Morgunblaðið - 03.10.2005, Page 29

Morgunblaðið - 03.10.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 29 DAGBÓK Kundalini jóga Orkugefandi jógaæfingar sem byggja á því að örva innkirtlakerfið, byggja upp styrk og lyfta andanum. Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:30 í Maður Lifandi, Borgar- túni 24. Mánudaga og miðvikudaga kl. 20.30 í Hjónagörðum, Eggertsgötu 2. Kennari Guðrún Arnalds, símar 896 2396/561 0151 gudrun@andartak.is • www.andartak.is Upplifðu styrk þinn Kynningarnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna Rannsóknarstofnun KHÍ heldur málþingdagana 7. og 8. október. Sigríður Ein-arsdóttir, verkefnisstjóri hjá RKHÍ, ereinn af skipuleggjendum viðburðarins: „Meginþema málþingsins eru PISA-kannanirnar, sem eru alþjóðlegar kannanir þar sem borinn er saman árangur grunnskólanema á heimsvísu. Einnig verður sjónum sérstaklega beint að læsi og lestrarnámi.“ Fjöldi góðra fyrirlesara heldur erindi. Þar má fyrstan nefna Andreas Scheilcher, forstöðumann námsmatsstofnunar OECD og einn af að- alskipuleggjendum PISA-kannananna. Hann flyt- ur erindi sem nefnist á ensku „Is the sky the limit in educational performances?“ þar sem hann velt- ir fyrir sér hvað má finna sameiginlegt hjá þeim nemendum, skólum og löndum sem bestum ár- angri náðu í PISA-rannsóknunum. „Amalía Björnsdóttir fjallar um niðurstöðu PISA hvað varðar íslenska nemendur og árangur þeirra í samanburði við nágrannalöndin. Hún veit- ir sérstaklega athygli þeim óvenjulega kynjamun sem kemur fram hjá íslensku nemendunum þar sem stúlkur ná betri árangri en piltar í stærð- fræði, öfugt við það sem gerist hjá nágrannalönd- um okkar,“ segir Sigríður. Þetta er níunda mál- þingið sem RKHÍ stendur fyrir en dagskráin er með því sniði að á fyrri degi þingsins eru haldin ávörp og aðalfyrirlestrar en seinni daginn mál- stofur frá 8.50 til 15.10 og verða að staðaldri 10 málstofur í gangi samtímis. Á málstofunum verð- ur rætt um þróun og nýbreytni í starfi og rann- sóknum innan margra ólíkra námsgreina, m.a. í náttúruvísindum í leik- og grunnskólum, íþróttir og hreyfingu, listir og menningu, upplýsingatækni í kennslu og foreldrastarf. „Meginmarkmið málþinga RKHÍ er að skapa vettvang bæði til kynningar og skoðanaskipta um nýbreytni og þróunarstarf í skólastarfi. Á það við bæði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, tón- listarskóla og háskóla, og einnig samstarf heimilis og skóla, tómstundarstarf unglinga og þjálfun fólks með fötlun,“ segir Sigríður. „Við undirbúning er alltaf miðað að því að tengja þingið þeirri umræðu sem efst er á baugi á sviði mennta og menntamála á Íslandi og í ná- grannalöndunum og í hvert skipti fjallað um nýtt viðfangsefni.“ Þingið er opið öllum en nauðsynlegt að skrá þátttöku fyrirfram. Það má gera á vef málþings- ins, http://malthing.khi.is. RKHÍ heldur málþingið í samvinnu við Kenn- arasamband Íslands, Menntasvið Reykjavík- urborgar, menntamálaráðuneytið, Grunnsamtök skólaskrifstofa, Félag íslenskra framhaldsskóla, Heimili og skóla og Stúdentaráð KHÍ. Menntamál | Níunda málþing Rannsóknarstofnunar KHÍ um menntamál Pælt í PISA-rannsókninni  Hans Kristján Guð- mundsson er fæddur 2. desember árið 1946 í Reykjavík. Hans Krist- ján varði doktors- ritgerð sína á sviði eðl- isfræði þéttefnis við Tækniháskólann í Stokkhólmi árið 1982. Hann lét af starfi rekt- ors NorFA, norrænu vísindamenntastofn- unarinnar í Ósló, til að taka við starfi forstöðumanns Rannís árið 2003. Hans Kristján er kvæntur Sólveigu Georgsdóttur þjóðfræðingi og eiga þau einn son og tvö barnabörn. 1. Rf3 d5 2. g3 c6 3. Bg2 Rf6 4. 0–0 Bf5 5. b3 Rbd7 6. Bb2 Dc7 7. d3 e5 8. Rbd2 Bd6 9. e4 dxe4 10. dxe4 Bxe4 11. Rc4 Be7 12. Rfxe5 Bxg2 13. Kxg2 Hd8 14. Df3 0–0 15. Hfe1 Hfe8 16. Had1 Bf8 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í St. Vincent í Ítalíu. Hin gamalkunna kempa, Zoltan Ribli (2.591), hafði hvítt gegn Birni Þorfinnssyni (2.328). 17. Hxd7! Hxd7 18. Rg4! He6 Taflið væri einnig tapað eftir 18. … Hxe1 19. Rxf6+ Kh8 20. Df5. 19. Hxe6 fxe6 20. Bxf6! h5 21. Rge5 Hd5 22. Bg5 b5 23. Rg6! Df7 23. … Hf5 hefði verið skammgóður vermir eftir 24. Bf4. 24. Dxf7+ Kxf7 25. Rce5+ Ke8 26. Be3 og svartur gafst upp. Upp úr 1980 var Ribli á meðal bestu skákmanna heims og komst m.a. langt í heimsmeist- arakeppninni í skák en tapaði hins- vegar áskorendaeinvígi gegn hinum 62 ára Vassily Smyslov árið 1983. Hefði honum tekist að vinna einvígið hefði hann teflt við Garry Kasparov um réttinn til þess að skora á þáver- andi heimsmeistara í skák, Anatoly Karpov. Síðar á ferlinum gerðist Ribli of friðsamur til þess að hann gæti náð langt í heimsmeistarakeppninni. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Helgafell á Djúpavogi – hvíld- ar- og hressingarheimili fyrir aldraða – 10 ára í haust Djúpivogur á dýrlegan stað til dvalar lengri og skemmri. Konurnar hlúa þar öldruðum að, aðrir þeim tæpast fremri. Helgafell það er hugþekkt skjól, og hlýlegt það viðmót sem ræður. Ekki hér munum við ýtast um stól, andlega systur og bræður. Anna og Guðrún hér átt hafa stund, og einlægar þakkir nú flytja. Gott til þess hugsa glaðar í lund, ef gefst hingað aftur að vitja. Innilegar heillaóskir. B.A. Þakkir fyrir grein ÉG vil leyfa mér að þakka Stefáni Sæmundssyni flugmanni kærlega fyrir grein hans „Flugvöllurinn og skrítnir fuglar“, sem er að finna á síðu 26 í Morgunblaðinu 29. sept- ember sl. Þessi grein er skrifuð af mikilli þekkingu, viti og rökfestu. Vona ég að sem flestir borg- arfulltrúar í Reykjavík, og aðrir þeir sem málefni Reykjavíkurflugvallar láta sig varða, lesi þessa grein með athygli. Á ég að trúa því að það sé virkilega vilji meirihluta Reykvík- inga að flugvöllurinn hverfi úr borg- inni, Reykjavík verði semsagt án flugvallar eins og Stefán talar um í greininni eða sjá menn ekki trén fyr- ir skóginum? Er afþvíbara-sjónarmiðið svona sterkt, eins og Stefán segir, að það ráði afstöðu manna. Reykvíkingar ættu að spyrja sig þessara spurn- inga. Bragi. ÖBÍ NÚ þegar fulltrúar eldri borgara, bæði í Reykjavík og Kópavogi, hafa verið að minna á sig og sín kjör, þá heyrist hvorki stuna né hósti frá ÖBÍ um málefni öryrkja, síðan Garðar Sverrisson hvarf af vettvangi vegna heilsubrests. Vonandi verður ÖBÍ þeirrar gæfu njótandi að fá nýjan formann á næsta aðalfundi sem kveður eitthvað að. Málefni öryrkja verða að vera allt- af í sviðsljósinu. Það má aldrei sofa á verðinum fyrr en öll mál öryrkja, þar með talin kjaramál, eru komin í höfn. Því ætla ég að skora á Grétar Pét- ur, formann Sjálfsbjargar á höf- uðborgarsvæðinu, að gefa kost á sér í formannssæti. Gunnar G. Bjartmarsson, Hátúni 10. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SVAVA Jakobsdóttir, rithöfundur og alþing- ismaður, hefði orðið 75 ára á morgun, 4. októ- ber. Af því tilefni verður haldið Svövuþing í Kennaraháskóla Íslands á morgun, þar sem fjallað verður um sögur Svövu í kennslu- fræðilegu samhengi. Svava hafði afgerandi áhrif á jafnréttisbar- áttu á liðinni öld. Sem skáld og alþingismaður mótaði hún viðhorf og umræður í íslensku sam- félagi síns tíma. Dagskrá Svövuþings er helguð sögum Svövu og vekur athygli á því hvernig þær geta vakið löngun til náms hjá nemendum í grunn- og fram- haldsskólanámi. Í dagskránni fléttast saman skemmtun, fræðsla, áhugaverðar hugmyndir og kennslu- fræði með skírskotun til spennandi námsleiða fyrir nemendur til að vinna út frá ritverkum Svövu Jakobsdóttur á fjölbreyttan hátt. Þeir sem taka þátt í dagskránni eru meðal annars: Vigdís Finnbogadóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ármann Jakobsson, Ása Helga Ragnarsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Baldur Sigurðsson, Aldís Yngva- dóttir, Lára Jóna Þorsteins- dóttir, Jón Reykdal, Ingibjörg Frímannsdóttir, Björn Brynj- úlfur Björnsson, Þórður Helgason, Kristín Jónsdóttir, Halla Kjartansdóttir, Erla Kristjánsdóttir, Ingibjörg Þórisdóttir, Jóhanna Þórð- ardóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og fjölmargir grunnskólanemendur. Svövuþingið stendur frá kl. 13.10–17.35 og er aðgangur ókeypis. Svövuþing á morgun Svava Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.