Morgunblaðið - 09.11.2005, Side 9

Morgunblaðið - 09.11.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Glæsilegar dragtir Sjálfstæðismenn Vinnum borgina allir sem einn Þakka frábæran stuðning Jóhann Páll Símonarson sjómaður Netfang: stakkhamrarv@simnet.is - sími 863 2094 hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára reynsla á þúsundum heimila ● 30/50/100/120/200 eða 300 lítra ● Blöndunar- og öryggisloki fylgir ● Hagstætt verð Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is Frábær ending! Pelshúfur og -treflar LÍKLEGT er að réttargeðdeildin á Sogni verði stækkuð í kjölfar vinnu starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði á dögunum. Rósa Aðalheiður Georgsdóttir, sem beitti sér fyrir stofnun Kærleikssjóðs Sogns, segir nauðsynlegt að stækka deildina verulega enda sé ósakhæfum geð- sjúkum mönnum sífellt að fjölga. Nýlega heimsótti Rósa Sogn ásamt Björgólfi Guðmundssyni, for- manni bankaráðs Landsbankans, sem hefur stutt sjóðinn dyggilega. Þann dag heimsótti einnig Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, Sogn, og lét góð orð falla um að bæta þyrfti aðstöðuna og bæta við plássi. „Þetta var stórkostlegur dagur,“ segir Rósa, sem finnst orð ráðherra benda til þess að í fyrsta skipti í langan tíma sé vilji til þess að bæta starfsemina, byggja við og fjölga sjúklingum sem dvalið geta á Sogni. Hún segir þó að hvergi nærri dugi að tvöfalda deildina eins og hug- myndir hafi verið uppi um, heldur þurfi að stækka verulega mikið meira. Á Sogni dvelja nú átta ósakhæfir geðsjúkir, en herbergi eru fyrir sjö. Rósa segir ljóst að það sé mikið af geðsjúkum mönnum sem þurfi að komast í aðstöðu eins og þá sem boð- ið er upp á á Sogni, og ekki veiti nokkuð af að bjóða upp á 50 pláss þar, þótt það sé e.t.v. fjarlægur draumur. Rósa segist fullviss um að upp- bygging í þessum málaflokki eigi hvergi betur heima en á Sogni, ekki komi til greina að byggja þjónustuna upp í Reykjavík, sér í lagi þegar rík- ið eigi þegar þetta fallega land í Sogni. „Það verða að vera rólegheit á svona stað, og þarna er himneskt að vera,“ segir Rósa. Vígði Rósuskjól Réttargeðdeildin á Sogni fékk góða gjöf þegar Rósa kom í heim- sókn, því hún vígði við það tækifæri nýtt gróðurhús sem komið hefur verið upp á Sogni. Gróðurhúsinu hefur þegar verið gefið nafnið Rósu- skjól í virðingarskyni við þrotlausa baráttu Rósu í þágu geðsjúkra undanfarna áratugi. Rósa segir að þeir menn sem dvelja á Sogni þurfi að hafa eitthvað við að vera, en það hafi nokkuð skort upp á. „Þó að það sé ef til vill ekki mikil vinna sem þessir menn geta unnið þá er lífsnauðsynlegt fyrir þá að hafa einhverja vinnu.“ Hún segir að það hafi legið beint við að koma upp litlu gróðurhúsi til þess að geta ræktað eitthvað allan ársins hring, en þar eru í dag ræktaðar kartöflur og annað grænmeti yfir sumartím- ann. Magnús Skúlason, yfirlæknir á Réttargeðdeildinni að Sogni, segir gjöfina kærkomna. „Okkar starf- semi stendur svo mikið og fellur með því að það sé eitthvað uppbyggilegt við að vera.“ Rósa Georgsdóttir beitir sér fyrir bættum hag réttargeðdeildarinnar á Sogni Tvöföldun dugir ekki Ljósmynd/Guðfinna Ólafsdóttir Góðir gestir litu í heimsókn á Sogni á dögunum, frá vinstri: Séra Hreinn Hákonarson, Magnús Skúlason, yfirlækn- ir á Sogni, Björgólfur Guðmundsson bankaráðsformaður, Rósa Aðalheiður Georgsdóttir, Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra og Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FYRSTU 10 mánuði þessa árs fékk lögregla tilkynningu um að 291 vél- knúnu ökutæki hefði verið stolið og eru það talsvert færri tilkynningar en þrjú árin þar á undan, sam- kvæmt upplýsingum frá ríkislög- reglustjóra. Fyrstu 10 mánuði ár- anna 2002–2004 var að meðaltali stolið 381 ökutæki. Árið 2001 hafði 291 ökutæki verið stolið. Árni Vigfússon, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í forvarnadeild lögregl- unnar í Reykjavík, segir að í yfir- gnæfandi fjölda tilfella komi bílar sem stolið er í leitirnar aftur. Al- gengast sé að þeir sem steli bílum aki þeim á milli bæjarfélaga eða bæjarhluta en skilji þá síðan eftir þegar þeir hafi ekki lengur not fyr- ir þá. Sjaldgæft sé að stolnir bílar séu notaðir marga daga í röð en þó séu dæmi um það. Yfirleitt eru bíl- arnir lítið skemmdir, að sögn Árna. Lýst eftir rauðum jeppa Einn þeirra bíla sem lögreglan lýsir eftir er rauður Nissan Patrol jeppi, árgerð 1991, með skráning- arnúmerið YU-646. Jeppanum var stolið frá Lyngmóa í Njarðvík á tímabilinu frá um klukkan 22, mið- vikudaginn 2. nóvember til um klukkan 7 morguninn eftir. Jeppinn er rauður, upphækkaður á 38" dekkjum með spil í framstuðara. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu taldi vitni sig hafa séð bif- reiðina í akstri við Rauðavatn í Reykjavík um hádegisbil fimmtu- daginn 3. nóvember sl. Frekari upplýsingar hafa ekki borist og leit hefur ekki borið árangur. Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um bif- reiðina eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna vita í síma 112 eða 420 2400. Búið að stela 291 ökutæki það sem af er þessu ári Jeppinn sem stolið var í Njarðvík. Lögreglan lýsir eftir honum.  Meira á mbl.is/ítarefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.