Morgunblaðið - 09.11.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 09.11.2005, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF • Einstaklingsmiðað nám er skipulagt í ljósi námsgetu, áhuga og stöðu hvers nemanda. • Nemandinn setur sér sjálfur markmið í samvinnu við kennara og foreldra og velur sér námsleiðir. Menntasvið Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, og Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkur- borgar, kynna hugmynda- fræðina á bak við einstaklingsmiðað nám og nýtt matstæki fyrir grunnskóla. Kynnt u þér skóla á nýr ri öld Opnir fundir fyrir skólafólk og foreldra í Hlíðaskóla miðvikudag 9. nóv. kl. 20:00 í Breiðholtsskóla fimmtudag 10. nóv. kl. 20:00 Hvað er einstaklingsmiðað nám og hvernig er það metið? Í huga margra eldri ekkla virð-ist hjónabandið virkt út yfirgröf og dauða. Eftir að eig- inkonurnar hafa kvatt þetta jarðlíf halda eftirlifandi ekklar gjarnan áfram að tala til þeirra og dreymir þær oft. Mikill meirihluti þeirra vitjar leiðis þeirra reglulega og kýs að búa í sama umhverfi og breyta sem minnstu frá því sem var þegar konan var á lífi. Þetta má m.a. lesa út úr meist- araprófsrannsókn sem séra Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur hefur gert á högum íslenskra ekkla. Úr- takið var 358 ekklar á aldrinum 30 til 75 ára og svo jafn fjölmennur samanburðarhópur kvæntra karla. Ekklarnir sem lentu í rannsókninni höfðu misst maka sína á árunum 1999, 2000 og 2001. „Tilurð rann- sóknarinnar má rekja til þess að ég var á sínum tíma stjórnarmaður í Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík, sem höfðu það m.a. að markmiði að skipuleggja fræðslufundi og sam- verur um sorg. Ég tók fljótlega eftir því að fundir þessir voru þétt setnir konum, en karlmennirnir sóttu ekki í þetta stuðningsnet nema í undantekningartilfellum. Mér fannst ég verða að fá botn í það hverju þetta sætti og svo virð- ist sem karlar í sorg leiti annarra leiða en konur í sorg.“ Upplýsingafundir fyrir karla Séra Bragi sendi karlmönnunum ítarlega spurningalista til að svara og fór auk þess í viðtöl við ekkla vítt og breitt um landið til að fá tækifæri til að hitta þá á heima- velli. Langflestir karlar í sorg nýta sér nánustu fjölskyldur sem stuðn- ingsnet og um fjórðungur ekklanna tiltók að samband þeirra við börnin hefði orðið nánara eftir makamiss- inn. Ekklar áttu hins vegar lítið frumkvæði að því að sækja sér stuðning úti í bæ og staðfest er að aldrei megi auglýsa stuðningsfundi fyrir karla eða nefna þá nöfnum sem gæfu til kynna að karlar höndluðu ekki aðstæður sínar á eigin spýtur. Karlmenn eru tregir til að biðja um hjálp enda eru þeir sífellt að senda frá sér skilaboð um að þeir ráði við aðstæður sínar. Stuðnings- fundir fyrir karla verða því að heita „upplýsingafundir“ að sögn Braga. Þegar rannsóknin var gerð var liðið eitt til þrjú og hálft ár frá makamissi. Einn af hverjum fjór- um ekklum hafði flutt í annað hús- næði á þessum tíma, en 75% bjuggu á sama stað og höfðu litlu sem engu breytt innanhúss því allt varð að vera á sínum stað. Greini- legt var að það heimili sem þeir höfðu átt með konunni veitti mörg- um ekklum öryggi og festu. Þeir sem á hinn bóginn höfðu flutt höfðu jafnvel flutt margoft á stutt- um tíma og misst dálítið fótanna, segir Bragi og bætir við að reynsla af áhrifum sorgar á mannfólkið hafi sýnt að best sé að stilla meiri- háttar lífsháttabreytingum í hóf á fyrstu mánuðum sorgarferilsins. Betra sé að bíða og vinna breyt- ingar hægt og rólega inn í framtíð- ina á eigin forsendum en ekki um- hverfisins. Þetta á t.d. við um það hvenær tímabært sé að ganga frá fötum og öðrum persónulegum munum þess látna. Falleg og virðuleg útför Niðurstöður benda til þess að tíminn vinni fyrr jákvætt með yngri ekklum því þeir virðast ná betri líðan eftir því sem tíminn líð- ur þótt tíminn lækni ekki sárin hjálparlaust. Á hinn bóginn er þveröfug þróun í hópi eldri ekkla. Að sögn Braga er skýringanna helst að leita í gisnu stuðningsneti því færri láta sig varða um líðan eldri mannanna en þeirra sem yngri eru. Kannski vegna þess að við teljum að dauði seint á ævinni sé tímabærari en snemma. „Tveir þriðju hlutar ekklanna vitjuðu leið- is makanna reglulega og 70% úr- taksins í báðum samanburð- arhópum sögðu að sig dreymdi konur sínar, sem segir okkur að draumar eru greinilega fyrirferð- armiklir í íslenskum veruleika. Tveir þriðju aðspurðra voru sannfærðir um að líf væri eftir þessa jarðvist. 61% af ekklunum talaði um að bænin væri mikið haldreipi í sorginni auk þess sem þeir töldu kveðjustundir á borð við kistulagningu og útför gríðarlega mikilvægar. Við kistulagninguna sameinaðist fjölskyldan í sorginni og 89% ekklanna töldu mikilvægt að útförin væri falleg og virðuleg.“ Fjarbúðarsamböndum fjölgar Á meðan streita og þunglyndi virtust meira áberandi í hópi yngri ekkla töluðu eldri ekklar mikið um félagslega einangrun og einsemd eftir makamissi. Um 20% ekklanna viðurkenndu að hafa leitað á náðir vímugjafa til að deyfa sorgina. Að- eins 9% ekklanna voru komin í aðra sambúð einu til þremur og hálfu ári eftir lát eiginkonunnar, sem er, að sögn Braga, í svolítilli þversögn við þá „mýtu“ að karlar séu fljótir til að fara í annað sam- band. Á hinn bóginn virðist svo- kölluðum fjarbúðarsamböndum fara fjölgandi og er þá ákaflega mismunandi hvernig slík sambönd eru byggð upp. Þegar Bragi er spurður um ráð til að vinna sig út úr sorg svarar hann því til að ekki sé hægt að benda á einhverja eina leið sem hentaði öllum. „Sorgarferlið getur verið eitt ár hjá einum og tíu ár hjá öðrum. Fólk velur sér leiðir í sorginni og svo gerist eitthvað í líf- inu sem hjálpar okkur að end- urmeta upplifanirnar. Það er hins vegar ekkert óalgengt að sorgin geti blossað upp fyrirvaralaust á sérstökum fjölskyldutímamótum. Ég er til dæmis sannfærður um að þeir sem fella tár við skírnir, ferm- ingar og giftingar eru ekki allir að gráta af gleði. Sorgin er mjög fjölþætt fyr- irbæri og persónubundið. Sorg er ekki sjúkdómur, en ef maður ýtir sorginni frá sér og tekst ekki á við hana skerðir hún raunveruleg lífs- gæði og maðurinn lifir áfram í skugga sorgarinnar um ókomna tíð.“  RANNSÓKN | Karlar í sorg leita annarra leiða en konur í sorg Ekkla dreymir látn- ar eiginkonur sínar Ekkjur eru yfirleitt duglegri við að sækja sér stuðning út á við en ekklar, sem einangra sig meira og treysta frekar sambönd sín við börnin og aðra aðstandendur eftir makamissi. Séra Bragi Skúlason sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að svarið við vanlíðan eftir maka- missi væri síst það að hlaupa til í meiriháttar uppstokkun á lífsmynstrinu heldur væri rétt að gera breytingarnar hægt og rólega. Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Ásdís Séra Bragi Skúlason, sjúkra- húsprestur. join@mbl.is ’Aðeins 9% ekklannavoru komin í aðra sam- búð einu til þremur og hálfu ári eftir lát eig- inkonunnar, sem er í svolítilli þversögn við þá „mýtu“ að karlar séu fljótir til að fara í annað samband.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.