Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 51 MINNINGAR Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa átt þau að. Guð geymi þau. Eftirfarandi erindi voru samin um ömmu þegar hún var barn: Vatnsenda blessað blóm, baugaskorðung. Jónína Helga hýr, hugljúf, glöð og skýr. Annist þig drottinn dýr, Guð drottinn dýr. Verði þín ævi í aldanna heimi indæl og fögur sem blómaríkt vor. Alvaldur drottinn þig annist og geymi öll svo til farsældar liggi þín spor. (Jón Sælor.) Kveðja. Svava. Það er alltaf sárt að kveðja ein- hvern sem er manni kær þó svo mað- ur viti að hvíldin hafi verið kærkomin. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka um hana ömmu. Minnisstæðast- ur er sá tími þegar ég var að alast upp í Ólafsfirði. Þá kom ég oft við hjá ömmu og afa á leiðinni út í búð og oft- ar en ekki settumst við amma niður og spjölluðum yfir ískaldri mjólk og gómsætri köku eða þar til mömmu var farið að lengja eftir innkaupunum og hún hringdi og rak á eftir mér. Þær voru einnig ófáar búðarferðirnar fyrir ömmu og alltaf vildi hún launa mér fyrir með einhverju góðgæti eða pening þó svo að ég vildi helst ekki taka við því en það var ómögulegt að standa í þrasi við ömmu, hún hafði oftast betur. Ég man líka vel eftir gistinóttunum hjá ömmu þegar ég og Eva skiptumst á að „passa“ hana á meðan afi var í viðskiptaferðum í Reykjavík. Það voru skemmtilegir tímar, þá var setið og spjallað langt fram á kvöld um allt milli himins og jarðar. Einnig er mér minnisstætt þegar við krakkarnir vorum að leika úti í garði hjá ömmu og afa, það var ótrú- legt hvað við gátum hangið á snúru- staurnum og í hliðinu, æft jafnvægið á girðingarveggnum svo ekki sé talað um klifrið í stiganum og upp á pallana bak við hús. Amma var nú ekki alltaf hrifin af því, hélt að við myndum meiða okkur en við sluppum ótrúlega vel frá því en fengum að ég held ágæt- is æfingu út úr þessu. Þær voru líka ófáar veiðiferðirnar við tjörnina. Þá var oftast komið reglulega inn til ömmu til að sýna henni veiðina sem saman stóð af litlum sílum. Amma og afi bjuggu nefnilega svo til á miðju veiðisvæðinu eða beint á móti tjörn- inni og því var stutt að fara. Amma heklaði mikið og ég man eft- ir henni sitjandi í brúna rósótta stóln- um að hekla dúka handa ættingjum og vinum. Amma og afi voru einstaklega gjaf- mild og hugulsöm hjón og það eru margir sem hafa notið gestrisni þeirra. Það var oft margt um mann- inn á heimili þeirra en öllum var tekið opnum örmum og amma bar iðulega kaffi og ýmislegt góðgæti á borð eða eldaði dýrindis máltíðir því það mátti enginn fara svangur frá henni. Ég man þegar ég kom í fyrsta skipti í heimsókn til ömmu og afa með mann- inn minn. Hann hafði alist upp við það að nei takk þýddi að hann vildi ekki meira en þegar amma bauð honum meira og hann búinn að fá sér tvisvar og orðinn nokkuð saddur og sagði kurteislega nei takk þá heyrðist í ömmu: „Stefán, finnst þér þetta svona vont?“ Eftir að ég flutti úr bænum urðu samverustundirnar færri en ég hefði óskað en það var samt alltaf gaman að koma til ömmu og afa og móttökurnar alltaf jafngóðar. Amma þreyttist aldrei á því að slá manni gullhamra og var mjög stolt af sínu fólki og hældi því óspart. Amma og afi voru afar samrýnd hjón og gengu saman í gegnum lífið í meira en 60 ár. Ég veit að amma saknaði afa mikið og hún hefur orðið glöð að fá að hitta hann aftur. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Hvíldu í friði. Ásta. Ó, fagra lífsins ljós, er skín og lýsir mér í gleði og þraut, mitt veika skar það deyr og dvín, ó, Drottinn minn, ég flý til þín, í dagsins skæra skaut. Elsku, elsku amma mín, núna ertu komin til hans afa og ég veit að þar viltu vera. Og ég veit að Guð mun hugsa vel um ykkur afa. Alltaf var nú gott að koma heim til ykkar og alltaf var tekið svo vel á móti manni. Þær voru ófáar næturnar sem ég fékk að gista og man ég sérstak- lega hvað ég var spennt þegar ég setti skóinn út í glugga fyrir jólin, alltaf fékk maður eitthvað rausnarlegt í blessaðan skóinn frá jólasveininum ef maður var hjá ömmu og afa. En hún lýsir ykkur afa nú vel, þessi mikla rausn sem alltaf var bæði í mat og drykk og ég tala nú ekki um alla pakkana sem þið gáfuð og aldrei var bara einn hlutur í pakka. Ég man þegar ég kom stundum fyrir jólin að hjálpa ykkur afa að pakka inn jóla- gjöfum og tók það oft langan tíma þar sem þetta voru margir, margir pakk- ar. Ég held við getum verið sammála um það, sem þekktum þig, amma mín, að þú varst mikil pakkamanneskja og mikið fyrir að gefa öðrum og gleðja þá. Elsku amma, ég og fjölskyldan mín kveðjum þig með söknuði en ég veit að nú líður þér vel. Og allar góðu minningarnar um þig og afa mun ég eiga. Þín Helga. Í dagsins önnum dreymdi mig, þinn djúpa frið og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér, og nóttin full af söngva klið. Svo oft og þetta auða svið, bar ætíð svip af þér. (Steinn Steinarr.) Elsku amma mín, ég á yndislegar minningar um þig sem ég geymi hjarta mínu næst. Þær stundir sem við áttum saman eru mér ógleyman- legar. Stolt ber ég nafnið þitt. Sofðu rótt, amma mín. Þín Ester Helga. Hún kvaddi lífið um það leyti sem haustlaufin tóku að falla, aldurhnigin og kraftarnir þrotnir. Það hafði dreg- ið af henni síðustu dagana, þannig að ljóst var að hverju stefndi. Minning- arnar streyma fram á svona stundum og mér verður hugsað til þess hve mikil gleði fylgdi þessari konu alla tíð. Aldrei heyrðist hún mæla styggð- aryrði af vörum, alltaf átti hún eitt- hvað gott að leggja til hverjum manni. Hún trúði á það besta í sam- ferðafólkinu og sýndi það í verki. Og þeir sem voru minni máttar áttu vin í Helgu á Kolku. Hún var systir henn- ar mömmu en samt var hún eitthvað miklu meira. Það var eiginlega ekki fyrr en ég komst á fullorðinsár að ég skildi hvað hún hafði verið mikilvæg- ur partur af lífi mínu. Hún hélt mér undir skírn og ég fékk nafnið hennar. Nafna á Kolku var upp frá því vinur og stuðningsmaður í stóru og smáu. Margar mínar bestu bernskuminn- ingar tengjast henni og fjölskyldunni á Kolku. Hennar starfsvettvangur var heimilið. En það voru fleiri en fjöl- skyldan sem áttu erindi á Kolku. Nafna stóð við hlið mannsins síns, Ás- gríms Hartmannssonar, sem var bæj- arstjóri í Ólafsfirði í nærri 30 ár og tók þátt í stöfum hans, sem oft voru bæði erilsöm og erfið. Ég veit ekki hvernig hún fór að því að ljúka öllum þeim verkum sem fyrir henni lágu. Vinnudagurinn hefur örugglega oft verið langur. En fjölskyldan var henni kærust og fyrir hana átti hún nægan tíma. Þau eru ógleymanleg jólaboðin þar sem stórfjölskyldan kom saman og aldrei var Nafna glað- ari en einmitt þegar fólkið hennar var í kringum hana. Þær voru ófáar hey- skaparferðirnar sem við systkinin fórum með frændfólkinu fram á Eyri, þar sem fjölskyldan á Kolku hafði túnblett. Á hverju hausti var farið til berja og skemmtiferðir í Sagafjörð- inn voru margar. Þau Nafna og Ás- grímur voru hjartahlýtt fólk sem létu smáfólkið á Ólafsveginum ekki sitja heima þegar eitthvað skemmtilegt var á dagskrá. Þær voru tengdar sterkum bönd- um systurnar, mamma og Nafna á Kolku. Og þau bönd styrktust eftir því sem árin liðu. Við systkinin nutum þeirra forréttinda að búa með ömmu og afa. En það breytti í rauninni litlu. Samgangurinn var svo mikill. Á hverjum degi fór afi til starfa í búð- inni á Kolku sem Nafna og Ásgrímur ráku áratugum saman, síðustu árin áreiðanlega í þeim tilgangi einum að hafa atvinnu fyrir afa. Ég man vel hve Nafna lét sér annt um afa sem var heilsuveill síðustu árin. Henni þótti vænt um föður sinn, það fór ekki á milli mála. Þær voru á margan hátt líkar mæðgurnar, Nafna og amma. Hvorugri féll nokkru sinni verk úr hendi og frá ömmu erfði Nafna list- rænt handbragð og ómældan félags- málaáhuga. Slysavarnafélagið og kvenfélagið voru hennar vettvangur og alltaf var tilgangurinn sá sami, að láta gott af sér leiða. Nafna á Kolku lifði löngu og góðu lífi. Hún gætti vel að vegferð sinni og samskiptum við samferðamennina. Á sinn hljóðláta hátt hafði hún mikil áhrif á bæinn sinn. Í meira en 60 ár gengu þau saman gegnum lífið Nafna og Ásgrímur og mörkuðu saman djúp spor í samfélagið í Ólafsfirði. Þau höfðu ekki síður mikil áhrif á sína nánustu. Ég mun alltaf búa að því for- dæmi sem þau gáfu og þeirri hlýju sem þau sýndu mér. Guð geymi þig í eilífðinni, elsku frænka. Helga Björnsdóttir. Helga Sigurðardóttir er til moldar borin í dag. Hún var mikil kona og traust. Það eru kannski 44 ár síðan ég kom fyrst á heimili þeirra Ásgríms og þá í fylgd með Magnúsi Jónssyni frá Mel. Ég þykist enn muna móttökurn- ar. Fyrstu áhrifin lifa lengi í minni manns, ef þau eru sterk og þeim fylgir góður hugur. Ásgrímur Hartmannsson var mað- ur baráttu, hugsjóna og lífsvilja. Hann var bæjarstjóri og stóð í eldlín- unni í Ólafsfirði svo áratugum skipti. Það var aldrei lognmolla í kringum hann. Dagsverk hans skýrist af því, að hann var maður mikillar orku og átti varaafl, sem hann sótti til konu sinnar. Hún stóð á bak við hann, efldi hann og treysti og dýpkaði hugsjónir hans. Það var skemmtilegt að koma á heimili þeirra hjóna. Helga tók manni fagnandi í dyrunum og leiddi til stofu, þar sem við Ásgrímur töluðum um pólitík. Aldrei man ég eftir því, að hann hafi verið jábróðir í þeim skiln- ingi, að hann hafi fyrirvaralaust geng- ist inn á hvaðeina. Þvert á móti var hann fullur af stríðni og rökstuddri gagnrýni og ósjaldan kom Helga mér til hjálpar, þegar henni þótti við þurfa. Helga var greind kona og marg- fróð. Gestrisni hennar og drengskap var viðbrugðið og hún átti þessa innri gleði, sem hrífur með sér. Þau Ás- grímur áttu barnaláni að fagna og áttu langan og hamingjuríkan ævidag saman. Þegar við Kristrún komum til Ólafsfjarðar, þótti okkur gott að geta skotist inn til Helgu og Ásgríms. Þótt ekki væri nema stutta stund. Að leið- arlokum þakka ég vináttu og stuðn- ing. Guð blessi minningu þeirra. Halldór Blöndal. Óðum hverfa af sviðinu þær per- sónur sem sterkast lituðu leikmynd bjartra æskudaga í Ólafsfirði. Ein af þeim er Helga á Kolku, sem nú er kvödd. Stoppað er um stund og ótal góðar minningar eru dregnar fram. Ég var svo heppin að búa stutt frá heimili þeirra heiðurshjóna Helgu og Ásgríms á Kolku, og einnig svo lán- söm að eignast vináttu dætra þeirra. Ein af þeim er jafnaldra mín og urð- um við góðar vinkonur og skólasyst- ur. Þær eru ógleymanlegar stundirn- ar sem við áttum saman vinkonurnar á Kolku. Við lögðum undir okkur efri hæðina, fórum herbergja á milli í hin- um ýmsu leikjum, notuðum fín svefn- herbergishúsgögnin fyrir lönd og stukkum á milli rúma og borða. Stig- inn var svo notaður til stökkæfinga, sú vann sem stokkið gat lengst. Við vorum ekki lágværar í þessum leikj- um, en aldrei vorum við fyrir og í minningunni er eins og hamagangur- inn í okkur hafi verið talinn sjálfsagð- ur. Þau voru samhent hjónin Helga og Ásgrímur, hann önnum kafinn bæj- arstjórinn og hún húsmóðir á stóru heimili. Þau voru gestrisin svo af bar, höfðingjar heim að sækja og í minn- ingunni finnst mér að allir sem til Ólafsfjarðar komu í opinberum erind- um hafi komið við á Kolku og þegið þar veitingar. Þau voru andlit bæj- arins út á við og unnu einlæglega alla tíð að vexti og framþróun bæjar- félagsins. Ólafsfirðingar eiga þeim margt að þakka. Þegar Ásgrímur fór til Reykjavík- ur í erindum fyrir bæinn, fór Helga oftast með honum. Þegar komið var til baka færðu þau börnunum sínum gjafir og einnig ótal öðrum börnum, þar á meðal mér. Verslun sem þau ráku um árabil á neðri hæðinni í húsi sínu hefur varla skilað miklum arði og væri í hagfræði nútímans varla talinn vitlegur rekstur, því Helga var gjaf- mild og endalaust að senda pakka ef fréttist af afmælum. Ég man þakk- lætistár föðurbróður míns þegar hann fékk nærfatapakka frá henni Helgu á Kolku. Einnig man ég gleði- blik í auga hennar ömmu minnar þeg- ar afmælispakki var opnaður frá Kolku. Jólapakkar komu til mín, og þá þótti ófært að skilja systkini mín eftir pakkalaus. Þannig man ég hana Helgu, alltaf veitandi, aldrei með ónot eða skammir. Hún hafði gott lag á að láta okkur stelpurnar gera eitthvað gagnlegt, og okkur fannst það líka gaman, því Helga hafði þann eigin- leika að tala við okkur sem jafningja og við bárum virðingu fyrir henni. Ógleymanleg eru heimskupör mín þegar ég var beðin að setja straujárn- ið í samband, sem stóð í gluggakist- unni á skrifstofunni. Í óvitaskap mín- um taldi ég gluggatjöldin í eldhættu ef straujárnið stæði upp á endann, svo ég skellti því niður. Sem betur fer kviknaði ekki í húsinu, en straujárns- farið er örugglega ennþá í gluggakist- unni. Ekki man ég eftir skömmum eða að mér væri velt upp úr þessum klaufaskap, enda ekki uppeldisað- ferðir sem Helga á Kolku tamdi sér. Það er komið sólsetur hjá Helgu, hún hefur skilað drjúgu dagsverki. Þau Ásgrímur unnu Ólafsfirði, jörð- inni, moldinni sem þau sáðu í. Ég þakka vináttu og tryggð. Börnum þeirra, tengdabörnum og afkomend- um eru sendar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hjónanna á Kolku. Þegar sól um sumarkvöld setzt að fjallatindum, höfug þokast húmsins tjöld hægt að grænum lindum. Drúpir sveitin dauðahljóð, daprast allt sem lifir, meðan nóttin þreytta þjóð þenur vængi yfir. (Sigursteinn Magnússon.) Birgitta Pálsdóttir. Orð þín féllu í lind ljóðsins sem leið í gegnum hjarta mitt hjalaði ljúft og létti mér erfiðar stundir Féllu eins og þráð regn á þyrsta jörð (Þuríður Guðmundsd.) Ég kynntist Helgu og Ásgrími, bæjarstjóra, þegar ég fluttist til Ólafsfjarðar árið l972. Það var þeim hjónum að þakka, að fyrstu árin mín á þeim stað voru þau bestu sem ég hef lifað. Og þegar ég minnist þeirra tíma, sé ég hana Helgu fyrir mér í dýrðarljóma. Þær eru sjálfsagt ekki margar bæj- arstjórafrúrnar svo vel gerðar, að enginn hafi neitt út á þær að setja. En þannig var Helga. Heimili þeirra Helgu og Ásgríms á Aðalgötunni var bæði fínt og fallegt, en þrátt fyrir mikinn gestagang var alltaf dekkað veisluborð fyrir hvern og einn sem þangað kom. Hlýjan og umhyggjan, sem ég naut á þessu heimili, voru mér ævinlega eins og þráð regn á þyrsta jörð. Elsku Helga mín. Ég veit að góður staður er þér búinn og þar bíður Ás- grímur eftir sinni elskuðu eiginkonu. Þú varst alltaf eins og engill í mínum augum og verður það meðan ég lifi. Innilegar þakkir fyrir allar þessar ljúfu minningar. Samúðarkveðjur til barna þeirra Helgu og Ásgríms. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Einarsdóttir. ✝ Gunnar Gunn-laugsson fædd- ist að Mjósyndi í Villingaholtshreppi 24. júní 1922. Hann andaðist þriðjudag- inn 13. september síðastliðinn. Hann fluttist með for- eldrum sínum að Syðri Sýrlæk 1924. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Gunnlaugsson, f. í Steinsholti í Gnúp- verjahreppi 14. júní 1893, d. 22 september 1950, og Anna Ásgeirsdóttir, f. að Vatnsleysu í Biskupstungum 27. júní 1894, d. 13. júní 1982. Systkini Gunnars fædd á Syðri Sýrlæk eru: Óskírður Gunn- laugsson, f. 22 október 1926, andaðist 23. október 1926; Ás- geir Gunnlaugsson, f. 1. október 1927; Óttar Gunn- laugsson, f. 3. október 1931; Ingvar Gunn- laugsson, f. 19. maí 1935; og Sig- rún Gunnlaugs- dóttir, f. 26. sept- ember 1937. Gunnar bjó lengst af á Syðri Sýrlæk en flutti að Suðurengi 1 á Selfossi 1992, ásamt systkinum sínum Ásgeiri og Sigrúnu. Sem ungur maður starfaði hann við smíðar að Vill- ingaholti í tvo vetur, síðan vann hann hjá Sigfúsi Öfjörð á þunga- vinnuvélum en lengst af starfaði hann sem vörubílstjóri. Útför Gunnars verður gerð frá Villingaholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Með þessum orðum langar okkur að kveðja Gunnar Gunnlaugsson: Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskaut. Þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. Það syrti að og söknuðurinn svíður, hann svíður þó að dulin séu tár en ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. Og tregablandin hinsta kveðjan hljómar svo hrygg við erum því við söknum þín. Í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum Guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (G. E. V.) Guð geymi þig. Systkini, mágkona og aðrir aðstandendur. GUNNAR GUNNLAUGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.