Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA,
Árni M. Mathiesen, segir, að finnist
leið til að styrkja sameignarákvæði
fyrstu greinar fiskveiðistjórn-
unarlaganna með ákvæði um sam-
eign þjóðarinnar á auðlindum, þá
verði nýtingarrétturinn jafnframt
skilgreindur og styrktur á þann hátt
að fiskveiðistjórnunin og markaðs-
starf okkar, og þar með eigandi auð-
lindarinnar, verði ekki fórnarlamb
breytinganna. Þetta kom fram í
ræðu sem ráðherrann hélt á fundi
hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins í gær.
Ísland efst á blaði
Ráðherrann kom víða við í ræðu
sinni. Hann ræddi um Íslensku sjáv-
arútvegssýninguna og ráðstefnu
henni tengda og sagði svo: „Sérstaka
athygli vakti fyrirlestur fulltrúa frá
frönsku verslunarkeðjunni Carre-
four, Bruno Correard, þar sem hann
lýsti því yfir að stjórnendur fyr-
irtækisins teldu íslenska fisk-
veiðistjórnun líklega þá bestu í
heimi. Í vikunni skýrði Morg-
unblaðið svo frá blaðamannafundi
sem Carrefour hélt í París í vikunni í
þeim tilgangi að kynna sérstakt
markaðsátak í sölu sjávarafurða sem
aflað er af miðum þar sem sjálf-
bærar veiðar eru lagðar til grund-
vallar. Skýrði fulltrúi Carrefour frá
því að fyrirtækið liti á það sem
skyldu sína sem næst stærstu versl-
unarkeðju í heiminum og jafnframt
þeirrar stærstu í Evrópu að upplýsa
neytendur um orsakir minnkandi
framboðs á fiskmeti en um leið að út-
vega fisk sem veiddur væri á grund-
velli skynsamlegrar fiskveiðistefnu.
Þar er Ísland efst á blaði, svo vitnað
sé beint í orð fulltrúa Carrefour.“
Minnka álögur
Árni ræddi um átakið Aukið virði
sjávarfangs, rakti starfsemi Verð-
lagsstofu skiptaverðs og skýrði frá
vinnu við öfluga upplýsingaveitu
sjávarútvegsins. Hann sagði að verið
væri að kanna hvort hægt væri að
minnka álögur á sjávarútveginn, ein-
falda og samhæfa ýmsa þjónustu og
eftirlit sem ríkið innir af hendi með
það að leiðarljósi að lækka rekstr-
arkostnað og gera kerfið skilvirkara.
Hann sagði frá aukinni áherzlu á
endurmenntun í sjávarútvegi.
Jafnræðis verður að gæta
Hann vék loks að starfsemi stjórn-
arskrárnefndar og sagði: „Starf
stjórnarskrárnefndar undir forystu
Jóns Kristjánssonar hefur verið tals-
vert til umfjöllunar að undanförnu
sérstaklega vegna umræðu um þjóð-
aratkvæðagreiðslur og málskotsrétt
forseta Íslands. Minna hefur farið
fyrir umræðu um það verkefni
nefndarinnar að skoða hugsanleg
ákvæði um þjóðareign á auðlindum
en umræða um þetta efni tengist
umræðu um 1. grein fiskveiðistjórn-
unarlaganna um sameign íslensku
þjóðarinnar á nytjastofnum sjávar.
Vilji hefur víða verið fyrir því að
styrkja þetta ákvæði með því að fella
það inn í stjórnarskrána.
Þetta er ekki auðvelt verkefni sér-
staklega vegna þess að jafnræðis
verður að sjálfsögðu að gæta á milli
auðlinda en í dag er lagaákvæðum
mjög misjafnlega farið hvað auðlind-
ir varðar sbr. virkjanaréttindi. Það
er ekki bara orkan í fallvötnum og
jarðhiti, kaldavatnsréttindi, mal-
artaka og nýting rafsegulbylgna sem
koma til skoðunar heldur einnig aðr-
ar lifandi auðlindir en nytjastofnar
sem nýttar eru í dag eða kunna að
verða nýttar. Má þar til dæmis nefna
lax- og silungsveiði, dúntekju, eggja-
og fuglatekju og jafnvel skotveiði. Í
dag teljast veiðiréttindi í ám og vötn-
um til eigna landeigenda en í sjó
teldist lax- og silungsveiði hugs-
anlega sameign þjóðarinnar sbr. það
að laxveiði í sjó er bönnuð með lög-
um. Úr þessu er ekki einfalt að leysa
þó hugsanlega sé það mögulegt.
Þegar talað er um að styrkja sam-
eignarákvæði 1. gr. fiskveiðistjórn-
unarlaganna verður að spyrja hvort
það verði á kostnað einhvers eða ein-
hverra? Hugsanlegt er ef ekkert er
að gert að það verði á kostnað þeirra
sem hafa nýtingarréttinn en jafn-
framt að það geti verið gert á kostn-
að fisveiðistjórnunarinnar og þeirra
þátt sem Bruno Correard leggur
mesta áherslu á sem er samstarf út-
gerðar- og sjómanna við vís-
indamenn og stjórnvöld. Því finnst
mér vera einsýnt að finni stjórn-
arskrárnefndin leið til þess að
styrkja sameignarákvæði 1. greinar
fiskveiðistjórnunarlaganna með
ákvæði um sameign þjóðarinnar á
auðlindum að þá verði nýtingarrétt-
urinn jafnframt skilgreindur og
styrktur á þann hátt að fisk-
veiðistjórnunin og markaðsstarf
okkar, og þar með eigandi auðlind-
arinnar, verði ekki fórnarlamb
breytinganna.
Kveður ráðuneytið sáttur
Að lokum vil ég nota þetta tæki-
færi, þar sem þetta er að öllum lík-
indum síðasta ræðan sem ég held að
sinni sem sjávarútvegsráðherra, og
þakka greininni fyrir ánægjulegt
samstarf í rúm sex ár. Þetta hefur
verið lærdómsríkur tími fyrir mig
sem ég mun án efa búa að í því starfi
sem ég tekst nú á hendur. Ég stend
sáttur upp úr stól sjávarútvegs-
ráðherra.
Starfsskiptunum fylgir eðlilegur
söknuður – ég hef fengið tækifæri til
að hrinda hugmyndum mínum í
framkvæmd og hef unnið með af-
bragðsfólki í stofnunum og ráðu-
neytinu. Fyrir það er ég þakklátur.
Sjávarútvegur á Íslandi er heillandi
heimur þar sem gaman er að vinna.
Megi hann halda áfram að dafna vel
og lengi,“ sagði Árni M. Mathiesen.
Nýtingarrétturinn verði
skilgreindur og styrktur
Sjávarútvegsráðherra segir það erfitt verkefni að færa sameignarákvæði
fyrstu greinar fiskveiðistjórnunarlaganna inn í stjórnarskrána
Morgunblaðið/Kristinn
Ráðherrann Árni M. Mathiesen segir að gæta verði jafnræðis ef færa eigi
það inn í stjórnarskrána að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar.
VERÐ á sjávarafurðum hækkaði
mikið í ágústmánuði, eða um 2,6%
frá mánuðinum á undan mælt í er-
lendri mynt (SDR) en þetta kemur
fram í tölum Hagstofunnar sem birt-
ar voru í gær. Afurðaverðið hefur
ekki mælst hærra á þessu ári og er
raunar sögulega hátt mælt í erlendri
mynt. Til að mynda er afurðaverðið
nú 10,1% hærra en það var í ágúst í
fyrra.
Fjallað var um þetta í Morgun-
korni Íslandsbanka í gær og segir
svo þar: „Þetta kemur sér vel fyrir
sjávarútvegsfyrirtækin í því annars
óhagstæða rekstrarumhverfi sem
þau búa við með mjög sterkri krónu
og hækkandi olíuverði.
Afurðaverð í ágúst mælt í íslensk-
um krónum hækkaði nokkru minna
en í erlendri mynt vegna styrkingar
krónunnar, eða um 1,5% frá mánuð-
inum á undan. Síðastliðið ár hefur af-
urðaverð í íslenskum krónum lækk-
að um 1,8%. Gengishækkun krón-
unnar hefur því étið upp hækkun
afurðarverðs á mörkuðum erlendis
og gott betur.
Af einstökum tegundum hækkaði
verð á sjófrystum botnfiskafurðum
mælt í erlendri mynt mikið, eða um
2,1% í ágúst. Þar með eru sjófrystar
botnfiskafurðir nú 27,6% verðmeiri
samanborið við ágúst í fyrra. Land-
frystar botnfiskafurðir lækkuðu hins
vegar í verði um 0,3% í ágúst en eru
þó 5,7% hærri en fyrir ári. Verð á
frosinni síld lækkaði um 0,8% á milli
mánaða en er mjög hátt í sögulegu
ljósi.
!
"
"
#
$
%
&
'
(
Fiskverð í sögulegu há-
marki í erlendri mynt
ÞEGAR húsvískir smábátar koma
að landi eftir róðra dagsins mynd-
ast oft á tíðum biðröð undir lönd-
unarkrönunum tveimur sem eru til
staðar í Húsavíkurhöfn. Og bát-
unum fjölgar frekar en hitt því síð-
ar í haust eru væntanlegir tveir ný-
ir yfirbyggðir línuvélbátar í
flotann.
Stefán Stefánsson hafnarvörður
gekk á fund umhverfis- og fram-
kvæmdanefndar bæjarins á dög-
unum og gerði henni grein fyrir að
ekki yrði hægt að þjónusta þá báta
á fullnægjandi hátt með þeim krön-
um sem fyrir eru. Niðurstaða þess
fundar var að ákveðið var að kaupa
nýjan krana og hafnarstjóra ásamt
hafnarverði falið að velja honum
stað í samráði við notendur.
Það lítur því allt út fyrir að bið-
tími trillukarlanna eftir að komast
undir löndunarkranann styttist auk
þess sem hægt verði að þjónusta
betur þá nýju öflugu báta sem bæt-
ast í flotann í framtíðinni.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Biðröð
undir
krananum
GJALDÞROT vofir nú yfir þriðjungi
fiskiskipaflota Evrópusambandsins
vegna hins háa olíuverðs. Joe Borg,
framkvæmdastjóri sjávarútvegs-
mála hjá ESB, segir olíuverðið hafa
afar neikvæð áhrif á afkomu útgerð-
arinnar.
Borg segir að olíukostnaður sé
mismikill hjá ESB-flotanum eða frá
10% upp í 30%. Hið háa olíuverð sé
að sliga útgerðina, sérstaklega tog-
veiðiskipin. Þau geti ekki búið við
svona hátt verð til lengdar.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika er
Borg sannfærður um að markmið
Evrópusambandsins um sjálfbærar
veiðar og viðunandi afkomu náist.
Hann segist munu leggja fram til-
lögur til að minnka vandann, en að
opinberir styrkir geri aðeins illt
verra. Sambandið vill ekki gera
ákveðnum fyrirtækjum eða aðildar-
löndum hærra undir höfði en öðrum,
því það muni grafa undan þeirri
stefnu ESB að ná því að stunda sjálf-
bærar veiðar. Þess vegna verði út-
gerðir eða aðildarlönd að sækja að-
stoð í þá sjóði sem fyrir eru eða
aðildarlöndin að sjá sjálf um aðstoð
til eigin útgerðar. Borg vill hækka
það lágmark sem aðildarþjóðirnar
þurfa að fara eftir við aðstoð við sjáv-
arútveginn án þess aðþurfa að til-
kynna það til yfirstjórnar ESB í
Brussel. Auk þess verði aðstoðin að
taka eitthvert mið af veltu viðkom-
andi sjávarútvegsfyrirtækja.
Deilt um niðurgreiðslu
Borg hefur lagt til að lágmarks-
aðstoð verði hækkuð verulega, en
um það er ekki samstaða meðal að-
ildarþjóða ESB. Svíar og Þjóðverjar
leggjast gegn sérstakri aðstoð og
benda á að ef hún verði veitt muni
fleiri atvinnugreinar, sem hátt olíu-
verð bitni á, fylgja í kjölfarið. Ítalir,
Belgar, Frakkar og Portúgalar fara
fram á hæsta styrki, en Frakkar nið-
urgreiða þegar olíu til fiskiskipaflota
síns um 50%, meðan Bretar niður-
greiða ekkert.
Olíuverð
að sliga
útgerðina
♦♦♦