Morgunblaðið - 08.12.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.12.2005, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HAGNAÐUR Odda hf. á Patreks- firði var 34,2 milljónir króna á síð- asta rekstrarári, en var árið á und- an um 10,8 milljónir króna. Þetta er sjöunda árið í röð sem hagnaður er á rekstri félagsins. Ársreikningur félagsins fyrir síð- asta starfsár, sem er fiskveiðiárið 1.9.2004 til 31.8.2005, sýndi að reksturinn á síðasta ári var félag- inu hagstæður. Samanlagðar rekstrartekjur fiskvinnslu og út- gerðar voru svipaðar og árið á und- an og námu tæpum 800 milljónum króna. Afkoma á rekstri fyrir afskriftir og fjármagnsliði var þó lakari í ár en í fyrra, en þar kemur til lægri afurðatekjur vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar, en á móti kem- ur að fjármagnsliðir af erlendum skuldum félagsins eru jákvæðari af sömu ástæðum. „Hin jákvæða afkoma síðastlið- inna ára hefur gert það að verkum að eiginfjárstaða félagsins er nú um 368 millj. kr. og eiginfjárhlutfallið 27%. Þá er lausafjárstaðan viðun- andi og er veltufjárhlutfallið 1,11, segir meðal annars í frétt frá Odda. Aðalfundur ákvað að greiða 7% arð til hluthafa. Félagið fjárfesti á árinu í afla- heimildum fyrir um 500 milljónir króna og tæknibúnaði í fiskvinnslu fyrir um 55 milljónir króna. Þá stóð félagið fyrir stofnun á fiskeldis- félaginu Þóroddi ehf. ásamt Þórs- bergi ehf. í Tálknafirði og hefur nýja félagið tekið við öllum eignum og rekstri félaganna á þessu sviði. Miklar vonir eru bundnar við þorskeldistilraunir sem staðið hafa yfir í um 7 ár á Tálknafirði og 4 ár á Patreksfirði. Framkvæmdastjóri Odda hf. er Sigurður Viggósson og stjórnarfor- maður Einar Kristinn Jónsson rekstrarhagfræðingur. Aðrir lykil- stjórnendur eru Halldór Leifsson útgerðarstjóri, Skjöldur Pálmason framleiðslustjóri, Smári Gestsson yfirvélstjóri og Jón Bessi Árnason skipstjóri. Hagnaður sjö- unda árið í röð gengið mjög illa síðan í júlí og er þetta að öllum líkindum fyrsti fullfermistúrinn í mjög langan tíma. Alls hafa veiðzt tæplega 260.000 tonn af kolmunna á árinu, en leyfilegur heildarafli er 590.000 tonn. JÓN Kjartansson SU 111 kom til Eskifjarðar í fyrrakvöld með full- fermi af kolmunna eða um 1.500 tonn. Aflinn fékkst 100 mílur SA af Færeyjum, alveg uppi við skozku lögsöguna. Kolmunnaveiðar hafa Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Með fullfermi af kolmunna ÚR VERINU TOLLVARÐAFÉLAG Íslands fagnar 70 ára afmæli í dag, en það var stofnað í Reykjavík 8. desember 1935. Af því tilefni verður opnuð sýn- ing og sýndir ýmsir munir sem tengj- ast sögu og starfi tollgæslunnar hér á landi. Guðbjörn Guðbjörnsson, varafor- maður Tollvarðafélagsins, var ásamt félögum sínum að undirbúa sýn- inguna á 1. hæð Tollhússins við Tryggvagötu þegar blaðamenn komu í heimsókn. Þar mátti sjá mis- munandi einkennisbúninga tollvarða frá ýmsum tímum, skjöl sem tengjast tollgæslu, ljósmyndir og sérhæfð tæki og tól sem notuð hafa verið við leit að smyglgóssi. Þá verða einnig sýndir ýmsir haldlagðir munir svo sem eggvopn, skotvopn, tæki til fíkniefnaneyslu og ýmislegt sem hef- ur verið notað til að fela smyglvarn- ing. Myndir verða og sýndar af að- ferðum sem notaðar hafa verið við smygltilraunir svo nokkuð sé nefnt. Gömul stétt embættismanna Guðbjörn sagði að leitun væri að eldri stétt embættismanna en stétt tollvarða. „Það þekkja nú allir toll- heimtumennina úr Biblíunni,“ sagði Guðbjörn og brosti. „Við borgarhlið gömlu borgríkjanna voru tollverðir sem heimtu toll, eða skatt, af vegfar- endum. Menn greinir á um hve margar þúsaldir stéttin á að baki. Hún hefur verið nauðsynleg fyrir ríkisvaldið og skapað því tekjur um margar aldir.“ Í Tollvarðafélagi Íslands eru nú 114 félagar. Flestir eru starfandi á Keflavíkurflugvelli, um 50 manns. Þar næst kemur Reykjavík með 46 tollverði. Einnig eru tollverðir starf- andi við helstu hafnir landsins svo sem í Hafnarfirði, á Akureyri, Ísa- firði, Seyðisfirði, Eskifirði og Vest- mannaeyjum. Lögreglan annast toll- gæslu á ýmsum stöðum eða er tollvörðum til aðstoðar. Tollvarða- félagið er fyrst og fremst stéttar- félag og semur um kaup og kjör. Árið 2004 innheimti tollurinn um 85 milljarða króna í tolla, vörugjöld, önnur gjöld og virðisaukaskatt af innfluttum vörum. „Tollarar eru ekki bara að gramsa í ferðatöskum ferða- manna, þótt sú mynd blasi oftast við almennum borgurum,“ sagði Guð- björn. „Á Keflavíkurflugvelli eru t.d. 12 tollverðir sem eingöngu fást við tollgæslu vegna vöruflutninga.“ Landamæraeftirlitið mikilvægt Auk þess að skapa ríkinu toll- tekjur gegnir tollgæslan mikilvægu eftirliti við landamærastöðvar lands- ins. Með auknum fríverslunarsamn- ingum hafi tolltekjur minnkað og áherslur breyst. Í dag er landamæra- varsla eitt meginhlutverk tollgæsl- unnar. Án hennar væri landið varn- arlaust gagnvart óheftum innflutningi á fíkniefnum og eitur- lyfjum, vopnum, eiturefnum og mörgu öðru. Alþjóðleg hryðjuverka- starfsemi og skipulögð glæpastarf- semi krefst þess að landamæranna sé vandlega gætt. „Við lítum á okkur sem sverð Ís- lands og skjöld í baráttunni gegn öllu þessu,“ sagði Guðbjörn. Hann sagði að tollverðir hefðu einnig vakandi auga með ýmsum öðrum innflutn- ingi, sem vekti síður athygli en það sem að ofan er talið. T.d. ferskum fiski, hráu kjöti og lifandi dýrum, sem gætu ógnað lífríki landsins ef smit bærist hingað. Þá er fylgst með innflutningi afurða dýra í útrýming- arhættu, lyfja og inn- og útflutningi fornmuna. Konum að fjölga í stéttinni Til að verða fullgildur tollvörður þarf viðkomandi að ganga í Tollskóla ríkisins. Krafist er stúdentsprófs eða sambærilegrar menntunar til inn- göngu. Námið tekur tvær annir, níu mánuði, líkt og í Lögregluskólanum, að sögn Guðbjörns. Inn á milli kemur starfsnám svo í heild er námstíminn um tvö ár. Í seinni tíð hefur háskóla- menntuðu fólki fjölgað sem fer í Toll- skólann og telur Guðbjörn að því muni fjölga og aukinnar menntunar krafist, einkum af yfirmönnum. „Tollstjórinn í Reykjavík og sýslu- maðurinn á Keflavíkurflugvelli, sem er tollstjóri þar, boðuðu stjórn Toll- varðafélagsins á sinn fund nýlega og kynntu áherslubreytingar í Tollskól- anum. Það á að auka mjög við kennsl- una og færa skólann til nútímahorfs. Það mun auka hæfni tollvarða og gera þeim betur kleift að mæta kröf- um tímans,“ sagði Guðbjörn. Sýningin er haldin í vesturenda Tollhússins við Tryggvagötu í Reykjavík, gengið er inn á 1. hæð gegnt Hafnarhúsinu. Hún verður opnuð almenningi á morgun og verð- ur opin til næsta miðvikudags. Virka daga verður opið kl. 13–17, en um helgina frá kl. 11–17. Tollvarðafélag Íslands heldur sýningu í tilefni 70 ára afmælis félagsins Haldlagðir munir á af- mælissýningu Morgunblaðið/RAX Tollverðir hafa lagt mikla vinnu í að afla gagna á sýninguna og raða þeim upp. Þremenningarnir Birgir Vigfússon (t.v.), Jón Baldursson (í miðið) og Jónas Hall (t.h.) eiga langa reynslu að baki og kunna margar sögur af smygltilraunum fólks. Tæki til fíkniefnaneyslu og vopn af ýmsu tagi eru meðal þess sem toll- gæslan hefur gert upptækt. Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollvarðafélags Íslands, í hátíðarbún- ingi tollvarða. Á myndinni má sjá eldri útfærslur búninga tollvarða. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SKÓLAMEISTARI Menntaskólans á Ísafirði, kennarar og aðrir starfs- menn fá umhugsunarfrest fram yfir áramót til að ákveða hvort þeir vilji sættast en Félagsvísindastofnun Há- skóla Íslands kynnti starfsfólki skól- ans í fyrrakvöld skýrslu um úttekt á stjórnunarháttum og samskiptum innan skólans þar sem m.a. er fjallað um samskipta- vanda hluta starfsmanna við Ólínu Þorvarðar- dóttur, skóla- meistara mennta- skólans. Hafði skýrslan áður ver- ið kynnt skóla- nefnd og skóla- stjórnendum. Í skýrslunni leggur Félagsvísindastofnun til að reynt verði að fara sáttaleið og fengin ut- anaðkomandi aðstoð. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er sáttartillagan sú að leitað verði sátta í skólanum og starfsmenn ákveði hvort þeir taki þátt í sáttaferl- inu og lúti með því boðvaldi skóla- meistara og starfsreglum um starf- semi framhaldsskóla. Að öðrum kosti verði þeir að hætta störfum. Á móti komi að skólameistari og stjórnendur sýni sanngirni og mildi í starfi sínu. Ólína Þorvarðardóttir skólameist- ari segir að fyrir sitt leyti fallist hún á tillögu Félagsvísindastofnunar og vonast hún til að fólk taki málefna- lega og þroskaða afstöðu til þessarar tillögu og beri hag skólans fyrir brjósti. Jákvæð atriði Þá segir Birna Lárusdóttir, for- stöðumaður skólanefndar, að í skýrsl- unni sé vel tekið á þeim ágreinings- efnum sem hafi verið uppi í skólanum undangengið ár. „Ég tel að þessi skýrsla dragi upp nokkuð glögga mynd af þessu ástandi sem hefur ríkt hér. Hún dregur líka fram mjög já- kvæð atriði í sambandi við rekstur skólans og starfsumhverfi,“ segir Birna. Í skýrslunni kemur fram að skólinn hafi verið að sækja í sig veðr- ið, brotthvarf úr honum hafi minnkað, nemendum fjölgað hraðar en lands- meðaltal segði til um, starfsmanna- velta minnkað og réttindakennurum fjölgað. Skýrsla Félagsvís- indastofnunar um MÍ Báðir að- ilar eiga sök að máli Ólína Þorvarðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.