Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 23 MINNSTAÐUR Akureyringar Gæfuljósin tendruð Blómabúðin Akur Mod. 12:12 + DUX Dynamic DUX 12:12+DUX 1001 DUX 7007 Sænsku Rúmin Eftirsótt lífsgæði Ármúla 10 • Sími: 5689950 w w w .is ak w in th er .c om Egilsstaðir | Fjárafl, nýstofnaður fjárfestinga- og þróunarsjóður Fljóts- dalshéraðs, mun taka til starfa um áramótin. Tilgangur sjóðsins er að vinna að eflingu atvinnu og byggðar í dreifbýli sveitarfélagsins og verður auglýst eftir fyrstu umsóknum í byrj- un árs 2006. Í fréttatilkynningu segir að undir- ritaður hafi verið samningur við Ís- landsbanka um vörslu sjóðsins en jafnframt muni bankinn veita þjón- ustu við mat á umsóknum. Fjárafl mun hafa lögheimili að Brú- arási og veitir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, héraðsfulltrúi Fljóts- dalshéraðs, honum forstöðu. Sveitar- stjórn Fljótsdalshéraðs hefur skipað sjóðnum fimm manna stjórn og er Skúli Björnsson formaður hennar. Fljótsdalshérað leggur sjóðnum til 10 milljóna króna stofnframlag, helm- ing á yfirstandandi ári og 2,5 milljónir á næstu tveimur árum. Þá fær sjóð- urinn árlegt framlag frá sveitarfé- laginu sem nemur sömu upphæð og það fær vegna álagningar gjalda á raforkufyrirtæki innan þess. Umrætt framlag er um tvær milljónir króna í ár og er við það miðað að sjóðurinn njóti þessa tekjustofns næstu fimm- tán árin. Aðrar tekjur sjóðsins verða vaxtatekjur og arður sem hann aflar með starfsemi sinni. Eins og áður segir er sjóðnum ætl- að að efla byggð í dreifbýli sveitarfé- lagsins. Fjárafl mun veita styrki til verkefna sem lúta að atvinnusköpun og atvinnuþróun, hagnýtum rann- sóknum og framþróun annarra sam- félagsþátta sem áhrif geta haft á bú- setu í dreifbýli sveitarfélagsins. Sjóðurinn mun veita lán til nýsköp- unarverkefna á sviði vöruþróunar, sókn á nýja markaði, tækniyfirfærslu milli fyrirtækja eða stofnunar sprota- fyrirtækja. Áhættulán og skulda- bréfalán sem veitt eru geta innifalið breytirétt í hlutafé og eru til þess fall- in að styrkja atvinnulíf sem fyrir er í dreifbýlinu og/eða skapa störf sem auka atvinnumöguleika íbúa þess. Loks verður hægt að sækja um stofn- framlög til sjóðsins vegna stofnunar samvinnufélaga og sjálfseignarstofn- ana sem hafa hlutverk er varðar hagsmuni íbúa, fyrirtækja eða stofn- ana í dreifbýlinu. Nýr fjárfestinga- og þróunarsjóður Ljósmynd/Fjárafl Handsala samning Elísabet Benediktsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka á Egilsstöðum, og Skúli Björnsson, stjórnarformaður Fjárafls. Bakkafjörður | Á Bakkafirði gerir Ton Khorchai út smábátinn Evu NS á línu, grásleppu og til færaveiða. Hún hefur undanfarið beitt síld, kolmunna og smokkfisk í bland og segir misjafnt hversu mikið hún beitir á dag. Línuveiði hefur annars gengið vel hjá smábátum á Bakkafirði und- anfarið. Í nóvember bárust á land í Bakkafjarðarhöfn alls 134 tonn af fiski og 291 kg betur og kom aflinn af átta bátum í 69 veiðiferðum. Voru flestir bátanna á línu en einn var þó á færum og annar á netum. Það er annað að frétta úr Bakka- firði að undanfarið hefur Unn- steinn Árnason vinnuvélamaður unnið í að slétta það svæði sem er ófrágengið á hafnarsvæðinu og sækist verkið vel. Flatarmál þess svæðis sem hægt er að nýta eykst því til muna eða um 10.000 fer- metra. Þá var ný flóðlýsing tekin í notkun á löndunarbryggju Bakk- firðinga á dögunum og bættur frá- gangur á innanverðum varnargarð- inum í leiðinni. Bætir þetta aðstæðurnar á löndunarbryggjunni og eykur öryggi í skammdeginu, því erfitt var orðið að sjá til við löndun fyrir sjómenn og hafnar- starfsmenn. Frá þessu segir á vefn- um bakkafjordur.is. Ljósmynd/Víðir M. Hermannsson Beitt í bala Ton Khorchai á Bakka- firði gerir sjálf út línubát og hefur aflað ágætlega undanfarið. Fín línuveiði AUSTURLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.