Morgunblaðið - 03.10.2005, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Búdapest þann 17.
október. Þú bókar 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt og kynnist þessari
glæsilegu borg á einstökum kjörum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
2 fyrir 1 til
Búdapest
17. okt.
frá kr. 19.990
Síðustu sætin
Verð kr. 19.990
Flugsæti með sköttum. 2 fyrir 1 tilboð. Út 17. og
heim 20. okt. Netverð á mann.
Gisting frá kr. 2.800
Gisting pr. nótt á mann í tvíbýli á Hotel Tulip Inn
með morgunverði. Netverð.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
SVANDÍS Svavarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Vinstrihreyfingar-
innar-græns framboðs og formaður
VG í Reykjavík, varð hlutskörpust
í forvali VG sem
fram fór um ný-
liðna helgi. Árni
Þór Sigurðsson-
ar borgarfulltrúi
fékk flest at-
kvæði í efstu tvö
sætin og mun því
skipa annað sæt-
ið á lista flokks-
ins í vor. Í þriðja
sæti varð Þor-
leifur Gunnlaugsson, dúklagningar-
meistari og varaformaður VG í
Reykjavík.
Í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist Svandís þakklát fyrir það
traust, sem henni hefði verið sýnt í
forvalinu og hún myndi sinna þeim
verkum, sem henni væri treyst fyr-
ir, af bestu getu. Hún sagði, að for-
valið sýndi að það væri gríðarlegur
slagkraftur í flokknum. „Þetta er
eindreginn skýr stuðningur sem ég
fæ og þá náttúrlega sterkt umboð
fyrir forystu listans. Þannig að
þetta setur okkur í stuð fyrir kosn-
ingarnar í vor,“ sagði Svandís.
Samkvæmt upplýsingum frá
Stefáni Pálssyni, formanni kjör-
stjórnar, voru rúmlega 700 manns
á kjörskrá og komu 392 gild at-
kvæði upp úr kjörkössum, en kjör-
sókn var innan við 60%. Sagðist
Stefán býsna ánægður með kjör-
sókn, en einna ánægðastur sagðist
hann vera með hversu mikið fjölg-
aði í flokknum í aðdraganda for-
valsins, en reikna má að félögum í
flokknum hafi fjölgað um helming.
Sóley skaust upp fyrir Grím
Að sögn Stefáns fékk Svandís af-
gerandi kosningu í 1. sætið eða 277
atkvæði af 392 gildum atkvæðum,
sem jafngildir 70% gildra atkvæða.
Árni Þór fékk samtals 167 atkvæði
í 1.–2. sæti og Þorleifur hlaut sam-
tals 160 atkvæði í efstu þrjú sætin.
Sóley Tómasdóttir hafnaði í 4.
sæti, Grímur Atlason lenti í 5. sæti
og Ugla Egilsdóttir endaði í 6.
sæti.
Samkvæmt upplýsingum frá
Stefáni hlaut Grímur raunar tveim-
ur atkvæðum fleirum en Sóley í
1.–4 sæti, en vegna reglna VG um
fléttulista, þar sem sætin skiptast
jafnt milli kynja, skaust Sóley upp
fyrir Grím. Bendir Stefán á að
reglur VG um fléttulista feli ekki í
sér að karl og kona séu á víxl niður
allan listann. „Samkvæmt okkar
reglum skal standa jafnt á með
kynjum á öllum sléttum tölum.
Sem þýðir að þegar kemur að
oddatölusætinu hlýtur það sá fram-
bjóðandi sem er með flest at-
kvæði,“ segir Stefán til útskýring-
ar og bætir við: „Hins vegar
munaði ekki nema tveimur atkvæð-
um að við þyrftum ekki að nota
fléttulistaregluna.“
Svandís í 1.
sæti hjá VG
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kosið um sex efstu sæti hjá VG í Reykjavík sl. laugardag. Samtals voru um
700 manns á kjörskrá og töldust 392 atkvæði gild. Stefán Pálsson, formað-
ur kjörstjórnar, er hér lengst til hægri á myndinni.
Svandís
Svavarsdóttir
LÖG og reglugerðir taka ekki
mið af torfærumótorhjólaíþrótt-
inni eins og hún hefur þróast á
undanförnum árum og breytingar
eru löngu tímabærar. Þá ættu
Umferðarstofa, Umferðarráð og
sveitarfélög að taka höndum sam-
an og ganga til samstarfs við vél-
hjólaíþróttafélögin í landinu um
aukna fræðslu og þjónustu við
torfæruhjólafólk. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í ályktun
frá opnum fundi Vélhjóla-
íþróttaklúbbsins (VÍK) sem hald-
inn var á miðvikudag.
Á fundinum var m.a. fjallað um
stöðu torfærumótorhjólamanna
gagnvart umferðarlögum og
reglugerðum, tryggingar og
tryggingavernd, mótorkross fyrir
börn, ólöglegan akstur torfæru-
hjóla innanbæjar og utanvega-
akstur. Á fundinum var m.a. skor-
að á alla eigendur torfæruhjóla
að virða gildandi lög um notkun
torfæruhjóla, að aka einungis á
þeim svæðum sem íþróttinni eru
ætluð og aka aldrei utan vega.
Meðal þeirra sem héldu fram-
sögu á fundinum var Jóhann Hall-
dórsson. lögfræðingur og stjórn-
armaður í VÍK. Í samtali við
Morgunblaðið sagði að það sem
helst vantaði væru æfingasvæði
fyrir iðkendur. Ef lög banni akst-
ur nema á samþykktum svæðum
verði að útvega slík svæði, eink-
um í nágrenni höfuðborgarsvæð-
isins, en nú séu þau örfá. Nýlega
var samið um nýtt æfingasvæði
fyrir torfæruhjól í Jósefsdal á
Hellisheiði en Jóhann segir að
það geti varla talist í nágrenni
höfuðborgarinnar.
Æfingasvæði álíka
stór og fótboltavöllur
Einnig þurfi að lagfæra ým-
islegt í þeim lögum sem gilda um
torfæruhjólin. Það væri t.a.m. af-
ar ósanngjarnt að innheimta
mörg hundruð þúsund krónur í
opinber gjöld af torfæruhjólum
sem megi síðan ekki aka eftir
vegum. Hin almennu rök fyrir
gjöldunum séu að þau standi und-
ir kostnaði við vegakerfið en þau
eigi alls ekki við í þessu tilviki.
Gjöldin séu afar ósanngjörn, ekki
síst í ljósi þess að líklega hafi
mótorhjólamenn greitt um millj-
arð króna til ríkisins á und-
anförnum árum en fái nánast ekk-
ert í staðinn. „Þetta er líka
íþróttagrein sem nýtur einskis
stuðnings frá ríkinu, eins og aðr-
ar íþróttir,“ sagði hann. Spurður
hvort það væru einhver sérstök
svæði sem þeir hefðu áhuga á,
nefndi Jóhann að í sjö ár hefði
verið beðið eftir leyfi fyrir æf-
ingasvæði í nágrenni Hafn-
arfjarðar. Hvorki hefði gengið né
rekið í þeim efnum. Æfingasvæði
fyrir mótorhjól þyrfti ekki að
taka mikið pláss, slík svæði þyrftu
ekki að vera stærri en fótbolta-
völlur. „Það vantar bara viljann
til að leysa þetta,“ sagði hann.
Jóhann sagði að annað réttlæt-
ismál sneri að tryggingum. Tor-
færuhjól sem aðeins megi nota
innan sérstakra svæða séu flokk-
uð eins og götuhjól þrátt fyrir að
áhættugrunnurinn sé allt annar.
Áhættugrunnurinn fyrir götuhjól
byggi á því að mögulegt sé að
hjólinu verði t.d. ekið í veg fyrir
stóra rútu fulla af farþegum sem
gætu allir farist í árekstrinum.
Mun minni áhætta fylgi notkun
torfæruhjóla sem ekið er innan
afmarkaðs svæðis. Tjónatíðnin og
slysabæturnar tali sínu máli í
þessum efnum.
Í þriðja lagi væri brýnt að
breyta reglum um notkun barna á
torfærumótorhjólum. Hér á landi
væri aldurstakmarkið 12 ár og
yngri börn mættu ekki stunda
íþróttina. Á öllum hinum Norð-
urlöndum gætu börn á aldrinum
5–12 ára hins vegar stundað
sportið, að öllum skilyrðum upp-
fylltum. Aðspurður sagði Jóhann
að fyllsta öryggis væri gætt og að
slysatíðnin væri mun lægri í
skíða- og boltaíþróttum.
Lög og reglur hafa
ekki fylgt þróuninni
„Vantar bara
viljann til að
leysa þetta“
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Motocross-brautin við Ólafsvík þykir glæsileg. Mótorhjólamenn á höf-
uðborgarsvæðinu vilja fleiri slíkar brautir í nágrenni borgarinnar og
benda á að þær þurfi ekki að vera stærri en fótboltavöllur.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Meira á mbl.is/itarefni
Annatíð hjá
lögreglunni í
Kópavogi
ERILSAMT var hjá lögreglunni í
Kópavogi aðfaranótt sunnudags.
Þrír ökumenn voru teknir grun-
aðir um ölvun við akstur og einum
skemmtistað bæjarins lokað vegna
fjölda ungmenna undir lögaldri.
Þetta var annað kvöldið í röð sem
skemmtistaðurinn var heimsóttur
og höfðu ungmenni fundist inni á
staðnum bæði kvöldin. Því var
gripið til þess ráðs að loka staðn-
um.
Bóndinn úr Bitru-
firði á batavegi
BÓNDI á sextugsaldri, sem slas-
aðist mikið þegar hann hrapaði í
fjalli við Bitrufjörð á laugardag, er
kominn af gjörgæslu. Hann er
minna slasaður en óttast var í
fyrstu.
Bóndinn, sem var við smala-
mennsku í fjallinu, var fluttur með
þyrlu Landhelgisgæslunnar á
Landspítala – háskólasjúkrahús. Að
sögn læknis er ástand mannsins
stöðugt og hann á batavegi.
Maðurinn handleggsbrotnaði við
fallið, auk þess sem hann hlaut
áverka á rifbeinum og lungum. Þó
er ekki um alvarlega innri áverka
að ræða.
AÐALFUNDUR Læknafélags Ís-
lands skorar á heilbrigðisráðherra
að standa við yfirlýsingu sína um
að beita sér fyrir því að sérfræð-
ingar í heimilislækningum geti
annaðhvort starfað á heilsugæslu-
stöðvum eða á læknastofum utan
heilsugæslustöðva. Gerður verði
nýr samningur um störf á lækna-
stofum, sem byggist á gildandi
samningi um sjálfstætt starfandi
heimilislækna.
Horft til sjúklinga
af landsbyggðinni
Á fundinum var einnig sam-
þykkt tillaga þar sem forstjóri og
framkvæmdastjóri Landspítala eru
hvattir til að leiða til lykta þau
fjölmörgu álitamál sem enn eru
óleyst í samskiptum þeirra og
læknaráðs stofnunarinnar.
Félagið skoraði einnig á heil-
brigðisráðuneyti og önnur stjórn-
völd til að nýta sér faglega ráðgjöf
lækna í læknisfræðilegum málefn-
um og allri stefnumótun í heil-
brigðismálum. Aðalfundurinn
skoraði á heilbrigðisráðherra, sam-
gönguráðherra og borgarstjórn
Reykjavíkur að hafa í huga hags-
muni sjúklinga frá landsbyggðinni
og aðgang þeirra að heilbrigðis-
þjónustu þegar framtíðaráform um
Reykjavíkurflugvöll verða rædd.
Þá skora læknar á heilbrigðis-
ráðherra að leggja fyrir Alþingi
frumvarp sitt um bann við reyk-
ingum á veitinga- og skemmtistöð-
um.
Læknar skora einnig á heil-
brigðisráðherra að hafa forystu
um að ríkisstjórn Íslands fari að
tilmælum Alþjóðaheilbrigðismála-
þingsins 2004 og um að herða sam-
ræmdar opinberar aðgerðir til að
auka heilbrigði Íslendinga með
hollara mataræði og aukinni hreyf-
ingu.
Læknar telja ennfremur tíma-
bært að lagt verði fram á Alþingi
frumvarp til laga um öryggi sjúk-
linga við veitingu heilbrigðisþjón-
ustu.
Læknar fái að
starfa utan
heilsugæslustöðva