Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 17 MINNSTAÐUR BURKNAVELLIR - HF. - 5 HERB. - LAUS STRAX Glæsileg fullbúin 111,7 fm 5 herbergja endaíbúð á 3ju (efstu) hæð í mjög vönduðu nýju fjölb. Eignin er fullbúin og innréttuð á vandaðan hátt. Forstofa er flísalögð með skáp. Hol flísalagt. Björt og falleg stofa og borðstofa með útgangi út á góðar svalir. Eldhús flísalagt með fallegri innréttingu, keramik helluborð, góður borðkrókur. Innaf eldhúsi er gott þvottahús/geymsla með glugga. Þrjú góð barna- herbergi, eitt þeirra með skáp. Eitt af þessum her- bergjum var geymsla á teikn. en var stækkað og er gott herbergi í dag. Svefnherbergi er rúmgott með góðum skápum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með fallegri innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu. Fallegt ljóst parket á gólfum, plastparket á herbergjum. Glæsilegt útsýni úr íbúðinni, m.a. Snæfellsjökull, Esjan og fl. Glæsileg fullbúin eign mjög vel staðsett við opið svæði. LAUS STRAX. Verð 22,7 millj. KLUKKUBERG - HF. - 4RA HERB. Glæsileg nýstandsett íbúð með stæði í bíla- geymslu og sérinngangi, 104,2 fm auk geymslu sem er um 5-6 fm. Stofa, eldhús með borðkróki, gestasalerni, 3 svefnh., baðh., með þvottaað- stöðu. Góð eign sem vert er að skoða. Verð 23,9 millj. MIÐBÆR - HF. - EINB. Nýkominn í einkasölu sérlega skemmtilegt þrílyft einbýlishús, 143,6 ferm, í göngufæri við mið- bæinn. Á jarðhæð er lítil 2ja herbergja íbúð með sérinngangi. Húsið er nánast allt endurnýjað á síð- astliðnum árum. Verð 29,8 millj. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Vel staðsett og fallegt 187,3 fm raðhús á þremur pöllum ásamt 22,2 fm bílskúr við Brúnaland í Fossvogi. Húsið skiptist í tvær stofur, eldhús, þvottahús, 3-4 svefnherbergi, snyrtingu og baðherbergi. Gengið er beint út í suðurgarð út stofu. Bílastæði eru við inngang. Verð 43,9 m. RAÐHÚS Í FOSSVOGI AKUREYRI Ekkert tilboð | Á fundi skóla- nefndar í vikunni kom fram að ekkert formlegt tilboð hefði borist fyrir tilsettan tíma í rekstur nýja leikskólans Hólmasól við Helga- magrastræti. Borist hefur ósk um að fresturinn verði framlengdur og samþykkti skólanefnd að fram- lengja tilboðsfrestinn til 26. sept- ember nk. kl. 12 á hádegi. Aðrar dagsetningar í útboðsgögnum fær- ast til í samræmi við þessa ákvörðun. Hermann Jón Tóm- asson bókaði hjásetu og vísaði til fyrri bókana um málið en hann sat hjá við afgreiðslu málsins fyrr í sumar og taldi útboðið ekki eiga rétt á sér. Félagsvísindatorg| Alma Odd- geirsdóttir ræðir um Mentorverk- efnið Vinátta á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 7. september, kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg. Mentorverkefnið Vinátta er sam- félagsverkefni sem hóf göngu sína á Íslandi árið 2001 og er rekið af Vel- ferðarsjóði barna. Með þátttöku í verkefninu gefst framhalds- og háskólanemum kostur á að tengjast grunnskólabarni í þeim tilgangi að verða jákvæð fyrirmynd í lífi barnsins. Í erindinu ræðir Alma þá hugmyndafræði sem verkefnið byggist á og þá reynslu sem fengist hefur af starfrækslu þess á liðnum árum. Vantar vitni | Gróf líkamsárás var framin á Akureyri, við gatna- mót Norðurgötu og Strandgötu aðfaranótt 4. september síðastlið- ins. Að öllum líkindum á tíma- bilinu frá kl. fjögur til fimm um nóttina. Ráðist var á karlmann á fertugsaldri. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt eru beðnir að hafa samband við rannsókn- ardeild lögreglunnar á Akureyri í síma 464 7720. Fréttir á SMS SLIPPSTÖÐIN á Akureyri glímir nú við fjárhagslega erfiðleika, en unnið er að lausn málsins og er þess vænst að jákvæð niðurstaða fáist úr þeirri vinnu að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnendum stöðv- arinnar. Slippstöðin hefur á undanförnum árum gengið í gegnum mikla fjár- hagslega erfiðleika og því er eigin- fjárstaða fyrirtækisins veik. Slipp- stöðin er því illa í stakk búin að standa af sér fjárhagsleg skakkaföll eins og þau sem fyrirtækið hefur orðið fyrir á fyrstu stigum umfangs- mikils verks sem fyrirtækið hefur frá því sl. vor unnið að í Kára- hnjúkavirkjun, en þar er um að ræða samsetningu á þrýstipípum í aðfallsgöngum virkjunarinnar. Slippstöðin vinnur einnig að öðru verki við Kárahnjúkavirkjun, sem felst í niðursetningu á vélbúnaði virkjunarinnar, og hefur það gengið vel. Þessi tvö verk í Kárahnjúkavirkj- un eru viðbót við meginstarfsemi Slippstöðvarinnar á Akureyri, sem er eins og áður viðhald og endur- bætur á skipum og bátum. Verk- efnastaða fyrirtækisins á Akureyri hefur verið með betra móti í sumar og horfur eru nokkuð góðar. Stjórnendur vinna að lausn á þeim fjárhagslega vanda sem fyr- irtækið á í vegna ófyrirséðra erf- iðleika við upphaf áðurnefnds verks við Kárahnjúkavirkjun. Viðbrögð vekja að sögn vonir um að niður- staðan úr þeirri vinnu sem nú er í gangi við fjárhagslega endurskipu- lagningu verði jákvæð. Slippstöðin glímir við fjárhagsvanda Skakkaföll vegna verkefnis við Kárahnjúka KENNSLA í Tónlistarskólanum á Akureyri er nú kominn á fulla ferð en nú eru innritaðir nemend- ur við skólann 449 talsins. Í kjöl- far þess að Tónlistarskólinn á Ak- ureyri tók í haust upp nýtt skipulag í byrjendakennslu á hljóðfæri og í söng hefur nánast alveg tekist að tæma biðlista við Tónlistarskólann. Um árabil hafa verið biðlistar á flest hljóðfæri sem kennt er á í skólanum en nú er staðan sú að nemendur vantar á flest hljóðfæri. Einnig hefur full- orðnu fólki fækkað mjög mikið í skólanum í kjölfar breytinga sem gerðar voru á skólagjöldum síð- astliðið vor. Til að ná að fylla alla tíma sem skólinn hefur til umráða verða í boði tvær nýjar námsleiðir. Ann- arsvegar kórnámskeið í tengslum við kór skólans og svo hljóðfæra- hringekja þar sem nemendum í 3. bekk er boðið að læra á nokkur mismunandi hljóðfæri yfir vetur- inn. Þá tekur skólinn enn við um- sóknum inn í almenna deild. Tónlistarskólinn á Akureyri Nemendur vantar ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Ís- lands hefur aukið starfshlutfall á skrifstofu sambandsins á Akureyri í 100% á ný en dregið var úr starf- seminni fyrir um ári vegna fjár- skorts. ÍSÍ opnaði skrifstofu á Ak- ureyri árið 1999 og hefur Viðar Sigurjónsson veitt henni forstöðu og mun gera það áfram. Stefán Kon- ráðsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sagði mjög mikilvægt að starfsemin yrði aukin á ný og jafnframt að sam- bandið nyti áfram starfskrafta Við- ars, vegna reynslu hans og þekk- ingar. Starfssvæði skrifstofunnar á Akureyri nær yfir Norður- og Austurland og sagði Viðar að hann hefði haft í nógu að snúast. Hann hefur haldið um 30 þjálfaranámskeið á 10 stöðum á starfssvæðinu og einn- ig stjórnendanámskeið sem tæplega 200 manns, jafnt konur og karlar, hafa sótt. „Það skortir ekki verk- efnin hér,“ sagði Viðar. Stefán sagði að ÍSÍ hefði fengið sterk viðbrögð þegar dregið var úr starfseminni á Akureyri. „Þetta gekk ekki nógu vel og starfsemin er því komin á fulla ferð á ný. Það verð- ur ekki aftur snúið, enda þarf ekki að sækja alla hluti til Reykjavíkur.“ Stefán sagði að sambandið hefði leitað eftir fjármagni til fjár- laganefndar Alþingis, vegna starf- seminnar á Akureyri og einnig til þess að hægt verði að koma upp starfsstöðvum á Ísafirði og Egils- stöðum. Skrifstofan að Glerárgötu 26 á Akureyri er rekin í samstarfi við Akureyrabæ, sem leggur til hús- næðið og sagði Stefán að sá stuðn- ingur yrði seint metinn til fjár. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 8–16. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Viðar Sigurjónsson, starfsmaður sambandsins á Akureyri. Starfsemin í fullan gang á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.