Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 26
Eskifjörður | Þrátt fyrir að ekki
verði lengur vikist undan hausti
og snjóað hafi á láglendi eystra,
sækja menn berjamóinn eitt-
hvað áfram. Enn má finna
hrútaber í skógum og bláber og
krækiber í dölum og hlíðum.
Þessar eskfirsku yngismeyjar
fylkja sér í flokk berjatínslu-
manna og sögðust galvaskar
vera á leiðinni í bláberjamó.
Þær heita Selma Dagmar,
Hekla Björk, Dagbjört Nótt,
Kolbrún Sól og fremst er Sess-
elja Bára.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Enn sótt í berjamó
Akureyri | Höfuðborgin | Árborg | Landið | Suðurnes
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
BRÁÐUM heilsa haust og vetur hér á
Hólmavík og hafa raunar þegar gert,
því kólnandi veðurfar og hvít slikja í
fjöllum er orðið að veruleika á Strönd-
um. Með þessu má
meðal annars fylgj-
ast á vefmynda-
vélum sem er að
finna á Steingríms-
fjarðarheiði, Holta-
vörðuheiði og Enn-
ishálsi. Í næsta
nágrenni hefur svo
bæst við ein enn
myndavél sem er
staðsett í Reykja-
nesi við Djúp. Víða um Strandir má líka
sjá fólk í hefðbundnum haustverkum,
smalamennska, kartöfluuppskera, fé á
leið til slátrunar, allt eru þetta ótvíræð-
ar vísbendingar um að haustið sé kom-
ið. Víða í sýslunni var réttað um síðustu
helgi og fjöldi manns lagði leið sína á
réttardansleik sem haldinn er í
tengslum við Skarðsrétt í Bjarnafirði.
Hjá rækjuvinnslunni Hólmadrangi
hafa menn einnig haft í nógu að snúast
en haustverkin þar hafa fyrst og fremst
snúið að enn frekari endurbótum á
verksmiðjunni sem hefur fyrir löngu
skipað sér í röð þeirra fullkomnustu á
landinu og þótt víðar væri leitað.
Vinnsla er nýlega hafin eftir þriggja
vikna lokun vegna endurbótanna og
sumarleyfa starfsfólks. Unnið hefur
verið að uppsetningu smápakkalínu síð-
an í haust, sem gefur möguleika á pökk-
un í neytendaumbúðir og þar með fjöl-
breyttari sölumöguleika. Einnig er
verið að setja upp rafskautaketil. Fyr-
irtækið veitir um 25 manns vinnu og er
því einn stærsti vinnuveitandinn í
Strandasýslu.
Skólastarfið er komið á fullt skrið
enda nær mánuður síðan það hófst eins
og víðast hvar annars staðar. Þar hefur
rækjan einnig komið við sögu þar sem
rúmlega helmingur þeirra 85 nemenda
sem skólann sækja tók á móti verðlaun-
um í samkeppni um besta sjávarútvegs-
vefinn. Hafnaði rækjuvefur Grunnskól-
ans í fyrsta sæti og hlaut skólinn að
launum skjávarpa, vídeóvél og fartölvu.
Sveitarstjórnin bætti svo um betur og
launaði alla nemendur og starfsmenn
skólans með pitsuveislu á Café Riis.
Úr
bæjarlífinu
STRANDIR
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
fréttaritari á Hólmavík
Haustið lætur ekkiá sér standaþetta árið. Því lá
svo mikið á að sumarið
fékk aldrei almennilega
að komast að. Það segja
a.m.k. heimamenn í Mý-
vatnssveit.
Hraðar breytingar og
sviptingar í veðri eru
áberandi í tíðarfarinu. En
svo gefur stund milli
stríða. Sólarglenna með
snjó í fjöllum og haustlit-
um í hraunin þó aðeins sé
í hálfan dag, gleður geð
guma. Gangnamenn okk-
ar voru í öðrum göngum
um síðustu helgi. Þeir
fengu vonsku hríð-
arveður á norðurfjöllum.
Haustlitir eru sem óðast
að taka völdin í nátt-
úrunni.
Morgunblaðið/BFH
Haust við Mývatn
Rúnar Kristjánssonhefur fundið fyr-ir tískunni að
tala um „reynslubolta“:
Rífur skolta og reigist við
rótarsoltið menntalið.
Rekur stolt að rembusið
reynsluboltakjaftæðið!
Hann finnur sér einn-
ig yrkisefni norðan
heiða:
Þingeyingar menntir
meta,
mörg er frábær þeirra
gjörð.
Á lofti einu lifað geta
lengur en aðrir hér á
jörð!
Þar er Friðrik Stein-
grímsson í Mývatnssveit
og yrkir um Baugsfjöl-
skylduna sem fagnaði
erlendis frávísun Baugs-
málsins í Héraðsdómi:
Meðan hérna landar
loppnir
lífsins gæða fara á mis,
fyrir hornið feðgar
sloppnir
fagna sigri erlendis.
Af reynslu-
boltum
pebl@mbl.is
Reykjavík | Boðað hefur verið til foreldra-
þings í Hagaskóla í dag kl. 10. Yfirskrift
þingsins er „Foreldrar eiga fyrsta orðið“
og er það samstarfsverkefni Samfoks og
Vesturgarðs. Markmiðið er að ræða hvern-
ig hægt er að byggja upp og styðja uppeld-
isumhverfi barna og unglinga.
Fyrirhugað er að setja afrakstur þings-
ins í frekari vinnslu og verður það formlega
tengt verkefninu „Börn og samfélag“ sem
þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Vestur-
garður, starfrækir sem sérstakt áherslu-
verkefni. Þinginu lýkur kl. 13 og verða nið-
urstöður kynntar borgarstjóra við opnun
þjónustuskála Vesturgarðs í dag kl. 14.
Þá halda Vesturbæingar Hausthátíð í
dag þar sem m.a. verður reynt að slá Ís-
landsmet Grafarvogsbúa í sippi.
Á hátíðinni mun Skerjafjarðarskáldið
Kristján Hreinsson frumflytja ljóð sitt,
Garðurinn okkar, við opnun þjónustuskála
Vesturgarðs. Í kjölfarið mun Vesturgarðs-
bandið Valkyrjurnar flytja lög með frum-
sömdum hverfistextum. Boðið verður upp
á fjölbreytta dagskrá, sem dæmi má nefna
ratleik Ægisbúa, tónlistaratriði unglinga,
kórsöng barna úr frístundaheimilum
Frostaskjóls og tónlistaratriði Do Re Mi.
Þá býður Íslenski fjallahjólaklúbburinn
upp á hjólaferðir, en síðast en ekki síst
munu fara fram æsispennandi Vesturbæj-
arleikar milli hverfisráðs Vesturbæjar,
starfsmanna Vesturgarðs og frístundamið-
stöðvarinnar Frostaskjóls.
Foreldrar í
Vesturbæn-
um eiga
fyrsta orðið
MENNINGARNEFND Fljótsdalshéraðs
hefur óskað eftir því að bæjarstjórn beiti
sér fyrir formlegum viðræðum sveitarfé-
lagsins við eigendur gamals sláturhúss í
miðbæ Egilsstaða, Kaupfélag Héraðsbúa.
Vill nefndin að sveitarfélagið kaupi húsið
svo hægt verði að koma þar á fót menning-
arstarfsemi af ýmsum toga. Jafnframt er
lögð á það áhersla að gangi kaupin eftir
muni það ekki hægja á eða koma í veg fyrir
byggingu á nýju menningarhúsi og upp-
byggingu Safnahúss Austurlands á Egils-
stöðum. Ýmsar hugmyndir eru uppi um
notkun hússins. Það gæti t.d. hýst hrein-
dýrasafn, tónlistarkennslu, myndlistar-
gallerí og vinnustofur listamanna.
Sláturhús
menningarhús
♦♦♦
Berjastúlkur