Morgunblaðið - 09.11.2005, Side 37

Morgunblaðið - 09.11.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 37 DAGBÓK Selkjöt er hreint sælgæti. Það er ekkertflóknara en það,“ segir GuðmundurRagnarsson matreiðslumeistari sem ætl-ar að töfra fram herramannsmat á laug- ardaginn þegar hin árlega „Selaveisla“ verður haldin. Spurður um hvernig bragðið af selkjöti líkist segir Guðmundur: „Það má eiginlega segja að þetta sé hreindýr og svartfugl í einum bita. Það er ekki leiðinleg blanda.“ Selkjöt var talsvert á borðum Íslendinga hér á árum áður en neysla þess hefur minnkað mikið, en Guðmundur segir kjötið einstaklega ljúffengt sé það meðhöndlað á réttan hátt. „Ég fékk þetta steikt á pönnu með brúnni sósu og lauk hjá afa og ömmu í gamla daga, en núna fer ég með þetta líkt og bestu nautalundir enda alveg úrvals hráefni,“ segir Guðmundur, sem fer í Breiðafjörðinn til að skjóta sel og sér síðan sjálfur um að gera að dýr- inu eftir kúnstarinnar reglum. „Útselskópskjötið er einstaklega ljúffengt enda hefur kópurinn aldr- ei borðað neitt nema móðurmjólkina. Kjötið er al- veg lungamjúkt og það er villibráðarbragð af því.“ Erfitt er að nálgast selkjöt og segir Guð- mundur líka mikilvægt að það sé rétt verkað. Selaveislan, sem verður í Haukahúsinu í Hafn- arfirði á laugardaginn, er nú haldin í þrettánda sinn en Guðmundur hefur haft hönd í bagga síð- ustu átta árin eða svo. „Þetta er alltaf að stækka og verða viðameira. Þegar þetta var fyrst haldið voru um 40 manns en núna verður þetta 200 manna veisla og ég gæti trúað að þarna verði snæddir um 30 selir. Það skemmtilega við þetta er að flest öllum finnst selurinn alveg rosalega góður þó svo sumir séu ekki spenntir í byrjun. Börnum þykir þetta alveg rosalega gott og ekki ljúga þau. Þau hætta ekki að borða fyrr en allt er búið og það segir manni mikið um hversu gott kjötið er. Ég hef verið með lambalæri með í þessu, svona til að karlarnir geti mætt með konunum sínum. Fyrstu árin fór talsvert af lambalærinu en núna er það eiginlega bara orðið borðskraut,“ segir Guðmundur. Á matseðli kvöldins verður meðal annars grill- að selkjöt, saltaður selur, soðinn, siginn fiskur með selspiki og hnoðmör, súrsaðir hreifar, súrsuð selshreifasulta, marineraður hvalur, grillað hval- kjöt, grafin gæs og hákarl. Húsið opnar klukkan 19.30 á laugardaginn og borðhaldið hefst klukkustund síðar undir veislu- stjórn Níelsar Árna Lund, skrifstofustjóra land- búnaðarráðuneytisins. Menn þurfa að tryggja sér miða í tíma enda mikil aðsókn í veislur undanfar- inna ára. Miða má nálgast á Lauga-Ási á morgun en fólk utan af landi getur haft samband við Hall- björn Bergmann í síma 555-3461 og 848-6161. Matur | Hin árlega „Selaveisla“ verður haldin í Haukahúsinu á laugardaginn Selkjöt eins og besta nautalund  Guðmundur Ragn- arsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík en á ættir sínar að rekja til Breiðafjarðar og þaðan kemur áhugi hans á sel. Hann er matreiðslu- meistari og fyrrum landsliðsmaður í grein- inni og hefur starfað við matreiðslu í mörg ár, nú síðast með Magnúsi Scheving í Latabæjarævintýrinu. „Fyrir fimm árum ætlaði ég að taka mér þriggja daga frí á Lauga-Ási en það teygðist eitthvað úr því,“ segir Guðmundur sem býr ásamt konu og tveimur börnum í Garðabæ. Úrslitaleikurinn. Norður ♠KG87 ♥92 V/Allir ♦G43 ♣KD87 Vestur Austur ♠D1096532 ♠Á ♥G10543 ♥Á876 ♦10 ♦K5 ♣-- ♣Á106532 Suður ♠4 ♥KD ♦ÁD98762 ♣G94 Vestur er gjafari og fær því að hefja leikinn. Það er freistandi að byrja á spaðahindrun, en er það skynsamlegt með fimmlit í hjarta til hliðar? Það er álitamál, sem þeir svöruðu á ólíkan hátt, Ítalinn Alfredo Versace og Bandaríkjamaðurinn Paul Soloway. Spilið er frá síðustu lotu úrslitaleiks Ítala og Bandaríkjamanna á HM í Portúgal. Vestur Norður Austur Suður Versace Meckstroth Lauria Rodwell Pass Pass 1 lauf 3 tíglar 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Versace kaus að passa í upphafi, en náði síðan lendingu í fjórum hjörtum, þrátt fyrir hindrunarsögn Rodwells í suður. Fjögur hjörtu er gott geim og Versace fékk 12 slagi eftir útspil í trompi. Hann henti tígli niður í laufás og fríaði spaðann með trompsvíningu fyrir KG. 680 í AV. Á hinu borðinu vakti Soloway á þremur spöðum: Vestur Norður Austur Suður Soloway Fantoni Hamman Nunes 3 spaðar Pass 4 spaðar 5 tíglar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Hamman lyfti að sjálfsögðu í fjóra spaða og Nunes tuddaðist í fimm tígla, sem Hamman doblaði. Útspilið var spaði og Hamman skipti strax yfir í laufás og lauf, sem Soloway trompaði. Hjarta kom til baka, en vestur átti ekki fleiri tromp, svo Nunes slapp tvo niður. 500 í AV og 5 IMPar til Ítala. Fjórir spaðar fara niður ef norður spilar út tígli, en laufkóngur er eðlilegt útspil og þá vinnst geimið með því að henda tígli niður, taka spaðaás og spila hjartaás og hjarta. Þannig verður hægt að ná trompinu af norðri án þess að missa tökin. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hið ástkæra ylhýra „MENN“ í íslensku þýðir mannkyn, konur og karlar, en á ensku verður að segja people, folks, men and women, og person (sem starfskraftur), þótt guys dugi á guys and ga’ls. Mér finnst ekki neinn liður í kynja- jafnréttisbaráttu kristinna íslenskra kvenna að Háskóli Íslands talar um „starfsfólk HÍ“ (ekki „starfsmenn HÍ“). Ekki þætti mér liður í kvenna- baráttu, og ekki góð íslenska heldur, að orðið alþingismenn hyrfi fyrir orð- unum alþingisfólk eða alþingismenn og -konur. Og orð eins og „sjókonur“ er t.d. svolítið kvenrembugyltulegt. Konur til sjós eru einfaldlega sjó- menn. Hví eru sumir svo hvimpa að fer út í kjánaskap? Í heiðni er hver kona gyðjan mikla holdi klædd. „Kvenfyrirlitning kemur úr Gyðingdómi og er viðhaldið af kristinni kirkju,“ segir séra Auður Eir (Kvennakirkjan; menn fá há- skólagráðu í svona mannfyrirlitn- ingu). Ég þekkti guðfræðing sem fékk ekki að taka vígslu vegna þess að hún var ekki karlmaður. Kristnir menn á Íslandi vilja ekki lengur hafa þetta. Í Róm var dyggð að berja kon- ur. Myrkar aldir, „kali yuga“, eru þegar vitundarstig þjóða er lágt. Lúkas bjó víst til hlýðnu Gyð- ingastúlkuna Miriam. Maríudýrkun er rómversk útgáfa af hinni virtu göf- ugu gyðju – sem heimsveldinu tókst illa að banna. Heiðnir menn virða hvert víf sem gyðju, Freyju, þ.e. göfugan sköp- unarkraftinn holdi klæddan. Og elska dísir drauma sinna. Þannig er okkar forna menning. Nú hækkum við vit- undarstig í heiminum og „satya yuga“ er að koma. Guðrún Kristín Magnúsdóttir, rithöfundur. Skínandi þáttur ÉG er sammála þeim aðilum sem skrifað hafa nýlega í Velvakanda um þáttinn Mósaík og skil ekki hvers vegna þessi skínandi þáttur var tek- inn af dagskrá. Ég óska eindregið eftir að þessi þáttur verði tekinn aftur á dagskrá með Jónatan Garðarsson sem þátta- stjórnanda. Margrét. Sakna Mósaíks ÉG sakna þess að sjá ekki þáttinn Mósaík og vonast til að hann komi á dagskrá aftur. Kristín. Þakklæti ÉG vil koma á framfæri góðri kveðju og þakklæti til Stefáns Karlssonar læknis og hans starfsfólks í gamla rafveituhúsinu við Suðurlandsbraut. Óska ég þeim alls góðs með miklu þakklæti bæði fyrr og síðar. Sæmundur Þorsteinsson. Samheldni DALVÍKINGAR. Flugvöllur í Reykjavík er okkar mál. Bruggverk- smiðja er ykkar mál. Ef íbúar Reykjavíkur skyldu dirf- ast aðskipta sér af ykkar málum, þá er það slæmt. Eining meðal okkar þjóðar var síð- ast í landhelgisdeilunni. Síðan smáhlutir. Virðið það að meta okkur vitsmunalega þó við séum vissulega sunnar. Með vinsemd og virðingu. Helgi Steingrímsson, Laugarnesvegi 88, Reykjavík. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Be7 8. 0– 0–0 Rxd4 9. Dxd4 0–0 10. e5 dxe5 11. Dxe5 Bd7 12. Be2 Hc8 13. Be3 a6 14. g4 b5 15. g5 Re8 16. Re4 Dc7 17. Dxc7 Hxc7 18. Hhg1 Bc6 19. Rc5 Bf3 20. Bxf3 Bxc5 21. Hge1 Bxe3+ 22. Hxe3 Hc5 23. h4 Rc7 24. Hd7 f6 25. Be4 fxg5 26. hxg5 Hxf2 27. b4 Hc4 28. Bd3 Hc6 29. Hh3 h5 30. Hxh5 e5 Staðan kom upp í heimsmeist- arakeppni landsliða sem fer senn að ljúka í Beer-Sheva í Ísrael. Vladimir Akopjan (2.707) frá Armeníu hafði hvítt gegn georgíska stórmeistaranum Baadur Jobava (2.601). Sá armenski hefur lengi verið á meðal þeirra bestu í heimi og lauk hann nú þessari skák með snyrtilegri fórn. 31. Hh8+! og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 31. … Kxh8 32. Hd8+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Á ÞESSU starfsári verða 23 kyrrð- ardagar í Skálholti. Hefur þessi starfsemi vaxið mjög enda augljóst að slíkir dagar mæta þörfum nú- tímafólks sem býr við meiri streitu og álag en hollt er. Boðið er upp á hina hefðbundnu kyrrðardaga þar sem kyrrðin og þögnin eru í fyr- irrúmi en einnig eru framundan tvennir kyrrðardagar í Skálholti og eru hvorir tveggja nýbreytni. Karladagar Um helgina, 11.–13. nóvember, verða kyrrðardagar karla, þar sem dagskráin og ytra form er mótað af væntingum og áhugasviðum karla. Sr. Bragi Skúlason sjúkra- húsprestur annast leiðsögnina en hann hefur um árabil leitt umræðu- hópa karla. Kyrrðardagarnir hefjast á föstu- dagskvöld og þeim lýkur síðdegis á sunnudag. Þessir kyrrðardagar munu veita andlega og líkamlega hvíld og upp- byggingu auk þess sem boðið er upp á skemmtilega útiveru og fróðlega sögugöngu. Þátttakendur búa í sér- herbergjum og við veislukost. Það er boðið upp á trúnaðarsamtöl og að taka þátt í helgihaldi staðarins. Úr fortíðarfjötrum Þriðjudaginn á eftir, 15. nóv., hefj- ast aðrir kyrrðardagar og mjög ólík- ir þótt ytra formið sé svipað og kyrrðin móti dagskrána. Systkinin Sólveig Pétursdóttir félagsmála- stjóri og dr. Pétur Pétursson pró- fessor leiða dagana. Þar verða íhug- anir dr. Péturs og leikræn tjáning undir leiðsögn Sólveigar notuð til þess að hjálpa fólki til að varpa af sér byrðum fortíðarinnar í formi erf- iðra minninga og njóta betur þess sem lífið býður upp á. Nánari upplýsingar og skráning er í Skálholtsskóla, sími 486 8870, skoli@skalholt.is. Tvennir áhugaverðir kyrrðardagar í Skálholti Skálholt WWW.NOWFOODS.COM Góð heilsa gulli betri Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Viðskiptavinur okkar óskar eftir húsi samkvæmt framangreindri lýsingu. Æskileg stærð 250-300 fm. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLI, RAÐHÚS EÐA PARHÚS Í SUÐURHLÍÐUM ÓSKAST 245 fm raðhús á þremur pöllum með innbyggð- um bílskúr og aukaíbúð í kjallara (í leigu fyrir 50 þús pr. mán). Húsið skiptist þannig á 1. hæð er forstofa, hol, gestasnyrting, eldhús,sjónvarps- herbergi, stofa og borðstofa. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi (voru fjögur) og baðherbergi. Bílskúrinn er með rafm. og hita. Í kjallara er þvottahús og tveggja herbergja aukaíbúð. Gunnar Hansson teiknaði húsið, en innréttingar teiknaði Sveinn Kjarval. V. 45 m. 5330 HVASSALEITI - VEL STAÐSETT Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.