Morgunblaðið - 08.12.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 25
MINNSTAÐUR
Patreksfjörður | „Ég var auðvitað
með hnút í maganum yfir því hvern-
ig viðtökur þetta fengi enda hefur
ekki mikil bjartsýni verið ríkjandi
hér og íbúum fækkað. En reksturinn
hefur farið vel af stað og þetta leggst
orðið vel í mig,“ segir Haukur Már
Sigurðarson, kaupmaður á Patreks-
firði. Hann hefur ásamt konu sinni,
Gunnhildi Agnesi Þórisdóttir, opnað
verslunina Fjölval með matvörum
og ýmsum öðrum vörum.
Haukur segir að þetta tækifæri
hafi komið upp síðsumars, þegar
Byggingafélagið Byggir ákvað að
hætta rekstri byggingavöruversl-
unar og færa trésmíðaverkstæði sitt.
Hann hafi ákveðið að taka við bygg-
ingavöruversluninni og vínbúð sem
henni tengist. Jafnframt ákvað
Haukur að færa út kvíarnar og hella
sér í slaginn í matvöruversluninni á
staðnum. Loks ákvað hann að flytja
þangað verslunina Zero sem fjöl-
skyldan hafði rekið um tíma en það
er verslun með raftæki, gjafavörur,
ritföng og leikföng. Það er því ansi
fjölbreytt vöruúrvalið í Fjölvali á
Patreksfirði og ber verslunin því
nafn með rentu.
Lægra vöruverð
„Við erum með sitt lítið af hverju.
Ekki er þó hægt að segja að þetta sé
stórt,“ segir Haukur Már. Hann seg-
ir að vissulega kosti það mikla yfir-
legu að hafa yfirsýn yfir jafnmarga
vöruflokka og þau eru með.
Haukur segist leggja sitt af mörk-
um til að lækka matvælaverðið. „Við
þurfum á því að halda á landsbyggð-
inni,“ segir hann. Segir hann að verð
sé mun lægra í versluninni en
þekkst hafi á svæðinu. Þó sé ekki
hægt að tala um lágvöruverðs-
verslun vegna flutningskostnaðar.
Raftæki og byggingavörur eru á
svipuðu verði og í Reykjavík, þrátt
fyrir flutningskostnað, eins og verið
hefur. Haukur segist geta rekið
verslunina með lægra vöruverði
meðal annars með hagræðingu í inn-
kaupum og flutningum. Hann rekur
aðra verslun á staðnum, Smáulind,
sem er nokkurs konar hraðbúð í
ESSO-stöðinni.
„Við skelltum okkur í þetta þegar
útreikningar í stílabókinni sýndu að
það ætti að vera rekstrargrundvöll-
ur fyrir þessu. Vonandi þurfum við
ekki að rífa blaðsíður úr bókinni til
að hagræða sannleiknum um það,“
segir Haukur Már.
Margir vöruflokkar og bjartsýni í nýrri búð á Patreksfirði
„Sitt lítið af hverju“
Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
Annir á opnunardaginn Haukur Már Sigurðarson og Gunnhildur Agnes
Þórisdóttir, kaupmennirnir í nýju versluninni á Patreksfirði.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Ólafsvík | Fiskverkunin Klumba í
Ólafsvík hefur tekið í notkun nýtt og
glæsilegt húsnæði að Ólafsbraut 80
en eldra húsnæði fyrirtækisins
brann til kaldra kola í september á
síðasta ári. Ekki fékkst leyfi til að
byggja upp á sama stað.
Nýja húsið er alls 1.650 fermetrar
að stærð. Leifur Halldórsson, einn af
eigendum Klumbu, segir það mikla
byltingu frá gamla húsnæðinu. Hann
var alltaf staðráðinn í að byggja upp
að nýju, til þess að halda störfunum í
bænum.
Er verksmiðjan tölvustýrð og búin
afar fullkomnum tæknibúnaði. Þeg-
ar hún verður komin á fullt verður
hafist handa við að setja upp færi-
bandaþurrkara sem þurkar hryggi
og bein en vinnslulínan er frá Málm-
ey í Hafnarfirði.
Alls starfa um 20 manns hjá
Klumbu og er Ævar Sveinsson yf-
irverkstjóri og Guðmundur Ólafsson
verkstjóri.
Að sögn Leifs tók byggingin um
átta mánuði og er hann virkilega
sáttur við allar framkvæmdir á hús-
inu. Afkastageta verksmiðjunnar er
um 7 til 10 þúsund tonn á ári sem er
allt að þreföld afkastageta gömlu
verksmiðjunnar. Öll framleiðslan er
seld til Nígeríu. Auk þess að reka
þessa verksmiðju í Ólafsvík eru Leif-
ur og synir hans, þeir Steingrímur
og Þorgrímur, eigendur að Frost-
fiski í Þorlákshöfn og eru með 75
manns í vinnu þar.
Morgunblaðið/Alfons
Vinnsla hafin Leifur Halldórsson, einn af eigendum Klumbu, í vinnslusal.
Alltaf staðráðinn
í að byggja upp
Eftir Alfons Finnsson
LANDIÐ
Austfirðingar
Gæfuljósin tendruð
KLASSIK Egilsstöðum