Morgunblaðið - 09.11.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 41
MENNING
ÍSLENSKA óperan boðar til fyrstu
samkomu Óperudeiglunnar á
fimmtudag kl. 16.00 í Íslensku óp-
erunni við Ingólfsstræti. Markmið
Óperudeiglunnar er að stuðla að því
að samdar verði nýjar óperur fyrir
almenning. Efni fundarins verður
kynning á Óperudeiglunni og um-
ræður um áherslur og leiðir í fram-
kvæmd verkefnisins.
Með Óperudeiglunni vill Íslenska
óperan skapa vettvang fyrir til-
raunastarf og nýsköpun á sviði óp-
erulistar. Gengið er út frá því að
kveikjan að nýrri óperu geti komið
úr ýmsum átttum og að galdurinn
sem þarf til að smíða góða óperu sé
sjaldan á valdi einnar manneskju.
Einnig er gengið út frá því að í
kjarna óperulistar sé mannsröddin
sem háþróað hljóðfæri. Tilgang-
urinn með Óperudeiglunni er að laða
áhugasama einstaklinga með ólíka
sérþekkingu til samstarfs um ákveð-
ið tilraunaferli sem með tíð og tíma
kann að fæða af sér áhugaverð verk
fyrir óperuhús 21. aldar.
Óperudeiglu Íslensku óperunnar
er ætlað að vera tvennt í senn: Ann-
ars vegar opinn vettvangur til um-
fjöllunar og skoðanaskipta um óp-
erusmíði. Hins vegar skipulegt
vinnuferli hópa einstaklinga með
ólíka sérþekkingu sem vilja gera til-
raunir með óperuformið í þeim til-
gangi að skapa ný verk sem höfða til
margra. Óperudeiglan mun halda
opna málfundi og starfsfundi um óp-
erulist þar sem jafnframt er fjallað á
gagnrýninn hátt um verk til-
raunahópanna.
Fyrsta
samkoma
Óperu-
deiglunnar
www.opera.is
Sex blaðsíður í nýjasta heftilisttímaritsins Art in Am-erica eru tileinkaðar mynd-
listarþætti Listahátíðar í Reykjavík
í vor sem leið. Það er myndlist-
argagnrýnandinn Lilly Wei sem
skrifar, en hún býr og starfar í New
York-borg.
Wei fer fögrum orðum um hátíð-
ina og landið sjálft, kallar atburð-
inn „ævintýraferð til jafns við
listahátíð“, sem að hennar mati var
„fyrsta flokks“.
Wei hefur greinina á því að lýsakvikmynd Ara Alexanders,
Gargandi snilld, sem var eitt af
opnunaratriðum Listahátíðar í ár.
„Hún var eggjandi kynning og boð-
aði hinn sterka, staðbundna tón fyr-
ir hina umfangsmiklu og metn-
aðarfullu hátíð, sem, á næstu
dögum, varð ævintýraferð til jafns
við listhátíð,“ segir Wei. „Staðsett á
ríflega 20 stöðum víðsvegar um
landið, stundum á stöðum með
mörg hundruð mílna millibili, hóf
hátíðin menningartengda ferða-
þjónustu í nýjar hæðir. Sýning-
arstjórar og listamenn nýttu landið
– hið hrífandi fagra landslag hvera,
jökla, fossa, eldfjalla og hraun-
breiða, menningu þess og sögu –
sem meira en umgjörð. Það varð, á
undraverðan hátt, hluti af sýning-
unni sjálfri.“
Í greininni lýsir Wei ennfremur
uppbyggingu hátíðarinnar, hvernig
hún var tileinkuð Dieter Roth og
verkum hans, og hvernig 35 mynd-
listarmenn, íslenskir og erlendir,
voru fengnir til að gera verk sem
kölluðust á að einhverju leyti við
verk Roths, þó stundum hafi teng-
ingin þar á milli verið óljós að henn-
ar mati. Þá bendir hún á að flestir
listamennirnir hafi verið frá Vest-
ur-Evrópu eða Skandinavíu, margir
íslenskir, og einungis fjórðungur
kvenkyns, þar af allar nema ein
fæddar eftir 1970. Er að skilja á
Wei að henni hafi þótt val á lista-
mönnum heldur einsleitt, en í heild-
ina er hún þó afar jákvæð gagnvart
hátíðinni. „Eins og títt er með slík-
ar samkomur, voru innsetningar og
myndbönd í öndvegi. Framsetn-
ingar voru allt frá óhóflegri drama-
tík til ítrustu naumhyggju. Per-
sónulegar, félagslegar og
umhverfislegar hugleiðingar voru
allsráðandi, meðan húmor og kald-
hæðni, þó ekki alls fjarri, lentu í
aftursætinu.“
Skipulag myndlistarþáttar hátíð-arinnar að þessu sinni var
þannig að honum var skipt í tvo
hluta, og fer Wei nokkrum orðum
um það fyrirkomulag. Sýningin
Lest, sem innihélt verk Dieter
Roths, var að mati Wei yfirgrips-
meiri og settlegri en farandsýning
á verkum hans, sem sýnd var í nú-
tímalistasafni New York-borgar,
MoMA í fyrra, en þó á engan hátt
minna róttæk. Verkefnið Tími-
rými-tilvera, sem innihélt sýningar
margra ólíkra listamanna og Jes-
sica Morgan frá Tate Modern-
safninu í London stýrði, var að mati
Wei „snjöll, ungleg, vel samansett,
fremur aðgengilegri en ekki – al-
varlega ígrunduð, innihaldsrík sýn-
ing.“
Wei lýsir verkum flestra mynd-listarmannanna á hátíðinni,
en leggur lítið persónulegt mat á
hvernig til tókst hverju sinni. Að
hennar mati var þó framlag Matth-
ew Barney og Gabríelu Friðriks-
dóttur í Listasafninu á Akureyri
einn af hápunktum hátíðarinnar.
Hún lýsir hringfluginu, þar sem
blaðamenn og aðrir gestir flugu
milli sýningaropnana í öllum lands-
hlutum á einum degi, af áhuga,
enda virðist hún telja – eins og hún
bendir á í upphafi greinarinnar –
að landið sjálft hafi skipað veiga-
mikinn sess í hátíðinni. Hún lýkur
greininni á þessum orðum: „Hin
gegnumgangandi umræða í Tími-
rými-tilvera snerist um Ísland, sem,
að lokum, var hin sanna stjarna á
þessari heitu og köldu, fyrsta
flokks hátíð – að Dieter Roth und-
anskildum.“
Ísland stjarnan á fyrsta flokks hátíð
’Wei fer fögrum orðum um hátíðina oglandið sjálft, kallar atburðinn „ævintýra-
ferð til jafns við listahátíð“, sem að hennar
mati var „fyrsta flokks“.‘
AF LISTUM
Inga María Leifsdóttir
Morgunblaðið/Jim Smart
Stóra borðrústin eftir Dieter Roth var sýnd í Listasafni Íslands á Listahátíð
í Reykjavík í vor.
ingamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Fullkomið augnablik / Óskabrunnur eftir Heklu Dögg Jónsdóttur var hluti
af verkefninu Tími – rými – tilvera og sýnt í Gerðarsafni í Kópavogi.
MÁLIÐMOG
GANUM Á
MORGUNMÁLI
Ð FYLGIR
MEÐ
LJÓSINU
KASTAÐ Á
RAGNHILD
I STEINUN
NI
SJÓNVAR
PSKONAN
, HÁSKÓL
ANEMINN
OG LEIKK
ONAN