Morgunblaðið - 03.10.2005, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Tíu ára gamall málaði Guðmundur Guðmunds-
son mynd af systrastapa með himininn eld-
rauðan í bakgrunni, 25 ára að aldri hélt Ferró
sína fyrstu einkasýningu á Íslandi, í Lista-
mannaskálanum. Ólíkt mörgum öðrum lista-
mönnum á þessum tíma sló Ferró samstundis í
gegn í heimalandinu. List hans var líka fígúra-
tíf og flestum að skapi. Hluti sýningarinnar
samanstóð af mósaíkmyndum en hann var
lærður í faginu. Þær voru gerðar með sölu í
huga en á sýningunni seldi listamaðurinn
myndir fyrir góð árslaun og geri aðrir betur.
Ferró var sannarlega búinn að vinna fyrir sölu
mynda sinna eins og kemur svo vel fram í
einkar áhugaverðri, skemmtilegri og upplýs-
andi ævisögu Aðalsteins Ingólfssonar um lista-
manninn, „Erró“, Margfalt líf sem Mál og
menning gaf út 1991 en gaman er að glugga í
hana í samhengi við þessa sýningu.
Sýningin á bernskuverkunum í Listasafni
Reykjavíkur gefur ágæta innsýn í listferil Guð-
mundar og Ferrós fram til ársins 1957, en
Erró er fæddur 1932. Hér er að finna bernsku-
verk frá Kirkjubæjarklaustri þar sem hann
ólst upp hjá móður sinni og fósturföður frá
fjögurra ára aldri, en faðir Errós, Guðmundur
frá Miðdal kom aldrei að uppeldi sonar síns.
Hér má sjá verk unnin í Handíða- og mynd-
listaskólanum en þar var kennsla Valgerðar
Briem Guðmundi mikil hvatning. Hún einblíndi
ekki á einstakar listastefnur heldur leitaðist
við að finna hinn sanna kjarna hvers og eins og
leiðbeina nemendum sínum samkvæmt því. Ab-
straktlistin var sterk á þessum tíma en Guð-
mundur hafði aldrei áhuga á að mála í þeim
stíl þó það aftri honum ekki frá því að njóta
abstraktverka á sama hátt og njóta má tónlist-
ar eins og hann orðaði það sjálfur. Guðmundur
sótti mjög í að prófa alla möguleika í listinni,
til dæmis vann hann um tíma myndir í út-
saumsstíl eins og dæmi eru um á sýningunni.
Afköst hans eru fræg og hann gekkst greini-
lega upp í að vinna mikið, ef til vill á sveita-
uppeldið sinn þátt í því en strax frá unga aldri
bera verk hans þessu vitni. Fyrir utan þá eðl-
islægu hæfileika sem greina má í bernsku-
myndum hans, í krafti þeirra, áræðni og lita-
samsetningum má fljótt sjá afrakstur mikillar
vinnu skila sér í liprum línum og öruggri teikn-
ingu. Ein mynd sker sig nokkuð úr á þessum
tíma, mynd af stríði en þar kemur fram það
hlæði smáatriða sem Erró varð síðar þekktur
fyrir í verkum sínum og næstum því ár-
áttukennd tilhneigingin til að fylla upp í mynd-
flötinn. Að einhverju leyti minnir hún á fyr-
irbæri sem nefnt er „horror vacui“ eða ótti við
tómið og kemur fyrir hjá geðsjúkum þótt í
hans tilfelli hafi ekki verið um slíkt að ræða en
dæmi um slík verk eru til dæmis verk Adolf
Wölfli. Ef til vill er um einhvers konar áráttu
að ræða, álíka þeirri skriftaráráttu sem Hall-
dór Laxness hefur talað um, annað dæmi um
ákaflega agaðan og afkastamikinn listamann.
Eftir námið hér heima heldur Guðmundur til
Noregs til náms við Statens Kunstakademi. Á
sýningunni í Hafnarhúsinu má m.a. sjá
skemmtilegar myndir málaðar í námsferð til
Spánar þar sem hann hreifst svo af smábænum
Castell de Ferro á suðurströndinni að þegar
hann síðar afréð að taka upp listamannsnafn
varð Ferró fyrir valinu. Ferró breyttist síðar í
Erró vegna málaferla um einkaleyfi. Eftir
dvölina í Noregi hélt Guðmundur til Rómar
þar sem hann dvaldi um tíma ásamt Braga Ás-
geirssyni en þeir höfðu verið sambýlismenn í
Ósló fyrri námsvetur Guðmundar þar. Síðan lá
leiðin til Flórens veturinn eftir og um það leyti
tekur hann upp nafnið Ferró. Hann stundar
nám við Akademíuna í Flórens en þykir ekki
mikið til koma og eftir nokkurn tíma fær hann
að vera utanskóla, hann fær inngöngu í Scuola
del Mosaico þar sem hægt var að læra við-
gerðir á mósaíkverkum og átti sú vinna afar
vel við Ferró. Hann segist þarna fyrst hafa
fundið ákveðna fullnægju í þeirri handavinnu
sem felst í niðurröðun steinanna, fullnægju
sem hann fann síðar aftur við söfnun mynd-
efnis í stærri verk. Á þessum tíma verður
Ferró fyrir óskemmtilegri lífsreynslu sem aug-
ljóslega hafði djúp áhrif á hann og á sama tíma
fer hann að mála svokallaðar beinagrind-
armyndir, þar sem hann „fær útrás fyrir ým-
islegan bölmóð sem ég gat ekki tjáð með orð-
um“. Nokkrar þessara mynda er að sjá í
Hafnarhúsinu. Þessar myndir eru einnig undir
áhrifum frá tíðarandanum í skugga atóm-
sprengju og í nálægð við stríðið í Alsír. Ferró
skoðaði líka vopna- og herklæðasafn og 15. ald-
ar stríðsmyndir Paolo Uccellos höfðuðu sterkt
til hans. Þarna eru komin ein fyrstu virkilega
persónulegu og mótuðu listaverk hans og jafn-
framt vísir að því sem koma skyldi. Það er á
þessum tíma sem Ferró sýnir í Lista-
mannaskálanum, en lengra fram í tímann nær
sýningin ekki enda er þá bernskutímabilinu
lokið.
Sýningin í Hafnarhúsinu er mjög skemmtileg
að heimsækja, af henni lýsir sá ótrúlegi kraftur
og lífsþorsti sem einkennir verk listamannsins
fyrr og síðar og framsetning hennar er til fyr-
irmyndar, stuttir en hnitmiðaðir textar á vegg-
spjöldum upplýsa áhorfandann um nákvæm-
lega það sem máli skiptir, en hindra ekki
skoðun myndanna. Hér birtist listamaðurinn
sem einlægur og barnslega ákafur ungur mað-
ur, miklum hæfileikum gæddur. Áhorfandinn
skynjar hversu vel hann hefur náð að spila úr
guðsgjöfum sínum, með þrotlausri vinnu og
ástríðu hafa hæfileikar hans fengið að njóta sín
til fulls. Það er kannski naíft af mér en ég hef
á tilfinningunni að sá barnslegi áhugi, einlægni
og listástríða sem sjá má í verkum listamanns-
ins hér hafi fylgt honum alla tíð og gæði verk
hans oft á tíðum nauðsynlegu inntaki. Þetta
þrennt geislar að minnsta kosti af sýningunni í
Hafnarhúsinu og ætti að vera hverjum lista-
manni innblástur.
Þegar draumarnir rætast
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús
Til 23. apríl 2006. Hafnarhús er opið alla daga frá kl.
10–17.
Margs konar veruleiki
Erró, bernskuverk
Ragna Sigurðardóttir
Kristur Errós. Teikning af mósaíkverki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
PRÓFESSOR dr. Klaus von See
hefur stundað rannsóknir á forn-
íslenskum bókmenntum og norræn-
um fræðum í meira en fimmtíu ár.
Hann gegndi starfi prófessors við
háskólann í Frankfurt til ársins
1995. Frá árinu 1993 hefur hann
stjórnað útgáfu á Eddukvæðunum.
Í fyrirlestri í Öskju, náttúru-
fræðahúsi Háskóla Íslands á morg-
un kl. 16, greinir Klaus von See frá
þeirri reynslu sem hann hefur orðið
fyrir sem norrænufræðingur á
starfsævi sinni. Hann lýsir frá eigin
sjónarhóli sögu, vandamálum og
hræringum sem komið hafa upp í
því háskólafagi sem í Þýskalandi
nefnist Nordistik, allt frá því
snemma á 19. öld, fram yfir keis-
aratímabilið, Weimar lýðveldið,
nasistatímann og til dagsins í dag.
Mikilvægir norrænufræðingar eins
og Andreas Heusler og Hans Kuhn
koma við sögu. Einnig fræðimenn í
réttarsögu eins og Konrad Maurer
og sérfræðingar í germönskum
fræðum á við Helmut de Boor.
Klaus von See lýsir í fyrirlestri sín-
um menningarpólitík, heimsmynd,
og vísindastarfsemi á þessu tíma-
bili. Til dæmis „uppgötvun“ norð-
ursins í hinni menningargagnrýnu
lífsbótahreyfingu á árunum kring-
um 1900. Einnig koma deilur um
hina réttu mynd af Germönum á
dögum nasista við sögu.
Að lokum segir Klaus von See frá
erfiðri uppbyggingu norrænna
fræða að lokinni síðari heimstyrj-
öld, deilum um þá túlkun Walters
Baetke á textum Snorra Sturluson-
ar að þeir væru trúarlegs eðlis og
að lokum frá algerri lausn nor-
rænna fræða frá þýskum fræðum.
Fyrirlesturinn fer fram á þýsku,
og verður í sal 132.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi Klaus von See Fálkaorð-
unni fyrir fræðastörf hans við athöfn á Bessastöðum í gær.
Norrænufræðingur
á eftirstríðsárunum
VALDIR voru
vinningshafar í
keppninni
„Þekkirðu
tungumálið?“
sem haldin var á
vegum Stofnunar
Vigdísar Finn-
bogadóttur og
Samtaka tungu-
málakennara á
Íslandi (STÍL).
Keppnin var haldin í tilefni Evr-
ópska tungumáladagsins og barst
mikill fjöldi svara.
Stærstu verðlaunin hlutu Zóp-
hanías Einarsson, Diðrik Steinsson
og Aya Arakaki sem fengu í sinn
hlut skólaorðabækur frá Eddu
miðlun og útgáfu. Aðrir vinnings-
hafar hlutu m.a. Setningahandbók-
ina „Made in Iceland“, frímiða í bíó,
tónlistardiska og boli.
Verðlaun í tungu-
málagetraun
Vigdís
Finnbogadóttir
FRÁ árinu 2003 hefur viðskiptadeild
Háskólans á Akureyri gefið út ritröð
með rannsóknum starfsfólks deild-
arinnar. Ritröðin ber heitið Working
Paper Series og hafa undir hennar
nafni komið út tvær skýrslur á þessu
ári.
Sú fyrri er skýrslan „Intercultural
communication – A challenge to Ice-
landic education“ eftir Rafn Kjart-
ansson lektor. Fjallar skýrslan um
vaxandi alþjóðavæðingu á Íslandi og
þær kröfur sem gerðar eru til kennslu
í menningarsamskiptum og menning-
arlæsi í íslensku skólakerfi samfara
fjölgun innflytjenda.
Hin er skýrslan „A Test of Market
Efficiency: Evidence from the Ice-
landic Stock Market“ eftir Stefán
Gunnlaugsson lektor. Fjallar skýrsla
Stefáns um skilvirkni íslensks hluta-
bréfamarkaðar með tilliti til erlendra
rannsókna.
Rafræn eintök af skýrslunum má
finna á útgáfuvefnum www.unak.is/
utgafa en þar má einnig fá áskrift að
ritröðinni í prentaðri útgáfu.
Ritröð við-
skiptadeildar
♦♦♦