Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 27 UMRÆÐAN IAN WATSON, prófessor og að- júnkt, birti áhugaverða grein í Morgunblaðinu 6. september um nýtt leiðakerfi Strætó bs. og úrelt skilti. Við hjá Strætó bs. fögnum málefnalegri og upp- byggilegri gagnrýni eins og fram kom í greininni og þökkum greinarhöfundi fyrir hrósið um leiðakerf- isbreytinguna. Í stofnsamningi Strætó bs. segir m.a.: „Markmiðið er að efla almenningssam- göngur, bæta þjónustu og auka hagkvæmni.“ Stjórn byggða- samlagsins ákvað á sínum tíma að heildarendurskoðun leiðakerfisins væri forgangsverkefni og þess vegna hefur allt kapp verið lagt á að ljúka henni. Nú hefur nýtt leiðakerfi litið dagsins ljós en það var tekið í notkun hinn 23. júlí sl. Um um- fangsmikla grundvallarbreytingu var að ræða sem var bæði krefj- andi og tímafrek. Nú, þegar kerf- isbreytingin er komin til fram- kvæmda, fáum við hjá Strætó bs. hins vegar ráðrúm til að huga að öðrum þýðingarmiklum verkefnum sem falla undir áð- urgreind markmið. Upplýsingagjöf til notenda almennings- samgangna er afar mikilvæg. Á það jafnt við um leiðakort og tímatöflur og fleira sem þeim þætti við- kemur. Við leiðakerfisbreyt- inguna í sumar tókum við hjá Strætó þá ákvörðun að halda okkur fyrst um sinn við sams konar upp- lýsingagjöf og áður, þ.e. leiðakort og tímatöflur. Okkur þótti mik- ilvægt að farþegar gætu kynnt sér nýtt leiðakerfi með hjálp sams kon- ar upplýsingaefnis og þeir voru vanir að nota. Næsta skref er hins vegar að þróa nýjungar í framsetn- ingu leiðakorta og tímataflna og huga jafnframt að öðrum áhuga- verðum nýjungum. Í því sambandi nefni ég Ráðgjafann á vefsvæði Strætó, www.bus.is, en þar má fá gagnlegar upplýsingar eins og til- lögur um leiðaval miðað við upp- hafs- og áfangastað. Í náinni framtíð er einnig ráð- gert að setja upp tímatöflu á öllum viðkomustöðum Strætó þar sem unnt verður að sjá hvenær áætlað er að strætisvagninn verði á þeirri biðstöð. Eru það afar svipaðar upplýs- ingar og þær sem Ian Watson til- tók í grein sinni að notendur al- menningssamgangna í Prag ættu kost á. Fleiri spennandi valkostir eru í athugun. Má nefna rauntíma- upplýsingar þar sem áætlaður komutími á viðkomandi biðstöð er reiknaður út frá staðsetningu vagnsins hverju sinni. Tæknilegar forsendur eru þegar fyrir hendi þar sem flestir stræt- isvagnar eru útbúnir með GPS- staðsetningartækjum. Með hjálp stafrænna fjarskipta, sem einnig eru til staðar í flestum vögnum, má jafnharðan senda upp- lýsingar um staðsetningu vagn- anna. Þessum upplýsingum er unnt að varpa upp á skjái á skiptistöðvum, á skilti á biðstöðvum, á Netinu eða með því að senda þær sem SMS- skeyti í farsíma. Þá er framundan bylting í greiðslu fargjalda en á næstu mán- uðum verður rafrænt miðakerfi tekið í notkun. Ég ítreka þakkir til Ian Watsons fyrir málefnalegt framlag til um- ræðunnar um bætta þjónustu á vettvangi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Við hjá Strætó erum þess fullviss að framundan séu spennandi tímar en af framansögðu er ljóst að margar áhugaverðar nýjungar eru á döfinni sem ætlað er að bæta þjónustu Strætó við íbúa höf- uðborgarsvæðisins og gesti. Áhugaverðar nýjungar á döfinni hjá Strætó Ásgeir Eiríksson fjallar um leiðakerfi Strætó ’Margar áhugaverðarnýjungar eru á döfinni sem ætlað er að bæta þjónustu Strætó við íbúa höfuðborgarsvæðisins og gesti.‘ Ásgeir Eiríksson Höfundur er framkvæmdastjóri Strætó bs. NÚ Í sumar þurfti ég að fá öku- skírteini endurnýjað vegna ferða- lags erlendis og var mjög tæp á tíma vegna óviðráðanlegra orsaka. Ég byrjaði á að hringja í embættið og þar var mér sagt að ég þyrfti að koma með mynd og að út- gáfan tæki 10 virka daga en þetta var á 9. virka deginum fram að brottför. Ég flýtti mér að senda góða stafræna mynd af mér (sem ég hafði tekið sjálf) með tölvupósti til Hans Petersen og þeir lof- uðu að sníða passa- mynd úr henni og hafa tilbúna kl. 13 sem og varð. Ég sótti myndina og fór með niður í Borgartún til embættisins. Þar af- greiddi mig fyrst hlý- leg kona en óðara voru komnar tvær aðrar yngri sem hömpuðu dagatali, töldu dagana og ítrekuðu að aðeins væru 9 virkir dagar til stefnu en þeir ættu að vera 10. Konan tók myndina athugasemdalaust og límdi hana á þar til gert eyðublað og ég kvaddi áhyggjufull yfir því hvort skírtein- ið kæmi fyrir brottför. Þegar ég kom heim (ég bý í Mosfellsbæ) sá ég að embættið hafði verið að reyna að ná í mig. Það hafði kom- ið í ljós að höfuðið fyllti of mikið út í myndarammann og að ég þyrfti að koma með aðra mynd. Ég hringdi í hvelli niður í Hans Petersen og sagði þeim málavexti og sendi aðra mynd með tölvu- pósti. Sú mynd var tilbúin kl. 9 morguninn eftir og ég fór með hana niður í Borgartún. Sú sem tók við myndinni byrjaði á því að spyrja: Siturðu í sófa? Ég hváði og hún endurtók spurninguna og bætti við: Baksviðið á að vera hreint, það sést í eitthvað grænt hér. Jú, mikið rétt, örlítil græn rönd kom upp fyrir aðra öxlina, gat verið hetta, trefill, kragi eða eitthvað álíka, – en því miður var það sófi. Stúlkan sagði: Við erum oft í vandræðum með myndir sem teknar eru á digital heima. Ég: Af hverju í ósköpunum var mér ekki sagt þetta strax í gær? Hún yppti öxlum og sagði með hroka: Þú verður að koma með aðra mynd! Ég sneri frá þegjandi með kökk í hálsinum, stoppaði við í anddyr- inu því ég mundi eftir 3ja ára gamalli passa- mynd sem ég var með í veskinu (sú er á greiðslukortunum mínum), sneri til baka og dró myndina upp: Er í lagi að nota þessa þó hún sé 3ja ára gömul? Nei, við tökum ekki myndir sem eru eldri en 2ja ára! Þar með sneri ég við á barmi taugaáfalls yfir þessari hrokafullu framkomu og óbilgirni og leitaði uppi ljós- myndastofu enda búin að tapa nær 2 dögum af þessum 10 í ótrú- lega þvermóðsku og skort á upplýsingum strax í upphafi. Þetta myndabrölt allt kost- aði mig nokkur þús- und krónur fyrir utan akstur og önnur óþægindi. Í reglugerð segir: „Umsókn um ökuskírteini skal fylgja: Ljósmynd (35 x 45 mm) sem líkist um- sækjanda vel. Myndin skal vera á endingargóðum ljós- myndapappír, merkja- og stimpla- laus.“ Þarna segir ekkert um stærð andlits í myndramma, ekk- ert um baksvið og ekkert um ald- ur myndar! Ég er búin að bera myndirnar sem hafnað var undir afgreiðslu hjá tveimur sýslu- mannsembættum og þær hefðu allar verið samþykktar í skírteini fyrir utan það að mér var bent á að ég gæti alltaf fengið bráða- birgðaskírteini ef svo færi að skír- teinið yrði ekki tilbúið fyrir brott- för. Ég legg til að Lögreglustjóraembættið í Reykja- vík sendi flestar konurnar í af- greiðslunni í Borgartúni 9 á nám- skeið í almennri kurteisi og þjónustulund og að þeim verði kennt að veita allar helstu upplýs- ingar strax með bros á vör til þess að forðast misskilning og vand- ræði. Hrokafull þjón- usta á skrifstofu Lögreglustjórans í Reykjavík Sesselja Guðmundsdóttir gagnrýnir þjónustulund opinbers þjónustufyrirtækis Sesselja Guðmundsdóttir ’Ég legg til aðlögreglustjóra- embættið í Reykjavík sendi flestar konurnar í afgreiðslunni í Borgartúni 9 á námskeið í almennri kurt- eisi og þjón- ustulund.‘ Höfundur er húsmóðir. Á SÍÐUSTU dögum hafa miklar hörmungar dunið yfir suðurríki Bandaríkjanna. Mánudaginn 29. ágúst sl. fór fellibylurinn Katrín yfir New Orleans og nærliggjandi borgir og bæi. Fellibylurinn olli hvað mestu tjóni í Louisiana, Mississippi og Ala- bama. Talið er að vindstyrkur Katr- ínar hafi náð 63m/sek þegar hún tók land í Louisiana. Gríðarlegar skemmdir urðu vegna veðurofsans en einnig vegna yfir 10 m hárrar flóðbylgju, sem fylgdi í kjölfarið. Flóðvarn- argarður sem hélt stöðuvatninu Lake Pontchartrain við New Orleans í skefjum brast með þeim afleiðingum að flóð í New Orleans jukust enn frekar. Borgin er nú nánast á kafi í vatni og algjörlega óíbúðarhæf. Ljóst er að þúsundir manna hafa far- ist í hamförunum og hundruð þús- unda eru heimilislausir. Erfitt er að ímynda sér aðstæður fólksins en ljóst er að margir búa nú við mikla og langvarandi neyð. Talið er að umfang eyðileggingarinnar sé um 80.000 fer- mílur eða á svæði sem er á stærð við allt Ísland! Ekki bætir úr skák, að talsverð fátækt er á þessu landsvæði, sem olli mörgum íbúunum erf- iðleikum með að flýja flóðasvæðin. Áhrifin af fellibylnum eru hins vegar svo miklar, að nauðsynlegt er að fá aðstoð og flytja hjálpargögn frá öðr- um löndum. Hér er um að ræða mestu náttúruhamfarir sem orðið hafa í Bandaríkjunum. Spurningar hafa vaknað um það hvort Íslend- ingar geti lagt sitt af mörkum til aðstoðar fórnarlömbum veð- urofsans og flóðanna. Mörgum finnst eflaust að ríkasta þjóð í heimi eigi að geta hjálpað sér sjálf og að það muni lít- ið um okkar framlög. Vissulega eru Banda- ríkjamenn sjálfir reiðu- búnir til að takast á við hamfarir af þessu tagi. Bandaríkjamenn hafa ávallt verið fyrstir til að aðstoða fórnarlömb náttúruhamfara hvar í heiminum sem þau hafa dunið yfir. Ekki má heldur gleyma því að bandarískir þegnar hafa um áratuga skeið unnið frækileg afrek hér á landi við björg- un íslenskra sjómanna við mjög erf- iðar aðstæður og á þann hátt oft lagt líf sitt að veði í mjög óeigingjörnu starfi. Hér er um að ræða vinaþjóð okkar, sem nú á í miklum vanda sem ekki verður séð fyrir endann á. Þó Ís- lendingar séu fáir og smáir erum við vel í stakk búnir til að veita ýmiss konar aðstoð í neyð. Ríkisstjórnin þarf að ganga fram fyrir skjöldu og skipuleggja neyðaraðstoð. Fjöl- miðlar þurfa að standa fyrir mynd- arlegri fjársöfnun í samstarfi við Rauða kross Íslands og aðrar hjálp- arstofnanir. Til greina kemur, að senda hjálparsveitir á vettvang með sérhæfðu liði leitar- og björg- unarmanna, auk lækna og hjúkr- unarfólks. Við þurfum að bregðast skjótt við! Við þurfum einnig að líta í eigin barm og kanna nánar skipulag björgunar- og hjálparstarfs hér á landi í ljósi fenginnar reynslu. Það er greinilega ekki hlaupið að því að rýma heila borg á stuttum tíma. Hörmungar í kjölfar Katrínar Júlíus Valsson fjallar um hörm- ungarnar í kjölfar Katrínar ’Við þurfum einnig að líta í eigin barm og kanna nánar skipulag björgunar- og hjálparstarfs hér á landi í ljósi fenginnar reynslu. ‘ Júlíus Valsson Höfundur er læknir, juliusv@simnet.is.                       ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS – Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan siðblindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn, dýpka um- ræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.