Morgunblaðið - 08.12.2005, Side 31

Morgunblaðið - 08.12.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 31 DAGLEGT LÍF Grýla og jólasveinarnir þjóna til borðs „Það er boðið upp á þetta hefð- bundna, hangikjöt og svínakjöt, fisk og kjúkling fyrir börnin,“ segir Unnur Sigurþórsdóttir, deild- arstjóri fræðsludeildar í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum, þar sem í boði verður jólahlaðborð í desember. „Grýla og jólasveinarnir þjóna til borðs og Grýla á sitt horn þar sem hún býr á meðan þetta er í gangi. Það geta um hundrað manns borðað í einu. Það kostar 2.400 kr. fyrir fullorðna, 5–12 ára borga 1.200 kr. og yngri borða frítt.“ Unnur segir að Grýla höfði kannski meira til fullorðna fólksins og börnin séu spenntari fyrir jóla- sveinunum. „Hún spilar það svolítið eftir eyr- anu,“ segir Unnur aðspurð hvort börnin séu ekki hrædd við Grýlu. Jólasveinn dagsins kemur á hverjum degi klukkan tvö „og svo dregur hann kerlinguna með sér um helgar“, segir Unnur. „Þá koma annaðhvort tveir jólasveinar eða þá Grýla og jólasveinn.“ Grýla og jólasveinarnir þjóna til borðs í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum fram að jólum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Grýla getur verið ógnvænleg og þá er gott að hafa jólasveininn til að óttinn verði ekki forvitninni yfirsterkari.  NÝTT SUÐURLANDSBRAUT 32 • SÍMI 591-5350

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.