Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ „UM SÍKIÐ sveima og læt mig dreyma um gondóla,“ segir í texta við Stuðmannalagið „Söng fjallkon- unnar“ en segja má að textinn hafi ræst sl. helgi þegar Stuðmenn sóttu Feneyjar heim. Hátt í tvö hundruð Íslendingar fylgdu þeim og tóku þátt í galaveislu og grímudansleik í 14. aldar byggingu. Þetta var alvöru ferð með alvöru Íslendingum. Það var partístemmning í flugvélinni og klappað þegar vélin lenti á Marco Polo-flugvellinum í Feneyjum um miðjan dag sl. föstudag. Bílrúðan sem þurfti að skafa þegar lagt var af stað frá Íslandi gleymdist fljótt í 29 stiga hita og barinn við hliðina á hótelinu fékk strax viðurnefnið „næsti bar“. Gott að hafa örnefnin á hreinu þegar maður er á erlendri grundu. Það tók lengri tíma að útskýra fyrir Íslendingi sem ekki tilheyrði hópnum að Stuðmenn væru í alvör- unni komnir til Feneyja til að spila á dansleik. „Hver skipuleggur þetta?“ spurði hann undrandi og við út- skýrðum að ferðaskrifstofan Príma Embla hefði haft samband við Stuð- menn og nú væri brjálæðisleg hug- mynd orðin að veruleika. Stuðmenn voru ekki einu stór- stjörnurnar sem heimsóttu Fen- eyjar þessa helgi. Alþjóðleg kvik- myndahátíð setti sinn svip á eyjarnar. Jeremy Irons heilsaði kumpánlega við morgunverð- arborðið og Renée Zellweger splæsti vatni á lífverðina sína á „næsta bar“. Sagan segir að hún hafi hreinlega reynt við (þ.e. verið á sama stað á sama tíma) Ásgeir Ósk- arsson, trommuleikara Stuðmanna, sem var einmitt við barinn að sækja drykki fyrir sig og konuna sína. „Ég vissi nú bara ekkert hver þetta var,“ sagði Ásgeir í samtali við Morg- unblaðið og kannski ekki að furða enda leit Zellweger út fyrir að vera u.þ.b. 50 kílóum léttari en hún var í hlutverki Birgittu Jóns (e. Bridget Jones). Þegar Íslendingar rákust hver á annan á förnum vegi ræddu þeir auðvitað hvaða fræga fólk þeir „hittu“ yfir daginn og ætla má að Ís- landsvinum hafi fjölgað til muna. Dansað eins lengi og mátti Galakvöldverðurinn og dansleik- urinn á eftir heppnaðist einstaklega vel. Fólk var uppstrílað og margir höfðu leigt sér búninga fyrir til- efnið. Allir fengu grímur til að bera og þjónustan var í samræmi við um- gjörðina. Dansað var eins lengi og dansa mátti en þegar búið var að klappa Stuðmenn þrisvar sinnum upp höfðu borist jafn margar kvart- anir enda er víst bannað að leika músík eftir miðnætti í Feneyjum. Aðspurður um stemmninguna í ferðinni sagði Jakob Frímann Magnússon hljómborðsleikari að þetta væri ein skemmtilegasta ferð sem Stuðmenn hefðu farið enda borgin glæsileg sem og föruneytið. Ekki er ofsögum sagt að allir aðrir Feneyjafarar hafi verið á sama máli enda var bros á nánast hverju and- liti þegar haldið var heim á leið seint á sunnudagskvöld. Fólk | Grallararnir í Stuðmönnum heimsóttu Feneyjar um helgina og Morgunblaðið Sveimað um síki Ljósmynd/Tómas Tómasson Fólk var uppstrílað og margir höfðu leigt sér búninga fyrir tilefnið. Allir fengu grímur til að bera og þjónustan var í samræmi við umgjörðina. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is MÉR finnst það flott hugmynd að fimm villikettir stofni saman hljóm- sveit. Guli kötturinn á trommunum er í uppáhaldi því ég ætla sjálfur bráð- um að læra á trommur. Mér finnst þetta góður diskur, lögin fjörug og skemmtileg og textarnir líka. Mér fannst gaman að heyra um líf villikatta, ég vissi ekki að það væri svona. Söngurinn er oftast mjög töffaralegur, enda eru þessir villikettir algjörir töffarar. Mér finnst líka gott að ég heyri vel hvað söngvararnir segja, en ég þoli ekki að hlusta á tónlist þar sem orðin eru óskýr. Og af því það er rím í textunum er ég fljótur að læra þá og get sungið með. Ég hélt reynd- ar þegar ég byrjaði að hlusta á þenn- an disk að lögin ættu bara að vera um ketti og varð því svolítið hissa þegar þessir villikettir fóru að syngja um mjög skrýtið fólk eins og Kokteil- sósukonuna og heimskasta krakka í heimi. En það kom bara skemmtilega á óvart og villikettirnir hljóta þá að hafa kynnst þessu undarlega fólki. Mér finnst líka allskonar svona auka- hljóð, eins og flautið, klappið, hrot- urnar og mjálmið sem er í sumum lögunum, mjög flott. Söngvarinn fer líka að gráta í lokin á einu laginu, „Öskurbörnin“, enda er það ekkert skrýtið því sá köttur hitti svo hræði- lega vonda krakka sem fara illa með villiketti. Mér finnst óþægilegt að vita að krakkar geti verið svona vondir við kisur og ef ég sæi öskurkrakka pína kisu myndi ég sko hlaupa og bjarga henni. Ég vissi ekki heldur að fólk sviki kisurnar sínar og henti þeim út fyrir jólin, þó þeir skíti í sófann og éti páfagaukinn á heimilinu, eins og sagt er frá í laginu „Öskutunnublús“, en það lag finnst mér alveg fullkomið, takturinn og söngurinn finnst mér flottur og ég skil köttinn í því lagi svo vel, af því ég er sjálfur svona óarga- dýr inni í mér eins og hann. Lagið „Göturæsisrottur“ finnst mér líka frábært og það er gott að dansa við taktinn í laginu um „Garpinn Guð- mund“. Lagið um erfðagenabreyttu fjölskylduna minnti mig dálítið á ein- hver lög á Abba babb-diskinum hans Doktors Gunna, sérstaklega söng- urinn, en það er samt allt í lagi. Ég var mjög hrifinn af síðasta laginu á diskinum, „Sofa börnin undir sæng“, sem er allt öðruvísi en öll hin, miklu rólegra, eiginlega vögguvísa þar sem er til dæmis sagt frá glæpamönnum sem þurfa að sofa alveg eins og allt annað fólk. Ég ætla að láta mömmu læra þetta lag svo hún geti sungið það fyrir mig á kvöldin áður en ég fer að sofa. Töffaradiskur TÓNLIST Íslenskar plötur Lög við vísur eftir Davíð Þór Jónsson. Hljóðfæraleikur: Hljómsveitin Buff og gestir. Myndskreyting: Lóa Hjálmtýsdótt- ir. Útgefandi: 21 12 CC. Villikettirnir –  Kristinn Ingvarsson, sjö ára. Fékk Grand Prix verðlaunin í Cannes. Hefur fengið einróma lof gagnrýnenda um heim allan. Sýnd kl. 4 ísl tal Sýnd kl. 8 og 10.20 kl. 4 og 6 Í þrívíddSýnd kl. 5.20, 8 og 10.30    Sýnd kl. 5.45, 8, 10.20 B.i 10 ára Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! VINCE VAUGHN OWEN WILSON BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL.  H.J. / Mbl.. . l.  O.H.H. / DV H.J. / Mbl. . . . / . . / l. Sýnd kl. 8 og 10 Sími 564 0000 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i 16 ára ÞEGAR EKKI ER MEIRA PLÁSS Í HELVÍTI MUNU HINIR DAUÐU RÁFA UM JÖRÐINA ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! Miðasala opnar kl. 15.15 kl. 5.50, 8 og 10.10 O.H.H. / DV H.J. / Mbl. . . . / . . / l. Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! Sýnd kl. 6 ísl tal VINCE VAUGHN OWEN WILSON Sýnd kl. 5.50 og 10 KVIKMYNDIR.COM  S.K. DV  BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. KVIKMYNDIR.IS  TOPPFIMM.IS  DV  KVIKMYNDIR.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.