Morgunblaðið - 09.11.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 09.11.2005, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Enn eitt snilldarverkið frá Tim Burton (“Charlie and the ChocolateFactory”). Með hinum eina sanna Johnny Depp. Ein frumlegasta mynd ársins. S.V. / MBL DV hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. „Meistaraverk!” - San Fran Chronicle „Fullkomin!“ - The New Yorkera „Langbesta mynd ársins!“ - Slate Mörgæsamyndin sem er að slá í gegn um allan heim og mun heilla alla Íslendinga upp úr skónum. OKTÓBERBÍÓFEST L'enfant • Sýnd kl. 6 The Assas. of R. Nixon • Sýnd kl. 6 La Marche De L´empereur • Sýnd kl. 6, 8 og 10 Guy X • Sýnd kl. 8 Drabet • Sýnd kl. 8 DIG! • Sýnd kl. 10 Voces Inocentes • Sýnd kl. 10 26. október - 14. nóvember Four brothers b.i. 16 ára kl. 5.40 - 8 - 10.20 Corpse Bride kl. 6 - 8 - 10 TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ M.M.J. / Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Roger Ebert S.V. / MBL  „Hreint listaverk!“ - Fréttablaðið                                 !"## $$       %  & '( ( )( *( +( ,( -( .( /( '0( ' 9 ## 5$3 ## I  @3 2"$ 9$7 F5 0 %9$%@1# L            Í SOUTH Central hverfinu í Los Angeles búa ungmenni sem eiga sér litla framtíðarvon. Þetta er enda gettóið, þar sem blökkumenn búa við fátækt og atvinnuleysi og þá hættu að verða fyrir byssukúlum glæpagengja þegar þeir eru á leiðinni út í búð. Það á fyrir mörgum unglingum að liggja að leiðast út í glæpastarfemi og eitur- lyfjaneyslu en ofbeldið og eymdin er allt í kringum þau. Thomas Johnson er fyrrverandi meðlimur úr glæpak- líku sem sneri við blaðinu og fór að skemmta börnum í hverfinu í gervi trúðsins Tommy. Hann notaði dans til þess að virkja krakkana og fjöl- skyldur þeirra og smám saman þró- aðist leikræn og kraftmikil tegund af dansi sem miðar að því að virkja sköpunarkraft og gleði og fá útrás fyrir reiði og andóf á skapandi hátt. Heill menningarkimi hefur síðan sprottið upp í kringum danstækni Johnsons, en í trúðsdansinum og til- brigði hans sem kallast „krump“ sameinast hópar ungs fólks um upp- byggilega listræna tjáningu og sam- félagslega nærveru í stað þess að leita í eiturlyf og ofbeldi. David LaChapelle fjallar um krumpið, ræt- ur þess og eðli í þessari kraftmiklu heimildarmynd sem sýnd er þessa dagana á Októberbíófest. Þar er brugðið upp næmri mynd af „dans- gengjunum“ sem ástunda dansinn og keppa í einvígjum sín á milli. Þar lýsa þau því af innsæi hvaða þýðingu dansinn hefur, fyrir þau persónulega og samfélagið sem hverfist um hann. Þá er upplifun út af fyrir sig að fylgj- ast með dönsurum á öllum aldri, strákum jafnt sem stelpum, spreyta sig í dansinsum sem byggist á hröð- um og kraftmiklum hip-hop hreyf- ingum. En dansinum er í raun ekki hægt að lýsa með orðum – aðeins sjá með eigin augum. Dansararnir í South Central KVIKMYNDIR Háskólabíó: Októberbíófest Leikstjórn: David LaChapelle. Heimild- armynd. Bandaríkin, 86 mín. Upprisa (Rize)  Heiða Jóhannsdóttir Brugðið er upp næmri mynd af dansgengjunum í myndinni. Útlánið gildir í 45 mínútur og geta lánþegar sest niður með hin- um „lifandi bókum“ og rætt við þær um það sem þeim býr í brjósti. „Bækurnar setja sín eigin mörk en það er hægt að spyrja þær um hvað sem er,“ segir Ösp og bætir við að starfsmenn séu bjartsýnir á góða þátttöku. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá almenningi og vonum að sem flestir nýti sér þessa þjón- ustu.“ Hugmyndina um Lifandi bóka- safn má rekja til Danmerkur en ár- ið 2000 var þessu fyrst hrint í framkvæmd á árlegri Hróars- kelduhátíð þar í landi. Lifandi bókasafn hefur nú verið sett á laggirnar víða um Evrópu í tengslum við ýmiss konar lista- og menningarhátíðir. Unglist | Nýstárlegt bókasafn í Hinu húsinu Fólk til útláns Morgunblaðið/Þorkell Það verða „lifandi bækur“ á boðstólunum í Hinu húsinu í dag. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is BÝSNA nýstárlegt bókasafn verður rekið í upplýsingamiðstöð Hins hússins í dag, fimmtudag og föstu- dag milli klukkan 14 og 18. Gestir og gangandi geta fengið að láni í 45 mínútur í senn „lifandi bækur“, sem í þessu tilfelli eru manneskjur. Tilgangurinn með útláninu er að gefa almenningi kost á að kynnast ólíku fólki sem gæti flokkast undir minnihlutahópa í samfélaginu eða hópa sem oftar en ekki mæta for- dómum frá samferðamönnum. Er meðal annars hægt að fá til útláns samkynhneigðan og tvíkynhneigðan einstakling, innflytjanda, fyrrver- andi fíkniefnaneytanda, prest og HIV-smitaðan einstakling, að sögn Aspar Árnadóttur hjá Hinu húsinu. Ösp segir útlánin fara fram líkt og á öðrum bókasöfnum. „Við verðum með möppu hér í upplýsingamiðstöðinni sem hefur að geyma upplýsingar um þá sem eru til útláns. Upplýsingarnar verða ekki persónulegar heldur með svipuðu sniði og upplýsingar aftan á bókarkápum,“ segir Ösp. NÝR ÍSLENSKUR spurninga- þáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í desember og ber hann heitið Meist- arinn. Þátturinn á sér ekki erlenda fyr- irmynd, en hér mun vera á ferðinni spurningaþáttur fyrir alla fjöl- skylduna þar sem bæði reynir á þekkingu og kænsku þátttakenda. Logi Bergmann Eiðsson verður stjórnandi Meistarans, en hann var sem kunnugt er spyrill í Gettu bet- ur undanfarin ár. Það er til mikils að vinna fyrir Meistara Íslands en fyrstu verð- laun eru fimm milljónir króna. Þátttaka er öllum opin, svo framarlega sem fólk hefur náð 20 ára aldri. Inntökupróf fara fram á laugardaginn kemur víða um land. Áhugasamir geta mætt klukkan 14 á laugardaginn á einhvern eftirtal- inna staða og svarað þar 20 spurn- ingum til að reyna að vera með í þættinum: Hagaskóla í Reykjavík, Háskólann á Akureyri, Mennta- skólann á Egilsstöðum og Mennta- skólann á Ísafirði. Sjónvarp | Nýr spurningaþáttur á Stöð 2 Leitin að Meistaranum Logi Bergmann Eiðsson er þáttarstjórnandi Meistarans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.