Morgunblaðið - 08.12.2005, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
TÓMASARHAGI - EFRI SÉRHÆÐ
Sérlega rúmgóð og björt efri 180 fm sérhæð með útsýni til sjávar ásamt 22
fm bílskúr. Íbúðin, sem er mikið endurnýjuð, skiptist þannig að gengið er
um sérinngang inn í stigahol, snyrting, forstofuherbergi. Hol, þrjár stórar
stofur, eldhús með borðkrók, baðherbergi, svefnherbergi. Í kjallara er sér-
þvottaherbergi, geymsla og útigeymsla. V. 43 m. 5363
London. AFP. | Nýr leiðtogi breska
Íhaldsflokksins, David Cameron,
var í forsvari fyrir flokk sinn í gær
í fyrsta skipti í fyrirspurnatíma í
neðri deildinni en hefð er fyrir
hvössum orðaskiptum og gagn-
kvæmum háðsglósum við þau tæki-
færi. Cameron, segist vilja mál-
efnalegri skoðanaskipti en tíðkast
hafi. Hann kom samt mörgum á
óvart er hann reis á fætur við fagn-
aðarlæti sinna manna.
„Fyrsta málið sem ég og for-
sætisráðherrann þurfum að vinna
saman að er“. Hér varð hann að
gera stutt hlé á máli sínu en marg-
ir þingmenn annaðhvort tóku and-
köf eða létu vanþóknun sína í ljós
með hrópum og köllum. Þeir höfðu
búist við harðri atlögu hins 39 ára
leiðtoga gegn Tony Blair.
Cameron hélt síðan áfram. „Að
koma því sem gott er í umbóta-
tillögum ykkar á sviði menntamála
í gegnum þingið og gera að lög-
um.“ Hét Cameron fullum stuðn-
ingi flokks síns við meginhugmynd-
irnar en þær hafa verið afar
umdeildar meðal sumra þingmanna
Verkamannaflokks Blairs sem vilja
halda í miðstýringuna.
Leiðtogarnir tveir sitja and-
spænis hvor öðrum í þingsalnum og
er fjarlægðin milli þeirra um tvær
sverðslengdir í samræmi við gaml-
ar hefðir, að sögn til að reyna að
hindra að átökin verði blóðug í hita
leiksins. Cameron gat ekki stillt sig
um að veitast að hinum 52 ára
gamla Blair þegar þeir deildu um
tillögurnar sem ganga út á að auka
sjálfstæði grunnskólanna. Sagði
Cameron að of skammt væri geng-
ið, einnig skammaði hann Blair fyr-
ir að spyrja sig í stað þess að
svara.
„Þetta eru aðferðir sem eru fast-
ar í fortíðinni og ég vil tala um
framtíðina. Einu sinni var hann
[Blair] framtíðin.“
Síðar í umræðunum fagnaði
Blair þó því sátta- og samræðuhug-
arfari sem Cameron boðaði og
sagðist sjá eftir því að hafa gleymt
að bjóða hann velkominn í emb-
ættið og óska honum til hamingju.
Einnig baðst hann afsökunar á að
hafa otað vísifingri að andstæðingi
sínum. „Við viljum ekki að þetta
verði til að grafa undan nýju ein-
drægninni [um tillögurnar],“ sagði
Blair.
„Einu sinni var
hann framtíðin“
Reuters
David Cameron talar á þingi í gær. Hann var sáttfús en sagði Verka-
mannaflokk Tony Blairs vera fastan í fortíðinni.
FRANSKIR og þýskir bændur við
eld sem kveiktur var á landamær-
unum við Strassborg í gær er efnt
var til mótmælafunda vegna vænt-
anlegs fundar Heimsviðskiptastofn-
unarinnar, WTO, í Hong Kong í
næstu viku. Þar verður meðal ann-
ars fjallað um afnám styrkja og nið-
urgreiðslna í landbúnaði til að
greiða fyrir frjálsum milliríkja-
viðskiptum með afurðirnar. Bænd-
urnir krefjast þess að áfram verði
haldið verndarhendi yfir greininni
og hún varin fyrir erlendri sam-
keppni.
Reuters
Vilja vernd fyrir samkeppni
Kíev. AFP. | Condoleezza Rice, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í
gær, að bandarískum þegnum væri
bannað að taka þátt í pyntingum hvar
sem væri í heiminum, jafnt erlendis
sem á bandarískri grund. Lýsti Rice
þessu yfir í heimsókn sinni í Úkraínu
og eru ummælin innlegg í þá miklu
umræðu, sem nú á sér stað um leyni-
leg fangelsi á vegum CIA, bandarísku
leyniþjónustunnar.
Rice sagði, að alþjóðlegir samning-
ar, sem Bandaríkin ættu aðild að,
bönnuðu grimmilega, ómannúðlega
eða niðurlægjandi meðferð og það
ætti alls staðar við. Hafði einn aðstoð-
armanna Rice þau orð um, að með yf-
irlýsingunni hefði hún verið að út-
skýra stefnuna en ekki að segja frá
stefnubreytingu.
Í Evrópuferð Rice hafa dunið á
henni spurningar um flutning á föng-
um til leynilegra fangelsa þar sem
þeir kunni að vera pyntaðir. Skýrði
dagblaðið The New York Times frá
því í mars sl., að aðeins nokkrum dög-
um eftir hryðjuverkin 11. september
2001 hefði George W. Bush Banda-
ríkjaforseti heimilað CIA að senda
meinta hryðjuverkamenn til landa
eins og Egyptalands, Sýrlands, Sádi-
Arabíu, Jórdaníu og Pakistans en áð-
ur hafði bandaríska utanríkisráðu-
neytið nefnt þau sem dæmi um lönd
þar sem pyntingar væru stundaðar.
Bush sagði hins vegar í fyrradag,
að fangar væru ekki fluttir til landa
þar sem pyntingar viðgengjust. „Það
hefur verið og er stefna okkar,“ sagði
Bush. Scott McClellan, talsmaður
Hvíta hússins, neitaði ítrekað að
svara spurningum um það hvort
Bandaríkjastjórn hefði tryggt, að
pyntingar væru ekki stundaðar í
þessum löndum.
Í heimsókninni í Úkraínu hrósaði
Rice Víktor Jústsjenko, forseta lands-
ins, fyrir þær umbætur, sem hann
hefði beitt sér fyrir í efnahagslífinu og
hét aukinni samvinnu ríkjanna á
mörgum sviðum. Að heimsókninni
lokinni hélt Rice til Brussel.
Pyntingar
bannaðar
hvar sem er
Rice ítrekar að Bandaríkjamenn banni
pyntingar, utanlands sem innan
Bagdad. AFP. | Hlé var gert í gær á
réttarhöldunum yfir Saddam Huss-
ein, fyrrverandi forseta Íraks, til 21.
desember næstkomandi. Hafði sak-
borningurinn þá neitað að vera í
salnum meðan hlýtt var á frásagnir
vitna. Frestun réttarhaldanna kom
ekki á óvart þar sem þingkosningar
verða í Írak 15. desember.
Saddam var kotroskinn sem fyrr
þegar vitnaleiðslur fóru fram á
þriðjudag og kvartaði mjög undan
aðbúnaði í varðhaldinu og óréttlæti
sem sér væri sýnt. Sagðist hann ekki
fá að þvo sér og ekki fá hrein föt.
„Farðu til fjandans,“ var lokakveðja
Saddams til dómarans áður en hann
var leiddur út.
Hægt væri að rétta án þess að
Saddam væri í salnum, hann gæti
notað sérhljóðkerfi til að hlusta og
tjá sig. En John Simpson, fréttamað-
ur breska ríkisútvarpsins, BBC, sem
er í Bagdad, telur að Saddam myndi
tapa á þeirri tilhögun. Honum hafi
tekist mætavel að nýta sér tækifærið
til að ögra andstæðingum sínum og
stappa stálinu í liðsmenn utan rétt-
arsalanna. En til þess þurfi hann
sjónvarpsmyndavélarnar.
„Fram til þessa hafa þær verið
bestu liðsmenn hans,“ segir Simpson
í grein á fréttavef BBC.
Pyntingar með
rafstraumi í Abu Ghraib
Áður en dómari tilkynnti um frest-
unina í gær komu tvö vitni fyrir dóm-
arann. Sagði annað þeirra, karlmað-
ur, frá hroðalegri, 70 daga vist sinni í
valdatíð Saddams hjá öryggislög-
reglumönnum í Bagdad sem beittu
óspart pyntingum. Síðar var hann
fluttur til Abu Ghraib-fangelsisins
þar sem hann var í hálft annað ár.
Í Abu Ghraib hefðu menn verið
rændir svefni, fengið lítið að borða,
þeir hefðu allir verið þjakaðir af nið-
urgangspest. Oft hefðu þeir verið
handjárnaðir og verið látnir standa
upp á endann dögum saman, þá
hefðu þeir fengið lítið af mat og ekk-
ert kalt vatn. Einnig hefur verið lýst
pyntingum með rafstraumi og mikl-
um barsmíðum.
Réttar-
höldum
frestað