Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 28

Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 28
28 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vatnsmýrin | Misskilnings gætti í máli Dags B. Eggertssonar um Reykjavíkurflugvöll, þar sem hann sagði að samkomulag hefði náðst ár- ið 1999 um að kennslu- og einkaflug færðist úr Vatnsmýrinni, segir Matt- hías Sveinbjörnsson, stjórnarmaður í Flugmálafélagi Íslands. Hann segir að hið rétta sé að um sé að ræða bókun í samkomulaginu um að byggja eigi upp snertilend- ingavöll í nágrenni borgarinnar, en hvergi sé talað um það að kennslu- og einkaflug fari frá Reykjavíkur- flugvelli. Hann segir að unnið hafi verið að því að finna stað fyrir snerti- lendingar, sem hafi raunar fækkað umtalsvert síðan samkomulagið var gert, þar sem flugmenn fari frekar á velli utan borgarinnar. Samkomulagið var undirritað 14. júní 1999, og þar segir m.a.: „Í tillögu að flugáætlun fyrir tímabilið 2000– 2003, sem samgönguráðherra leggur fyrir Alþingi í haust, verði gert ráð fyrir að snertilendingar í æfinga- og kennsluflugi flytjist á flugvöll í hæfi- legri fjarlægð frá Reykjavík. [...] Flugvöllurinn verði hannaður með það í huga að hægt verður að þróa hann til víðtækari nota fyrir t.d. æf- inga-, kennslu og einkaflug.“ Flugvöllur verði í eða við Reykjavík Í yfirlýsingu frá Herði Sverris- syni, formanni Félags íslenskra einkaflugmanna, segir að Flugráð hafi lagt til í umsögn sinni í mars 2003 að sérstakur snertilendinga- flugvöllur yrði ekki byggður, heldur yrði þessum æfingum komið fyrir á Keflavíkurflugvelli annars vegar og á endurbættri lendingarbraut á Sandskeiðsflugvelli hins vegar. „Mikilvægi flugs á Íslandi er ótví- rætt. Þar skiptir engu hvort það sé millilanda-, innanlands-, björgunar-, kennslu-, æfinga- og jafnframt einkaflug. Það vill oft gleymast að einkaflug á stóran þátt í þeirri þjálf- un flugmanna sem koma úr flugskól- um á braut þeirra til atvinnuflugs. Reykjavík og flugvöllur borgarinnar hefur þar gegnt mjög mikilvægu hlutverki,“ segir í yfirlýsingu Félags íslenskra einkaflugmanna. Þar segir ennfremur: „Félag íslenskra einkaflugmanna styður eindregið að staðsetning flugvallar, ekki bara fyrir innan- landsflug heldur einnig kennslu og einkaflug, verði annaðhvort í eða við Reykjavík, höfuðborg Íslands. Þar teljum við að Vatnsmýrin eigi að vera einn af þeim kostum sem lit- ið skal til, þá í breyttri og bættri mynd, sem gæti verið borginni og Íslandi til sóma.“ Misskilningur að einka- flug hafi átt að fara Morgunblaðið/Golli Skýrslur | Viðskiptadeild Háskól- ans á Akureyri hefur gefið út ritröð með rannsóknum starfsfólks frá árinu 2003. Í ritröðinni, sem ber heitið Working Paper Series, hafa komið út tvær skýrslur á þessu ári. Annars vegar er skýrslan Intercult- ural communication – A challenge to Icelandic education eftir Rafn Kjart- ansson lektor við viðskiptadeild. Skýrslan fjallar um vaxandi al- þjóðavæðingu á Íslandi og fjölgun innflytjenda sem gera auknar kröfur um kennslu í menningarsamskiptum og menningarlæsi í íslensku skóla- kerfi. Hins vegar er skýrslan A Test of Market Efficiency: Evidence from the Icelandic Stock Market eftir Stefán Gunnlaugsson lektor við við- skiptadeild. Þessi skýrsla fjallar um skilvirkni íslensks hlutabréfamark- aðs með tilliti til erlendra rannsókna og Capital Asset Pricing líkansins. Mögulegt er að nálgast rafræn eintök af skýrslunum á útgáfuvef há- skólans: www.unak.is/utgafa. Vistaskipti | Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður munu næsta mán- uð eða svo gegna starfi menningar- fulltrúa Akureyrarbæjar að hluta til. Þórgnýr Dýrfjörð menningar- fulltrúi er á leið í fæðingarorlof, en á vef Akureyrarbæjar er eftir hon- um haft að hugmyndin með þessu sé ekki síst sú að nota tækifærið til að prófa og vekja athygli á þessari aðferð. Með henni kynnist starfs- menn verkefnum hver annars, sjái hlutina frá fleiri sjónarhornum, auk þess sem vænta megi að skilningur og traust aukist. „Allt felur það í sér dýrmæta eiginleika fyrir hvaða vinnustað sem er,“ segir á vef bæj- arins. Þá hefur verið ákveðið að Þórgnýr setjist í stól amts- bókavarðar í eina viku þegar hann snýr á ný úr fæðingarorlofinu, þannig að kynnin af störfunum verða gagnkvæm. Skák | Vetrarstarfsemi hjá Skák- félagi Akureyrar er hafin. Skákfélag Akureyrar hóf vetr- arstarf sitt með startmóti sem er hraðskákmót. Rúnar Sigurpálsson sigraði örugglega, hlaut 12,5 v. af 14. Ágúst Bragi Björnsson varð annar með 10,5 v. Haustmót Skákfélags Akureyrar hefst á sunnudaginn, 25. september, kl. 14 í KEA-salnum í Sunnuhlíð. Teflt verður tvisvar í viku á sunnu- dögum og fimmtudögum. Barna- og unglingaæfingar verða á mánudög- um í vetur frá kl. 16.30–18.00 í KEA- salnum í Sunnuhlíð. FJÖLVEIÐISKIP Samherja hf., Baldvin Þorsteinsson EA 10 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11, komu með fullfermi til Akureyrar í gær að lokinni vel heppnaðri síldarvertíð. Bæði skipin eru nú búin með aflaheimildir sínar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Samherjamenn notuðu tækifærið í tilefni af heimkomu beggja skip- anna, lokum síldarvertíðar og því að 5 ár eru nú liðin frá því Vil- helm Þorsteinsson EA kom fyrst til heimahafnar og bauð áhöfnum skipanna, mökum sem og öðrum góðum gestum í siglingu um úfinn Eyjafjörðinn í gærdag. Í þeim hópi voru m.a. verðandi sjáv- arútvegsráðherra, Einar K. Guð- finnsson og Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, alþingismenn, bæjarstjóri og bæjarfulltrúar auk forsvarsmanna hinna ýmsu fyr- irtækja og stofnana. Síldarvertíð hófst 10. maí síð- astliðinn, en frá þeim tíma hafa skipin tvö, Baldvin og Vilhelm, veitt um 39 þúsund tonn af síld upp úr sjó. Úr aflanum hafa áhafnir þeirra unnið tæplega 20 þúsund tonn af frystum afurðum, en söluverðmætið nemur um tveimur milljörðum króna. „Þetta er glæsilegur árangur hjá áhöfnum skipanna,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson for- stjóri Samherja.„Þetta er ævintýri sem enginn hefði getað trúað,“ sagði Einar K. Guðfinnsson verð- andi sjávarútvegsráðherra en hann sigldi með Baldvini um Eyjafjörð. Megnið af síldinni var veitt utan íslenskrar fiskveiði- lögsögu og allur afli unninn og frystur um borð. Afkastamiklar vinnslustöðvar Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, sagði að þrír mánuðir væru liðnir frá því skipin tvö hefðu verið við Íslands- strendur, „þau koma sjaldan til heimahafnar,“ sagði Þorsteinn Már og því hefði þótt tilvalið að kynna starfsemi þessara miklu skipa nú þegar þau væru í heima- höfn. Áhafnir skipanna voru að jafnaði um borð í 30 til 35 daga í senn og fóru áhafnaskipti fram í Noregi. „Um borð í þessum tveimur skipum hafa á góðum degi verið framleidd samtals um 300 tonn af frystum flökum, eða sem nemur 150 tonnum í hvoru skipi. Til samanburðar má nefna að í tveim- ur af stærri frystihúsum okkar Ís- lendinga, það er hjá Samherja á Dalvík og hjá Brimi á Akureyri, nemur framleiðslan samtals um 50 tonnum af afurðum á dag. Af þessu sést vel hversu afkastamikl- ar vinnslustöðvar það eru, sem hér eru að leggjast að bryggju,“ sagði Þorsteinn Már. Hann gat þess að um þessar mundir væru 5 ár liðin frá því Vilhelm Þorsteinsson kom fyrst til heimahafnar, en skipið var smíð- að í Noregi. Á þessum 5 árum hefur skipið veitt um 250 þúsund tonn af fiski og er uppistaða aflans síld, loðna og kolmunni. Aflaverðmæti skipsins nemur um 6,5 milljörðum króna á þessu ára- bili. „Við erum stödd í fljótandi af- kastamiklum vinnustað,“ sagði Kristján Vilhelmsson í ávarpi um borð í Vilhelm Þorsteinssyni. Í áhöfnum skipanna tveggja eru um 100 manns, en um er að ræða tvöfalda áhöfn má því um 50 manns eru um borð í einu. Það sem af er þessu ári hefur launa- kostnaður Samherja verið nálægt 100 milljónum króna á mánuði vegna þessara tveggja skipa. „Svo miklar tekjur hafa auðvitað mikil áhrif til góðs á atvinnu- og at- hafnalíf hér á Eyjafjarðarsvæð- inu,“ sagði Þorsteinn Már. Farsæl ábending Þorsteinn Már kvaðst vænta þess að eiga í framtíðinni farsælt samstarf við nýjan sjávarútvegs- ráðherra og þakkaði honum sér- staklega fyrir góða ábendingu fyrir 19 árum. Þannig hafi háttað til að félagið var þá að hefja út- gerð tveggja skipa og vantaði yf- irmenn. „Ég hringdi í Einar og spurði hvort hann gæti ekki bent mér á einhverja unga og efnilega menn þarna fyrir vestan,“ rifjaði Þorsteinn Már upp. Ekki stóð á Einari, hann benti strax á frænda sinn einn, Guðmund Þ. Jónsson. Hann var ráðinn og er nú skip- stjóri á Baldvini Þorsteinssyni, „þetta var farsæl ábending hjá Einari,“ sagði Þorsteinn Már. Skipin verða ekki lengi í höfn á Akureyri, komu bæði um hádegi í gær, en gert er ráð fyrir að þau haldi til veiða á ný í dag, laug- ardag. Fjölveiðiskip Samherja með fullfermi til heimahafnar í gær Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Kristján Vilhelmsson færir móður sinni, Önnu Kristjánsdóttur, blóm í til- efni dagsins. Hún og Vilhelm heitinn Þorsteinsson gengu í hjónaband fyrir 55 árum, 23. september 1950. Morgunblaðið/Kristján Fjölveiðiskip Samherja, Baldvin Þorsteinsson EA og Vilhelm Þorsteinsson EA komu með fullfermi af síldarafurðum til Akureyrar. Hér siglir Vilhelm Þorsteinsson EA aftan við Baldvin Þorsteinsson EA á Pollinum. Söluverðmæti afurða eftir síldarvertíð um 2 milljarðar Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is      

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.