Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 33 MINNINGAR ✝ Kristjana Stef-ánsdóttir fædd- ist á Ísafirði 10. mars 1921. Hún lést á heimili sínu 22. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Stefán Janus Björnsson, beykir, og Ragn- heiður Brynjólfs- dóttir, saumakona. Bróðir Kristjönu var Gísli Stefáns- son. Kristjana giftist árið 1942 Páli Júníusi Pálssyni rafvirkjameistara, f. 1920, d. 1991, frá Syðra Seli á Stokks- eyri. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Júníus, tannsmiður, kvæntur Ingibjörgu Eiríksdótt- ur húsmóður. Dætur þeirra eru: a) Kristjana, maki Sigmundur Halldórsson, börn þeirra Hall- dór Berg, Júnía, Glódís og Æsa Katrín. b) Guðrún, maki Arthur Inkster, dóttir þeirra, Sóley Ingibjörg. c) Ágústa, maki Bene- dikt Ólason, synir þeirra Logi og Máni. d) Rannveig, unnusti Garðar Hólm. 2) Grétar, flug- umferðarstóri, kvæntur Ástu Sig- urðardóttur saumakonu. Dætur þeirra eru: a) Ingi- björg Berglind, maki Björgvin Rún- arsson, börn þeirra Hugrún Ásta, Bryndís Gréta og Rúnar Örn. b) Heiðrún Fríða, maki Ástvaldur Bjarki Þráinsson, börn þeirra Ásta Kristín og Arnar Freyr. 3) Þórdís, verslunarmað- ur, maki Erlendur Ragnarsson húsasmiður, börn þeirra eru: a) Kristín Björk, börn hennar og Gissurar Ólafs Kristjánssonar Helena Björk og Kristján. b) P. Stefán, börn hans Guðmundur Jón og Lilja Rut. c) Guðbjört. 4) Stefanía, leikskólakennari, maki Valur Sigurðsson rafvirkja- meistari, börn þeirra eru: a) Soffía Helga, synir hennar Valur Snær og Axel Örn. b) Guðmund- ur. c) Páll Júníus. Útför Kristjönu var gerð frá Háteigskirkju 6. september. Elsku amma. Þau eru nú ófá bréfin sem ég hef skrifað þér í gegnum tíðina en nú er svo komið að ég skrifa til þín í síðasta sinn. Það er erfitt að kveðja ömmu sína sem hefur verið til staðar og fylgt manni í rúm 28 ár. Ég var nú ekki gömul þegar ég fór að taka strætó til þín ofan úr Breiðholti og gisti hjá þér og stundaði ég það grimmt á mínum yngri árum. Við vorum alltaf svo mikið saman. Annaðhvort við hjá þér eða þú hjá okkur. Við versluð- um saman fyrir jólin, og þetta var nú engin smá útgerð hjá þér að sjá til þess að allir fengju sitt og voru þetta rúmar 50 gjafir. Við fórum saman til útlanda, bæði með allri fjölskyldunni og svo bara við tvær einar að heimsækja Gunnu frænku til Shetlandseyja. Þetta var allt mjög skemmtilegt og held ég að fá- ir hafi átt ömmu eins og ég sem var alltaf að ferðast. Þú varst alltaf að gera eitthvað fyrir okkur. Hvort sem við fluttum norður í Mývatnssveit, til Dan- merkur eða heim aftur, alltaf varst þú mætt og fylgdir okkur á nýja staðinn. Varst hjá okkur fyrst um sinn og sást til þess að allir fengju nóg að borða. Já, þú hafðir alltaf áhyggjur af því að við borðuðum ekki nóg. Aldrei fór maður svangur heiman frá þér. Núna undir það síðasta þegar við vorum bara tvær saman í Meðalholtinu, þú ýmist að lesa eða leggja þig og ég að lesa undir próf, þá hafðir þú meiri áhyggjur af því að ég fengi ekki nóg að borða heldur en að þú þyrftir að fá eitthvað líka. Stund- um var nú samt ekki annað hægt en að brosa að þér þegar þú eina stundina hafðir áhyggjur af því að ég borðaði ekki nóg og væri að detta sundur úr hor og þá næstu þegar ég átti að hætta öllu sælgæt- isáti þar sem þetta settist bara ut- an á mig. Þá var ekki annað hægt að gera en að brosa bara og segja: „ Já amma mín.“ Allt þetta gerðir þú af eintómri væntumþykju og vildir okkur ekkert nema það besta. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera svona mikið með þér síðustu vikurnar. Það var komið að mér að stjana við þig eins og þú hefur alltaf gert við mig. Flestöll ömmu- og langömmu- börnin sóttu mikið í þig. Sérstak- lega Valur Snær og Axel Örn. Enn er varla hægt að sækja þá í leik- skólann öðruvísi en að þeir vilji ólmir koma við hjá þér og fá eitt- hvað að borða. Þeir elskuðu að koma til þín og hlusta á sögu og sitja hjá þér í rólegheitum, kíkja í töskuna þína, því þar leyndist alltaf eitthvert góðgæti. Ég man hvað þú ljómaðir í sumar þegar Axel sagði við þig: „Amma Dittjana, þú ett bett,“ og smellti svo einum á kinn- ina þína. Þeir skilja ekki alveg af hverju það er ekki hægt að koma við hjá þér og fá djús og kex og spyrja hvenær þú komir heim aftur frá Guði. Elsku amma. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um með þér og fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og minnumst þín með gleði í hjarta. Eftir sitjum við með góðar minningar og allt það sem þú bjóst til og gafst okkur, málaða keramikið, klippimyndirnar og núna síðast heklaða teppið. Þú varst ekta amma, lítil og bústin og áttir alltaf djús og kökur og varst alltaf svo góð. Þannig ömmu ættu allir að eiga. Þín Soffía Helga. Elsku Kristjana. Við þökkum þér fyrir ánægjuleg kynni. Megir þú hvíla í friði. Elsku Soffía Helga og fjölskylda, við færum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elva, Einar og dætur. Við sem erum í „eldri borgara starfi Háteigskirkju“ minnumst þessarar mætu konu með mikilli hlýju. Sama hvar var, alls staðar var hún með á sinn rólega gefandi hátt. Hún spilaði með okkur á mánu- dögum. Gerðist félagi í Kvenfélagi Háteigssóknar. Var þar í stjórn. Alltaf tilbúin að hjálpa og taka til hendi ef þörf var á. Hún fór í ferðalög á vegum kirkjunnar og skemmti sér vel. Alltaf með þetta hlýja notalega bros. Við þökkum öll fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Kristjönu. Guð veri með henni og fjölskyldu hennar. „Vinir“ Kristjönu í Háteigskirkju. KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR Kær frænka mín, Svava, hefur kvatt eftir erfið veikindi. Hún háði sína baráttu af mikilli einurð og dugnaði. Hún bjó síðustu árin á Sléttuvegi 11. Við Svava frænka vor- um systkinabörn og var hún ætíð kærkomin gestur á heimili foreldra minna, Guðrúnar og Lofts, og einnig hjá Steinunni systur minni, sem og á mínu heimili. Hún tók ávallt ljúflega á móti fjölskyldu minni og hugsaði til barnabarnanna minna, Jónatans Sól- ons og Úu Sóleyjar. Svava var á sautjánda ári þegar hún missti móður sína og flutti til Reykjavíkur árið 1938 og bjó Svava á heimili Fríðu frænku sinnar á Þverá, Laufásvegi 36. Hún flutti í Hlíðarnar eftir lát frænku sinnar árið 1965. Fríða frænka hennar hét fullu nafni Hallfríður Jóhanna Proppé, hún var fædd 7. mars 1881 í Hafnarfirði og lést 1. maí 1965 í Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Páll Stefánsson stórkaupmaður, héldu glæsilegt SVAVA PROPPÉ ✝ Jóhanna SvavaProppé fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 13. júní 1919. Hún lést á Landspítalanum 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldóra Mar- grét Hjartar Proppé, f. 1. nóvem- ber 1889 á Kambi í Reykhólasveit í A- Barðastrandar- sýslu, d. 4. mars 1936 í Reykjavík, og Jóhannes Harald Proppé, f. 4. mars 1888 í Hafnarfirði, d. 29. nóvember 1918 í spænsku veik- inni á Þingeyri. Bróðir Svövu var Svafarr Proppé, f. 19. febrúar 1918 á Þingeyri, hann lést í spænsku veikinni 9. maí 1919 á sama stað. Útför Svövu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. heimili og var þar ávallt gestkvæmt. Þarna naut Svava alls hins besta. Svava lærði tungu- mál og fatasaum þegar hún kom til Reykjavík- ur. Hún var ævinlega vel til höfð og naut þess að vera innan um fólk og valdi hún starfsvettvang á fjöl- mennum vinnustöðum. Svava starfaði fyrst við verslunarstörf í glæsi- legri verslun Ragnars H. Blöndal. Lengst af vann hún við skrifstofustörf hjá Sjóvátryggingar- félagi Íslands, þar til hún fór á eft- irlaun árið 1986. Svava var ógift og barnlaus. Guð blessi minningu Svövu. Kristín Hjartar. Við systur viljum í örfáum orðum fá að þakka Svövu Proppé fyrir trygga vináttu og skemmtilegar sam- verustundir í gegnum áratugi. Svava var besta vinkona Önnu frænku, sem tók að sér við fráfall móður okkar að annast okkur á ung- lingsárum þegar við stunduðum nám í Kvennaskóla Reykjavíkur. Dvölin hjá Önnu frænku á Víðimelnum var okkur mikilvæg og tengdist Svava því heimili mjög náið. Hún var mikill gleðigjafi, brosið hlýja og hláturinn kitlandi. Fyrir nokkru kom Svava norður að sumarlagi og heimsótti okkur systur og fjölskyldur okkar. Þá fengum við tækifæri til að rifja upp gamla daga og eins var ógleymanlegt að heyra hana lýsa bernskuárum sínum fyrir vestan. Það fór ekki á milli mála að hún bar hlýjan hug til Þingeyrar, og þess fólks sem þar bjó. Minningin um góða konu mun lifa. Við þökkum hlýhug í okkar garð. Sigríður, Valgerður og Guðný Sverrisdætur. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að kveðja mína góðu vin- konu og um leið vinkonu móður minn- ar til margra ára, hana Svövu Proppé. Ég kynntist Svövu sem ung- lingur á vinnustað móður minnar. Í þá daga þótti ekki tiltökumál að börn kæmu og fengju sér hádegismat á vinnustað foreldris ef þannig stóð á, enda sjálfsagt að börn borðuðu hollan mat og helst tvisvar á dag. Ég borð- aði því oft á Sjóvá meðan það var í Ingólfsstrætinu og Svava, Áslaug og Soffa voru oftast borðfélagar ásamt mömmu. Meðan Sólveig á loftinu, eins og við kölluðum hana, sá um eldamennskuna má segja að við höf- um borðað veislumat á hverjum degi. Svava borðaði samt alltaf eins og fugl. Hún var ekki líkleg til að hlaupa í spik, enda fjaðurlétt dama fram á síðasta dag. Um stutt skeið vann ég á Sjóvá og þá kynntumst við Svava enn betur. Ég minnist þorrablóts þar sem ég borðaði hákarl í fyrsta sinn, hvött af öllum vinkonum mömmu og Gvendi Sæm. Á einu slíku missti einhver kokkteil ofan í stimpilklukkuna og ungur piltur lokaðist í lyftu með glað- lyndri piparmey. Þá kom sér vel að neyðarhnappurinn virkaði. Það yljar að kalla fram svona minningar. Svava tengist þessum tíma á órjúfandi hátt. Alltaf kát og hafði lag á að gera gott úr öllu. Þær mamma áttu líka góðar stundir heima hjá hvor annarri, sér- staklega þegar þurfti að endurnýja permanent eða augnháralit. Útlitið skipti ekki síður máli þá en nú. Þá var oft skrafað og hlegið langt fram á nótt. Svava var að vestan. Hún kom ung stúlka frá Þingeyri við Dýrafjörð. Bjó hjá frænku sinni á Laufásvegi 36, Þverá, og vann í fornemm fatabúð sem hét Browns áður en hún hóf störf á Sjóvá. Hún hugsaði alltaf með hlýju til þess tíma sem hún var á Laufás- veginum og nú hin síðari ár, þegar ég náði í hana til að borða með okkur mömmu, keyrði ég alltaf framhjá Þverá. Það þótti henni vænt um. Við mamma munum sakna hennar og það mun einnig sonur minn gera, en aldrei töluðum við Svava svo í síma að hún bæði ekki fyrir kveðju til kær- astans síns. Megi hún hvíla í friði. Ragnhildur Kolka. Nú er Þyri öll eftir langa og erfiða sjúk- dómsbaráttu.Við urð- um þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast henni fyrir um 15 árum er við flutt- um til Cleveland. Hún lagði sig eftir því að kynnast þeim Íslendingum sem þar bjuggu um lengri eða skemmri tíma, við nám og störf. Þyri var einkar hrífandi og sérstak- ur persónuleiki. Hún var tággrönn og hávaxin með mjallhvítt hár, ávallt brosandi, hláturmild og í góðu skapi. Hún ók um á fjörgömlum am- erískum dreka svo eftir var tekið. Þyri kom oft á heimili okkar til að spjalla og afla frétta frá Íslandi og fékk sér þá einn öl og sígarettu. Hún var ótrúlega minnug á menn og ætt- ir og fannst manni stundum að hún þekkti hvern einasta Íslending, þrátt fyrir langa búsetu erlendis. Hún gaf mörgum sem hún þekkti sniðug viðurnefni og var hnyttin í tilsvörum. Fljótlega eftir að hún greindist með krabbamein fluttist hún til Íslands og háði þar hetjulega baráttu við sjúkdóminn. Aldrei heyrði maður hana kvarta heldur gantaðist hún og persónugerði meinið uns yfir lauk. Vinskapur okk- ar hélst eftir að við fluttum heim þó heimsóknum fækkaði og mun minn- ÞYRI ÞORLÁKS- DÓTTIR MYERS ✝ Þyri Þorláks-dóttir Myers fæddist í Reykjavík 22. maí 1934. Hún lést í Reykjavík 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 6. september. ingin um Þyri lifa með okkur. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til systkina hennar. Vertu sæl Þyri. Helga og Sigurbjörn. Um leið og ég kveð þig, kæra vinkona, vil ég þakka þér fyrir þá vináttu, sem þú sýndir mér og mínum. Það voru skrýtnir endur- fundir fyrir fjórum árum þegar við stóðum allt í einu augliti til auglitis niðri í búð í Hátúni, þú nýflutt inn en ég búin að búa þar í þrjátíu ár. Það voru fá orð sögð. Þú spurðir: „Hanna Fríða, þú hér!“ Og svarið var: „Hvenær komst þú?!“ Eftir það leið varla sá dagur að við hefðum ekki samband eða heimsæktum hvor aðra, færum í Kringluna eða út að borða. Nú, þá var síminn notaður óspart því þú varst orðin það veik að þú treystir þér ekki á fætur. Eins var líka oft hvassviðri í huganum og þá best að láta aðeins lygna áður en allt fór í óefni. Ég er svo þakklát fyrir daginn sem ég dvaldi uppi á spítala hjá þér, aðeins þrem dögum áður en þú kvaddir. Það var ómetanleg stund. Ég sendi systkinum þínum og vin- um samúðarkveðjur. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Þín vinkona, Hanna Fríða. Hinsta kveðja frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja Fallinn er frá langt um aldur fram góður félagi og vinur Sævar Tryggvason. Sævar setti um langt skeið mik- inn svip á íþróttalífið í Vestmanna- eyjum. Hann hóf ungur að iðka knattspyrnu með íþróttafélaginu Þór og var yfirburða leikmaður með yngri flokkum félagsins og ÍBV. Sævar varð síðan einn af máttarstólpum í meistaraflokki SÆVAR TRYGGVASON ✝ Sævar Tryggva-son fæddist í Vestmannaeyjum 1. júní 1947. Hann andaðist á krabba- meinsdeild Land- spítalans 26. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 2. september. ÍBV, fylginn sér og leikinn og ósérhlífinn og spilaði ávallt í fremstu víglínu. Hann lék með unglinga- landsliði Íslands og varð fyrsti Eyjamað- urinn sem valinn var til að leika með A- landsliði Íslands. Þá lét Sævar mikið að sér kveða við þjálfun bæði hér í Eyjum og svo seinna á fasta- landinu og varð m.a. 5. flokkur ÍBV Ís- landsmeistarar undir hans stjórn árið 1976. Íþróttahreyfingin í Vestmanna- eyjum kveður góðan félaga og þakkar honum samfylgdina og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Sævars Tryggvasonar. Þór Í. Vilhjálmsson, formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.