunninn svo nærri úti- dyrum hússins við Ingólfsstræti 6, enda 2–3 metra fall ofan í húsgrunn- inn og enginn veggur eða viðvörun- arborði sem varnar falli. Segjast eiga vegginn Svo virðist sem deildar meiningar séu um hver átti vegginn sem lá milli Ingólfsstrætis 6 og Þingholtsstrætis 3, og segir Garðar H. Friðjónsson, framkvæmdastjóri Eikar fasteigna- félags hf., að um hafi verið að ræða vegg í þeirra eigu sem þeir hafi haft heimild til þess að rífa, þó að því fylgdi rask á lóð nágranna. Þvervegg sem legið hafi að húsinu við Ingólfsstræti hafi hins vegar ekki átt að rífa, en veggirnir voru sam- byggðir. „Það að hluti veggs í eigu nágranna okkar, sem gekk út úr veggnum okkar, kunni að hafa skemmst er óheppilegt ef rétt reyn- ist. Sé svo munum við að sjálfsögðu bæta þeim það tjón að fullu, en óljóst er þó hver okkar nágranna á hversu mikið í umræddum þvervegg. En eins og áður sagði töldum við þó að náðst hefðist samkomulag um þessa framkvæmd og það rask sem henni fylgir,“ segir Garðar Hann segir verkfræðinga hafa metið það svo að gangandi vegfar- endum og starfsmönnum verktakans í Þingholtsstræti hafi stafað hætta af veggnum sem hafi staðið á þeirra eign, sem hafi verið tæplega 100 ára og að hruni kominn. Ljóst er á teikn- ingum að umræddur veggur hafi átt að hverfa, að mati Garðars. „Það er að sjálfsögðu óheppilegt að svona misskilningur komi upp og við mun- um að sjálfsögðu reyna að ná sam- komulagi við nágranna okkar um hvernig best er að halda á spilunum í framhaldinu. Með góðu móti ætti það ekki að taka okkur lengri tíma en 3 vikur að koma upp nýjum þvervegg.“ Framkvæmdir við grunn hótels við Þingholtsstræti stöðvaðar að kröfu nágranna Grunnurinn náði í garð nágrannans Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Stopp Vinnuvélarnar sem hafa verið að vinna að grunni hótelsins við Þingholtsstræti bíða nú þess að samkomulag náist við nágranna. Ingibjörg og Hrefna Hannesdætur eru ekki alls kostar ánægðar með innrásina á lóð sína. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES Reykjanesbær | Talið er að hátt í 30 þúsund manns hafi safnast sam- an í miðbæ Reykjanesbæjar þegar Ljósanótt stóð sem hæst síðastliðið laugardagskvöld og ekki ósennilegt að slegið hafi verið gestamet. Þeir gestir sem lögðu leið sína í Reykja- nesbæ kusu margir hverjir að eyða helginni í bænum því gistipláss var vel nýtt og hópur húsbílaeigenda hafði komið sér fyrir á malarvell- inum við Hringbraut og á túninu aftan við skrifstofur sýslumanns. Hátíðarhöldin fóru að mestu frið- samlega fram. Það var ekki síst að þakka góðu veðri hversu vel tókst til með Ljósanæturhátíðina, en allt frá því að hátíðin var sett sl. fimmtudag lék veðrið við íbúa Reykjanesbæjar. Örlítil væta var á laugardagskvöldið en gestir létu hana ekki á sig fá heldur dilluðu sér í takt við tónlistina á sviðinu milli Ægisgötu og Hafnargötu. Bar þar hæst ljósalagskeppnin en sú breyt- ing var gerð á fyrirkomulagi keppninnar í ár að færa hana úr Stapa og á sviðið þar sem bæjar- búum gafst kostur á að taka þátt í valinu. Lag Halldórs Guðjónssonar við texta Þorsteins Eggertssonar, „Haustnótt í Keflavík“, í flutningi Davíðs Smára var valið ljósanætur- lagið í ár. Löng helgi fyrir listafólk Margir höfuðborgarbúar sem blaðamaður hitti á röltinu höfðu á orði hversu mikil gróska væri í listalífi bæjarins. Listamennirnir voru líka flestir ánægðir með við- tökur og höfðu margir selt vel. Það er ekki síst því að þakka að Ljós- anæturhátíðin teygir sig yfir fjóra daga og því gefst fólki kostur á að njóta sýninganna til hins ýtrasta. Margir nota líka fimmtudaginn og föstudaginn til þess og ekki síður sunnudaginn, en flestar sýning- arnar voru opnar þá sem setti skemmtilegan svip á bæjarlífið á sunnudagseftirmiðdegi. Einhverjar sýningar verða opnar lengur, s.s. sýning Eiríks Smith og Baðstofukvennanna 5 í Listasafni Reykjanesbæjar, sýning Gjörninga- klúbbsins í galleríinu Suðsuðvestur, sýning Handverks og hönnunar, Sögur af landi í húsnæði Húsaness í Hafnargötu 50 og Auður jarðar í bíósal Duushúsa. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Mannhaf Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjanesbæjar á laugardag til þess að upplifa Ljósanótt. Gestamet slegið á Ljósanótt Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.