Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 35

Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 35 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG H V ÍT A H Ú S I‹ / S ÍA / A C T A V IS 5 0 7 0 3 1 Paratabs® Notkunarsvi›: Paratabs inniheldur parasetamól sem er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. fia› er nota› vi› höfu›verk, tannpínu, tí›averkjum o.fl. Einnig vi› sótthita af völdum inflúensu og annarra umgangspesta eins og kvefs. Lyfi› inniheldur ekki ávanabindandi efni og hefur ekki sljóvgandi áhrif. Varú›arreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir parasetamóli e›a er me› lifrarsjúkdóma má ekki nota lyfi›. N‡rna- og lifrarsjúklingum er bent á a› rá›færa sig vi› lækni á›ur en fleir taka lyfi›. Of stór skammtur getur valdi› lifrarbólgu. Parasetamól veldur sjaldan aukaverkunum og flolist yfirleitt vel í maga. Langvarandi notkun lyfsins getur valdi› n‡rnaskemmdum. Skömmtun: Nákvæmar lei›beiningar um skömmtun fylgja lyfinu. Ekki má taka stærri skammta en mælt er me›. Lesi› vandlega lei›beiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.05 – Öflugur verkjabani! Ræ›st gegn verkjum! Myndasýning hjá ÍT-ferðum Á morgun, sunnudaginn 25. sept. verður myndasýning frá fyrstu göngu- ferð ÍT ferða um Slóveníu sem var í júní síðastliðnum. Fundurinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, á 3. hæð, fyrir ofan ÍT ferðir og hefst kl. 17:00 Hjördís Hilmarsdóttir, fararstjóri, kem- ur frá Egilsstöðum til að stýra fund- inum og kynna gönguferðir ÍT ferða á næsta ári. 1. OKTÓBER verða hinar árlegu ljósanætur eða „nuits blanches“ haldnar í Parísarborg. Þetta er í fjórða skipti sem borgaryfirvöld bjóða upp á mikla og veglega dagskrá langt fram undir morgun og hefur uppátækið vakið mikla ánægju meðal borgarbúa. Ekki ósvipað og á menn- ingarnótt í Reykjavík, geta Par- ísarbúar búið til sína eigin dagskrá og valið úr fjölda viðburða frá klukkan 19 til klukkan 7 í öllum hverfum Par- ísar. Neðansjávartónleikar í sundlaug Meðal þess sem boðið er upp á eru neðansjávartónleikar í sundlaug, tón- leikar með 300 gítarleikurum í Sacré Cœur kirkjunni og brasilísk stemmn- ing á götum Les Halles hverfisins. Um 50 einkaaðilar aðstoða borgaryf- irvöld við að gera nóttina að ógleym- anlegri upplifun og að sögn listræns stjórnanda viðburðarins, Jean Blaise, er hánóttin skemmtilegasti tíminn. „Ljósanætur eru hvað mest spenn- andi milli klukkan 2 og 6, einmitt þeg- ar neðanjarðarlestirnar eru hættar að ganga, á hefðbundnum lok- unartíma veitingastaðanna en 1. október verða barir og veitingastaðir opnir til klukkan 7. Þessa nótt mun borgin ekki lygna augunum. Hún bíð- ur eftir ykkur.“ Ljósanóttum er ætlað að vekja at- hygli á listalífi borgarinnar, og þá sér- staklega samtímalist en fjölda franskra og erlenda listamanna gefst kostur á sýna á annars óhefð- bundnum sýningarstöðum. Á sama tíma myndast einstök stemmning milli samborgaranna, sem sumir upp- götva næturlíf Parísar í fyrsta sinn. Að sögn borgarstjóra Parísar, Bertr- and Delanoë, eru viðburðir sem þess- ir kærkomnir í lífsgæðakapphlaupi nútímans. „Í heimi sem snýst meira og minna um hraða, neyslu og óþol- inmæði er hægt að hafa eina nótt sem leyfir listrænni sköpun að njóta sín.“ Á ljósanótt geta borgarbúar til dæmis upplifað brasilíska stemmningu. Einstök nótt í París  FRAKKLAND | Ljósanætur haldnar í fjórða skipti og hægt að velja úr fjölda viðburða Alla nóttina er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Upplýsingar er að finna á www.paris.fr Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.