Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 71

Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 71
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 O.H.H. / DV. . . / H.J. / Mbl.. . / l. kvikmyndir.comkvik yndir.co Sýnd kl. 3 ísl tal Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.40 og 8 RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  VINCE VAUGHN OWEN WILSON Sýnd kl. 1.50, 4 ísl tal  TOPPFIMM.IS  DV  KVIKMYNDIR.IS kl. 10.20 B.i 16 ára Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15 Miða sala opn ar kl. 14.30 Sími 551 9000 Fyrsti hluti í epískum fantasíu þríleik Aldrei annað eins hefur sést í bíó hérlendis áður! Mynd sem slegið hefur í gegn! Missið ekki af þessari Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 2 í þrívídd VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri BETRA SEINT EN ALDREI V.J.V. TOPP5.IS R.H.R. MÁLIÐ  Ó.H´T RÁS 2 * TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU400 KR. Í BÍÓ!* 400 KR. Í BÍÓ!* 3 bíó - 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Þegar ekki er meira pláss í helvíti munu hinir dauðu ráfa um jörðina kl 3 í þrívíddSýnd kl. 3  Ó.H.T. / RÁS 2. . . H.J. / Mbl.. . / l. 553 2075Bara lúxus ☎ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 71 LEIKARINN Johnny Depp merkti sér á dögunum svæði á Hollywood Boulevard að leikara sið þegar hann merkti handa- og fótspor sín í steypu á götunni þekktu ásamt eiginhandaráritun. Handaför hans eru í næsta ná- grenni við leikarana Sophiu Lor- en og Tom Hanks. Depp mætti til athafnarinnar í fylgd eiginkonu sinnar, Vanessu Paradise, og barna þeirra tveggja. Hann sagði það undarlega til- finningu að fá að merkja sér stað á götunni með þessum hætti. Depp er nú við tökur á tveimur framhaldsmyndum Pirates of the Caribbean. Depp merkir sér svæði Reuters RÚSSNESKA kvikmyndin Næt- urvaktin er grípandi og bráðvel unnin fantasía sem vakti mikla at- hygli í heimalandinu Rússlandi, og hefur fyrir vikið komist í almenna dreifingu víða um heim. Viðfangs- efnið er ekkert nýtt af nálinni. Hér er um að ræða fantasíu um harðvít- uga baráttu góðs og ills í anda myndasagnanna Hellblazer og The Invisibles, kvikmynda á borð við The Matrix og Stjörnustríðs- og Hringadróttinstrílógíanna, að ógleymdum þáttunum um vamp- írubanann Buffy. En í Næturvakt- inni eru þessi kunnuglegu minni færð inn í ferskt samhengi sem hef- ur aðdráttarafl í sjálfu sér, það er skemmtilega blöndu fornra rúss- neskra þjóðsagna og skuggastræta Moskvu samtímans. Sagan segir af heimi á helj- arþröm. Forn sáttasamningur sem gerður var milli myrkraafla og full- trúa ljóssins er í hættu. Samningur þessi var gerður eftir að herjum góðs og ills lenti saman og hvor- ugur gaf sig þar til samið var um vopnahlé. Síðan hefur jafnvægi ver- ið viðhaldið af útvörðum úr hvorri fylkingu sem gæta þess að farið sé að settum reglum um að hið illa sem og hið góða reyni ekki að hafa áhrif á mannfólkið nema innan diplómatískra marka. Fyrir vikið sveima ósýnilegar verur meðal manna, þetta eru næturverðirnir, sem ganga erinda hins góða og gæta þess að hvers kyns myrkra- verur haldi sig á mottunni. Anton er einn slíkur en hann er bæði skyggn og þjakaður af syndum for- tíðar, en hann fór ungur að árum óafvitandi á fund myrkraveru til þess að reyna að ná ástinni sinni aftur úr örmum annars manns. Í framsetningu myndarinnar verður Anton að skemmtilegri útfærslu lífsleiða einkaspæjarans og harðvít- ugum vampírubana. Eftir að Anton bjargar lífi ungs pilts sem ásóttur er af vampírum, skynjar hann að illu öflin eru að sækja í sig veðrið. Og viti menn, þegar farið erað fletta upp í gömlum bókum, kemur í ljós að forn spádómur um uppgjör milli góðs og ills er á góðri leið með að rætast. Myrkur leggst yfir borg- ina, stormur er í aðsigi og krákur hringsóla yfir húsi stúlku sem er talin bera með sér bölvun. Höfundum handritsins og mynd- arinnar um Næturverðina tekst að koma fantasíunni til skila á bæði ferskan og á stundum magnþrung- inn hátt. Þar eru tæknibrellur not- aðar sparlega en á áhrifaríkan máta, en að öðru leyti er andrúms- loftið skapað með góðum leikurum, vel útfærðri sviðsmynd og spennu- þrungnu andrúmslofti. Ákveðinn svartsýnisgalsi sem margir tengja við rússneska menningu gefur myndinni svip en eftirminnilegastar eru senurnar sem sýna ferðir skuggaveranna um hina gömlu og niðurníddu Movskvuborg. Það verð- ur áhugavert að sjá framhaldið af sögunni sem byrjar svona kröft- uglega en samkvæmt höfundunum er Næturvaktin aðeins fyrsti hlut- inn af væntanlegum þríleik. Skuggastræti Moskvuborgar KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn Leikstjórn: Timur Bekmambetov. Aðal- hlutverk: Konstantin Khabensky, Vladim- ir Menshov, Mariya Poroshina. Rússland, 114 mín. Næturvaktin (Nochnoy dozor/Nightwatch)  „Höfundum handritsins og myndarinnar um Næturverðina tekst að koma fantasíunni til skila á bæði ferskan og á stundum magnþrunginn hátt,“ segir m.a. í dómi. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.