Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 56

Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ÞORSTEINN GUNNAR GUÐMUNDSSON frá Króksstöðum Miðfirði, Fífusundi 5, Hvammstanga, lést á heimili sínu laugardaginn 17. september. Hann verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju mánudaginn 26. september kl. 15:00. Kristín Einarsdóttir, Einar Valur Gunnarsson, Guðrún Ásta Gunnarsdóttir, Ingibjörn Pálmar Gunnarsson, Berglind Rós Gunnarsdóttir, Skúli Arnar Gunnarsson, Ingibjörg Eggertsdóttir, Eggert Rúnar Bergmann, Gunnhildur Vigdís Þorsteinsdóttir og systkini. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir og amma, INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR frá Borgarholti, síðast til heimilis í Suðurgötu 35, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 28. september kl. 14. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Sjúkrahús Akraness. Gunnar Guðjónsson, Ágúst Guðsteinsson, Þóra Gunnarsdóttir, Guðjón Gunnarsson, Þóra Kristrún Guðbjartsdóttir, Jón Halldór Gunnarsson, Jórunn Svavarsdóttir, Albert Gunnarsson, Sigurrós Ingigerðardóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Albert Ágústsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, ÓLAFUR KETLIS GAMALÍELSSON frá Stað, Ásvöllum 3, Grindavík, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 21. sept- ember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg S. Thorstensen, Hermann Th. Ólafsson, Margrét Benediktsdóttir, Bjarni G. Ólafsson, Hafdís Karlsdóttir, Gestur Ólafsson, Linda Kristmundsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Eiríkur Dagbjartsson, Elsa K. Hermannsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, GÍSLI VIÐAR HARÐARSON slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, Óðinsvöllum 4, Keflavík, lést fimmtudaginn 22. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Vilborg Reynisdóttir, Páll Ágúst Gíslason, Reynir Örn Gíslason, Kristín Ósk Gísladóttir, Margrét Jakobsdóttir, Páll Jónsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Hörður Jóhannsson, Kristín Hermannsdóttir, Reynir Eiríksson og systkini hins látna. Hún var lágvaxin og grönn, hann var hávax- inn og dökkhærður, myndarleg ung hjón með gullmolana sína tvo, Elínu og Heimi, tveggja og fjögurra ára. Þannig sáum við Ingu og Gulla fyrst, í flugstöðinni í Kefla- vík. Nokkrum dögum seinna sáum við þau aftur í Feneyjum og næsta dag í sundlaugargarðinum á Rimini. Í sundlaugargarðinum myndaðist vin- átta, sem hefur varað í 23 ár. Það var alltaf talað um Ingu og Gulla bæði í einu. Samhent hjón og góðir vinir. Á þessum árum bjuggum við aust- ur á landi og var því vináttunni haldið við símleiðis. Í bæjarferðum var yf- irleitt reynt að kíkja við í Hlyngerð- inu og síðar í Langagerðinu. Inga og Gulli komu líka með börnin sín austur til okkar. Það voru góðar heimsóknir. Eiginmennirnir í eldamennskunni, sem engan sveik, og konurnar að læra nýja spilakapla. Þá var mikið spjallað og hlegið. Ingu fannst gaman að ferðast og gerðu þau hjónin mikið af því. Við fengum að fylgjast með, því Inga var dugleg að senda sms og segja okkur INGA INGÓLFSDÓTTIR ✝ Inga Ingólfsdótt-ir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1955. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- ala – háskólasjúkra- húss við Hringbraut hinn 15. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 23. september. fréttir. Í sumar réð tilviljun því, að við hjónin flutt- um í næsta hús við Ingu og Gulla. Við vor- um farin að hlakka til að hittast oftar, því stutt væri að skjótast yfir. En það fór öðru- vísi en ætlað var. Síð- asta símtalið var 13. ágúst, á brúðkaups- degi Heimis og Huldu. Þá stóðum við úti á svölum og töluðum við Ingu og veifuðum til hennar. Hún var svo ánægð. Komin heim af spítalanum, að fara að gifta soninn og á leið í reisu með fjölskyld- unni. Þú fékkst að njóta þess að vera með fólkinu þínu og koma heim aftur áður en þú veiktist. Elsku Inga mín. Við þökkum þér frábæra vináttu öll árin og óskum þér góðrar ferðar. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Guð blessi þig. Gulli minn, þótt vöfflujárnið hafi gefist upp í síðustu heimsókn, þá veistu að það er alltaf til gott kaffi og opinn faðmur hjá okkur í næsta húsi. Elsku Gulli, Elín, Heimir og Hulda. Guð gefi ykkur öllum styrk og veri með ykkur. Við vitum að þið eruð dugleg að styðja hvert annað og það mun hjálpa ykkur mikið. Guð blessi ykkur öll. Helga og Jón (Nonni). Það voru sorgarfréttir sem æsku- vinur okkar Heimir hafði að færa þegar hann hringdi í okkur að kvöldi fimmtudagsins 15. september. Hann tjáði okkur að móðir hans, hún Inga, væri látin. Strax á þeirri stundu tóku að streyma fram ótal góðar minning- ar enda hafði heimili þeirra Ingu og Gulla, bæði í Hlyngerðinu og ekki síst Langagerðinu, verið nokkurs konar félagsheimili fyrir okkur vinina á uppvaxtarárunum. Þar eyddum við heilu og hálfu dögunum og alltaf var tekið á móti okkur af væntumþykju og hlýju. Þegar við settumst niður til að skrifa þessa stuttu grein var það fyrsta sem kom upp í huga okkar ótrúleg jákvæðni og kraftur sem fylgdi Ingu og síðast en ekki síst þessi smitandi hlátur sem ávallt var svo stutt í. Það var í raun sama hvaða vitleysu við strákarnir tókum upp á og hvort það var glas eða kvikmynda- tökuvél fjölskyldunnar sem brotnaði í kjölfarið, alltaf tókst Ingu að hlæja að klaufaskap okkar. Meira að segja þegar einum úr vinahópnum tókst að lenda í árekstri á bíl þeirra Ingu og Gulla, brást hún við á eftirminnilegan hátt. Þegar ökuþórinn mætti Ingu og óttaðist að nú fengi hann loks að sjá mömmu Heimis skipta skapi kom annað á daginn. Inga skellihló og sagði síðar að skömmustulegri dreng hefði hún sjaldan séð og því hefði ekki verið annað hægt en að hlæja. Þetta litla dæmi lýsir okkar kynnum af Ingu vel og síðan þá hefur þessi saga verið sögð ótal sinnum innan vina- hópsins og verður eflaust sögð áfram um ókomin ár. Eftir því sem árin liðu fækkaði þeim skiptum sem við félagarnir hittum Ingu. Það var því sérstaklega ánægju- legt að hitta hana á ný og gleðjast með henni í brúðkaupi Heimis og Huldu í síðastliðnum mánuði. Þar sáum við aftur þessa yndislegu konu sem reyndist okkur svo vel í æsku og mun minningin um hana lifa með okkur að eilífu. Minning um jákvæða og glað- lynda konu sem tók okkur líkt og við værum hennar eigin synir. Gunnlaugi, Heimi, Elínu og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Guðjón og Hreinn. Þegar kemur að því að kveðja gamla æskuvinkonu, er erf- itt að finna orð. Hún var stórbrotin kona og glæsileg. Góð heim að sækja. Við höfðum alltaf nóg að tala um þegar við hittumst. Í tugi ára vorum við saman í saumaklúbb, allar frá Siglufirði. Þá var nú margt skrafað og skemmt sér yfir gömlum æsku- minningum. Valdimar og Sissa voru glæsileg hjón í sjón og raun. Og mikill miss- ir fyrir Sissu og börn þeirra þegar hann féll frá. En hún lét ekki deig- an síga. Þegar veikindin dundu yfir hana, þá fyrst reyndi á þessa dug- legu konu. Það var með ólíkindum hvað hún stóð sig vel þessi síðustu ár sem þessi válegi sjúkdómur var að herja á hana. Þar hafði hún styrk frá dætrum sínum sem reyndust henni vel og hennar nán- ustu. Alltaf var hún með spaugyrði á vörum og gerði lítið úr þessu öllu. Það var uppbyggjandi að koma til hennar. Hún talaði oft um dætur sínar og hvað þær voru dug- legar að styðja hana og hjálpa henni. Og sjá hvað hún ljómaði þegar hún var að tala um barna- börnin og langömmubörnin. Það er mikill missir fyrir börn hennar og systur. Ég og dætur mínar sendum ykk- ur systkinum og fjölskyldum ykkar SIGURLAUG BARÐADÓTTIR ✝ SigurlaugBarðadóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1931. Hún andaðist á líknar- deild Landakots- spítala 13. septem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 23. septem- ber. innilegar samúðar- kveðjur. Megi Guð styrkja ykkur. Hlín Guðjónsdóttir. Nú er hún Sissa farin til hans Valdi- mars eftir sín löngu og ströngu veikindi. Hún sagði mér fyrir nokkru að hana hefði dreymt hann og í draumnum spurði hún hann hvort hún væri á leiðinni til hans. Þangað er hún nú komin og nú líður henni vel. Kynni okkar Sissu hófust þegar ég byrjaði að vinna hjá Sparisjóði Kópavogs fyrir tæpum 13 árum. Það var gott að hafa Sissu sem einn af sínum lærimeisturum og frábært að vinna með henni. Um það leyti sem hún hætti að vinna fengu hún og nafna mín Hálfdan- ardóttir mig til að ganga í Sorop- timistaklúbb Kópavogs. Þetta gerði það að verkum að ég tapaði ekki sambandinu við Sissu þó við vær- um ekki lengur samstarfsfélagar. Ég veit að þátttaka hennar í starfi Soroptimistaklúbbsins gaf henni mikla lífsfyllingu og félagsskapur- inn og vináttuböndin sem þar sköp- uðust voru henni ómetanleg. Það má segja að heilsufari Sissu hafi verið farið að hraka áður en hún lét af störfum í Sparisjóðnum. Sissa var þó alltaf jákvæð sama á hverju gekk og er alveg öruggt að hennar létta og skemmtilega lund hjálpaði henni mikið í allri veik- indabaráttunni. Hennar stíll var að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Hún sagði gjarna að hún þyrfti ekki að vera einmana í Vogatungunni þar sem hún væri ekki ein, hjá henni væru bæði Pol- lýanna og Guttormur (stomapok- inn!) Þegar hún var komin á líkn- ardeild Landakotsspítala var hún ekki á spítala heldur á sjö stjörnu hóteli. Það var alltaf gaman að heim- sækja Sissu, hún sagði skemmti- legar sögur og brandara og var ekki að velta sér upp úr veikindum sínum. Hún var yndisleg kona sem gott var að eiga samskipti við og ég er glöð yfir því að hafa átt því láni að fagna að kynnast henni. Elsku Helga, Björg, Barði, Dúna og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur samúð mína á þessum erfiðu tímamótum. Minningin um Sissu lifir og yljar okkur sem eftir lifum. Hildur Grétarsdóttir. Þegar við systkinin hugsum til ömmu Sissu, er það fyrsta sem kemur upp í hugann léttleiki henn- ar og gleði. Samverustundir með henni samanstóðu af dillandi hlátri og kátínu. Amma trúði á bjartsýn- ina. Ekkert var svo slæmt að ekki mætti sjá í því eitthvað gott. Sem börn kynnti hún okkur fyrir sög- unni af Pollýönnu, þannig var amma, þannig tókst hún á við lífið. Það var ekkert sem bugaði ömmu Sissu, jafnvel veikindin náðu ekki að ræna hana léttleikanum. Hún kenndi okkur dýrmæta lexíu: Að trúa á það góða í öllu og öllum og að gleðina sé hægt að finna á dimmustu stöðum. Elsku amma, þín er sárt saknað, en minningarnar lifa. Sigríður, Magnús og Helga Guðrún. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og kærleika við fráfall og útför elskulegs föður okkar, ÓSKARS SIGURÐAR GUÐJÓNSSONAR, Hjallavegi 21, Reykjavík. Gunnar Óskarsson, Eyjólfur R. Óskarsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.