Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 76

Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. NÁI breytingar á evrópskum staðli um hámarksstyrk ljósa- bekkja fram að ganga gæti styrk- ur ljósabekkja náð allt að sexföld- um hámarksstyrk sólar í Reykjavík. Breytingarnar ganga þvert á álit norrænu geislavarna- stofnananna, en í því er m.a. varað við notkun ljósabekkja í fegrunar- skyni. Hafa þær tekið höndum saman gegn fyrirhuguðum breyt- ingum. Í áliti geislavarnastofnananna kemur fram að tíðni húðkrabba- meina, þar á meðal illkynja sortu- æxla, hafi aukist á síðustu áratug- um á Norðurlöndunum. Sigurður Sigurðsson, tækni- fræðingur hjá Staðlaráði Íslands, segir að breytingarnar á Evrópu- staðlinum feli í sér tvo nýja við- auka við reglugerð um ljósabekki. Annar viðaukinn fjalli um rýmkun svokallaðra UV-gilda en það þýði að einstaklingur þurfi styttri tíma í ljósabekknum til að fá sömu geisl- un og áður. Reynslan hér á landi hafi hins vegar sýnt að slíkt gefist ekki vel. Starfsfólk sólbaðsstofa hafi yfirleitt ekki nægilega þekk- ingu á geislun til að geta leiðbeint viðskiptavinum sínum um það hvaða ljósameðferð henti best. Hinn viðaukinn miði að því að auka hámarksstyrk svokallaðra UV-C- geisla, en þeir þykja t.d. henta vel til sótthreinsunar. UV-C-geislar brjóta niður gen í frumum, sem er mjög krabbameinsvaldandi. Þorgeir Sigurðsson, fagstjóri hjá Geislavarnarráði ríkisins, er einn þeirra sem vona að breyting- arnar nái ekki fram að ganga. Hann segir að ef það gerist verði Norðurlöndin að vinna saman að áætlun svo hægt verði að bregðast við þeim. Hann segir ótækt að Ís- land verði eina landið sem hafni breytingunum. Nýir staðlar um aukinn styrk ljósabekkja gagnrýndir Ná sexföldum styrk sólar  Hættan er | 8 LOFTLEIÐIR Icelandic, dótturfélag FL Group, samdi nýlega við flugfélagið Cub- ana, sem er í eigu kúbverska ríkisins, um leiguflug milli Kúbu og Venesúela út árið 2006. Um sérstakt verkefni er að ræða þar sem flogið er nær daglega milli landanna með sjúklinga frá S-Ameríku í læknisað- gerðir á Kúbu, aðallega augnaðgerðir. Not- ast er við Boeing 757-farþegaþotu frá Loft- leiðum. Að sögn Guðna Hreinssonar, markaðs- stjóra Loftleiða, eru framkvæmdar hátt í eitt þúsund slíkar aðgerðir á dag í landinu og því er þetta í raun loftbrú með sjúklinga milli þessara landa. Til marks um sérstöðu verkefnisins ber það vinnuheitið „Operation Miracle“ á Kúbu, sem gæti útlagst sem „Kraftaverkaflugið“ á íslensku. Að aðgerð- um loknum er svo flogið með sjúklingana aftur til Venesúela. „Heilbrigðisþjónustan hjá Castro og fé- lögum á Kúbu telst nokkuð góð. Sjúklingum hvaðanæva úr Suður-Ameríku er safnað saman í borginni Caracas í Venesúela og flogið þaðan til Kúbu,“ segir Guðni. Þrjár ís- lenskar áhafnir hafa sinnt þessu flugi, sem hófst í byrjun mánaðarins, en jafnframt munu þær þjálfa upp áhafnir frá Kúbu. Þeg- ar mest lét voru um 20 íslenskir flugstjórar og flugfreyjur í þessu verkefni fyrir Loft- leiðir. Fljúga með þúsundir sjúk- linga frá S-Ameríku til Kúbu Loftleiðir í „krafta- verkaflugi“ Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is CRAIG A. Davis, forstjóri og stjórnarformaður Century Alum- inum, móðurfyrirtækis Norðuráls á Grundartanga, segir að fyrirtæk- ið hafi mikinn áhuga á að færa út kvíarnar hér á landi. Í viðtali við Morgunblaðið nefndi hann ýmsa kosti sem landið hefði en lykilatrið- ið væri auðvitað að hér væri boðið upp á samkeppnishæft orkuverð. Umsvif Century Aluminum hér á landi hafa vaxið ört, nú er verið að stækka álverið á Grundartanga úr 90 þúsund tonna framleiðslu- getu í 220 þúsund tonn og fyrir- tækið hefur undirritað viljayfirlýs- ingu með Suðurnesjamönnum um athugun á byggingu álvers í Helguvík. Davies sagði að þeir hjá Century Aluminum teldu að Ísland hentaði afar vel fyrir frekari umsvif fyr- irtækisins. Fyrirtækið væri hlut- fallslega lítið og Ísland væri hlut- fallslega lítið ríki en þetta færi mjög vel saman. Þá hefðu þeir mjög góða reynslu af viðskiptum hér á landi, hér væri stöðugt við- skiptaumhverfi og vel menntað vinnuafl. Lykilatriðið væri þó sam- keppnishæft orkuverð. Century Aluminum er ekki stórt fyrirtæki á heimsmælikvarða. Ein- ungis 17 manns starfa í höfuð- stöðvum fyrirtækisins og raunar bættust þrír við í fyrra vegna fram- kvæmdanna hér á landi, að sögn Davies. Þegar stækkað álver tekur til starfa á Grundartanga mun fyrir- tækið framleiða 700 þúsund tonn af áli árlega. Forstjóri Century Aluminum vill færa út kvíarnar hér á landi Samkeppnishæft orkuverð er lykilatriðið á Íslandi  Áhugasamir um | 6 HRYSSINGURINN í veðrinu undanfarna daga stafar af því að lægðir hafa streymt suður og austur með Íslandi, án þess að heita loftið sem þeim fylgir hafi náð inn á landið. Þess í stað hafa lægðirnar dregið heimskautsloftið frá Grænlandi yfir okkur sem hér búum. „Það er ekki óalgengt að það komi hingað, við erum náttúrlega rétt sunnan við heimskautsbaug,“ sagði Haraldur Eiríksson veðurfræðingur um heimskautsloftið. Kalda norðanáttin verður ríkjandi í nokkra daga í viðbót með tilheyr- andi kulda, frosti og snjókomu. Haraldur sagði að það hefði haustað óvenju snemma í ár. „September hefur verið kallaður sum- armánuður en hann hefur hegðað sér núna eins og dæmigerður haustmánuður.“ Þess má geta að lægðirnar sem hafa runnið fram hjá landinu hver á fætur annarri munu hafa fært öðrum íbúum í Vestur-Evrópu ágæt hlýindi. Spillt færð Töluvert snjóaði á Akureyri og nágrenni í gærkvöldi og var færð fyrir bíla á sum- ardekkjum nokkuð tekin að spillast, sér- staklega í Víkurskarði, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Þegar Morgunblaðið ræddi við varðstjóra höfðu þó engin óhöpp orðið. Á Fjarðarheiði var sömuleiðis hálka og krafðist það lagni að aka bílum á sum- ardekkjum yfir heiðina. Ökumaður flutn- ingabíls með tengivagn, á sumardekkjum og ekki með keðjur, varð að óska eftir aðstoð lög- reglu þegar hann komst hvorki lönd né strönd við Neðristað, ofan við Seyðisfjörð. Lögreglan á Egilsstöðum hafði þó í gærkvöldi ekki frétt af slysum vegna hálkunnar. Á Hellisheiði valt jeppi sem hafði runnið til í hálku. Bílveltan varð á sjötta tímanum og stuttu síðar var tilkynntur árekstur tveggja bifreiða á heiðinni. Enginn meiddist í þessum óhöppum. Morgunblaðið/Árni Torfason Hryssingur vegna heimskautsloftsins SIGRÍÐUR Anna Þórð- ardóttir umhverf- isráðherra telur ekki tímabært að opna Surtsey fyr- ir ferðamönnum en að hægt sé að nýta hana markvissar í ferðaþjón- ustu en hingað til hafi verið gert. Ráðherra sagði m.a. á ráðstefnu um Surtsey, sem fram fór í Vest- mannaeyjum í gær, að hægt væri að skapa skilyrði fyrir siglingar í kringum eyjuna. „Það má vera að það komi að því einn góðan veðurdag að menn telji það óhætt, þá er alveg ljóst að það þarf að útbúa einhverja aðstöðu en ég tel það ekki tímabært í dag,“ sagði Sigríður Anna. Ekki tíma- bært að opna Surtsey ARON Pálmi Ágústsson hafði enn ekki náð að hitta fjölskyldu sína í Austin í Tex- as í gærkvöld. Hann var hins vegar búinn að vera á ferðalagi í meira en sólarhring. Mestallan tíman í rútu á vegum Rauða krossins. Hann lagði upphaflega af stað frá borginni Beaumont í Texas í fyrradag, þar sem hann hefur verið í stofufangelsi sl. rúm tvö ár. Í Rauða kross rútunni eru um fimmtíu manns á öllum aldri, allir á flótta undan fellibylnum Ritu. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins heyrði í Aroni síðdegis í gær að íslenskum tíma hafði hann verið á ferð með rútunni í um það bil 26 tíma. Hann sagðist ekki hafa fengið neinn mat allan þann tíma. Hann hefði þó fengið eina vatnsflösku. Hann sagði að rútan hefði komið til bæj- arins Lufkin, sem er norðvestur frá Beau- mont, en ekki fengið að stoppa þar. Var því ferðinni haldið áfram. Vísað frá San Augustine Einar S. Einarsson, formaður stuðn- ingshóps Arons Pálma, heyrði svo í hon- um aftur í gærkvöld. Samkvæmt upplýs- ingum frá Einari var Aron Pálmi þá kominn til bæjarins San Augustine. Rútan hafði staldrað við vegasjoppu þar sem farþegum var leyft að kaupa sér mat- arbita. Fólkið hafði þá verið á ferðalagi í þrjátíu klukkustundir án matar. Sam- kvæmt tilkynningu frá Einari var Aron Pálmi sæmilega brattur eftir að hafa keypt sér smá hressingu og nesti. Hóp- urinn fékk þó ekki að stoppa í San Aug- ustine heldur var vísað frá. Ekki var ljóst í gærkvöld hvert rútan stefndi. Aron hafði hins vegar náð að hringja í móður sína, Huldu Hermannsdóttur, og láta vita af sér. Á ferð í 30 klukkustund- ir án matar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.