Morgunblaðið - 09.11.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 09.11.2005, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Erlingur YngviSveinsson fædd- ist í Reykjavík 9. júní 1947. Hann lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 27. október. Foreldrar hans voru Sveinn Viggó Stefánsson skrifstofumaður og Hulda Runólfsdóttir kennari og leikkona í Hafnarfirði en hún lifir son sinn. Bræð- ur Yngva eru Hjálmar Sveinsson og Ólafur Sveinsson og hálfsystkini hans samfeðra Guðmundur Karl, Mar- grét, Ingibjörg Bára, Brynjólfur og Ragnhildur. Erlingur Yngvi varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lærði félagsráðgjöf í Kaupmannahöfn. Hann bjó í Kaup- mannahöfn frá 1970 og starfaði þar sem félagsráðgjafi til hinsta dags, lengst af á geðdeild og síð- an á líknardeild Bisbeberg spítal- ans. Útför Erlings Yngva verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Kær vinur, félagi og frændi, eins og við ávallt töldum okkur vera, er fallinn frá langt fyrir aldur fram, en móðir hans, Hulda Runólfsdóttir, var uppeldissystir föður míns. Á bernskuárum okkar þótti eðli- legt að við Yngvi værum sendir í sveit til föður- og móðurbræðra okkar í Hlíð þegar við áttum aldur til eða sex til sjö ára. Þá var alsiða að börn ynnu að sveitastörfum eftir því sem geta þeirra og verkefni gáfu tilefni til. Í Hlíð dvöldumst við hvert sumar til 15 ára aldurs og vorum við Yngvi á uppvaxtarárum okkar afar nánir vinir. Við Yngvi vorum jafnaldrar og á þessum sokkabandsárum voru okkur falin ýmis trúnaðarverkefni sem við ræktum af kostgæfni. Má þar nefna orðin kálfa- og kúarektor, sem ekki voru höfð yfir í neinum hálfkæringi. Þetta voru grafalvarleg og mikil- væg embætti á þeim tíma. Eitt sinn kom til álita að svipta okkur þeim ábyrgðarstöðum. Við höfðum geng- ið okkur upp að hnjám í á annan tíma í þoku og villum í fjallinu ofan við bæinn en ekki fundið kýrnar. Töldum við að þær myndu skila sér til mjalta á sínum tíma og settumst við félagarnir því niður rétt ofan við bæinn og biðum átekta. Þar var komið auga á okkur og við kallaðir til tiltals hjá mjaltahópnum. Varð þessi uppákoma til þess að settar voru reglur um það á hvern hátt leita bæri kúnna fyrir mjaltir að kvöldi. Þau voru mörg ævintýrin og ánægjustundirnar er við upplifðum á þessum árum í Hlíð sem of langt mál væri að rifja hér upp. Hitt veit ég að Yngva voru þessi ár og end- urminningar þeirra ofarlega í huga eins og okkur flestum er nutum þeirrar náðar að mega dveljast þar á bæ sumarlangt. Vinskapur okkar efldist enn er ég dvaldist á heimili foreldra hans í Hafnarfirði ríflega þrjú ár af menntaskólaárum mínum. Frá þeirri dvöl er mér tvennt efst í huga. Annars vegar sú samkennd og hlýja er einkenndi þetta heimili er ég naut mikils af og bý enn að. Hins vegar menningarheimilið. Alla þá vetur er ég dvaldist þar var kappkostað að fara í leikhús, enda var Hulda móðir hans þekkt leik- kona á sínum yngri árum. Ávallt var farið á flestar frumsýningar leik- húsanna og í minningunni er þessi mikli menningaráhugi á heimilinu og reynsla af upplifun leiklistarlífs á þeim tíma enn rík í huga mér. Ekki má heldur gleyma þeim stundum sem fóru í umræður um bókmenntir þar á bæ. Því var ekki undarlegt að Yngvi hefði mikinn áhuga á leiklist þegar við hófum nám í MR haustið 1963 og raunar allan okkar skóla- tíma. Við Yngvi fylgdumst að í námi fyrst í stað, hann fór síðar í mála- deild MR en ég í stærðfræðideild. Eftir stúdentspróf skildu leiðir um sinn. Hann hóf nám við Kaup- mannahafnarháskóla í félagsráð- gjöf, sem ekki var unnt að stunda hér á landi á þeim tíma. Lauk hann lokaprófi í þeirri grein 1975 og starfaði lengst af sem félagsráðgjafi á Bisbebjerg Hospitalet. Yngvi var í æsku afar skemmti- legur félagi og geðgóður. Hann var mikill húmoristi og gat verið stríð- inn er fyrirgafst allt slíkt því hann gerði ekki síst grín að sér og sinni eigin lífsreynslu. Með aldrinum varð hann, að mér fannst, maður raunsæis og skilnings, en alla tíð var hann maður fegurðar, rósemdar og friðar. Þó svo að hann kynni vel við sig á mannamótum og væri þar oft hrókur alls fagnaðar naut hann einnig einverunnar með sjálfum sér. Síðasta áratuginn hafði samband okkar verið eilítið minna en fyrr á árum en eigi að síður vorum við alltaf sömu vinirnir. Nokkrum sinn- um nutum við fjölskyldan gestrisni hans og vináttu er við dvöldum í Kaupmannahöfn og áttum við þar ógleymanlegar stundir sem ylja okkur um hjartarætur í minning- unni um þennan góða vin okkar. Megi Guð blessa minningu Yngva. Ég og fjölskylda mín vottum Huldu og sonum hennar okkar inni- legustu samúð. Helgi Bjarnason. Vinátta er merkilegt fyrirbæri sem getur tekið á sig ýmsar mynd- ir. Sumum vinum veitist létt að komast inn fyrir einhverja persónu- lega varnarmúra og maður getur talað við þá um alla skapaða hluti án nokkurrar sýndarmennsku. Þannig vinur var Yngvi. Ég held það hafi verið af því að hann tók sjálfan sig aldrei hátíðlega og var svo einstaklega góður og fordóma- laus hlustandi. Yngvi var frændi minn og líka vinur í meira en hálfa öld. Á bernskuárum okkar voru hann og Helgi bróðir oft stríðnir og óþolandi í mínum augum; ekki síst þegar þeir máluðu nýju hvítu spariskóna mína svarta með tjöru. Yngvi hélt því alltaf fram að þeir hefðu alls ekki verið öfundsjúkir, heldur bara þótt svartir skór flottari en hvítir! Við vorum síðar samtímis í kaupa- mennsku nokkur sumur hjá ætt- ingjum okkar í Hlíð í Gnúpverja- hreppi ásamt hópi krakka semvoru á mótum bernsku og fullorðinsára. Þar myndaðist einstakt samfélag, allir höfðu sín verk að vinna, og ekki man ég eftir sérstökum ung- lingavandamálum. Öll sín bernsku- og unglingsár var Yngvi sumarlangt í Hlíð sem átti eftir það sérstakan sess í hjarta hans, tákn friðar og kjölfestu. Eftir stúdentspróf fór Yngvi í nám til Danmerkur og ílengdist þar. Um tíma hittumst við ekki oft, en á því varð breyting á níunda áratugn- um þegar ég bjó um tíma ásamt fjölskyldu minni í Kaupmannahöfn. Hann hafði þá keypt glæsilega íbúð á Forhåbningsholmsallé, ásamt Sigga vini sínum, og fengum við oft að njóta gestrisni hans. Ég kynntist nýrri hlið á Yngva; hann var ekki bara snillingur í matargerð heldur líka mikill fagurkeri og lagði mikið upp úr umgjörð máltíðanna. Við fluttum aftur heim en ég hélt áfram námi í Kaupmannahöfn og þurfti að dvelja þar annað slagið. Þá var gott að fá að hreiðra um sig í gesta- herberginu á Forhåbningsholm- sallé. Fyrsta kvöldið beið mín upp- dekkað borð og spennandi máltíð og svo var talað saman langt fram á kvöld. Umræðuefnin voru óþrjót- andi og ekki síður á andlegum nót- um en veraldlegum. Eftir það fór ég úr hlutverki gestsins og átti að vera eins og heima hjá mér. Það var auð- velt í því óþvingaða andrúmslofti sem þarna ríkti og margir ættingjar þeirra félaga fengu að njóta. Eftir að Yngvi flutti á Duevej fékk ég oft að gista eina nótt í stofunni hjá hon- um á ferðum mínum til Kaup- mannahafnar, bara til að halda við vináttunni og stemmningunni frá fyrri tíð. Við héldum uppteknum hætti, fórum í bíó í Grand, á Louis- ianasafnið, út að borða, stundum með Birgitte vinkonu hans og Sigga. Nú eru þessir tímar liðnir. Kaup- mannahöfn verður öðruvísi án Yngva. Ég og fjölskylda mín erum þakklát fyrir að hafa átt samleið með honum síðastliðna áratugi. Hugur okkar er hjá Huldu, Hjálm- ari og Óla og fjölskyldum þeirra, sem hafa misst mikið, en geta yljað sér við dýrmætar minningar um góðan dreng. Ragnhildur Bjarnadóttir. Fyrsta árið mitt í Kaupmanna- höfn leigði ég herbergi í stóru, góðu íbúðinni á Forhåbningsholms Allé, hjá Yngva og Didda (einnig kallaður Siggi) frænda mínum. Þeir tóku ein- staklega vel á móti mér. Úr því varð mikill vinskapur. Það var mjög skemmtilegt hjá okkur, málin rædd og mikið hlegið. Það var spennandi að kynnast Yngva. Hann var vel lesinn og fróð- ur um mjög marga hluti og þar að auki hafði hann mikla kímnigáfu og gat sagt mjög skemmtilega frá at- burðum og fólki. Yngva var margt til lista lagt. Hann kom vel fyrir sig orði, bæði á dönsku og íslensku, og var vinsæll veislustjóri. Hann gegndi því hlutverki í brúðkaupi okkar hjónanna og stóð sig frábær- lega. Yngvi var alveg einstakur snilldar kokkur. Það kom sér vel þar sem mjög oft var gestkvæmt í „Vonarstrætinu“. Allt sem hann eldaði var ljúffengt. Áhugasvið hans var breitt og spannaði allt frá kúm að konungsfjölskyldu, en Yngvi hafði miklar mætur á hvoru tveggja. Síðustu árin var farið að halla undan fæti hjá Yngva og það voru oft erfiðir tímar, bæði fyrir hann, fjölskyldu hans og okkur vini hans, þá sérstaklega þau Didda og Birg- itte. Ég á eftir að sakna margs. Ákveðin stemning kemur ósjálfrátt upp í hugann; ljúffengur matur á borðum, danska konungsfjölskyldan í sjónvarpinu og Yngvi að segja sög- ur frá Hlíð. Þá var Yngvi í essinu sínu. Elsku Yngvi minn, hvíldu í friði, elsku vinur, og takk fyrir ótal marg- ar dásamlegar samverustundir. ERLINGUR YNGVI SVEINSSON Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK SÆMUNDSSON múrarameistari, Fífutjörn 3, Selfossi, lést á Ljósheimum þriðjudaginn 1. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstu- daginn 11. nóvember kl. 13.30. Margrét Valdimarsdóttir, Valdimar Friðriksson, Jóhanna Valdórsdóttir, Sæmundur Friðriksson, Hafdís Gunnarsdóttir, Erna Friðriksdóttir, Bjarni Þorvaldsson, Hrefna Friðriksdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, bróðir, mágur og frændi, SKÚLI JÓNSSON bóndi á Selalæk, Rangárvöllum, lést á Landspítalanum mánudaginn 7. nóvember. Útför hans fer fram frá Keldnakirkju laugardaginn 12. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu krabbameinssjúkra. Aðalheiður Finnbogadóttir og fjölskylda, Eygló Jónsdóttir, Bragi Haraldsson, Egill Jónsson, Helena Weihe, Sjöfn Guðmundsdóttir, Svanborg Jónsdóttir, Sæmundur Ágústsson, Bjarni Jónsson, Kristín Bragadóttir, Bjarnveig Jónsdóttir, Ármann Ólafsson, Bára Jónsdóttir, Árni Þór Guðmundsson, Þórir Jónsson, Guðný Sigurðardóttir, Viðar Jónsson, Jóna Árnadóttir, Guðjón Egilsson og fjölskyldur þeirra. Sambýlismaður minn og bróðir okkar, ÞÓRHALLUR ÁGÚST ÞORLÁKSSON leigubílstjóri frá Skógum í Öxarfirði lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 5. nóvem- ber. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. nóvember kl. 11.00. Steinunn Indriðadóttir og systkini hins látna. Elskulegur móðurbróðir minn, GEIR DALMANN JÓNSSON, Dalsmynni, Norðurárdal, lést á heimili sínu laugardaginn 5. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Hvammskirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 11:00. Málfríður Kristjánsdóttir. Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐNI JÓNSSON, Kjalarlandi 29, Reykjavík, Lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 7. nóvember Útför hans fer fram frá Langholtskirkju föstu- daginn 11. nóvember kl. 13:00 Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sólrún B. Kristinsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Jón Guðnason, Elín Ragnheiður Guðnadóttir, Dominic Scott, Sigrún Guðnadóttir, Garðar Hólm Kjartansson, Kristinn Guðnason, Emma Kolbrún Garðarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.