Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs
2004
„Ég er finnskur rithöfundur –
sjálfhverfur, alvarlegur,
gráðugur, vel á mig kominn,
grannholda og þröngsýnn,
niðurdrepandi og gaman-
samur.“
Kari Hotakainen
(um sjálfan sig)1. sæti
Allar bækur
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
14. – 20. sept.
„Súperstöff“
Frábærlega vel skrifuð og skemmtileg
saga sem farið hefur mikla sigurför um
flest lönd Evrópu og alls staðar orðið
metsölubók. Finnskur húmor eins og
hann gerist bestur.
„Ég hló svo mikið að ég var nærri dottinn
af stólnum.“
- Lasse Pöysti
„Frábærlega unnið verk ... Súperstöff.“
- Páll Baldvin Baldvinsson, DV
HALLDÓR Blöndal, forseti Al-
þingis, kynnti í gær umfangsmiklar
endurbætur sem staðið hafa yfir á
Alþingishúsinu sl. tvö ár.
Árið 2002 var ákveðið að ráðast í
endurbætur á Alþingishúsinu öllu,
en engar heildstæðar viðgerðir
höfðu þá farið fram á húsinu frá
því það var byggt árið 1881. Meðal
annars hefur verið skipt algerlega
um gólfefni og aðgengi fatlaðra
bætt til muna. Þá hefur veggjum
verið breytt til að bæta hljómburð
hússins. Alþingishúsið og Skálinn
verða til sýnis almenningi í dag frá
kl. 10–15 en inngangur er um að-
aldyr Skálans.
Mikill raki í gólfum
Framkvæmdunum var skipt í
nokkra áfanga, enda aðeins hægt
að vinna að þeim að sumarlagi á
meðan hlé er gert á þingstörfum.
Sumarið 2003 var gert við suður-
og austurhlið hússins að utan og
anddyri þess endurgert. Sumarið
2004 var unnið að endurbótum og
viðgerðum innanhúss á 1. og 2.
hæð og voru m.a. gólfplötur í her-
bergjum 1. hæðar brotnar upp,
skipt um jarðveg og gólfin steypt á
ný, enda höfðu komið í ljós veru-
legar rakaskemmdir í þeim. „Það
var svo mikill raki kominn í gólfin
og húsið, bæði af því útveggirnir
héldu ekki vatni og líka að rakinn
kom undan gólfinu, að það var ekki
hægt að leggja parket á gólfin fyrr
en það var búið að þurrka allt upp.
Þess vegna þurfti að hafa teppi á
öllum gólfum,“ segir Halldór. „Þá
voru veggirnir lagfærðir og þiljaðir
að hálfu til að bæta hljóðvist hér
innandyra. Svo eru allir litir húss-
ins eins og þeir voru upphaflega.
Þetta er allt öðruvísi en hið nú-
tímalega umhverfi sem þú sérð
annars staðar, mun meiri litadýrð.“
Í sumar sem leið var viðgerðum
haldið áfram, einkum á 1. og 3.
hæð, og var lyfta sett í húsið til að
greiða aðgang fatlaðra að þingpöll-
um. Þá hafa þröskuldar einnig ver-
ið lagaðir til að auðvelda umferð
hjólastóla.
Vinnuaðstaða bætt til muna
Í áranna rás hefur húsið tekið
miklum breytingum, m.a. með til-
komu nýrrar tækni, s.s. síma, raf-
magns, miðstöðvarkyndingar og
tölvubúnaðar. Úreltar lagnir voru
hreinsaðar burtu og gengið frá nýj-
um, en þó á eftir að endurgera loft-
ræstikerfi hússins. Þá hefur að-
staða blaðamanna í húsinu verið
bætt til muna.
Heildarkostnaður við endurgerð
og viðgerðir á Alþingishúsinu er
um 285 milljónir króna og kostn-
aður við viðgerðir sem enn er ólok-
ið utanhúss og við loftræstikerfi og
endurnýjun húsgagna er áætlaður
um 100 milljónir króna. Aðspurður
kveður Halldór þennan kostnað alls
ekki mikinn miðað við þann gríð-
arlanga tíma sem húsið hefur verið
viðgerðalaust. „Það hefur ekki ver-
ið gert við húsið í rúm 120 ár og
hér er verið að bæta mjög starfs-
aðstöðu þess fólks sem vinnur hér,
þannig að hún sé stofnuninni sæm-
andi,“ segir Halldór.
Umfangsmiklum viðgerðum innanhúss í Alþingi er lokið eftir 120 ára viðhaldsleysi
Vinnuaðstaðan til mikils sóma
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umfangsmiklum endurbótum á Alþingishúsinu er nú lokið. Næstum allt húsið er nú parketlagt, en hér sýnir Hall-
dór Blöndal blaðamanni Kringluna, sem upphaflega var hugsuð sem móttökusalur ráðherra Íslands.
Annar langskipsstóllinn sem Alþingi fékk að gjöf frá
skoskum handverksmanni sómir sér vel við leiðina út.
Morgunblaðið/Kristinn
Guðmundur Magnússon, formaður starfsnefndar Sjálfs-
bjargar um ferlimál, prófar lyftu ásamt þingverði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÍSLENSKUR flugvirki lenti í
hringiðu hættuástands á Manchest-
erflugvelli í gærmorgun þegar karl-
maður var handtekinn vegna grun-
samlegrar skjalatösku. Sprengju-
sérfræðingar breska hersins voru
kallaðir út og lögregla handtók
manninn á grundvelli nýrra laga um
aðgerðir gegn hryðjuverkum.
Lúðvík Kristinsson, flugvirki hjá
Air Atlanta, sá þegar lögreglumenn
yfirbuguðu hinn grunaða kl. 8.40 í
gærmorgun. Maðurinn var mikill
vexti og þurfti sex lögreglumenn til
að ná tökum á honum. „Hann
braust um og þeir áttu í erfiðleikum
með hann,“ sagði Lúðvík. „Maður
fylgdist með og horfði á þetta og
fólki brá nokkuð. Þegar ég kom að
voru lögreglumennirnir að ná hon-
um en þeir höfðu hlaupið á eftir
honum og stukku á hann.“ Lúðvík
sá atburðinn á 100–200 metra færi
út á flugvélastæði og var þriðjungi
flugvallarins lokað vegna aðgerð-
anna. „Það voru allir reknir úr flug-
vélum og við fengum ekki að vinna í
flugvélunum okkar á þessu svæði og
tólf flugvélar voru kyrrsettar. Öll-
um farþegum var stefnt inn í flug-
stöðina og enginn mátti koma ná-
lægt vélunum.“
Sprengjusveit frá Liverpool
mætti á vettvang og var skjalataska
mannsins sprengd á flugbrautinni.
Ljóst var þá að ekki var sprengja í
töskunni.
„Maður hefur unnið um allan
heim og séð alls kyns rugl en ekk-
ert eins og þetta. Fólk var frekar
yfirvegað en þó varð maður var við
smáhræðslu,“ sagði Lúðvík.
Búið var að opna flugvöllinn
klukkan 11.30 að staðartíma í gær.
Viðbúnaður á Manchesterflugvelli
Íslenskur flug-
virki lenti í hring-
iðu hættuástands
Reuters
Sjá mátti lögreglumenn hvarvetna
á flugvellinum meðan á þessu stóð.
LEIGUBÍLSTJÓRI var kýldur í
andlitið af farþega sínum í Keflavík
í gær og hlaut talsverðar bólgur á
auga. Hann hafði ekið farþeganum
frá Reykjavík til Keflavíkur og var
neitað um greiðslu fyrir aksturinn
þegar þangað kom. Þar yfirgaf far-
þeginn bílinn en þegar bílstjórinn
elti hann fékk hann hnefahögg í
andlit. Lögreglan í Keflavík leitaði
daglangt að árásarmanninum en
fann hann ekki.
Leigubílstjóri
kýldur af farþega
TVEIR erlendir mótmælendur við
Álverið í Straumsvík voru hand-
teknir í gær af lögreglunni í Hafn-
arfirði og færðir til yfirheyrslu
fyrir ólæti við lóð Alcans. Þeir
voru í hópi 15 mótmælenda og
reyndu að stöðva för rútu frá
svæðinu og köstuðu reyksprengju
í veg fyrir hana. Lögreglan lét
hina mótmælendurna afskipta-
lausa og segist ekki munu hugsa
meira um þá. Hins vegar hafi þótt
ástæða til að taka mennina tvo úr
umferð. Þeir eru á miðjum þrí-
tugsaldri.
Að sögn Hrannars Péturssonar
upplýsingafulltrúa Alcan munu
mótmælendurnir hafa staðið í að-
gerðum sínum á sama tíma og
gestir á alþjóðaráðstefnu um
skautsmiðjur álvera voru í skoð-
unarferð í Straumsvík.
Mótmælendur
handteknir í
Straumsvík
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
úrskurðaði í gær þrjá menn í
gæsluvarðhald til 29. september
vegna ránsins sem framið var í
Laugarnesapóteki í fyrradag.
Mennirnir voru handteknir
mjög fljótlega í kjölfar ránsins en
þeir beittu hnífum til að ógna
starfsfólki og voru hettuklæddir.
Þeim tókst að taka smáræði af
lyfjum og peningum en misstu
allt í götuna á flóttanum. Einn
þeirra var á bíl og náðist
skömmu á eftir félögum sínum.
Allir hafa þeir áður komið við
sögu lögreglunnar.
Í gæsluvarðhald
vegna lyfjaráns