Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIGGJA kvölda félagsvist Sam-
hygðar og Vöku hefur verið haldin í
nóvember og desember í um fimm-
tíu ár og aldrei fallið niður. Ung-
mennafélögin skiptast á að hafa
vistina í sínu félagsheimili og sjá
sameiginlega um framkvæmd henn-
ar.
Áður fyrr var oft spilað á um
tuttugu borðum á þessum kvöldum
en í dag verða borðin yfirleitt ekki
fleiri en tíu.
Aldursbreiddin á spilakvöldunum
er iðulega mikil en yngstu spil-
ararnir eru um níu ára og þeir elstu
jafnvel komnir yfir áttrætt. Á
hverju spilakvöldi eru veitt
verðlaun fyrir hæsta ein-
stakling í karla- og
kvennaflokki en á
þriðja og seinasta
kvöldinu eru veitt
heildarverðlaun fyrir
hæstu einstaklinga
samanlagt yfir öll þrjú
kvöldin í báðum flokkum og
skammarverðlaun fyrir þann
lægsta.
Þrátt fyrir að félagar í Samhygð
og Vöku hafi byrjað á þessari sam-
eiginlegu félagsvist fyrir tæpum
fimmtíu árum þá var það til siðs í
báðum sveitunum áður að fólk kom
saman og spilaði vist. Síðan tóku
ungmennafélögin sig saman og
ákváðu að gera úr þessu sameig-
inlega skemmtun. Fram til um 1970
tíðkaðist það jafnvel að slegið var
upp balli að loknu þriðja og seinasta
spilakvöldinu, þá var spilaborðunum
rutt til hliðar og dansað við und-
irspil hljóðfæraleikara. Þannig að
það var meira en spilaskemmtunin
sem heillaði við félagsvistina.
Félagar í Samhygð og Vöku
keppa í meiru sín á milli en fé-
lagsvist því öll sumur síðan 1939
hefur farið fram frjálsíþróttakeppni
félaganna á milli, þannig að
það ríkir sannur ung-
mennafélagsandi í
Flóanum.
Félagsvist í
fimmtíu ár
Á hverju spilakvöldi eru veitt verðlaun fyrir hæsta einstakling í karla- og kvennaflokki en á þriðja og seinasta kvöldinu eru veitt heildarverðlaun fyrir hæstu einstaklinga samanlagt.
Um árin hefur það tíðkast að fólk komi saman og
taki í spil. Ingveldur Geirsdóttir spilaði með fé-
lögum í Ungmennafélögunum Samhygð og Vöku
sem hafa í um hálfa öld hist og spilað félagsvist.
ÁHUGAMÁL | Ungmennafélagar í Gaulverja- og Villingaholtshreppi í Flóa hittast og spila vist
Morgunblaðið/Ingveldur Geirsdóttir
ARNAR Einarsson frá
Urriðafossi í Vill-
ingaholtshreppi var einn
af yngstu spilurunum
þetta kvöldið en hann er
9 ára. Honum gekk vel
að spila og vann karla-
flokkinn með 169 slagi
og sló þar eldri og
reyndari spilurum við.
„Ég held að ég hafi lært
að spila vist fyrir um
tveimur árum, systir mín
kenndi mér hana. Við
systkinin spilum mikið
heima en ekki endilega vist því við
erum bara þrjú sem erum nógu
gömul til að spila hana.“
Arnar man ekki hve-
nær hann spilaði á fyrsta
spilakvöldinu sínu. „Ég
spilaði um daginn á
fyrsta kvöldinu í þessari
þriggja kvölda félagsvist
og núna á öðru kvöldinu.
Þetta hefur gengið vel,
mamma mín sat við hlið-
ina á mér í kvöld og leið-
beindi mér í spila-
mennskunni og pabbi
hjálpaði mér seinast en ég
fæ enga hjálp næst, þá vil
ég prófa að vera einn.“
Arnar var ánægður með að
vinna kvöldið. „Ég hef aldrei unn-
ið áður. Mér finnst gaman að spila
félagsvist og verð ekkert þreyttur
á að klára heilt spjald.“
Arnar var ekki sá eini í fjöl-
skyldunni sinni sem mætti á spila-
kvöldið því systkini hans Hanna
og Haraldur lentu bæði í öðru
sæti í sínum flokkum. „Mamma
var síðan með okkur, pabbi er
heima með fjórða systkinið og svo
er fimmta barnið á leiðinni. Ég
ætla kannski að kenna yngri
systkinum mínum félagsvist,“ seg-
ir hinn snjalli Arnar um leið og
hann opnar pakkann sem hann
fékk í verðlaun.
Arnar Einarsson níu ára
Ætlar að kenna yngri systkinum vist
Arnar kominn með
verðlaunin sín.
Í BYRJUN desember
var annað spilakvöldið í
þriggja kvölda röðinni
haldið í Félagslundi í
Gaulverjabæjarhreppi.
Þar var mætt til leiks
sem oft áður Guðmunda
Kristjana Jónsdóttir,
fyrrverandi húsmóðir í
Vorsabæjarhól, elst
spilamanna, 83 ára að
aldri. Hún bjó í 31 ár í
Gaulverjabæjarhreppi
en býr nú á Selfossi. „Ég kom
hingað vestur úr Dýrafirði þar
sem ég er fædd og uppalin. Ég
lærði ekki að spila vist
fyrr ég varð orðin full-
orðin, þegar ég var
krakki spilaði ég arías,
hjónasæng, kasínu og
gosa.“ Guðmunda hefur
alltaf haft gaman af því
að spila. „Ég byrjaði að
sækja þessi spilakvöld
Samhygðar og Vöku
strax í upphafi og hef
farið oft síðan og þó
nokkuð oft fengið verð-
laun. Ég fór nú ekki í fyrra en
ákvað að fara núna í ár með
tveimur sonum mínum.“
Guðmundu finnst mjög gaman
að spila félagsvist og segir hana
ögrandi. „Maður verður að spila
á þessi spil sem maður fær og
það er fyrirfram sagt á þau.
Maður verður að standa sig í því
að spila grand á kannski ómögu-
leg spil.“ Það er augljóst að Guð-
munda er mikil spilamanneskja
því hún spilar vist þrisvar í viku.
„Einu sinni í viku spila ég fé-
lagsvist með eldri borgurum á
Selfossi, einu sinni venjulega vist
og svo hérna núna. Ég hef mjög
gaman af því og spila af fingrum
fram.“
Guðmunda Kristjana Jónsdóttir 83 ára
Lærði vist á fullorðinsárum
Guðmunda hefur oft
unnið til verðlauna.
DAGLEGT LÍF
Í KJÖLFARIÐ á fréttum af því
sem jafnvel hefur verið kallað
undralyf í krabbameinsmeðferð
hafa risið deilur á milli sérfræð-
inga í Bandaríkjunum og Evrópu
um lyfið Herceptin. Þetta kemur
fram í The Lancet sem byggir um-
fjöllun sína á greinum úr New
England Journal of Medicine.
Í umfjöllun The Lancet er hvatt
til þess að varúð sé viðhöfð í notk-
un Herceptin og fullyrt að frekari
rannsókna sé þörf áður en hægt er
að gefa lyfið öllum þeim sem telja
sig þurfa á því að halda.
Forsaga málsins er sú að fréttir
bárust frá Bandaríkjunum fyrr á
þessu ári af því að Herceptin væri
sérlega áhrifaríkt og gæti jafnvel
læknað brjóstakrabbamein á byrj-
unarstigi. Eins og málin standa er
Herceptin hins vegar aðeins gefið
sjúklingum sem eru með krabba-
mein á alvarlegu stigi.
Vegna þess hversu vel Hercept-
in hefur reynst í frumkönnunum
hafa hópar sjúklinga krafist þess
að fá lyfið þó að endanlegar rann-
sóknaniðurstöður liggi ekki fyrir.
Breskir sérfræðingar benda á að
full ástæða sé til varfærni því að
fram hafi komið aukaverkanir, t.d.
hjartabilun, og þó að slík tilfelli séu
fá séu þau nógu alvarleg til þess að
fullt mark sé tekið á þeim.
Niðurstöður úr rannsóknum
sem fram eru komnar eru mjög já-
kvæðar og sýna fram á að helmingi
minni líkur eru á að konur, sem var
gefið Herceptin ásamt því að vera í
venjulegri lyfjameðferð, fái
krabbamein aftur innan árs en
konur, sem ekki fengu lyfið. Virt-
um læknasamtökum þóttu nið-
urstöðurnar það mikilvægar að
konum sem voru í hópnum sem
ekki fékk Herceptin var síðar boð-
ið lyfið.
Dr. Richard Horton sem skrifar
um Herceptin í The Lancet hvetur
vísindamenn, sjúklinga og almenn-
ing til að stíga varlega til jarðar og
leyfa nefndum sem um málið fjalla
og meta virkni lyfsins að ljúka
störfum sínum svo að endanlegar
niðurstöður liggi fyrir áður en far-
ið verður að nota lyfið á breiðari
grundvelli. Dr. Victor Montori í
McMaster-háskólanum í Toronto í
Kanada bendir á að þegar til-
raunum er hætt of snemma geti
forkannanir sýnt fram á ótrúleg
áhrif af meðferð með nýjum lyfjum
og hann hvetur einnig til varfærni
þegar gögnin eru skoðuð. Horton
hefur líka bent á að í greinum þeim
sem hafa birst í New England
Journal of Medicine séu borin
saman gögn sjúklinga sem hugs-
anlega eru ekki sambærileg.
Deilur um krabbameinslyf
HEILSA