Morgunblaðið - 24.09.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.09.2005, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjá evrópsku staðla-samtökunum,CENELEC, liggja fyrir breytingar á evrópskum staðli um ljósa- bekki sem gætu haft slæm áhrif á tíðni húðkrabba- meins en þær ná fram að ganga. Kosið var um tillög- urnar 20. september síð- astliðinn en niðurstöðurn- ar liggja ekki fyrir fyrr en um næstu mánaðamót. Breytingarnar eru tveir viðaukar sem miða að því að setja hámark á alla flokka ljósabekkja og fella eldra flokkakerfi niður. Á Íslandi er aðeins svokallaður UV-3 flokkur ljósabekkja leyfilegur en í honum er hæsta styrkleikagildi miðað við styrk útfjólublárrar geislunar sól- ar við miðbaug. Samkvæmt sam- eiginlegu áliti norrænu geisla- varnastofnananna, sem gefið var út á síðasta ári, er hámark UV-3 flokksins talið eðlilegt hámark en eindregið er mælt með því að Evr- ópusambandið setji reglur um ljósabekki og notkun þeirra. Í álit- inu kemur einnig fram að tíðni húðkrabbameina, þar á meðal ill- kynja sortuæxla, hafi aukist á síð- ustu áratugum á Norðurlöndunum og sé útfjólublá geislun frá sól og ljósabekkjum helsti áhættuþáttur- inn við myndum húðkrabbameina. Jafnframt er varað við notkun ljósabekkja í fegurðarskyni og lögð áhersla á að starfsfólk sól- baðsstofa þurfi að hafa nægilega þekkingu á útfjólublárri geislun til að draga úr áhættu viðskiptavina. Breytingarnar sem nú eru til skoðunar ganga þvert gegn áliti geislavarnarstofnana en hæsti leyfilegur styrkur útfjólublárrar geislunar mun tvöfaldast nái breytingarnar að ganga í gegn og nálgast sexfaldan hámarksstyrk sólar í Reykjavík. Sigurður Sigurðsson, tækni- fræðingur hjá Staðlaráði Íslands, segir breytingarnar vera þyrni í augum margra innan staðlageir- ans en þær fela í sér tvo nýja við- auka við reglugerðina um ljósa- bekki. Fjallar annar viðaukinn um rýmkun UV-gilda sem eru í notkun fyrir hámarksstyrk og þýðir það að einstaklingur þurfi styttri tíma í ljósabekknum til að fá sömu geisl- un og áður. Reynslan hér á landi hefur hins vegar sýnt að slíkt gef- ist ekki vel, yfirleitt hefur starfs- fólk sólbaðsstofa ekki nægilega þekkingu á geislun og afleiðingum of mikillar geislunar á ákveðnar húðgerðir og geti því ekki leiðbeint viðskiptavinum sínum um það hvaða ljósameðferð henti best. Breyta þyrfti því verklagsreglum hjá sólbaðsstofum og laga þyrfti geislunartímann að húðgerð hvers og eins viðskiptavinar. Hinn viðaukin miðar að því að auka hámarksstyrk UV-C geisla en þeir henta til dæmis vel til sótt- hreinsunar. UV-C geislar brjóta niður gen í frumum sem er mjög krabbameinsvaldandi við ranga notkun. Markaður fyrir hraðmeðferð Ljósabekkjaframleiðendur vilja bjóða upp á sterkari bekki svo hægt sé að auka þjónustu í hrað- meðferð en því er haldið fram að markaðurinn sé opinn fyrir styttri ljósaböðum með sama árangri. Sérfræðingar hafa varað við slíku því meiri geislun eykur hættuna á húðsjúkdómum en einnig hefur verið rætt um að ónáttúrulegt sé að ljósabekkir hafi margfalt meiri geislun en sólin. Gagnrýnendur breytinganna hafa þá bent á að markhópur sól- baðsstofa séu oftar en ekki ungt fólk sem leggur meiri áherslu á sól- brúnku en áhyggjur af geislun og húðkrabbameini. Í könnun sem Gallup gerði fyrr á árinu um ljósa- bekkjanotkun ungmenna á aldrin- um 12 til 15 ára kemur hins vegar fram að ljósaböð í aldursflokknum eru mun fátíðari nú en fyrir ári eða um helmingi færri og er það að miklu leyti þakkað aukinni fræðslu um skaðsemi ljósabekkja. Stangast á við lög um almennt heilbrigði Geislavarnastofnanir á Norður- löndum hafa tekið höndum saman gegn fyrirhuguðum breytingum og vonast er að tillögurnar, sem kosið var um þann 20. september síðast- liðinn, hafi verið felldar. Það kem- ur hins vegar ekki í ljós fyrr en um mánaðamótin næstu. Þorgeir Sig- urðsson, fagstjóri ójónandi geisl- unar hjá Geislavarnarráði ríkisins, er einn þeirra sem vona að breyt- ingarnar nái ekki fram að ganga. Hann segir að ef það gerist verði Norðurlöndin að vinna saman að áætlun svo hægt verði að bregðast við en hann segir ótækt að Ísland verði eina landið sem hafni breyt- ingunum. Líklegra sé að fylgt verði í fótspor hinna Norður- landanna og gripið verði til sömu aðgerða. Í þessu samhengi hefur verið bent á að gerð verði svokölluð frá- vikstillaga en talið er að breytingar stangist á við sænsk lög, hugsan- legt sé að íslensk stjórnvöld grípi til svipaðra aðgerða ef hægt verður að sýna fram á aukna hættu ljósa- bekkja með hærri styrkleika en það ætti ekki að reynast erfitt þar sem hættan er fyrir hendi eins og er. Fréttaskýring | Tillögur um breytingar á evrópskum staðli um ljósabekki Hættan er fyrir hendi Tíðni húðkrabbameina hefur aukist á síðustu áratugum á Norðurlöndum Sólböð hafa löngum verið vinsæl á Íslandi. Allt að sexfaldur hámarks- styrkur sólar í Reykjavík  Nái breytingar á evrópskum staðli um hámarksstyrk ljósa- bekkja fram að ganga gæti styrkur ljósabekkja orðið allt að sexföldum hámarksstyrk sólar í Reykjavík. Breytingarnar ganga þvert gegn áliti norrænu geisla- varnastofnananna sem þær gáfu út á síðasta ári en þau vara við notkun ljósabekkja í fegr- unarskyni og vilja reglugerð sem tryggir öryggi og heilsu ein- staklinga sem nýta sér þjónustu sólbaðsstofa. Eftir Andra Karl andri@mbl.is Á VEGUM Landsnets er verið að leggja nýjar háspennulínur frá tengivirkinu á Sultartanga að Brennimel í Hvalfirði, vegna stækk- unar Norðuráls á Grundartanga. Verkið er unnið af króatískum og slóvenskum fyrirtækjum. Hér eru starfsmenn þeirra í strenging- arvinnu við Háfoss, vestan við Sult- artanga. Þeir undu sér vel í fimb- ulkulda, hátt á lofti líkt og í skíðakláfi væru, við uppsetningu svo- nefndra sparra sem halda leiðurum aðskildum. Ekki var lofthræðslu fyr- ir að fara og hið eina sem starfs- mennina vanhagaði um, að sögn ljós- myndara, voru sígarettur – sem þeir fengu og undu glaðir við sitt. Ljósmynd/Guðmundur Lúðvíksson Háspennumenn á flugi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.