Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 2
2 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GAFST EKKI UPP
„Ég ætlaði ekki að gefast upp. Ég
ætlaði ekki að vera neitt fórnarlamb.
Þeir eiga að vera fórnarlömbin, ekki
ég,“ segir kona sem vann í vikunni
einkamál í Hæstarétti gegn þremur
mönnum sem nauðguðu henni í
ágúst árið 2002. Voru mennirnir
dæmdir til að greiða henni 1,1 millj-
ón króna í miskabætur. „Það eru
þeir sem eiga að þjást. Það eru þeir
sem eiga að loka sig inni, ekki ég.“
Ríkissaksóknari ákvað að ákæra
mennina ekki á sínum tíma og var
það mikið áfall fyrir konuna sem
segist þá hafa upplifað gríðarlega
höfnun. Ástæða þess að mennirnir
voru ekki ákærðir var sú að rann-
sókn lögreglu á málinu var ábóta-
vant. Í Morgunblaðinu í dag er við-
tal við konuna.
Vilja færa út kvíarnar
Craig A. Davis, forstjóri og
stjórnarformaður Century Alumin-
um, móðurfyrirtækis Norðuráls á
Grundartanga, segir að fyrirtækið
hafi mikinn áhuga á að færa út kví-
arnar hér á landi. Í viðtali við Morg-
unblaðið nefndi hann ýmsa kosti
sem landið hefði en lykilatriðið væri
auðvitað að hér væri boðið upp á
samkeppnishæft orkuverð.
Nýir staðlar ljósabekkja
Nái breytingar á evrópskum
staðli um hámarksstyrk ljósabekkja
fram að ganga gæti styrkur ljósa-
bekkja náð allt að sexföldum há-
marksstyrk sólar í Reykjavík.
Breytingarnar ganga þvert á álit
norrænu geislavarnastofnananna,
en í því er m.a. varað við notkun
ljósabekkja í fegrunarskyni. Þorgeir
Sigurðsson hjá Geislavarnarráði rík-
isins segir hugsanlegt að Norð-
urlöndin vinni saman að áætlun svo
hægt verði að bregðast við breyting-
unum.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 40/44
Úr verinu 14 Bréf 45
Viðskipti 18 Messur 46/47
Erlent 20/21 Minningar 48/57
Akureyri 28 Skák 61
Höfuðborgin 28 Dagbók 62
Árborg 29 Víkverji 62
Landið 30 Velvakandi 63
Suðurnes 31 Staður og stund 64
Listir 32/33 Menning 66/73
Daglegt líf 34/35 Ljósvakamiðlar 74
Ferðalög 36/37 Veður 75
Forystugrein 38 Staksteinar 75
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Nú bjóðum við frábært tilboð til Costa
del Sol á síðustu flugsætunum þann
28. september. Þú bókar 2 flugsæti en
greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið
og framlengdu sumarið á Costa del Sol.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
2 fyrir 1 til
Costa del Sol
28. september
frá kr. 19.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina Gisting frá kr.1.700
Verð á mann pr. nótt, miðað við 2 í stúdíóíbúð
á Bajondillo.
Allra síðustu sætin
Verð kr.19.990
Netverð á mann. Flug og skattar, m.v. 2 fyrir 1
tilboð. Út 28. sept. og heim 19. okt.
HVAÐ teljast samgöngur? Þetta
er meðal þess sem krakkarnir á
frístundaheimilinu Selinu í Mela-
skóla hafa verið að velta fyrir sér
í tilefni samgönguviku í Reykja-
vík. Í tengslum við vikuna hafa
krakkarnir unnið teikningar, mál-
verk og perluverk sem tengjast
samgöngum á einhvern hátt. Að
sögn Ástu Friðriksdóttur, starfs-
manns í Selinu, mæltist þetta
uppátæki afar vel fyrir hjá krökk-
unum. „Til að byrja með voru um-
ferðarskiltin afar áberandi í
myndum krakkanna og í tengslum
við það fórum við vel yfir það
hvaða þýðingu skiltin hafa. Í fram-
haldinu fórum við að skoða hin
mismunandi samgöngutæki og þá
bættust við myndir af t.d. eld-
flaugum, loftbelgjum, geimförum,
hestum og úlföldum,“ segir Ásta
og tekur fram að uppátækið hafi
verið lærdómsríkt fyrir alla aðila.
Morgunblaðið/Kristinn
Umferðarskiltin vinsælasta myndefnið
KVIKMYNDAGESTIR sem ætla
sér að sjá kanadísku heimildamynd-
ina What remains of us, sem sýnd
verður á Alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðinni í Reykjavík um næstu mán-
aðamót, mega búast við því að leitað
verði á þeim við innganginn með að-
stoð málmleitartækja. Að sögn
Hrannar Marínósdóttur, stjórnanda
hátíðarinnar, er ástæða þessa sú að
verið er að leita að myndavélum,
upptökutækjum og myndavélasím-
um, en allur slíkur búnaður er bann-
aður í sýningarsalnum meðan á sýn-
ingu myndarinnar stendur.
Er hér um að ræða öryggiskröfur
sem aðstandendur myndarinnar
gera, en slíkir skilmálar hafa ríkt
hvar sem myndin hefur verið sýnd
um heiminn.
„Ástæðan fyrir þessum öryggis-
kröfum er sú að í myndinni koma
fram Tíbetbúar sem leggja líf og limi
í hættu, því ef kínversk yfirvöld fá
upplýsingar um hverjir þetta eru eða
útsendarar á þeirra vegum greina
hverjir koma fram í myndinni, þá á
þetta fólk yfir höfði sér fangelsisvist
og pyntingar,“ segir Hrönn og bend-
ir á að aðeins örfá eintök séu til af
myndinni sem fáist eingöngu sýnd
gegn ströngum öryggiskröfum.
Öryggisverðir fylgist
með áhorfendum
Meðal þess sem kveðið er á um í
öryggisskilmálunum er að myndina
megi ekki sýna nema í viðurvist að-
standenda hennar, en á sýningunum
í Reykjavík verður François Prè-
vost, annar leikstjóri myndarinnar,
viðstaddur.
Auk ofangreindra skilmála sem
aðstandendur myndarinnar setja
fyrir sýningu hennar er einnig kveð-
ið á um að öryggisverðir skuli vera
viðstaddir í salnum meðan á sýningu
myndarinnar standi og munu þeir
hafa auga með áhorfendum. Á kröfu-
lista aðstandenda myndarinnar sem
blaðamaður hefur undir höndum
kemur reyndar fram að ákjósanlegt
sé að öryggisverðir hafi innrauða
nætursjónauka við hendina í þeim
tilgangi að fylgjast með áhorfendum
og hefur því, samkvæmt heimildum
blaðsins, verið framfylgt sums stað-
ar á kvikmyndahátíðum þó ekki
verði það gert hérlendis. Þess má
geta að öryggisvarslan hérlendis er í
höndum Öryggismiðstöðvarinnar.
Myndin What remains of us eða
Okkar arfur eins og hún nefnist á ís-
lensku, er afrakstur ferðar tíbetsku
flóttakonunnar Kalsang Dolma til
Tíbet á árunum 1996-2004, en árið
1996 flutti hún þorpsbúum í Himal-
ayafjöllum skilaboð frá Dalai Lama,
andlegum leiðtoga Tíbet, sem
neyddur var í útlegð árið 1959 þegar
kínversk stjórnvöld tóku yfirráðin
þar. Dalai Lama hefur aðsetur í Ind-
landi og hefur ekki talað við þjóð sína
í tæpa hálfa öld. Myndin var gerð án
vitundar kínverskra stjórnvalda með
hjálp leynilegra tökuvéla. Í henni
greinir frá ferð Dolma og viðbrögð-
um íbúa Tíbet við skilaboðum Dalai
Lama, auk þess sem myndin þykir
veita óviðjafnanlega innsýn í brota-
kennda tilveru Tíbetbúa.
Öryggisgæsla við sýningu
kvikmyndar um Tíbetbúa
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
ELDUR kviknaði í póstflutningabif-
reið á gatnamótum Laugavegar og
Nóatúns um klukkan 13.20 í gær.
Skv. upplýsingum frá slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins var um metanbíl
frá Póstinum að ræða. Eldurinn kom
upp framarlega í bílnum en metan-
kúturinn er í aftari hluta hans. Bíll-
inn var nánast alelda þegar slökkvi-
lið bar að. Óttast er að bögglar og
annar póstur hafi skemmst í eldin-
um.
Vegfarandi benti ökumanni á að
reyk legði undan bílnum. Þegar
hann fór út til að kanna málið lagði
reyk upp úr mælaborði bílsins og
varð bíllinn alelda á skammri
stundu. Er talið að hætta hafi skap-
ast vegna þessa en metan er mjög
eldfimt efni.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Metangasbíll alelda
SJÖ tilboð bárust í Fríkirkjuveg 3,
sem Reykjavíkurborg auglýsti til
sölu í byrjun september. Óskað var
eftir tilboðum í húsið, sem hýsti Inn-
kaupastofnun Reykjavíkurborgar
um árabil, og hljóðaði hæsta tilboðið,
sem barst frá EddaFilm ehf., upp á
90 milljónir króna.
Forsvarsmaður EddaFilm vildi
ekki gefa neitt upp um hvaða áform
fyrirtækið hefði með húsið þegar
Morgunblaðið hafði samband í gær.
Reykjavíkurborg hefur áskilið sér
rétt til þess að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum og verður
farið yfir tilboðin á næstu dögum.
Húsið var byggt á árunum 1904–
1905 og er bárujárnsklætt timb-
urhús, og með fylgir um 700 fer-
metra lóð.
Aðrir sem buðu í húsið voru Ex-
ista ehf. sem buðu 89,5 milljónir,
Sporthamar ehf. sem bauð 88 millj-
ónir, Saxhóll ehf. sem bauð 82,1
milljón, Reykja ehf. sem bauð 77,5
milljónir, Gáspi ehf. sem bauð 70,1
milljón, og JP eignafélag ehf. sem
bauð 55 milljónir í húsið.
Í gær voru einnig opnuð tilboð í
Laugaveg 58b, og bárust alls 16 til-
boð. Hæst bauð Sigurjón Hall-
dórsson, 27,5 milljónir.
Buðu 90
milljónir
í Fríkirkju-
veg 3