Morgunblaðið - 09.11.2005, Side 42

Morgunblaðið - 09.11.2005, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminnSýnd kl. 5.30 og 10.30 B.i. 12 ára Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 B.i. 12 ára Sýnd kl. 5.40 og 8 DREW BARRYMORE JIMMY FALLON MMJ - kvikmyndir.com  S.V. / MBL Africa United S.V. Mbl. TOPP5.is  Ó.H.T. Rás 2 S.k. Dv Sýnd kl. 5.30 og 8 kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 10.40 B.i. 16 SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Sýnd kl. 8 og 10.15 bi. 16 ára Hún er besti vinur þinn og versti óvinur þinn Hún er eina persónan sem þú getur ekki verið án Frá leikstjóra 8 Mile & LA Confidential og handritshöfundi Erin Brockovich Miðasala opnar kl. 15.30 FARÐU TIL HELVÍTIS!  MBL TOPP5.IS   MBL TOPP5.IS  Sýnd kl. 3.50Sýnd kl. 10.15 B.i. 16 TOPP MYNDIN Á ÍSLANDI Í 2 VIKUR Sími 564 0000 TOPP MYNDIN Á ÍSLANDI Í 2 VIKUR  „Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið“ MMJ Kvikmyndir.com Frá leikstjóra 8 Mile & LA Confidential og handritshöfundi Erin Brockovich Hún er besti vinur þinn og versti óvinur þinn. Hún er eina persónan sem þú getur ekki verið án  MMJ Kvikmyndir.com UNGFRÚ Íslands, Unnur Birna Vil- hjálmsdóttir, heldur til Kína í dag til þátttöku í fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimur en keppnin fer fram hinn 10. desember næstkomandi. Unnur Birna ætlar sér að skrifa um keppnina og ferðalagið á vef Morgunblaðsins og hægt verður að skoða dagbókarfærslur hennar og myndir frá ferðinni inn á Fólksvef mbl.is. Unnur Birna segir að hún sé byrj- uð að finna fyrir svolitlum taugatitr- ingi en þó sé eftirvæntingin ennþá mjög mikil. „Ég er svolítið stressuð en líka mjög spennt. Þetta verður örugglega mjög strembið. Fyrstu tvær vikurnar verð ég mikið að ferðast um Kína og þá verða dag- bókarfærslurnar ef til vill svolítið stopular en eftir það verða þetta að- allega æfingar í bænum þar sem keppnin fer fram í bland við ýmsa kynningarstarfsemi, myndatökur og tískusýningar og þá ætla ég að vera dugleg að skrifa um það sem fyrir augu ber.“ Keppnin sjálf fer fram í bænum Sanya sem stendur á eyjunni Hainan úti fyrir Hong Kong. Þar mun hún etja kappi við rúmlega 100 aðrar fegurðardrottningar um titilinn Ungfrú heimur. Og þá geta hlutir eins og réttur kjóll skipt miklu máli. „Já, ég verð í sama kjól og ég klæddist í keppninni hér heima sem mamma saumaði. Hún hefur þó gert smávægilegar breytingar á kjólnum sem gera mjög mikið fyrir hann,“ segir Unnur Birna og það er aug- ljóst að hún er ánægð með kjólinn og mömmu sína Unni Steinsson sem sjálf lenti í 4.–5. sæti í þessari sömu keppni árið 1983, fyrst íslenskra feg- urðardrottninga til að komast í úr- slit. Unnur Birna segist ekki mikið hafa skoðað þær stúlkur sem hún mun keppa við í Kína. „Þetta eru um 115 stelpur þannig að það er ógern- ingur að leggja eitthvert mat á þetta. Ég hef aðeins verið að skoða þessa veðbanka mér til skemmtunar en það er það sama með þá; þeir eru svo margir að það er erfitt að henda reiður á því sem mark er á takandi.“ Ungfrú heimur | Unnur Birna Vilhjálms- dóttir heldur úti dagbók á mbl.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson Unnur Birna Vilhjálmsdóttir með móður sinni, Unni Steinsson. Stressuð en spennt FYRIR margt löngu ákvað Siggi Björns að afla sér lífsviðurværis með tónlist eingöngu, sjómannslífið var kvatt og þess í stað var veruleiki söngvaskáldsins umfaðmaður. Vel hefur þetta gengið, Siggi hefur flakkað heimshorna á milli með gít- ar og ráma rödd að vopni og plöt- urnar eru orðnar þónokkrar. Sú síð- asta, Patches, kom út í fyrra, hreint ágætis plata sem Siggi vann með Bretanum Keith Hopcroft. Í þetta sinnið er hann orðinn einn á nýjan leik, er kominn „heim“, en platan var unn- in á Flateyri þar sem Siggi ólst upp. Söngvaskáldið hefur haft það fyrir sið að snúa reglulega aftur til þessara heimastöðva, þar sem flakkið er hvílt og batteríin hlaðin. Stories ber einkenni þessa, og mað- ur sér Sigga nánast fyrir sér, af- slappaðan á veröndinni með gít- arinn og með hina ægilegu en friðsömu vestfirsku fjallasýn fyrir framan sig. Platan einkennist af þessari rósemd, er blátt áfram og stælalaus, líkt og Siggi sjálfur. Tón- listin er sígild trúbadúratónlist, blúsuð og rokkuð á víxl með vísun í tónlistarhefðir beggja vegna Atl- antsála og upp á Skandinavíuskaga einnig. Hljómur plötunnar er hlýr og notalegur og auðheyranlega eru engir aukvisar við hljóðfærin. Í veglegum bæklingi, sem er ríku- lega myndskreyttur, er ekki bara að finna alla texta (sem ortir eru á al- þjóðamálinu ensku) heldur og stutt- ar greinargerðir fyrir öllum lög- unum. Þetta er vel til fundið og dýpkar upplifunina. Og þó að um- fjöllunarefnin séu oft æði alvarleg er aldrei depurð eða myrkur yfir plötunni. Stundum finnst manni eins og allflestir trúbadúrar samtímans finni sig knúna til að leita í ang- urværð og ömurð eftir andagift en svo er ekki með Sigga. Útgangs- punktur textanna er alltaf glaðværð og bjartsýni, vilji til að láta ekki bugast þótt á móti blási. Þessi reisn er rígbundin í lög plötunnar og ger- ir hana nokk heillandi. Siggi sjálfur er þá mikill sjarmör og hefur sterka nálægð á plötunni. Þó að mörg lagana séu æði hefðbundin, jafnvel fyrirsjáanleg, valda þessir þættir því að maður tekur vart eftir því. Eins og titill plötunnar gefur til kynna eru textar laganna stuttar sögur, dregnar úr reynsluheimi Sigga. Segja má að Siggi sé nokkurs konar „lífskúnstner“, hann hefur átt viðburðaríka ævi og í honum er du- lítill heimspekingur sem veltir fyrir sér eilífðarspurningum er snúa að ástinni, lífinu, dauðanum og fallvalt- leika tilverunnar almennt. Í „Those days are gone“ minnist hann gamals vinar sem varð óreglu að bráð, í „The Postcard“ er vöngum velt yfir hraða og firringu nútímans og í „Laughing in the rain“ er þraut- seigja mannsandans sett undir smá- sjána. Besta lag plötunnar er svo hið fallega „Voices in the night“ þar sem Siggi gerir upp við hörmung- arnar er dundu á Flateyri haustið 1995. Í fyrstu hljómar Stories sem fremur venjuleg trúbadúraplata en þegar lengra er haldið kemur marg- slungnara verk í ljós. Ber hún höf- undi gott vitni sem kann nú sitt fag upp á tíu, eða svo gott sem. Sögur að vestan TÓNLIST Íslenskar plötur Lög og textar eftir Sigga Björns. Eitt lag er eftir Leadbelly og E. Bøgh kemur að nokkrum textum. Siggi Björns syngur og leikur á kassagítara, sex strengja banjó og þvottabretti. Olavi Körre leikur á man- dólín, búsúkí, fiðlu, selló, túbu og gríska lýru; Einar Valur Einarsson leikur á bassa, Önundur Pálsson sér um trommu- og slagverksslátt, Halldór Pálsson spilar á rafgítar, mandólín og kassagítar, Lýður Árnason leikur á munnorgel og Esben „Langkniv“ Laursen leikur á fetilgítar. „Brúðkjólabandið“ sér um bakraddir en það skipa þær Íris Sveinsdóttir, Soffía Vagnsdóttir og Pálína Vagnsdóttir. Upp- tökustjórn var í höndum Lýðs Árnasonar og Sigga en Lýður sá um að snúa tökkum og renna sleðum. Foxhold gefur út. Siggi Björns – Stories  Arnar Eggert Thoroddsen Í NÓVEMBER í fyrra tóku nokkrir fræknir pylsugerðarmenn hjá Slát- urfélagi Suðurlands sig saman og gerðu heimsins lengstu pylsu. Pyls- an var 11,92 metrar og sló þar með fyrrum lengdarmet, en það var 10,5 metra löng pylsa sem gerð var í Pretoríu í Suður-Afríku árið 2003. Á dögunum fengu heimsmethaf- arnir afhent viðurkenningarskjal frá Heimsmetabók Guinness sem stað- festi heimsmetið. Heimsmetabók Guinness 2006 er væntanleg í versl- anir hér á landi á næstunni en heims- metið í pylsugerð náði ekki inn í þá útgáfu af bókinni. Um það verður þó fjallað í næstu útgáfu en Edda út- gáfa gefur heimsmetabókina út ár hvert. Það var talsvert þrekvirki að koma saman lengstu pylsu í heimi. Stór hópur pyslugerðarmanna SS á Hvolsvelli þurfti að smíða sérstakan stálbakka undir hana svo hún beygl- aðist ekki, hita hana síðan í bakk- anum og síðast en ekki síst búa til görn sem væri nægilega löng. Pylsan var svo flutt í 42 feta gámi til Reykjavíkur þar sem henni var kom- ið fyrir í pylsubrauði frá Myllunni. Eftir að viðeigandi meðlæti var bætt á pylsuna, og hún mæld í bak og fyrir, bragðaði Guðni Ágústs- son landbúnaðarráð- herra fyrstur á heims- methafanum og líkaði vel. Næstkomandi laug- ardag stendur svo til að bæta enn einu íslenska heimsmetinu í Heims- metabók Guinness. Áætlað er að safna saman 500 manns með jójó í Smáralindina og jójóa stanslaust í tvær mínútur. Reynt verður að slá þriggja ára gam- alt met sem sett var í Írlandi þegar 426 Írar jójóuðu í 2 mínútur samfellt. Heimsmet | Íslendingar í Heimsmetabók Guinness Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimsmethafarnir. Aftari röð frá vinstri Guðjón Guðmundsson, Jón Þor- steinsson, Benedikt Benediktsson. Fremri röð frá vinstri Björgvin Daní- elsson, Vigfús Steingrímsson, Björgvin Bjarnason og Oddur Árnason. Viðurkenningarskjal heimsmetabókarinnar. Pylsur og jójó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.