Morgunblaðið - 03.10.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 03.10.2005, Síða 40
FÆREYINGURINN Kári á Rógvi er fyrsti doktorsneminn í lögum við Háskóla Íslands. Ný doktorsnámsbraut hóf göngu sína haust- ið 2004 og er Kári fyrsti og jafnframt eini nemandinn sem er skráður við deildina. Hann lauk lagaprófi frá Kaupmannahafn- arháskóla og meistaraprófi frá háskólanum í Aberdeen í Skotlandi. Hann segir að til- viljun hafi í raun ráðið því að hann ákvað að sækja um doktorsnámið á Íslandi. Hann hafi upphaflega sótt um doktorsnám við Columbia-háskólann í New York. Hann hafi hins vegar verið í heimsókn á Íslandi og frétt af nýju námsbraut- inni við HÍ sem er í samstarfi við Fróðskap- arsetrið í Þórshöfn í Færeyjum. Hann ákvað að sækja um og er nú kominn á kaf í rann- sóknarefni sitt. Þar ber hann saman hvernig dómstólar í Noregi, Danmörku, Færeyjum og Íslandi meta hvort lagasetningar séu í samræmi við stjórn- arskrá landanna. „Noregur var fyrsta Evr- ópuríkið til að koma á fót endurskoð- unarvaldi og heimila dómstólum að kveða upp úr með það hvort lagasetningar fari gegn stjórnarskránni,“ segir Kári. „Þetta var á 19. öldinni en Danmörk kom þessu á fót fyrir aðeins tveimur árum. Ísland er þarna á milli og það eru nokkrir íslenskir hæstaréttardómar sem koma við sögu í rannsókn minni, þar á meðal hinn svonefndi kvótadómur.“ Boðið upp á doktorsnám við lagadeild Háskóla Íslands  Vildi | 20 Kári á Rógvi Eini doktorsneminn er frá Færeyjum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. DÆLUR FYRIR FISKELDI Sími 568 6625 4. SÆTIÐ www.jorunn.is HÆTT hefur verið við komu hljómsveit- arinnar Babyshambles á Iceland Airwav- es-hátíðina, vegna handtöku Pete Dohert- ys, söngvara hljómsveitarinnar, í Englandi í gær. Breska lögreglan handtók Doherty, eftir að fíkniefni fundust við leit í fórum hljómsveitarmeðlima og sautján annarra sem sveitinni tengjast. Þorsteinn Stephensen, framkvæmda- stjóri Hr. Örlygs, sem er framkvæmdarað- ili Iceland Airwaves, segir hljómsveitina hafa átt að vera eitt helsta tromp hátíð- arinnar. Hann býst þó ekki við að hátíðin beri skaða af málinu, en unnið er í að leita staðgengils fyrir sveitina. Þrátt fyrir al- varlegan vímuefnavanda Dohertys og persónulega krísu Babyshambles hefur sveitin aukið vinsældir sínar hratt og fengið lofsamlega dóma í breskum fjöl- miðlum á árinu. Doherty og félagar koma ekki til Íslands Pete Doherty syngur með Babyshambles. „ÉG BIND miklar vonir við að Slippstöðin verði endurreist og tel m.a. vegna þess hve sjávarútvegurinn er öflugur á svæðinu að það skipti gríðarlegu miklu máli að þarna verði áfram þjónusta við skipaflotann,“ segir Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, og bendir á að verið sé að vinna að því að byggja fyrirtækið upp á nýjan leik. Segir hún það mjög ánægjulegt þar sem miklu skiptir að glata ekki þeirri gríðarlegu verkþekkingu sem til staðar sé innan fyrirtækisins. Hilmir Hilmisson, stjórnarformaður Slipp- stöðvarinnar, sagðist telja góðar líkur á því að Slippstöðin yrði endurreist með nýjum aðilum. Sagðist hann vita um fleiri en einn aðila sem spenntir væru fyrir því að endurreisa fyrirtæk- ið, enda vinnuaðstaðan með besta móti á Ak- ureyri og verkþekking mikil. Sagði Hilmir hins vegar ekkert launungarmál að skipasmíðar væru erfið atvinnugrein sem lengi hefði staðið á brauðfótum, sem sæist best á öllum þeim fyr- irtækjum í greininni sem lagt hefðu upp laup- ana á umliðnum misserum. Auknar endurgreiðslur Aðspurð hvort Valgerður telji að stjórnvöld geti eitthvað gert til að bæta stöðu skipasmíða í landinu bendir hún á að sl. vetur hafi verið að störfum nefnd sem hafi haft það að markmiði að skoða hvernig bæta megi samkeppnisstöðu greinarinnar. „Gerður var m.a. samanburður á samkeppnisstöðunni hérlendis og í þeim lönd- um sem við berum okkur saman við og það kemur í ljós að við stöndum okkur ekki nægi- lega vel,“ segir Valgerður og nefnir í því sam- hengi endurgreiðslur á aðflutningsgjöldum sem eru 4% í dag. Segir hún að það myndi miklu breyta að hækka þau upp í 6%. „Þetta er mál sem þarf að ná samstöðu um í ríkisstjórn og miðað við þau orð sem fyrrverandi fjármálaráð- herra lét falla á síðasta þingi um þetta mál þá er ég mjög bjartsýn á að það takist að koma því í höfn.“ „Það er mín bjargfasta trú að Slippstöðin haldi áfram að starfa hér á Akureyri, enda yrði bærinn ekki samur án stöðvarinnar,“ segir Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðn- aðarmanna, í samtali við Morgunblaðið. Bendir hann á að Slippstöðin sé stór vinnustaður og því afar þýðingarmikill fyrir bæinn. „Og þótt stöðin hafi lent í þessum erfiðleikum þá er það mín tilfinning að bæði sú þekking sem þetta starfsfólk býr yfir og sú aðstaða sem hér er verði ekki flutt burtu með góðu.“ Spurður hvort hann sjái fyrir sér einhverja breytingu á starfsemi Slippstöðvarinnar haldi hún áfram að starfa svarar Hákon því játandi. „Ég sé fyrir mér að það haldi áfram sú þróun sem verið hefur í Slippstöðinni undanfarin misseri, að hún vinni ekki aðeins verkefni tengd sjávarútvegi heldur sæki í verkefni sem tengjast vinnu í landi eins og virkjunum og mannvirkjasmíði.“ Mikill vilji fyrir því að endurreisa Slippstöðina Fleiri en einn aðili hefur lýst yfir áhuga á að endurreisa fyrirtækið Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Grímsey Löngum brælukafla lokið SMÁBÁTAR í Grímsey hafa ekki komist mikið á sjó í september m.a. vegna brælu. Þorleifur EA 88 fór á sjó á laugardag, fyrst- ur Grímseyjarbáta, eftir átta daga brælu. Að sögn Gylfa Þ. Gunnarssonar, skipstjóra og útgerðarmanns, er óvenjulegt að fá svo langan brælukafla í september. „Það er logn hérna núna og sléttur sjór,“ sagði Gylfi. „Það eru oft frátafir í septem- ber, kannski 1–2 dagar, en ekki átta dagar í ruddabrælu. Ég held að það sé mjög óvana- legt.“ Þorleifur EA er á netum og var að leita að lóðningum þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Þetta er bara hörmung sem ég er búinn að fara yfir, en það er ekki mikið svæði,“ sagði Gylfi. Hann sagði að vel hafi fiskast fram eftir sumri, en svo dró úr því. Í september voru menn lítið við veiðar. Margir fóru á sjávarútvegssýninguna og stór hópur Grímseyinga fór til útlanda. „September datt eiginlega út í sjávarút- vegssýningu, ferðalög og brælu,“ sagði Gylfi. Í áhöfn Þorleifs EA eru fimm og er hann eini netabáturinn úr Grímsey, tveir Gríms- eyjarbátar eru á dragnót í Eyjafirði en aðr- ir á línu og handfærum. TÆPLEGA 600 hundar, þar af yfir 100 hvolp- ar, voru til sýnis á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík um helgina. Þeirra á meðal var þessi glæsilegi lögregluhundur. Á sýningunni var tekin upp sú nýbreytni að allar deildir félagsins voru með kynning- arbása þar sem einstakar hundategundir voru kynntar. Fjölmargir lögðu leið sína í Reiðhöll- ina um helgina til að sjá fallega hunda. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þjónustu- og afrekshundar voru verðlaunaðir. Jóna Th. Viðarsdóttir og Magnús Jónatansson með verðlaunahundinn Ardbraccan Hallmark. Margir á hundasýningu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.