Morgunblaðið - 24.09.2005, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 24.09.2005, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 57 MINNINGAR Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ODDNÝJAR AÐALBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Rauðalæk 20, Reykjavík, áður Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deildum L-4 og L-1 á Landakotsspítala. Jóhanna Ásdís Þorvaldsdóttir, Víðir Sigurðsson, Guðný Björg Þorvaldsdóttir, Sigurður Þorgeirsson, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Ómar Ásgeirsson, Helga Jóna Óðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, SIGRÚNAR EDDU JÓNASDÓTTUR, Snægili 23, Akureyri. Lena Rut, Hrannar Hólm, Heiður Lilja og Sigmar Þór. Dr. L. ANNE CLYDE prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. september kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindadeildar H.Í. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN HALLGRÍMSSON, er látinn í Reykjavík. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. september kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlega bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Áslaug Björnsdóttir, Gunnar Sch. Thorsteinsson, Kristinn Björnsson, Sólveig Pétursdóttir, Emilía Björg Björnsdóttir, Sjöfn Björnsdóttir, Sigurður Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir okkar og afi, ÞORKELL MÁNI ÞORKELSSON, Ránargötu 44, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi miðviku- daginn 21. september. Kristín Jóhannesdóttir og aðrir aðstandendur. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Gilhaga í Öxarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga laugar- daginn 17. september. Hún verður jarðsungin frá Skinnastaðarkirkju laugardaginn 24. september kl. 14.00. Brynjar Halldórsson, Hildur Halldórsson, Einar Þorbergsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Þórarinn Þor-leifsson fæddist í Forsæludal í A- Hún. 10. janúar 1918. Hann lést 16. sept síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Alma Alvilda Anna Ólafsdóttir og Þorleifur Jónsson. Þórarinn átti hálf- systur samfeðra, Sigríði Guðrúnu. Þórarinn hóf sam- búð með Helgu Kristjánsdóttur, f. 25.12. 1916, dáin 27.8. 1998 1. nóv- ember 1942. Foreldrar hennar voru Margrét Kristjánsdóttir og Kristján Júlíusson á Blönduósi. Börn Þórarins og Helgu eru: 1) Guðný, f. 1943, maki Óskar Sig- urfinnsson. 2) Heiðrún, f. 1944, d. 3.6. 1977, maki Þor- steinn Sigurvalda- son. 3) Sveinn, f. 1945, maki Ástdís Guðmundsdóttir. 4) Gestur, f. 1947, d. 19.2. 2005, maki Ragnhildur Helga- dóttir. 5) Hjördís, f. 1948, maki Benedikt Steingrímsson. 6) Finnbogi, f. 1949, maki Vilborg Guð- jónsdóttir. 7) Ólaf- ur, f. 1951, maki Kristín Þorkelsdótt- ir. Áður átti Helga Kristjánsdóttir Láru Bogeyju Finnbogadóttur er ólst upp hjá þeim, maki Árni Sig- urðsson. Útför Þórarins verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ég ætla að skrifa nokkur minning- arorð um langafa minn Þórarin Þor- leifsson. Ég minnist þess þegar ég var lítil og fór að heimsækja langafa og lang- ömmu sem bjuggu þá á Vegamótum. Mér fannst alltaf svo hátíðlegt að heimsækja þau vegna þess að ég fékk alltaf kaffi í bolla og mola með. Molarnir voru geymdir í fallegri járndollu með englamyndum. Svo sátum við öll við eldhúsborðið og drukkum kaffi á meðan þau sögðu mér frá æskuárum sínum. Svo sýndi langafi mér kettlingana. Einnig man ég eftir að við langamma horfðum á fuglana út um eldhús- gluggann á meðan langafi gaf þeim korn. Þetta eru skemmtilegar minning- ar sem ég mun aldrei gleyma. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Upp yfir Brún og í þá sveit sem enginn í þessum sóknum leit. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. Hulda Birna Vignisdóttir. Kæri afi, nú er leiðin á enda. Margar góðar stundir áttum við saman og er sennilega ferð okkar saman í Vatnsdalsrétt eitt haustið til að hirða féð fyrir Blönduósinga sú minnisstæðasta. Þá voru ófá skiptin sem ég kom í pakkhúsið til þín. Þín verður sárt saknað, en nú ert þú kominn til ömmu, Gests og Heiðu. Hafðu þökk fyrir allt. Þorleifur Helgi. ÞÓRARINN ÞORLEIFSSON Leiðir okkar lágu saman í Kvennaskólan- um í Reykjavík og fljótlega tókst með okkur sterk vinátta. Okkur finnst erf- itt að trúa að ein úr okkar hópi sé fall- in frá svo ung að aldri. Við minnumst Önnu Margrétar sem hlýlegrar og góðrar manneskju, sem gat lýst upp skammdegið með sínu fallega brosi. Hún hafði mikinn áhuga á Taekwondo og náði góðum árangri í þeirri íþrótt og horfðum við með mikilli aðdáun á afrek hennar. Bekkurinn á margar fallegar minn- ingar saman, og má þar nefna sum- arbústaðarferðirnar þar sem við skemmtum okkur að sjálfsögðu vel, eins og bekknum var einum lagið. Við erum þakklát fyrir tímann sem við fengum með Önnu og skilur hún eftir stórt tómarúm og mikinn söknuð í hjörtum okkar. Þegar að svona ung manneskja í blóma lífsins er tekin í burtu hvarflar hugurinn oft til þess að lífið er ekki alltaf sanngjarnt og fer ekki alltaf á þann veg sem við viljum. Við viljum votta nánustu aðstand- endum og vinum dýpstu samúð okk- ar. Bekkjarsystkinin 4-T. Elsku Anna Magga. Mikið var sárt að heyra að þú værir farin. Það er eins og það hafi verið í gær sem þú varst með okkur í vinnunni, hlæjandi þínum sérstaka og skemmtilega hlátri. Alltaf var stutt í fallega brosið sem situr fast í huga okkar. Við minnumst þess öll hversu gaman það var og þægilegt að vinna með þér. Þótt þú hafir virkað feimin og hlédræg í fyrstu, kom fljót- lega í ljós að þú varst engu minni grallari en bræður þínir tveir. Um leið og við kveðjum þig þökk- um við fyrir allar minningarnar sem munu fylgja okkur alla tíð. Þín verður sárt saknað. Elsku Ingi, Konni og fjölskyldan öll, ástar- og samúðarkveðjur frá okk- ur öllum. Hard Rock-krakkarnir. Elsku Anna, þú varst tekin frá okk- ur langt fyrir aldur fram. Við kynnt- ANNA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Anna MargrétGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1984. Hún varð bráðkvödd í Kaupmannahöfn 13. september síðastlið- inn og var jarðsung- in frá Langholts- kirkju 23. september. umst í taekwondo- íþróttinni þar sem þú varst að æfa hjá okkur í Ármanni. Mikill áhugi, einbeiting og sterkur vilji einkenndi þig strax á fyrstu æf- ingu. Þessi karakter heillaði okkar og með tímanum fannst okkur sem við ættum svolítið í þér. Þú náðir langt í þinni grein, Íslands- meistaratitli og mjög góðum árangri á móti í Bandaríkjunum. Keppnisskapið var sterkt hjá þér, sem og vilji og ekki skorti þig hæfi- leikana. Taekwondo-skeið þitt endaði þó snarlega þar sem þú meiddist á fæti í beltaprófi fyrir tæpum þremur árum og þurftir að minnka æfingar og að lokum hætta keppni. Þó svo að þú haf- ir ekki æft eins oft og mikið og þú vild- ir eftir meiðslin voruð þið Óli alltaf ómissandi hluti af kjarnahópnum. Við ræddum nú síðast í sumar um hve gaman væri að kalla saman gamla taekwondo-hópinn til æfinga og til að styrkja vináttuböndin á nýjan leik. Nú þremur mánuðum seinna erum við að rita minningargrein um þig, Anna, unga fallega stúlku í blóma lífs- ins. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Við vottum fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og elsku Óli, megi guð styrkja þig í sorginni. Hulda Sólveig og Jón Ragnar, æfingafélagar og vinir. Þegar Konni hringdi í mig var ég orðlaus og veit ekki enn hvað hægt er að segja. Orð megna ekki að sefa sorgina sem nístir alla nákomna Önnu Margréti, þau kveikja ekki ljós sem er slokknað. Við Konni, bróðir Önnu Margrétar, erum æskufélagar og varla leið sá dagur sem við vorum ekki heima hvor hjá öðrum. Ein af mínum fyrstu minningum er þegar ég frétti að það væru börn í maganum á mömmu hans og að Konni myndi bráðum eignast lítil systkini. Ég man þegar tvíbur- arnir fæddust og komu heim. Ég man þegar þau voru ungbörn og ég fylgd- ist með þeim vaxa úr grasi. Ég man þegar við sátum í eldhúsinu á Lamb- astaðabrautinni, Konni, Ingi Steinn og Anna Margrét með rauða skúffu- kökuboxið á borðinu. Einhvern veg- inn makaðist kremið um andlitið á okkur strákunum og við vorum með mjólkurskegg upp undir nef en Önnu Margréti tókst alltaf að vera skínandi hrein. Þegar ég hugsa til baka birtist Anna Margrét alltaf sem sólargeisli innan um strákana. Í minningunni er hún alltaf í pilsi, með hálsmen og bjartir lokkar dansa umhverfis bros- andi andlit. Hún var litla systir hans Konna og þótt ég hafi ekki verið dag- legur gestur á heimilinu þegar leið á unglingsárin fylgdist ég með Önnu Margréti og Inga Steini. Þau komu líka heim í hverjum mánuði til að rukka fyrir blaðið sem þau báru út og mamma laumaði alltaf einhverju góð- gæti að þeim. Í hvert skipti sem ég hitti Önnu Margréti kom það mér á óvart hvað hún var orðin fullorðinsleg því fyrir mér var hún alltaf lítil stelpa. Mér fannst ekki líða langur tími frá því að hún fæddist þar til hún var fermd, skyndilega var hún orðin meistari í taekwondo og stúdent. Síð- ast frétti ég að hún væri flutt til Dan- merkur með kærastanum á leið í nám. Það var alltaf gaman að heyra hvað Anna Margrét var að gera, en ég bjóst aldrei við að heyra að hún hefði fallið frá. Ég bið að Guð styrki fjölskyldu Önnu Margrétar og vini í sorginni og fyrir hönd okkar allra á Sólbraut 18 votta ég ykkur mína dýpstu samúð. Ég lifi og þér munuð lifa (Jóh. 14:19.) Gunnar og fjölskylda. Móðir mín, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR ÁSGEIRS, Hvammi, heimili aldraðra, Húsavík, áður til heimilis á Flókagötu 55, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtu- daginn 15. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hvamms og Heilbrigðisstofnunar Þing- eyinga. Soffía B. Sverrisdóttir, Jóhann Aðalgeir Gestsson, Sverrir Jóhannsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.