Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í FRÉTT í Morgunblaðinu 21.
sept. sl. er sagt frá því að borg-
arstjórn Reykjavíkur hafi daginn
áður samþykkt að
vísa frá tillögu Ólafs
F. Magnússonar
borgarfulltrúa F-
listans „um að áfram-
hald sjúkra- og ör-
yggisflugs á höf-
uðborgarsvæðinu yrði
tryggt“. Jafnframt er
sagt að í frávís-
unartillögu Stein-
unnar Valdísar Ósk-
arsdóttur
borgarstjóra hafi hún
bent á „að afstaða
Reykvíkinga til flug-
vallar í Vatnsmýrinni
hafi komið fram í al-
mennum kosningum
2001, þegar meirihluti
hefði verið fyrir því
að hann flyttist það-
an“.
Þetta er nokkuð
svipuð ónákvæmni í
frásögn af atkvæða-
greiðslunni og fram
kom í ritstjórnargrein
Morgunblaðsins 23.
ágúst sl. en þar sagði
orðrétt „að íbúar
Reykjavíkur hafa í
lýðræðislegri at-
kvæðagreiðslu ákveð-
ið að flugvöllurinn
fari úr Vatnsmýrinni
eftir 2016“. Svo virð-
ist að eftir því sem
lengra líður frá um-
ræddri atkvæða-
greiðslu 2001 fari
stjórnmála- og frétta-
menn að vitna til
hennar á heldur
frjálslegan hátt. Því
er við hæfi að rifja
upp nokkrar staðreyndir málsins.
Atkvæðagreiðslan
Á 4627. fundi borgarráðs
Reykjavíkur 18. apríl 2000 sam-
þykkti meirihluti þess erindisbréf
sérfræðihóps „til undirbúnings al-
mennrar atkvæðagreiðslu um
framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og
staðsetningu Reykjavíkurflug-
vallar“. Það var þó ekki fyrr en á
4671. fundi borgarráðs 13. febrúar
2001, aðeins fimm vikum fyrir um-
rædda atkvæðagreiðslu, að ráðinu
tókst að ákveða hvað skyldi í raun
og veru kosið um. Ákveðið var að
borgarbúar hefðu tvo svarkosti: „I.
Flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir
árið 2016“, og „II. Flugvöllurinn
fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016“.
Á þessum sama fundi var sam-
þykkt að atkvæðagreiðslan verði
bindandi ef a.m.k. 75% atkvæð-
isbærra manna taki þátt í henni, og
jafnframt bindandi ef a.m.k. 50%
atkvæðisbærra manna greiði at-
kvæði á sama veg jafnvel þótt þátt-
taka í atkvæðagreiðslunni verði
undir 75% mörkunum.
Á þessum sama fundi borgarráðs
lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokks fram langa bókun, þar sem
m.a. var bent á eftirfarandi: „Svo-
kölluð atkvæðagreiðsla, sem er í
raun ekkert annað en viðhorfs-
könnun, var ákveðin skömmu eftir
að borgarstjóri skrifaði undir fram-
kvæmdaleyfi vegna endurbygg-
ingar flugvallarins. Atkvæða-
greiðslunni virðist aðeins ætlað það
eitt að slá ryki í augu borgarbúa og
draga athyglina frá ábyrgð R-
listans í málinu. Fyrirhuguð könn-
un mun ekki binda hendur þeirra
sem stýra borginni árið 2016.“
Við framkvæmd atkvæðagreiðsl-
unnar var í fyrsta lagi sá meg-
ingalli að engar upplýsingar eða
vísbendingar komu þar fram um
það hvert flugvöllurinn ætti að
fara, ef honum yrði vísað burt. Í
öðru lagi beindu ýmsir forsvars-
menn Sjálfstæðisflokksins því
ítrekað til stuðningsmanna sinna
að sniðganga atkvæða-
greiðsluna með öllu.
Niðurstaðan varð
síðan sú, að á kjörstað
17. mars 2001 mættu
aðeins 37,2% atkvæð-
isbærra Reykvíkinga,
eða samsvarandi tæp-
um helmingi þess sem
tilskilið hafði verið af
borgarráði fyrir bind-
andi atkvæðagreiðslu.
Um 1% var auð og
ógild atkvæði, samtals
14.529 eða 17,9% at-
kvæðisbærra Reykvík-
inga kusu að flugvöll-
urinn verði áfram í
Vatnsmýrinni, og sam-
tals 14.913 eða 18,4%
kusu að flugvöllurinn
fari, – en höfðu þá að
sjálfsögðu ekki
minnstu hugmynd um
hvert hann ætti að
fara.
Sjúkra- og
öryggisflugið
Í upphafi þessarar
greinar var vitnað til
fréttar um frávísun
borgarstjórnar á til-
lögu eins borgarfull-
trúa þess efnis að
áfram verði tryggt
sjúkra- og öryggisflug
til höfuðborgarsvæð-
isins. Ég vil í þessu
sambandi því sér-
staklega vitna til yf-
irlýsingar Sigurðar
Guðmundssonar land-
læknis, dags. 30. nóv.
2000, undir fyrirsögn-
inni „Öryggissjón-
armið og framtíð Reykjavík-
urflugvallar“. Landlæknir vitnar
þar til bréfs formanns sjúkraflutn-
ingaráðs, dags. 28. nóv. 2000, og
segir síðan:
„Þar lýsir ráðið þeirri skoðun
sinni að Reykjavíkurflugvöllur
gegni einstöku og afar mikilvægu
hlutverki í sjúkraflutningum frá
landsbyggðinni til Reykjavíkur og
að ekki sé unnt að sjá fyrir aðra og
jafngóða lausn í því efni. Vakin er
athygli á nauðsyn þess að sér-
þjálfað starfslið sé nálægt flugvelli
þegar rætt er um meðferð og flutn-
ing sjúkra og slasaðra. Verði flug-
völlur færður muni flutningstími á
sjúkrahús lengjast og að sjálfsögðu
ber að sporna við því ef kostur er.
Auk þess má vekja athygli á að við
stórslys, náttúruhamfarir eða aðra
vá á landsbyggðinni þarf oft að
leita eftir greiningarsveitum, sér-
hæfðu starfsliði o.s.frv. á staðinn. Í
langflestum tilvikum kemur það
starfslið frá Reykjavík og fer oft
flugleiðina. Nálægð flugvallarins
við höfuðborgarsvæðið er því einn-
ig mikilvægt í þessu efni. Land-
læknir er sammála áliti sjúkra-
flutningaráðs og gerir það að sínu.“
Sameiginleg ákvörðun Alþingis,
ríkisstjórnar og borgarstjórnar
Reykjavíkur um stórfellda upp-
byggingu Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss fyrir norðan nýflutta
Hringbraut, og að þar verði til
framtíðar miðlægt hátæknisjúkra-
hús fyrir allt Ísland, undirstrikar
enn á ný það lykilhlutverk sem nú-
verandi Reykjavíkurflugvöllur í
Vatnsmýrinni gegnir í öllu sjúkra-
og öryggisflugi.
„Flugvallar-
ákvörðun“
Reykvíkinga?
Leifur Magnússon fjallar
um flugvöllinn og
atkvæðagreiðsluna árið 2001
Leifur Magnússon
’Sameiginlegákvörðun Al-
þingis, rík-
isstjórnar og
borgarstjórnar
Reykjavíkur um
stórfellda upp-
byggingu Land-
spítala – há-
skólasjúkrahúss
fyrir norðan ný-
flutta Hring-
braut, og að þar
verði til fram-
tíðar miðlægt
hátæknisjúkra-
hús fyrir allt Ís-
land.‘
Höfundur er verkfr. og fv.
framkvæmdastjóri hjá
Flugmálastjórn og Flugleiðum.
ÞAÐ VAR spá margra að Íslend-
ingabók á netinu myndi þýða endalok
á þeim þjóðlega og að ýmsu leyti sér-
íslenska sið að gefa út
niðjatöl. Fyrst í stað
virtust þessar spár
ganga eftir. Útgáfa
niðjatala og æviskráa
dróst það mikið saman
að öflugar og stönd-
ugar bókaútgáfur ým-
ist hættu þessari út-
gáfu með öllu eða lentu
í greiðsluerfiðleikum og
gjaldþroti.
Genealogia Isl-
andorum, sem var um-
svifamikið fyrirtæki á
þessu sviði, varð gjald-
þrota árið 2001. Þar með brustu von-
ir margra eldhuga og áhugamanna á
sviði ættfræði. Mörg athyglisverð
verk sem voru nánast tilbúin náðu
hvorki prentvélinni né bókbandi. Eitt
af þeim var niðjatal sem á sér orðið
nokkuð langa sögu og hefur ýmist
verið kennt við Snorrastaði eða Böð-
móðsstaði í Laugardal. Um er að
ræða niðjatal Katrínar Eyjólfsdóttur
og Þorleifs Guðmundssonar sem
voru uppi á seinni hluta 18. aldar.
Sonur þeirra var Eyjólfur Þorleifs-
son er kvæntist Ragnheiði Bjarna-
dóttur í Efstadal sem þá taldist til
Grímsneshrepps. Meðal forfeðra
Ragnheiðar var m.a. Narfi Ormsson
sýslumaður sem var síðasti sjálfs-
eignarbóndi jarðarinnar Vík eða
Reykjavíkur. Ragnheiðar vitjaði
draummaður sem sagði henni ýmsa
hluti sem öðrum voru huldir og gekk
hún undir nafninu Draummanns-
Ragnheiður. Af henni eru til margar
frásögur. Einhverju sinni á draum-
maðurinn að hafa vitjað Ragnheiðar í
svefni og sagt við hana: „Þú átt eftir
að eignast hann Eyjólf á Böðmóðs-
stöðum. Ykkar afspringur mun verða
mikill um Árnesþing og Rangárvelli.“
Þetta reyndust orð að sönnu því af-
komendur þeirra skipta þúsundum.
Svo virðist sem áhugi á útgáfu
niðjatala hafi aukist að nýju. Nýja-
brumið er horfið af Ís-
lendingabók en ým-
islegt bendir til þess að
hún hafi vakið áhuga
fólks á frekari upplýs-
ingum um ættingja lífs
eða liðna. Niðjatölin eru
einnig ákjósanlegur
staður til að varðveita
myndir af fólki fyrir
komandi kynslóðir.
Þessar línur eru
skrifaðar í því augna-
miði að vekja á því at-
hygli að nokkrir afkom-
enda Katrínar
Eyjólfsdóttur og Þorleifs Guðmunds-
sonar tóku höndum saman fyrir einu
og hálfu ári um að ljúka því verki sem
hafið var fyrir áratugum og koma
niðjatalinu á bók á fyrri helmingi
næsta árs. Mikil vinna hefur verið
lögð í þetta verk og á annað þúsund
myndum hefur verið safnað sem
margar hverjar eru mjög sjaldséðar.
Mikið efni hefur borist frá ættingjum
vestan hafs. Prenthandrit hefur verið
aðgengilegt á netinu frá því mars sl.
Þar gefst tækifæri til að fara yfir og
leiðrétta upplýsingar og hafa skipti á
myndum. Þetta er hægt að gera til
31. október nk. Slóðin að niðjatalinu
er: http://www.winnipeg.com/
icelandic.html eða http://nidjatal.ask-
ur.org/
Afkomendurnir hyggjast enn
fremur stofna með sér félag. Stofn-
fundurinn hefur verið boðaður
þriðjudaginn, 27. september nk., kl.
20.15 og verður haldinn í Öskju húsi
náttúrufræðistofnunar Háskóla Ís-
lands í Vatnsmýrinni. Þess er vænst
að sem flestir sem vilja greiða götu
þessa viðfangsefnis láti sjá sig á
fundinum.
Í nútímasamfélagi er samkeppnin
um athygli fólks hörð. Það er kostn-
aðarsamt að senda út bréf til að vekja
athygli á verki sem þessu og ekki á
vísan að róa með árangur. Einnig
hefur tognað á ættartengslum og
ekki víst að þeir sem yngri eru átti
sig á öðrum forfeðrum en öfum og
ömmum. Menn verða því að virða það
til betri vegar þegar nefnd eru nokk-
ur þekkt nöfn sem kunna að vekja
áhuga á niðjatalinu, t.d. Katrínar á
Urriðafossi, Ingunnar konu Böðvars
á Laugarvatni en hún var langa-
langamma Eiðs Smára Guðjohnsen,
Magnúsar í Lykkju á Kjalarnesi en
út af honum er kominn Hans And-
ersen sendiherra, Jóns Sigurðssonar
Seðlabankastjóra, Ásgeirs Péturs-
sonar fyrrv. sýslumanns en hann er í
þeirri grein fjölskyldunnar sem oft er
kennd við Gilsbakka, Guðmundar Í.
Guðmundssonar fyrrv. utanrík-
isráðherra og Davíðs Á. Gunn-
arssonar ráðuneytisstjóra. Nefna má
til sögunnar ungan listamann sem er
Róbert Douglas leikstjóri kvikmynd-
arinnar Strákarnir okkar. Margar
konur í fjölskyldunni hafa getið sér
gott orð. Nefna má Eddu konu Stein-
gríms Hermannssonar og Ástríði
konu Davíðs Oddsonar. Katrín Pét-
ursdóttir forstjóri Lýsis er þekktur
frumkvöðull og athafnamaður í at-
vinnulífinu. Það er því við hæfi að
kenna niðjatalið við konuna Katrínu
Eyjólfsdóttir og síðan karlmanninn
Þorleif Guðmundsson.
Ert þú skyldmenni
Eiðs Smára?
Gylfi Kristinsson skrifar um
niðjatal Katrínar Eyjólfsdóttur
og Þorleifs Guðmundssonar á
Böðmóðsstöðum í Laugardal
’Í nútímasamfélagi ersamkeppnin um athygli
fólks hörð. Það er kostn-
aðarsamt að senda út
bréf til að vekja athygli
á verki sem þessu og
ekki á vísan að róa með
árangur.‘
Gylfi Kristinsson
Höfundur stjórnmálafræðingur.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir
H. Haarde, hefur nú fyrir hönd ís-
lenska ríkisins áfrýjað úrskurði
Óbyggðanefndar í austanverðri
Rangárvallasýslu og Vestur-
Skaftafellssýslu til
dómstóla.
Þar með hefur hann
neytt stóran hluta
landeigenda á þessu
svæði til a.m.k.
tveggja ára málarekst-
urs fyrir dómstólum til
viðbótar þeim 3–4 sem
menn eru þegar búnir
að eyða í að verja eig-
ur sínar fyrir ásælni
ríkisvaldsins.
Auðsjáanlega á að
keyra hvert og eitt mál
alla leið upp í Hæsta-
rétt.
Ekkert skal eftir gefið. Þegar
spurt er hvað valdi þessu offorsi er
svarið, að það sé öllum fyrir bestu
að Hæstiréttur leggi dóm sinn á
þetta og þá geti menn verið öruggir
um eigur sínar til allrar framtíðar.
Um og uppúr 1880 var gerð gang-
skör að því að koma skikk á landa-
merki jarða, gera landamerkjabréf
og þinglýsa þeim eignarheimildum
og töldu allir sem þar áttu hlut að
máli sig nokkuð örugga um jarð-
eignir sínar á eftir.
En nú er greinilega risin upp
stétt nútíma snillinga sem telur sig
vita betur um þessi mál en nítjándu
aldar bændakarlar á sauðskinns-
skóm, að ég tali nú ekki um hvað
landnámsmenn hugsuðu og gerðu.
Hvað þeim dettur næst til hugar
veit enginn.
Þjóðþekktur maður, Hreinn
Loftsson, sagði ekki fyrir löngu síð-
an, að það ríkti ógnarstjórn í þessu
landi. Þótti mörgum fast að orði
kveðið.
En hefur það ekki verið eitt aðal-
auðkenni ógnarstjórna
í gegnum tíðina að
finna sér ástæðu til að
ráðast á einhverja til-
tekna þjóðfélagshópa
og gera eigur þeirra
upptækar? Eða að af-
henda örfáum óheyri-
leg auðæfi á kostnað
almennings? Brenna
spurningar á borð við
þessar á landsmönnum
eftir stjórnartíð þeirra
Davíðs og Halldórs?
Sjálfstæðismenn hafa
alltaf haldið því fram
að flokkurinn þeirra stæði fremstur
íslenskra stjórnmálaflokka í því að
verja einstaklingsfrelsið og hafa í
heiðri eignarréttarákvæði stjórn-
arskrárinnar.
Þykir mörgum undarlegt að nú
gangi einmitt sá maður, sem á
næstunni ætlar að sækjast þar eftir
formennsku, svo hart fram í því að
standa fyrir bótalausri upptöku á
þinglýstum landareignum allt í
kringum landið. Ekki þykir und-
irrituðum líklegt að hann sópi að
sér atkvæðum landsbyggðarmanna
eftir allan dugnaðinn í þjóðlend-
umálunum. Þetta mál er eitt versta
dæmið af mörgum, þar sem Alþingi
setur lög um þarft málefni, sem síð-
an snýst upp í andhverfu sína í
höndum framkvæmdavaldsins og
þeir sem lögin settu geta ekki að
gert. Sumir stjórnarþingmenn
lenda svo í þeirri aulalegu stöðu að
reyna að verja vitleysuna, frekar en
að viðurkenna hana og leiðrétta.
En í löndum einræðisherra er
ekki skynsamlegt að láta í ljósi efa-
semdir um ágæti forystunnar. Slíkt
gæti haft slæmar afleiðingar fyrir
viðkomandi. Ekki heyrist heldur
mikið til stjórnarandstöðunnar í
sambandi við þetta.
Það eins og svo margt annað lýsir
því kannski hvers vegna allur sá
mikli fjöldi af hundóánægðum sjálf-
stæðis- og framsóknarmönnum sitja
fastir og finnst skárra að halda sig
við gamla klárinn, freka en að söðla
yfir.
Aðrir valkostir virðast hvorki
margir eða trúverðugir.
Hæstaréttardómur er fyrir
nokkru fallinn í þjóðlendumálum í
uppsveitum Árnessýslu.
Hann var landeigendum að lang-
mestu leyti í vil.
Vekur það óneitanlega vonir um
að innan dómskerfisins á Íslandi
séu ennþá menn og konur, sem
dæma samkvæmt lögunum og rétt-
lætiskennd sinni, burtséð frá vilja
framkvæmdavaldsins. Sýnist mér
að ekki muni af veita í því þjóðfélagi
sem við búum nú í.
Þjófnaður á þing-
lýstum eignum?
Þórir N. Kjartansson fjallar
um þjófnað á þinglýstri eign
’Það er síðan umhugs-unarefni hvort greiðsla
með peningum sé með
öllu kostnaðarlaus þar
sem af þeim greiðslum
leiðir óumflýjanlegur
kostnaður við talningu,
bankaferð og fleira.‘
Þórir N. Kjartansson
Þórir N. Kjartansson er fram-
kvæmdastjóri og landeigandi í
Hjörleifshöfða.