Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 23
MINNSTAÐUR
Akureyringar
Gæfuljósin tendruð
Blómabúðin Akur
Mod. 12:12 +
DUX Dynamic DUX 12:12+DUX 1001 DUX 7007
Sænsku Rúmin
Eftirsótt lífsgæði
Ármúla 10 • Sími: 5689950
w
w
w
.is
ak
w
in
th
er
.c
om
Egilsstaðir | Fjárafl, nýstofnaður
fjárfestinga- og þróunarsjóður Fljóts-
dalshéraðs, mun taka til starfa um
áramótin. Tilgangur sjóðsins er að
vinna að eflingu atvinnu og byggðar í
dreifbýli sveitarfélagsins og verður
auglýst eftir fyrstu umsóknum í byrj-
un árs 2006.
Í fréttatilkynningu segir að undir-
ritaður hafi verið samningur við Ís-
landsbanka um vörslu sjóðsins en
jafnframt muni bankinn veita þjón-
ustu við mat á umsóknum.
Fjárafl mun hafa lögheimili að Brú-
arási og veitir Skarphéðinn Smári
Þórhallsson, héraðsfulltrúi Fljóts-
dalshéraðs, honum forstöðu. Sveitar-
stjórn Fljótsdalshéraðs hefur skipað
sjóðnum fimm manna stjórn og er
Skúli Björnsson formaður hennar.
Fljótsdalshérað leggur sjóðnum til
10 milljóna króna stofnframlag, helm-
ing á yfirstandandi ári og 2,5 milljónir
á næstu tveimur árum. Þá fær sjóð-
urinn árlegt framlag frá sveitarfé-
laginu sem nemur sömu upphæð og
það fær vegna álagningar gjalda á
raforkufyrirtæki innan þess. Umrætt
framlag er um tvær milljónir króna í
ár og er við það miðað að sjóðurinn
njóti þessa tekjustofns næstu fimm-
tán árin. Aðrar tekjur sjóðsins verða
vaxtatekjur og arður sem hann aflar
með starfsemi sinni.
Eins og áður segir er sjóðnum ætl-
að að efla byggð í dreifbýli sveitarfé-
lagsins. Fjárafl mun veita styrki til
verkefna sem lúta að atvinnusköpun
og atvinnuþróun, hagnýtum rann-
sóknum og framþróun annarra sam-
félagsþátta sem áhrif geta haft á bú-
setu í dreifbýli sveitarfélagsins.
Sjóðurinn mun veita lán til nýsköp-
unarverkefna á sviði vöruþróunar,
sókn á nýja markaði, tækniyfirfærslu
milli fyrirtækja eða stofnunar sprota-
fyrirtækja. Áhættulán og skulda-
bréfalán sem veitt eru geta innifalið
breytirétt í hlutafé og eru til þess fall-
in að styrkja atvinnulíf sem fyrir er í
dreifbýlinu og/eða skapa störf sem
auka atvinnumöguleika íbúa þess.
Loks verður hægt að sækja um stofn-
framlög til sjóðsins vegna stofnunar
samvinnufélaga og sjálfseignarstofn-
ana sem hafa hlutverk er varðar
hagsmuni íbúa, fyrirtækja eða stofn-
ana í dreifbýlinu.
Nýr fjárfestinga-
og þróunarsjóður
Ljósmynd/Fjárafl
Handsala samning Elísabet Benediktsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka á
Egilsstöðum, og Skúli Björnsson, stjórnarformaður Fjárafls.
Bakkafjörður | Á Bakkafirði gerir
Ton Khorchai út smábátinn Evu NS
á línu, grásleppu og til færaveiða.
Hún hefur undanfarið beitt síld,
kolmunna og smokkfisk í bland og
segir misjafnt hversu mikið hún
beitir á dag.
Línuveiði hefur annars gengið
vel hjá smábátum á Bakkafirði und-
anfarið. Í nóvember bárust á land í
Bakkafjarðarhöfn alls 134 tonn af
fiski og 291 kg betur og kom aflinn
af átta bátum í 69 veiðiferðum.
Voru flestir bátanna á línu en einn
var þó á færum og annar á netum.
Það er annað að frétta úr Bakka-
firði að undanfarið hefur Unn-
steinn Árnason vinnuvélamaður
unnið í að slétta það svæði sem er
ófrágengið á hafnarsvæðinu og
sækist verkið vel. Flatarmál þess
svæðis sem hægt er að nýta eykst
því til muna eða um 10.000 fer-
metra. Þá var ný flóðlýsing tekin í
notkun á löndunarbryggju Bakk-
firðinga á dögunum og bættur frá-
gangur á innanverðum varnargarð-
inum í leiðinni. Bætir þetta
aðstæðurnar á löndunarbryggjunni
og eykur öryggi í skammdeginu,
því erfitt var orðið að sjá til við
löndun fyrir sjómenn og hafnar-
starfsmenn. Frá þessu segir á vefn-
um bakkafjordur.is.
Ljósmynd/Víðir M. Hermannsson
Beitt í bala Ton Khorchai á Bakka-
firði gerir sjálf út línubát og hefur
aflað ágætlega undanfarið.
Fín línuveiði
AUSTURLAND