Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 54

Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 54
54 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR hverju verki og sinnti þann veg, að ekki þurfti um að bæta. Á göngu um götur Bíldudals, í kirkju staðarins og á heimilum fólks bundust þau vina- bönd, sem ekki hafa slitnað síðan og reyndar verið jafnsterk þrátt fyrir árafjöldann sem liðinn er frá upp- hafi. Enn vorum við samherjar eftir að séra Árni og frú Lilja fluttust í Reykjavíkurprófastsdæmi og ég hafði þar nokkuð með störf að gera. Hann var mér alla tíð einlægur og traustur samstarfsmaður og þurfti ég aldrei að efast um afstöðu hans, stuðning eða hollráð. Hið sama reyndi ég þegar emb- ætti mínu fylgdi forysta í málefnum Hins íslenska Biblíufélags, þar sem Árni Bergur sat í stjórn og hóf síðan þýðingarstörfin. Hann var ekki með málalengingar eða orðagjálfur held- ur fann hann ævinlega kjarna hvers máls og vann síðan út frá honum. Langt mál gæti ég enn skrifað um öðlinginn séra Árna Berg Sigur- björnsson, störf hans og mannkosti og skyldi síst gleyma þætti frú Lilju í farsælum ferli og síðan barna, tengdabarna og ljúfra barnabarna. En slíkt hæfir ekki minningargrein og vil ég þó aðeins bæta við einni svipmynd frá samfylgd okkar. Við lágum báðir á Landspítalanum, sem nú ber að kenna við Hringbraut fyrir nokkrum misserum. Hafði hann ver- ið þar um hríð og þekkti allt af eigin reynslu. Ég var nýliði, busi á skóla- máli. Þegar ég hafði verið búinn und- ir aðgerð og var ekið af sjúkradeild- inni til skurðstofu er mér það svo sterkt í minni að enn stafar af bjarmi þakklætis og uppörvunar, að Árni Bergur hafði vikið úr stofu sinni þeg- ar kom að því ég skyldi fluttur og kom sér þann veg fyrir, að hann var hið síðasta sem ég sá á leiðinni til að- gerðar. Þar stóð hann, traustur og öruggur og veifaði til mín hendi með vinarbjarma í augum. Þessi mynd hefur ekki síst vakað í huga mér, er ég á síðustu dögum eða vikum hef snúið að beði hans og fylgst með því er sjúkdómurinn ægilegi merkti hann sér með sífellt ákveðnara hætti. Enginn umflýr hæstu örlög, þótt vel hafi vegur verið varðaður. Kall dauðans var líkn vini mínum, ástvin- um og þeim fjölda sem honum kynnt- ust og mátu sífellt að verðleikum. En huggun er það á harmastund að mega þann veg fela hann Guði á vald sem hann sjálfur var vanur í hinum fjölmörgu athöfnum, þá látinn var kvaddur. Þá leyndi sér ekki trúarör- yggi og innsýn í þá dýrð himna, sem frelsarinn Jesús Kristur heitir okkur og hefur þar búið okkur stað hjá sér. Þeim Drottni er Árni Bergur Sig- urbjörnsson falinn, fjölskylda hans, ætt gjörvöll, vinir og sóknarbörn. Undir bænir mínar og þakkir tekur Ebba kona mín og biðjum við vini fararheilla í himnesk hýbýli, þar sem ekki þarf að efast um móttökur þessa Guðs þjóns. Ólafur Skúlason. „Prédikarinn er mín bók.“ Þessi orð lét Árni Bergur Sigurbjörnsson sér um munn fara er við ræddum saman síðla hausts 2003. Hann hafði þá greinst með þann sjúkdóm sem nú tæpum tveimur árum síðar hefur dregið hann til dauða. „Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma,“ kennir Pré- dikarinn (3:2) og minnir einnig á að „enginn maður hefur vald yfir dauðadeginum“ (8:8). Samviskusamur var Árni Bergur svo af bar. Honum þótti enda mjög miður að þurfa að hverfa frá kennslu í námskeiðinu „Saga, bókmenntir og þjóðfélag Hebrea“ þetta haust vegna veikinda og gerði allt til að auðvelda mér að taka við kennslu og ljúka námskeiðinu. Raunar var allt skipulag hans með þeim hætti að auðvelt var grípa inn í kennslu hans. Þar við bættist að hann hafði alltaf haft náið samstarf við mig um námskeið sín á sviði gamlatestamentisfræða og við átt einstaklega gott samstarf. Hitt var annað mál að skarð hans var og er vandfyllt. Hann var frábær kennari og naut enda mikilla vinsælda nem- enda. Árni Bergur var fremsti alhliða biblíufræðingur þjóðarinnar. Um það er enginn vafi í mínum huga. Hann var jafnvígur á Gamla testa- mentið, Nýja testamentið og hinar apókrýfur bækur. Það lá því beint við að hann væri skipaður prófdóm- ari við guðfræðideild. Hann varð prófdómari í grísku og nýjatesta- mentisfræðum 1977 og í gamlatesta- mentisfræðum og kirkjusögu árið 1990. Hann var reglulegur stunda- kennari við guðfræðideild frá árinu 1982 til 2003 er hann varð að láta af kennslu vegna veikinda. Fyrir utan samstarf á sviði kennslu í guðfræðideild lágu leiðir okkar Árna Bergs einkum saman á sviði biblíuþýðinga. Þar vorum við samverkamenn í þýðingarnefnd Gamla testamentisins allt frá stofn- un hennar árið 1990. Ekki fer hjá því að maður kynnist vel á vikulegum þriggja tíma fundum um svo langt árabil. Aldrei bar skugga á það sam- starf. Árni Bergur starfaði í einhverju annasamasta prestakalli Reykjavík- ur og stundum kom hann hrakinn og kaldur, beint úr kirkjugarði, á þýð- ingarnefndarfundina síðdegis á mánudögum, en aldrei kveinkaði hann sér. Heitur kaffibolli var allt sem hann þurfti til að komast í gang. Hann talaði um að stundakennslan í biblíufræðum við guðfræðideild væri sér beinlínis hvíld og notaleg til- breyting frá hinu annasama prests- starfi, slíka ánægju hafði hann af kennslunni. Hin víðtæka biblíuþekking hans kom þar að sjálfsögðu að góðum not- um eins og í biblíuþýðingarstarfinu þar sem ekki skipti minna máli rót- festa hans í íslenskri biblíumálshefð. Hann var sérlega ljúfur í öllu sam- starfi, lítillátur og hógvær, en gat vissulega verið ákveðinn ef honum fannst sem menn hefðu lent á villi- götum í þeim þýðingartillögum sem fyrir nefndinni lágu. Þó að Árni hefði ekki langt form- legt framhaldsnám að baki erlendis var hann þeim mun iðnari við að sækja ráðstefnur, einkum á sviði fornleifafræða og tengsla þeirra við biblíurannsóknir. Hann fylgdist mjög vel með í fræðunum, var áskrif- andi að fjölda tímarita og keypti sér mikið af bókum og las þær spjald- anna á milli. Var hann enda ótrúlega víðlesinn og fróður. Þær eru ófáar bækurnar sem hann hefur ýmist lánað mér eða gef- ið, oft með orðunum: „Þessi bók er betur komin hjá þér en mér.“ Fyrir slíkar gjafir var ég að sjálfsögðu þakklátur en enn meir mat ég vin- áttu hans og margvísleg hollráð. Prédikarinn (4:9) kennir að betri séu tveir en einn, „því að falli annar þeirra, þá getur hinn reist félaga sinn á fætur.“ Þessi orð, þeirrar bók- ar sem Árni Bergur hafði svo miklar mætur á, minna mig hve vel hann reyndist ýmsum þeim sem lágu með honum á sjúkrahúsi. Þar vann hann enn, þrátt fyrir sín miklu veikindi, líknarstörf á þeim sem börðust við hliðstæðan sjúkdóm og hann. Um þetta hef ég vitneskju frá vanda- mönnum fólks sem þar átti hlut að máli og hef verið beðinn um koma þakklæti þess á framfæri. Þegar mér bárust hingað út til Cambridge, þar sem ég er í rann- sóknaleyfi, fréttir þess efnis s.l. laug- ardag að löngu og hetjulegu stríði Árna Bergs væri lokið komu þau tíð- indi mér ekki í opna skjöldu. Ég hafði síðustu dagana vitað að hverju dró. Það breytir því ekki að söknuður minn eftir þennan mæta og mikil- hæfa vin og samverkamann er sár og erfitt til þess að hugsa að eiga ekki framar eftir að njóta visku hans og vinsemdar. En drjúgu dagsverki hefur hann skilað og þess munu margir njóta um ókomna tíð. Árni Bergur bar gæfu til að njóta lífsins með þeirri konu sem hann elskaði (sbr. Préd. 9:9) og var mikill gæfumaður í sínu fjölskyldulífi. Ég sendi ástvinum hans öllum innilegar samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Gunnlaugur A. Jónsson. Það kom mér ekki á óvart að sjá auglýst andlát séra Árna Bergs Sig- urbjörnssonar. Ég hafði fylgst með veikindum hans frá upphafi, björtum stundum og myrkum, en samt kom það einhvern veginn óþægilega á óvart að hann hefði þurft að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum óvægna. Ég kynntist Árna Bergi fyrst fyrir um hálfum öðrum áratug þegar við tókum að okkur, ásamt fleirum, að starfa í nefnd um nýja þýðingu Gamla testamentisins. Ég hefði ekki viljað missa af þeim kynnum. Nefnd- in hittist vikulega og mánudagssíð- degin urðu mér sífellt kærkomnari. Í verki sem því sem við unnum að þurfti oft að takast á, komast að sam- komulagi en fyrst og fremst að leggja gott til málanna. Árni Bergur lagði þýðingunni svo sannarlega lið. Hann hafði afar gott vald á íslensku máli en þekkti um leið frumheimild- irnar, sem unnið var með, og var vel lesinn bæði í gamla- og nýjatesta- mentisfræðum. Hann gat verið hrók- ur alls fagnaðar á fundum ef ástæða var til að gleðjast og frá honum staf- aði einnig innri ró sem lægði allar öldur þegar eitthvað bjátaði á og hitnaði í kolunum. Fundirnir urðu aldrei hinir sömu eftir að Árni veikt- ist og stóllinn hans var auður. Ég kynntist Árna Bergi enn nánar þeg- ar hann dag einn fyrir rúmum áratug hringdi til mín og bað mig um að lesa yfir þýðingu sína á apókrýfum bók- um Gamla testamentisins. Ég féllst á það og oft áttum við í tengslum við það verk löng símtöl um íslenskt mál, lífið og tilveruna. Þegar hafist var handa við endur- skoðun og þýðingu Nýja testament- isins vorum við Árni Bergur beðin um að vera einnig þar í þýðingar- nefnd. Því miður naut krafta hans ekki lengi. Hann veiktist og varð að draga sig í hlé frá öllu þýðingarstarf- inu. Meðan heilsan leyfði fylgdist hann þó með og hann hringdi til þess að spyrjast fyrir um gang mála. Hann átti alltaf til hvetjandi orð sem yljuðu og gerðu erfitt verk þess virði að halda því áfram. Eiginkonu Árna, börnum hans og barnabörnum og öðrum aðstandend- um sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðrún Kvaran. Ég minnist þess hve mér þótti gaman að kynnast nýjum stúdentum þegar ég var að kenna þeim grísku í guðfræðideild. Á einhvern hátt voru þeir ferskir og leitandi og hver með sínu sniði. Grískan var stundum nokkuð ógnvekjandi í augum margra en flestir tóku hana smám saman í sátt og hún varð líka sumum nokkuð handgengin með tímanum. Ég minn- ist þess að Árni Bergur fór ekki að sækja grískutímana fyrr en nokkuð var liðið á fyrsta misserið og sótti hann þá upprifjunartíma sem ég bauð þeim stúdentum að taka þátt í sem eitthvað höfðu dregist aftur úr. Mér varð þá fljótt ljóst hve af- burða málamaður hann var, hve næmur hann var og hve auðveldlega hann tileinkaði sér textalesturinn og átti gott með að koma innihaldinu yf- ir á íslensku. Þá þegar myndaðist vinátta milli okkar sem átti eftir að þróast meðan við lifðum. Árni Berg- ur tók kjörsviðsnám hjá mér í hell- enískri grísku og las helleníska texta og kynnti sér helleníska menningu sem oft getur varpað fersku ljósi á frumkristnar heimildir. Þegar ég átti þess kost að taka með mér efnilegan stúdent á nám- skeið í þýðingarfræðum sem haldið var á vegum Sameinuðu Biblíufélag- anna í Halle í Austur-Þýskalandi ár- ið 1971 lagði ég til að Árni Bergur færi með mér þangað og svo varð og höfðum við báðir mikið gagn af. Í framhaldi af því áttum við gott sam- starf við endurskoðun á þýðingu Nýja testamentisins sem kom út árið 1981. Ég fylgdist með þýðingu hans á Apokrýfum bókum Gamla testa- mentisins sem komu út 1994 og við sátum saman í þýðingarnefnd Nýja testamentisins til ársins 2003 þegar hann varð að hætta vegna þess sjúk- dóms sem leiddi hann til dauða. Hann var mjög vandvirkur og snjall þýðandi og kom með margar vel grundaðar lausnir og var ætíð vel undirbúinn og tillögugóður á þýðing- arfundum. Árni Bergur var einnig vel heima í semítíska baksviði kristindómsins. Hann sótti framhaldsnám í nýja- testamentisfræðum við guðfræði- deild Háskólans í Lundi undir leið- sögn Birger Gerhardsson prófessors og er mér kunnugt um að hann hafði miklar mætur á Árna. Árni sótti einnig framhaldsnámskeið í hebr- esku við San Francisco Theological Seminary og síðari árin sótti hann ráðstefnur í Bandaríkjunum í biblíu- og fornfræðum. Hann átti sæti í þýð- ingarnefnd Gamla testamentisins frá árinu 1990 til 2003 og kom hebresku- kunnátta hans og gott vald á ís- lenskri tungu þar að miklum notum. Samfara mjög annasömu prests- starfi við Ásprestakall hafði Árni Bergur á hendi talsverða kennslu í guðfræðideild Háskóla Íslands allt frá því að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur, einkum í nýjatesta- mentisfræðum, og kenndi hann þá oftast ritskýringu ýmissa bóka Nýja testamentisins svo sem Lúkasarguð- spjalls, Jóhannesarritanna, Fyrra Pétursbréfs og Postulasögunnar. Árni Bergur var prófdómari í grísku og nýjatestamentisfræðum frá 1977 og í gamlatestamentisfræðum og kirkjusögu frá 1990. Öll störf hans við guðfræðideildina voru til fyrirmyndar, fyrirlestrar hans voru vandlega unnir og lét hann sér mjög annt um stúdentana. Árni Bergur fylgdist auk þess vel með því sem skrifað var í fræðunum og keypti og las heil ósköp af erlendum fagbókum. Hann var einnig mjög vel heima í íslenskum bókmenntum og má segja að maður kæmi aldrei að tómum kofunum hjá honum. Árni Bergur var einstaklega vel gerður maður, nærgætinn, hlýr og laus við allan hroka. Hann var gædd- ur vel þróaðri kímnigáfu og var oft hrein unun að hlýða á lýsingu hans á mönnum og málefnum. Við minnt- umst oft á dvöl okkar í Halle og á marga litríka þátttakendur á þýðing- arnámskeiðinu í Diakonissenhaus. Einn þeirra var Poul Ellingworth sem síðar var ráðgjafi Biblíufélags- ins við útgáfu Biblíunnar 1981 og sat fundi með okkur Árna á heimili þeirra hjóna í Ólafsvík. Á þeim tíma stóð til að ráðast í nýja þýðingu á Nýja testamentinu en á því varð nokkur bið. Árni Bergur var kominn með fjöl- skyldu þegar hann hóf nám í guð- fræðideild og hófst fljótt vinátta milli fjölskyldna okkar, þrjú yngri börn mín voru á svipuðum aldri og dætur hans en sonur hans nokkru yngri. Það var alltaf mikið ævintýri að heimsækja Árna, Lilju og börn þeirra til Ólafsvíkur og fá leiðsögn Árna um Snæfellsnesið. Eins hélst náin vinátta fjölskyldn- anna eftir að þau fluttu til Reykja- víkur og söknum við Árna Bergs meir en orð fá lýst og biðjum þess að góður Guð styrki fjölskyldu hans. Jón Sveinbjörnsson. „Nú lætur þú Drottinn, þjón þinn í friði fara, eins og þú hefur heitið mér, því að augu mín hafa séð hjálp- ræði þitt, sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða, ljós til opinberun- ar heiðingjum og til vegsemdar lýð þínum Ísrael.“ (Lúk. 2:29–32.) Árni Bergur var einstakur maður. Eitt af því sem hann kenndi mér var að Ritningin geymdi öll þau orð sem hugsanir mínar ná ekki að móta. Í djúpri sorg og hryggð, örvæntingu eða kvíða þá geymir Ritningin bænir sem hugga og styrkja og hún geymir fyrirheit um líf með Guði. Árni Berg- ur kenndi mér að leita eftir þessum orðum, hann kenndi mér að finna hve sönn þau væru og hve miklu þau gætu áorkað í lífi mínu. Hann kenndi mér að virða þau og meta, hann kenndi mér að nota þau mér til bless- unar alla daga. Hann benti mér á lof- gjörðina og gleðina sem í orði Drott- ins er að finna og hann sagði mér að sú lofgjörð tæki aldrei enda þrátt fyrir sorgir eða áföll sem lífið ber með sér. Þrátt fyrir allt væri lof- gjörðin ávallt til staðar, lofgjörð þess sem vitnar um náð Drottins, hans miklu náð og blessun. Á bak við sorg- arandvörp mín hljómar lofsöngur- inn: Drottinn til himna nær miskunn þín, til skýjanna trúfesti þín. Lof- gjörð þess sem veit að einn er sá Guð sem blessar og miskunnar, sem elsk- ar og fyrirgefur. Árni Bergur kenndi mér að leita til Drottins. Og hann sagði mér hvernig og hvar Drottin Guð væri að finna. Þannig benti hann mér ekki aðeins á orð Drottins sem Ritningin geymir heldur einnig á orð Drottins meðal manna. Sjálfur þekkti hann þessa tvo arma guð- fræðinnar betur en nokkur sem ég hafði áður þekkt. Hann var afburða- fræðimaður sem stóð stöðugur í kenningum kristinnar trúar sem grundvallaðar eru á orði Drottins og Árni Bergur bar það orð áfram í þjónustu sinni meðal sóknarbarna sinna. Af hógværð og látleysi en einnig ákveðni og festu þjónaði hann Guði sínum í orði og verki. Hann sýndi mér fram á hvernig þjónustan í kirkjunni kallar fram einlæga helgi, þá helgi sem sprettur upp af hjarta- rótum þess sem biður eða leggur út ÁRNI BERGUR SIGURBJÖRNSSON ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.