Morgunblaðið - 24.09.2005, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 43
UMRÆÐAN
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
Gott 230 fm einbýli á einni hæð með
stórri verönd og grónum suðurgarði. 4 til
5 svefnherbergi, tvö baðherbergi, sauna,
heitur pottur í verönd. Innbyggður bíl-
skúr. Húsið sem er timburhús er allt
mjög rúmgott og staðsetning er vinsæl.
Verð kr. 44,5 millj.
ÁSBÚÐ GARÐABÆ
- EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ
Glæsilegt fullbúið einbýli á 2 hæðum alls
um 250 fm. Húsið er byggt 2002. Á efri
hæð eru auk bílskúrs, eitt mjög stórt her-
bergi og glæsilegar stofur og eldhús.
Niðri eru mjög stór herbergi og baðher-
bergi ásamt stórri aðstöðu sem innrétta má fyrir tómstundir. Allar innrétt-
ingar sérlega glæsilegar. Útsýni yfir Reykjanes, Flóann og borgina. Ein-
staklega vandað hús. Verð kr. 56 millj.
ERLUÁS - HAFNARFIRÐI
- EINBÝLISHÚS - EINSTAKT ÚTSÝNI
Fallegt raðhús og frístandandi bílskúr.
Húsið er 232,3 fm auk bílskúrs. Á jarð-
hæð er 2ja herbergja séríbúð. Búið er að
endurnýja húsið mikið, meðal annars inn-
réttingar og baðherbergi. Verð kr. 36,5
millj.
BAKKASEL - RAÐHÚS
Mjög fallegt endaraðhús á þessum eftir-
sótta stað. Húsið er á tveimur hæðum
um 131 fm og með innbyggðum bílskúr.
Gott skipulag, 4 svefnherbergi. Fallegur
hellulagður garður með skjólgirðingu.
Hús í mjög góðu ásigkomulagi. Byggja
má sólstofu yfir bílskúrsþakið. Til afh.
fljótlega. Verð kr. 37,9 millj.
BIRTINGAKVÍSL - ENDARAÐHÚS
Fallegt og vel staðsett einbýlishús á
tveimur hæðum með stórum innbyggð-
um bílskúr. Húsið er um 264 fm og í því
eru m.a. 4 stór svefnherbergi, tvö góð
baðherbergi og 40 fm hobbyherbergi, ar-
inn í stofu o.fl. Mjög fallegar innréttingar.
Húsið stendur innst í lítilli botnlangagötu og þaðan er mikið útsýni. Verð
kr. 49,7 millj.
FJALLALIND - KÓPAVOGI - EINB.
Glæsileg efri sérhæð ásamt helming af
jarðhæð í tvíbýlishúsi. Íbúðinni fylgir bíl-
skúr. Gróin lóð og mikið útsýni. Auðvelt
að gera séríbúð á jarðhæð. Eignin er
samtals ca 300 fm. Verð kr. 58 millj.
HULDUBRAUT - KÓPAVOGUR
Mjög fallegt og vel staðsett einbýli á
tveimur hæðum alls um 212 fm. Í húsinu
eru 5 stór svefnherbergi, rúmgóðar stof-
ur og tvennar svalir o.fl. Húsið er í mjög
góðu ásigkomulagi. Fallegur garður með
stórri verönd og heitum potti. Verð kr.
49,5 millj.
SKÓGARHJALLI - KÓPAVOGI - EINB.
Sérlega vel staðsett ca 280 fm einbýli á
tveimur hæðum. Nú er sér þriggja her-
bergja íbúð á neðri hæð og möguleiki að
koma þar fyrir annarri lítilli íbúð eða hafa
8 til 9 svefnherbergi í allt í öllu húsinu.
Veglegar stofur á efri hæð og þar er frá-
bært útsýni. Innbyggður 30 fm bílskúr.
Stór lóð gefur möguleika. Stutt niður í fjöru við Kópavoginn. Útsýni yfir
Álftanes út á Flóann. Verð kr. 53,5 millj.
SUNNUBRAUT - KÓPAVOGI - EINB.
Mjög vel staðsett einbýlishús með
aukaíbúð á jarðhæðinni. Húsið er um
230 fm auk þess 49 fm bílskúr. Mjög
stórar stofur og vandaðar innréttingar.
Stórt opið svæði sunnan við húsið - gott útsýni. Afhending getur verið
fljótlega. Verð kr. 49,5 millj.
VESTURVANGUR - HAFNARF. - EINB.
Húsið er vestast í Kópavogi neðst við
sjóinn og með frábæru útsýni til sjávar
og víðar. Alls um 428 fm sem er 261,5
fm aðalíbúð, 33,2 fm bílskúr og 4ra her-
bergja íbúð á jarðhæð 133,5 fm. Aðal-
íbúðin skiptist í forstofu, hol, sjónvarpsstofu, 3 stofur, eldhús, búr, tvö
baðherbergi, 3 svefnherbergi, þvottahús og geymslu. Aukaíbúðin skiptist í
forstofu, þrjú stór herbergi, borðstofu, stofu, eldhús, baðherbergi, þvotta-
hús og geymslu. Húsið hefur fengið gott viðhald og garður í góðri rækt.
Einstakt útsýni. Verð kr. 82,0 millj.
ÞINGHÓLSBRAUT - KÓP.- EINB.
ÞEGAR ég var beðin að hugsa og
skrifa um þessa litlu setningu fann
ég að hún kallar fram hjá mér gleði,
bros kemur fram á varirnar og góð-
ar hugsanir og minningar flæða um
huga mér. Þetta fyrsta
geðorð minnir mig á að
lífið sé dýrmætt og að
ég eigi að njóta stund-
arinnar, ekki bara í
orðum heldur í verki.
En að hugsa jákvætt
veit ég þó að hjálpar
mér mest þegar ég
þarf að takast á við erf-
ið mál. Því þegar ég næ
að hugsa jákvætt
staldra ég ekki lengi
við vandamálið sem
slíkt heldur hefst
handa við að leita
lausna. Þannig hefur
mér oft tekist að breyta ógn í tæki-
færi, snúa neikvæðu í jákvætt og
skapa uppbyggilegar aðstæður í
stað niðurbrjótandi ástands.
Geðorðið minnir líka á að tala ekki
með niðrandi eða neikvæðum hætti
um annað fólk. Við erum einstök,
hvert fyrir sig, og eigum rétt á því að
hafa okkar sjálfstæðu skoðanir og
séreinkenni. Geðorðið hjálpar manni
að temja sér að hugsa hlýtt til ann-
ars fólks og vera í raun glaður að það
skuli ekki allir vera eins og maður
sjálfur. Að hugsa já-
kvætt hjálpar einnig
þegar takast þarf á um
mismunandi skoðanir
því þá er mikilvægt að
reyna að skilja mót-
herja sinn um leið og
maður reynir að sann-
færa hann um sínar
eigin skoðanir í stað
þess að bölsótast yfir
því hvað hann sé leið-
inlegur og skilnings-
laus.
Þegar neikvæðar
hugsanir ná yfirhönd-
inni yfir þeim jákvæðu
finnur maður hvernig álagið á líkam-
ann vex, hjartað fer að slá hraðar,
einstrengingslegar hugsanir taka
völdin af opnum huga og reiðin
blossar upp með tilheyrandi herp-
ingi og vanlíðan. Sjáum fyrir okkur
litla barnið sem krossleggur hendur,
setur upp reiðisvip og setur sig í
mótmælastöðu þegar því er misboð-
ið að eigin dómi. Það er ekki við
miklu að búast af einstaklingi í slík-
um ham.
Ef við tileinkum okkur jákvæðar
hugsanir í lífi okkar og starfi verður
álag á okkur sjálf mun minna, út-
geislun eykst að sama skapi með til-
heyrandi uppbyggjandi áhrifum á
okkur sjálf og þá sem eru í námunda
við okkur. Gleðin vex við þetta og
þar með ánægja og vellíðan. Reyn-
um líka að sjá spaugilegar hliðar
mála því það er mikið sannleiksgildi
í því að fegursta blóm jarðar sé
brosið.
Geðorð nr. 1 „Hugsaðu
jákvætt, það er léttara“
Anna Elísabet Ólafsdóttir
fjallar um geðheilbrigði ’Ef við tileinkum okkurjákvæðar hugsanir vex
gleðin og þar með
ánægja og vellíðan.‘
Anna Elísabet
Ólafsdóttir
Höfundur er forstjóri
Lýðheilsustöðvar.
Góður samvinnumaður, Gunnar
Sveinsson, fyrrverandi kaupfélags-
stjóri í Keflavík
ritar grein í Morgunblaðið 17. sept.
sl. þar sem hann afsakar á sinn hóg-
væra hátt flótta Framsóknarflokks-
ins frá samvinnuhugsjóninni:
„Við framsókn-
armenn höfum alltaf
reynt að velja bestu
úrræðin og þau sem
duga best í þjóðfélag-
inu á hverjum tíma og
þá helst ef hægt er í
formi félagshyggju og
samvinnu.“
Félagshyggjan og
samvinnuhugsjónin
hefur æ oftar orðið að
lúta í lægra haldi og
sést hennar nú sjaldan
spor í gjörðum Fram-
sóknarflokksins.
Ég er sjálfur alinn
upp á miklu samvinnu-
heimili, var formaður
kaupfélagsstjórnar og
gegndi kaupfélags-
stjórastöðu í nokkra
mánuði og þekki því
vel hvernig hjarta
samvinnumannsins
slær. Félagshyggjan á
sterkar rætur í öllum
vinstriflokkum og
einnig meðal sjálfstæð-
ismanna hafa verið öfl-
ugir samvinnumenn.
Engu að síður voru
samvinnuhugsjónin og
ættjarðarástin hornsteinar Fram-
sóknarflokksins. Og hér áður fyrr
voru það engar tækifærishugsjónir
sem hent var á loft fyrir kosningar en
síðan stungið undir stól eins og nú er
gert.
Innrásin í Írak
Þeir framsóknarmenn sem ég ólst
upp með mundu aldrei hafa stutt inn-
rásina í Írak.
Í könnun Gallups frá því í janúar
2005 kom fram að 84% aðspurðra
voru andvíg stuðningi Íslands við
hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna
og Breta í Írak. Þjóðin var sameinuð
gegn þessari ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar.
Það er sorglegt en formaður
Framsóknarflokksins stóð fyrir
þeirri ósvinnu sem íslenskir rík-
isborgarar mega nú fyrirverða sig
fyrir hvar sem þeir fara um heiminn.
Það verður eitt fyrsta verk nýrrar
ríkisstjórnar að biðja íslensku þjóð-
ina afsökunar svo og umheiminn all-
an á þeim dapra gjörningi
Einkavæðing raforkukerfisins
Iðnaðarráðherra Framsókn-
arflokksins hefur leitt markaðs-
væðingu raforkunnar og
kynnt áform ríkisstjórn-
arinnar um einkavæð-
ingu og sölu orkufyr-
irtækjanna.
Krafan um arð og
stofnun sérstaks fyr-
irtækis um raf-
orkuflutninginn hefur
þegar leitt til hækkunar
á rafmagni til margra
notenda.
Nái fyrirhuguð sala á
orkufyrirtækjunum
fram að ganga, mun það
leiða til enn hækkaðs
orkuverðs og lægra
þjónustustigs víða um
land. Einkavæðing raf-
orkunnar gengur þvert
á hugsjónir samvinnu-
manna.
Skagfirðingar eru
samvinnumenn
Víst er það rétt hjá
Gunnari að samvinnu-
félögin, kaupfélögin
hafa víða liðið undir lok.
Ég held að það sé ekki
góð þróun. Vissulega
var ekki allt algott í
starfi kaupfélaganna en
þá var það ekki hugsjónin sem brást
heldur siðferðisstyrkur stjórnenda
og samfélagsins sem lét undan. Fé-
lagshyggjan gerir miklar kröfur til
siðferðisstyrks fólks. Sumir kikna
undan þeim. En er betra að láta
græðgina og lögmál frumskógarins
ein ráða ferð? Það held ég ekki.
Gunnar minnist á Kaupfélag Skag-
firðinga sem hefur staðið sig um
margt afar vel enda eru Skagfirð-
ingar miklir samvinnumenn og þá
ekkert síður þeir sem skipa sér í aðra
flokka en Framsóknarflokkinn.
Sala Landssímans
Til fróðleiks fyrir Gunnar o.fl. sem
nú syrgja týndar hugsjónir Fram-
sóknarflokksins er gott að rifja upp
ályktun ungra framsóknarmanna í
Skagafirði frá 12. febrúar 2004:
„lýst er áhyggjum af áformum um
sölu Símans, áður Landssíma Ís-
lands. Ljóst er að salan mun setja
frekari uppbyggingu fjarskiptakerfis
á landsbyggðinni í stórhættu. Aðal-
fundurinn hafnar því sölu Símans“.
Ef til vill stendur félagshyggjan
sterkari fótum í Skagafirði en ann-
arstaðar á landinu og meira að segja
framsóknarmenn þar leyfa sér að
álykta gegn sölu Símans.
Þrjár stórar skoðanakannanir frá
árunum 2002 til 2005 sýndu að yf-
irgnæfandi meirihluti þjóðarinnar
vildi að Síminn yrði áfram í opinberri
eigu. Milli 70 og 80% kjósenda Fram-
sóknarflokksins við síðustu kosn-
ingar vildu að svo væri. Hvers vegna
ætti allt þetta fólk að styðja áfram
Framsóknarflokkinn?
Einkavæddur Lands-
sími sýnir klærnar
Það er reynsla annarra þjóða að
einkavæðing almannaþjónustu eins
og fjarskipta hefur leitt til hærra
verðs og lakari þjónustu, einkum í
dreifbýli. Blekið var varla þornað á
sölusamningum þegar sendiboðarnir
voru gerðir út af örkinni til að segja
upp fólki og loka þjónustustöðvum á
landsbyggðinni. Hinir nýju eigendur
Símans bera engar samfélags-
skyldur. Nú er það arðsemiskrafan
og peningagræðgin sem ræður för.
Ætli að Blönduósbúar eða Siglfirð-
ingar lofi nú Framsóknarflokkinn
fyrir sölu Símans þegar mikilvægum
vinnustað og góðri nærþjónustu hef-
ur verið lokað?
„Flestallt sem að fémætt telst
á fáar hendur safnast“
Ég skil vel trega samvinnumanns-
ins sem birtist svo vel í orðum Gunn-
ars Sveinssonar þegar hann víkur að
sínum forna flokki sem hefur aðeins
félagshyggju að leiðarljósi „ef hægt
er“.
Aðalsteinn Valdimarsson frá
Strandseljum í Ögursveit komst svo
að orði á hagyrðingamóti á Hólmavík
30. júní sl. um stjórnarfarið.
Margur enn af ágirnd kvelst,
ekki lífskjör jafnast.
Flestallt sem að fémætt telst
á fáar hendur safnast.
Er að furða þótt mörgum fram-
sóknarmanninum finnist gildi flokks-
ins týnd og tröllum gefin.
Um söknuð og trega
samvinnumannsins
Jón Bjarnason skrifar um sam-
vinnuhugsjón og einkavæðingu
’Það er reynslaannarra þjóða
að einkavæðing
almannaþjón-
ustu eins og
fjarskipta hefur
leitt til hærra
verðs og lakari
þjónustu, eink-
um í dreifbýli.‘
Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.