Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ræða RunólfsÁgústssonar, rekt-ors Viðskiptahá- skólans á Bifröst, við út- skrift um nýliðna helgi hefur vakið nokkra athygli, en í henni varaði hann við því að í nýjum háskólalög- um yrði bein tilvísun til hins svokallaða Bologna- ferlis, sem miðar að því að til verði samevrópskt há- skólasvæði fyrir árið 2010. „Ég er í sjálfu sér ekki mótfallinn því að við séum í evrópsku samstarfi og tök- um mið af því. Hins vegar finnst mér að við eigum að horfa víðar og ekki aðeins binda okkur við evrópska staðla,“ segir Runólf- ur og bendir á að sú þróun sem orð- ið hafi í Evrópu með tilkomu Bol- ogna-ferlisins hafi í sjálfu sér verið mikið framfaraspor. Á sama tíma sé þó, að mati Runólfs, ákveðin hætta á því að staðlar Bologna- ferlisins steypi alla í sama mót. Hann leggur áherslu á að tryggja þurfi samræmd gæðaviðmið og tekur fram að hann sé alls ekki að biðja um afslátt á gæðum fyrir hönd Bifrastar. „Þvert á móti. Mín skoðun er sú að við eigum að miða við bestu gæði hvar sem þau eru.“ Aðspurður segist Runólfur á þeirri skoðun að Bologna-ferlið sé í grunninn til bóta. „Við þurfum hins vegar að fara yfir það og ákveða hvað af því við þurfum að innleiða, hvað við viljum innleiða og hverju við getum og viljum sleppa,“ segir Runólfur og nefnir í því samhengi tvennt í Bologna-stöðlunum sem varhugavert væri að taka hrátt upp án aðlögunar að íslenskum að- stæðum. Annars vegar staðlar sem gera ráð fyrir að nemendur séu í fríi á sumrin, sem komi í veg fyrir heilsársskóla líkt og rekinn er á Bifröst þar sem duglegum nem- endum býðst að flýta fyrir sér í námi með því að taka valfög á sumrin. Hins vegar nefnir Runólf- ur einkunnakerfi ferilsins þar sem gert er ráð fyrir að einkunnadreif- ing sé normaldreifing, sem að mati Runólfs hentar afskaplega illa í ís- lensku umhverfi þar sem oft er verið að kenna í litlum hópum. Stuðlar að trausti milli skóla Í samtölum við bæði Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Ís- lands, og Þorstein Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, var að skilja að þau teldu Bologna-ferl- ið í heild sinni hafa verið jákvætt fyrir íslenskt háskólasamfélag þar sem það stuðli að trausti milli evr- ópskra háskóla og hvetji til bæði nemenda- og kennaraskipta. „Markmiðið með Bologna-sam- þykktinni er að samræma kröfur til prófgráða í því markmiði að skólar eigi auðveldara með að við- urkenna gráður hver frá öðrum. Með þessari yfirlýsinu er líka verið að hvetja til samstarfs um þróun gæðaeftirlits en hugsunin á bak við þessa samstöðu Evrópuríkja í há- skólamenntunarmálum er í raun að styrkja Evrópu sem mennta- svæði og ekki síst í alþjóðlegu sam- hengi þar sem horft er til sam- keppnisstöðu gagnvart Banda- ríkjunum, sem löngum hafa þótt skara fram úr á sviði háskóla- menntunar,“ segir Kristín og bendir á að bandarískir háskólar standi framarlega á sviði gæðaeft- irlits. Aðspurð segist Kristín telja það til mikilla bóta ef inn í ramma- lögin um háskóla, sem nú er í vinnslu hjá menntamálaráðuneyt- inu, kæmi ákvæði um samræmdar gæðakröfur fyrir íslenska háskóla þar sem það myndi styrkja landið út á við að hafa ytri vottun á próf- gráðum og starfi skólanna. Að mati Þorsteins hefur Bol- ogna-ferlið eflt vitund jafnt há- skólamanna sem og stjórnmála- manna um hlutverk og markmið háskóla í nútímasamfélagi. Auk þess að hvetja til hreyfanleika stuðlar ferlið að umræðum og eyk- ur eftirfylgni með gæðum í kennslu og rannsóknum í háskólum. „Allt eru þetta atriði sem íslenskir há- skólar, sem eru staðsettir í mjög fámennu samfélagi, þurfa á að halda,“ segir Þorsteinn og bendir á að þátttakan í Bologna-ferlinu geti gert evrópska háskóla hæfari til að taka þátt í samstarfi við háskóla ut- an Evrópu. „Háskólamenn hér á landi eiga að hvetja til þess að ís- lensk stjórnvöld og háskólar taki áfram virkan þátt í Bologna-ferlinu frekar en að drepa umræðunni á dreif með tali um óskyld atriði.“ Aðspurður um gagnrýni Runólfs segist Þorsteinn telja að hún bein- ist fremur að íslenskum mennta- yfirvöldum en íslenska háskóla- samfélaginu í heild. Bendir hann á að andstæðurnar sem Runólfur setji fram milli annars vegar evr- ópskra háskóla og bandarískra og ástralskra háskóla hins vegar standist ekki. „Það er mikil sam- keppni, kraftur og fjölbreytni í evr- ópskum háskólum og þegar Run- ólfur gefur í skyn að háskólar í Bandaríkjunum séu lausir við rík- isrekstur, miðstýringu og staðla þá fer því víðs fjarri,“ segir Þorsteinn sem sjálfur stundaði sitt fram- haldsnám í Bandaríkjunum. „Sum- ir ástralskir og bandarískir háskól- ar eiga við alvarleg gæðavandamál að stríða, þannig að þessi ágætu ríki eru ekki endilega fyrirheitnu löndin fyrir íslenska háskóla.“ Fréttaskýring | Innleiðing Bologna-ferlis í háskólasamfélagið hér á landi Allt spurning um gæði Ferlið styrkir Evrópu sem mennta- svæði, sérlega í alþjóðlegu samhengi Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Gætu Bologna-staðlar steypt alla í sama mót?  Hjá Sólrúnu Jensdóttur, skrif- stofustjóra í menntamálaráðu- neytinum, fengust þær upplýs- ingar að í núgildandi lögum og reglugerðum sé ekkert sem meini háskólum að taka ekki þátt í innleiðingu Bologna-ferlisins, þar sem ferlið sjálft sé ekki laga- lega bindandi heldur einvörð- ungu viljayfirlýsing um sam- starf. Spurð hvort til standi að innleiða í lög ákveðna þætti Bol- ogna-yfirlýsingarinnar svarar Sólrún: „Verið er að vinna að endurskoðun á rammalögum um háskóla og því ekkert hægt að segja um þetta á þessu stigi. “ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 94 90 09 /2 00 5 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 94 90 09 /2 00 5 Landsbanki Íslands hf. - Hluthafafundur Dagskrá: 1. Tillaga um að skiptingar- og samrunaáætlun sem undirrituð var af stjórnum Landsbanka Íslands hf., Straums Fjárfestingarbanka hf. og Burðaráss hf. þann 1. ágúst 2005 verði samþykkt. Í því felst m.a. að hlutafé í Landsbanka Íslands hf. mun hækka um 2.120.677.803 kr. að nafnverði, eða úr 8.900.000.000 kr. í 11.020.677.803 kr., og verður sú hækkun innt af hendi til hluthafa Burðaráss hf. sem hluti endurgjalds fyrir hluti sína í því félagi. Jafnframt leiðir af tillögunni að hluthafar í Landsbanka Íslands hf. eiga ekki forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Boðað er til hluthafafundar þessa með fyrirvara um að hluthafafundur í Burðarási hf. sem fram fer kl. 13.00 þennan sama dag samþykki fyrirliggjandi skiptingar- og samrunaáætlun og tengdar tillögur. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á upp á hluthafafundi, skulu vera komnar skriflega í hendur bankaráðs eigi síðar en föstudaginn 9. september 2005. Skiptingar- og samrunaáætlun, ásamt ársreikningum Landsbanka Íslands hf., Straums Fjárfestingarbanka hf. og Burðaráss hf. síðustu þrjú árin, endurskoðuðum efnahags- og rekstrarreikningum þeirra fyrir fyrri hluta ársins 2005, greinargerðum stjórna félaganna, sameiginlegum efnahags- og rekstrarreikningum Burðaráss og Landsbanka Íslands annars vegar og Burðaráss og Straums Fjárfestingarbanka hins vegar, sem og skýrsla matsmanna og yfirlýsing samkvæmt 122. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, liggja frammi í aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis á sama stað, sjö dögum fyrir hluthafafundinn. Einnig er hægt að nálgast fundargögn á vefsíðu Landsbankans, www.landsbanki.is. Fundargögn verða afhent hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað frá kl. 14:00 á fundardegi. Umboðsmenn eru beðnir um að framvísa gildu umboði við hluthafaskrá á fundarstað. Bankaráð Landsbanka Íslands hf. Hluthafafundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn í Ársölum á Hótel Sögu, Reykjavík, þann 15. september 2005 og hefst hann kl. 15:00. 410 4000 | www.landsbanki.is SAMTÖK endurhæfðra mænu- skaddaðra (SEM) hafa hafið rekstur á nýjung í happdrættismálum sem þeir kynntu á blaðamannafundi í vik- unni. Hringt er í númerið 904-1111 og fæst svar strax hvort viðkomandi hafi hlotið vinning eða ekki. Sex hundruð kr. verða dregnar af síma- reikningi viðkomandi eftir að hann hefur samþykkt að halda áfram. Hringt verður í viðkomandi sem hlotið hefur vinning eins fljótt og mögulegt er og honum tilkynnt hvað hann hafi unnið. Er þetta í fyrsta skipti í heiminum sem þessi aðferð er reynd, að því er forsvarsmenn SEM segja í tilkynningu. Dregið hefur verið úr öllum skráð- um símanúmerum einstaklinga með heima- og farsíma, sem skráðir voru hinn 31. ágúst sl. og var það gert hjá Háskóla Íslands undir eftirliti sýslu- manns í Reykjavík. Meðal vinninga er bifreið að verð- mæti 2 milljónir kr., utanlandsferðir, fartölvur, heima- og farsímar. Heildarverðmæti vinninga er um 23 milljónir kr. og er vinningafjöldi 774. Afhending vinninga fer fram 19. nóv- ember nk. Samtökin voru stofnuð ár- ið 1980 af nokkrum einstaklingum sem höfðu orðið fyrir mænuskaða af völdum slysa. Markmið félagsins er að efla samhjálp mænuskaddaðra, vinna að auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu. Morgunblaðið/Þorkell Forsvarsmenn SEM, Jón H. Sigurðsson, Páll E. Ingvarsson læknir, Guðný Guðnadóttir og Egill Stefánsson. SEM-samtökin með nýjung í happdrættismálum Fá að vita strax um vinning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.