Morgunblaðið - 24.09.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 24.09.2005, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár KAMBAHRAUN - EINBÝLI MEÐ TVÖFÖLDUM BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu fallegt og vel frágengið einbýli, íbúð 138,3 fm, ásamt 53,1 fm tvöföldum bílskúr eða alls 191,4 fm. Húsið skiptist í fjögur svefnherbergi, rúmgóða stofu, borðstofu, eldhús, búr og gott baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Úr stofu er gengið niður tvær tröppur í sól- skála og frá honum út á verönd þar sem er heitur pottur og grillaðstaða. Nýlega fullfrágenginn tvöfaldur bílskúr með tveimur bílskúrshurðum. Þetta er góð eign á góðum stað. Verð 28,8 millj. VERSLUNIN BLÓMABORG Vorum að fá í einkasölu eina þekktustu blóma- og gjafavöruverslun lands- ins. Um er að ræða 522 fm verslunar- og gróðurhús við aðalgötuna í Hveragerði. Miklir möguleikar á fjölbreyttum verslunarrekstri. Verslun hefur verið rekin í húsnæði þessu í um 50 ár og er löngu lands- þekkt og viðkomustaður flestra sem koma til Hveragerðis. Er því um mikla viðskiptavild og þekktan stað að ræða. Verð 41,8 millj. HRAUNBÆR - EINBÝLI Í SMÍÐUM Vorum að fá í einkasölu fallegt og vel frágengið 190,0 fm einbýlishús á einni hæð. Eignin er frágengin að utan, full einangruð og plöstuð að innan. Upptekið loft í stofu. Allir gluggar og hurðir eru úr maghóní . Hita- og neysluvatnslagnir komnar, þ.e. gólfhitalögn án stýribúnaðar og rör í rör kerfi fyrir neysluvatn. Húsið er með rauðu stallastáli á þaki. Þakkantur klæddur með maghóní. Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, þrjú svefnherbergi, tvær stofur, eldhús, baðherbergi og rúmgóðan bílskúr. Húsið er klætt utan með múrsteini. Allur frágangur er mjög til fyrirmyndar. Húsið er endahús í botnlanga. Verð 33,0 millj. ÍRAGERÐI - PARHÚS Viltu búa í návígi við eina fallegustu fjöru landsins? Erum með í sölu bjart og fallegt parhús í sjávarþorpi, þar sem góðir hlutir eru að gerast. Stokkseyri er staðurinn, þar sem möguleikarnir eru nýttir til að gera staðinn áhugaverðan og þar sem börnin leika sér áhyggjulaust. Húsið sem um ræðir er steinsteypt parhús í mjög góðu viðhaldi. Íbúðin skiptist í forstofu, þvottahús, stofu, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Gólfefni eru nýlegar flísar og plastparket. Geymsluloft er yfir íbúðinni. Gengið úr stofu út á stóra og skjólgóða verönd. Garðurinn er vel gróinn og þar er fallegt garðhús. Verð 14,6 millj. Upplýsingar um ofanskráðar eignir gefur Kristinn í síma 483 5900 eða 892 9330. HVERAGERÐI STOKKSEYRI FYRIR stuttu skrif- aði ég grein í Morg- unblaðið undir fyr- irsögninni: „Aðstaða dvalarheimila fyrir aldraða verði jöfnuð!“ Fyrirsögnin er lýsandi fyrir innihald grein- arinnar. Í henni er gerð grein fyrir því hvernig hlutafélagið Öldungur hf., sem rek- ur dvalarheimilið Sól- tún fái „… hlutfalls- lega miklu meira fjármagn úr ríkissjóði en aðrar öldrunar- stofnanir, hvort sem þær eru sjálfseign- arstofnanir eða í öðr- um samfélagslegum rekstri“. Ég minnti á fyrri skrif mín um þetta efni og sagði að það hefði komið mér á óvart hve lít- inn áhuga fjölmiðlar hefðu sýnt „því hróplega ranglæti og mismunun sem dvalarheimili aldraðra búa við, að ekki sé minnst á hagsmuni skatt- greiðenda“. Ég sagðist ekki sjá of- sjónum yfir framlagi „til þeirrar ágætu stofnunar sem Sóltún er, að því undanskildu að sjálfsögðu, að skattfé, sem varið er til velferð- armála á að mínu mati ekki erindi í vasa fjárfesta. Mér svíður hins veg- ar að ekki sé búið eins vel að öðrum stofnunum hvað opinber fjár- framlög snertir“. Upplýsandi úttekt Morgunblaðsins Því ber að fagna að nú hefur Morgunblaðið heldur betur gert bragarbót því þriðjudaginn 20. sept- ember er ítarleg umfjöllun um þá mismunun sem dvalarheimilin búa við. Í inngangi að umfjöllunum blaðsins segir: „Hið einkarekna hjúkrunarheimili Sóltún fær hærri greiðslur frá ríkinu en önnur slík heimili. Umbjóðendur annarra heimila kvarta yfir því að fá ekki að sitja við sama borð.“ Í úttekt Morg- unblaðsins er þannig komist að þeirri niðurstöðu að meira skattfé fari í einkareksturinn og er lögð á það áhersla í fyrirsögn. Út í þetta eru nokkrir forsvarsmenn dval- arheimila fyrir aldraða síðan spurð- ir og einnig Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra. Um framlag ríkissjóðs segir Anna Birna Jens- dóttir, hjúkrunarforstjóri Sóltúns : „Ég hélt, satt best að segja, að þetta væri sú lína, sem stjórnvöld hygðust leggja fyrir okkar eldri borgara framvegis, og því finnst mér fréttir af tvíbýlum á Selfossi ekki nógu góðar þegar viðurkennt er orðið að vistmenn skuli búa við þau grundvallarmannréttindi að vera ekki með ókunnuga herberg- isfélaga inni hjá sér þegar t.d. þarf að skipta um bleiur, baða og mata. Það er heldur ekki í lagi að vera nánast bara með ófaglært fólk í vinnu. Ég vil vissulega lyfta öldr- unarþjónustunni á hærra plan, en það kostar auðvitað meira fé …“ Jón Kristjánsson, heilbrigðis- ráðherra segir það vera rétt að Sól- tún fái hlutfallslega meira en önnur heimili og kveðst kannast við óánægju forsvarsmanna þeirra heimila vegna þessa: „Ég hef marg- oft rætt við þessa menn, en við höf- um því miður ekki haft afl til þess að taka Sóltúns-samninginn upp alls staðar. Ef við ætlum okkur að lyfta öðrum heimilum upp í þann „stand- ard“, sem er á Sóltúni, þá þurfum við einfaldlega meira fjármagn inn í þennan rekstur …“ Heilbrigð- isráðherra segir hins vegar engar „stökkbreytingar“ á borðinu, „alla vega ekki á næstu fjárlögum …“ Nú spyr ég, hvers vegna ekki? Hvers vegna eru menn til dæmis reiðubúnir að setja fleiri hundruð milljónir til að kaupa sæti í Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna og ausa fé í ýmis umdeild verkefni en van- rækja síðan elstu kynslóðina þannig að margt fólk fái ekki búið við mannréttindi á lokaskeiði ævinnar. Þetta er röng forgangsröðun og vil ég taka undir með hjúkrunarfor- stjóra Sóltúns að lyfta beri öldr- unarþjónustunni á æðra plan. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða Ég leyfi mér að fullyrða að dval- arheimili aldraðra á Íslandi eru al- mennt mjög vel rekin og þar er al- mennt veitt afbragðs þjónusta. Þessu hef ég haft tækifæri til að kynnast. Staðreyndin er hins vegar sú að langir biðlistar eru eftir því að komast inn á þessi heimili og í alltof mörgum tilvikum er ekki hægt að bjóða upp á aðstöðu sem skyldi. Það gengur ekki að bjóða fólki sem er aldrað en heilbrigt upp á herbergi með ókunnugum herbergisfélögum eins og hjúkrunarforstjóri Sóltúns segir réttilega. Það þarf að útrýma biðlistum aldraðra á dvalarheimili og lyfta síðan öllum upp á þann „standard“ sem heilbrigðisráðherra vísar til í yfirlýsingum sínum. Til þess þarf að auka framlagið úr rík- issjóði til dvalarheimila aldraðra. Þetta kostar peninga en ég er sann- færður um að yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar væri þessu fylgj- andi. Ég held reyndar að þjóðin ætlist til þess. Þess vegna er nú þörf á stökkbreytingu. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða. Heilbrigðisráðherra, víst er þörf á stökkbreytingu! Ögmundur Jónas- son fjallar um aðbúnað aldraðra ’Aldraðir hafa ekkitíma til að bíða.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður og form. BSRB. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar INNANLANDSFLUG á Íslandi hefur vaxið hröðum skrefum á und- anförnum árum. Samkvæmt upplýs- ingum Hagstofu Íslands fóru til dæmis 347 þúsund farþegar um Reykjavíkurflugvöll á árinu 2003. Á flugleið- inni milli Akureyrar og Reykjavíkur ferðuðust rúmlega 160.000 far- þegar á árinu 2004 og hafði þeim fjölgað um 10% frá árinu á undan. Að teknu tilliti til kíló- metrafjölda á hvern farþega er því um að ræða langviðamestu almenningssamgöngur innanlands. Í umræðu um fram- tíð innanlandsflugsins hefur mikið verið rætt um hugs- anlegan ofsagróða Reykjavík- urborgar af því að leggja niður þessar almenningssamgöngur við höfuðborgina og hugsanlegan skaða svonefndra flugrekenda af flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur. Lítið sem ekkert er hins vegar vitað um langfjölmennasta hóp hags- munaaðila farþega í innanlandsflug- inu. Þessi hópur er oft kallaður „landsbyggðarfólk“, en andstæð- ingar flugvallarins okkar í Reykja- vík tala þó einnig stundum með nokkurri fyrirlitningu um þingmenn og aðra „stórnotendur“ flugsins sem fátt gott virðast eiga skilið. Þessi ímynd stingur mjög í stúf við þann þverskurð íslensks samfélags sem blasir við á innanlandsflugvöllum; smábörn í faðmi foreldra sinna, afundnir unglingar á leið í tannréttingu, ábúðarfullt fólk á besta aldri í drögtum og jakkafötum, lang- ömmur í pílagríms- ferðum til afkomenda sinna svo fátt eitt sé nefnt. Eflaust yrðu forráðamenn SVR stoltir ef jafnfjöl- breytta flóru væri að finna í strætisvögnum borgarinnar. Í apríl 2005 gerðu Andrea Hjálmsdóttir og Karl G. Hreinsson við Háskólann á Akureyri rannsókn meðal farþega í tilviljunarúrtaki flugvéla frá Ak- ureyri til Reykjavíkur. Séu nið- urstöðurnar umreiknaðar í með- alsamsetningu í fullsetinni Fokker-50 flugvél Flugfélagsins kemur í ljós að af 50 farþegum eru að jafnaði 17 konur og 33 karlar. Af þessum hópi eru 26 Akureyringar, 15 íbúar höfuðborgarsvæðisins og átta íbúar annarra byggðarlaga, flestir frá Dalvík, Ólafsfirði og Húsavík. Á þessum árstíma er að jafnaði einnig um borð einn farþegi búsettur erlendis. Að jafnaði eru 22 farþegar á eigin vegum, 14 ferðast vegna starfa sinna hjá einkafyr- irtækjum, 9 farþegar eru á vegum háskóla eða opinberra stofnana og 5 á vegum stéttarfélaga eða annarra félagasamtaka. Af þessum hópi eru að jafnaði fjórir svokallaðir stórnot- endur sem fljúga vikulega eða oftar og fjögur börn eða unglingar átján ára eða yngri. Af þessum 50 manna hópi eru því ekki nema 15 íbúar höfuðborg- arsvæðisins sem gætu geymt sport- bíl á Leifsstöð til að aka á ofsahraða í gegnum ævintýraleg umferð- armannvirki niður í miðborg Reykjavíkur á 15–20 mínútum. Hin- ir 35 gætu valið um 7.000 króna leigubíl aðra leið eða tvöfalda ferða- tíma sinn með því að taka flugrút- una. Erfitt er að meta nákvæmlega hvaða áhrif þetta hefði á ferðalög í innanlandsflugi. Samkvæmt svörum farþeganna sjálfra hefðu átján (þar af 3 höfuðborgarbúar) af fimmtíu farþegum í meðalflugvélinni sleppt því að ferðast eða ekið heiðarnar milli Reykjavíkur og Akureyrar á eigin bíl. Samkvæmt því myndi fjöldi flugfarþega milli Akureyrar og Reykjavíkur dragast saman um 36% ef innanlandsflugið yrði flutt til Keflavíkur. Samgöngur á Íslandi eru að mörgu leyti einstakar í sinni röð í heiminum. Stór hluti landsmanna býr í innan við klukkustundar akst- ursfjarlægð frá miðborginni og íbú- ar stærstu byggðarlaga utan þess hrings geta flogið beint inn í mið- borgina á innan við klukkustund. Engum dytti í hug að breyta vega- kerfi til borgarinnar í íbúðarlóðir, en hávær hópur Reykvíkinga telur að víðtæk samstaða hafi nú myndast um að leggja af þær flugsamgöngur við höfuðborgina okkar sem við höf- um hingað til notið. Áætlað verðmæti Vatnsmýr- arinnar sem byggingarlands virðist skipta mestu máli í þeirri umræðu sem nú á sér stað í Reykjavík, og eru hagsmunir flugfarþega aug- ljóslega smámunir í þeim útreikn- ingum. Af einhverjum ástæðum virðast flugvallarandstæðingar ekki hafa reiknað til fjár það bygging- arland sem nú fer t.d. undir tjörnina í Reykjavík, Hljómskálagarðinn, gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu eða útivistarsvæðið í Öskjuhlíð. Það skyldi þó aldrei vera að útivist- arhagsmunir borgarbúa séu þeirra milljarða virði? Eða kannski er lengri akstur á útivistarsvæði í út- jaðri borgarinnar en til flugvallarins í Keflavík? Hverjir fljúga eiginlega innanlands? Þóroddur Bjarnason fjallar um Reykjavíkurflugvöll ’Landsbyggðarfólk erhagsmunaaðili í flugvall- armálsinu.‘ Þóroddur Bjarnason Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.