Morgunblaðið - 08.12.2005, Síða 48

Morgunblaðið - 08.12.2005, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Gæludýrabúr, 50% afsláttur. Öll fuglabúr, hundabúr, nagdýrabúr, kattabúr og fiskabúr með 50% af- slætti. Allar aðrar vörur 30% af- sláttur. Full búð af nýjum vörum. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, Húsnæði óskast Tvær ungar konur vantar 3ja herb. íbúð til leigu frá 1. janúar 2006, í að minnsta kosti eitt ár, á höfuðborgarsvæðinu, helst innan Reykjavíkur. Reyklausar og reglu- samar. Skilvísum greiðslum heitið. Jóhanna, sími 868 8175 (milli kl. 13 og 19). Atvinnuhúsnæði Vörulager - Húsnæði Til leigu 115 fm jarðhæð við Duggvog. Innkeyrsludyr. Uppl. í síma 896 9629. Iðnaðar- Lager- Geymslu- húsnæði Smiðshöfði 12. 400 m², ný-málað og snyrtilegt. Lofthæð 3,05 m. Rafdrifin innkeyrsluhurð. 300 m² afgirt einkalóð. Uppl. í s. 821 1026, 897 5541, 893 0030 Listmunir Íslensk list Glermatarstell eftir máli! Velkomin á verkstæðið Fálkagötu 30b, sími 661 1144. Opið miðvikud.-föstud. kl. 15 til 18. Dröfn Guðmundsdóttir. www.icelandicart.is Ella Rósinkrans Stokkseyri - Reykjavík Myndverk - Gluggaverk Laugavegur 56, 101 Reykjavík, Miklubraut 68, 105 Reykjavík, Lista- og menningarhús, 825 Stokkseyri, sími 695 0495. Námskeið Þú getur stoppað reykingarnar Sjálfstyrking - reykstopp - frelsi frá streitu og kvíða. Notuð er m.a. EFT (Emotional Freedom Techniques) og dáleiðsla (Hypnotherapy). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu- fræðingur, sími 694 5494, www.EFTiceland.com . Gigt og verkir? Hljóðbylgjutækið Novafón er komið. Alveg einstakt, fljótvirkt og gott. Kíktu inn og fáðu upplýsingar. Heilsuhornið fyrir alla fjölskylduna. Skólavörðustíg 41, sími 551 2136. www.thumalina.is Tónlist „Heyr himnasmiður” Hljómdiskur með aðventu- og hátíðarsöngvum Fæst í öllum hljómplötubúðum Karlakórinn Heimir Til sölu Vandaður Feneyjakristall. Mikið úrval Slovak Kristall,Dalvegi 16b, Kópavogi, sími 544 4331. Tékkneskar og slóvanskar handslípaðar kristalsljósakrónur. Mikið úrval. Gott verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Robo gólfhreinsir. Byltingar- kennd nýjung. Gólfhreinsir með skynjara. Hreinsar gólf án þess að mannshöndin komi nálægt. Út- sölustaðir Byggt & búið, Smáran- um, Kringlunni. Bílaraf, Auð- brekku. Presciosa kristalsskartgripir, mikið úrval - frábært verð. Slovak Kristall, Dalvegur 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Ótrúlegt úrval af öðruvísi vörum beint frá Austurlöndum. Frábært verð. Sjón er sögu ríkari. Vaxtalausar léttgreiðslur. Opið virka kl. 11-18, laug. 11-15. Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Góðir heima Ásta skósali, Súðarvogi 7. Opið þriðjud., miðvikud., fimmtud. og í desemb. er líka opið á föstudögum 13-18. Þjónusta Þarftu aðstoð við tölvuna? Kem á staðinn og geri við. Viðurkennd- ur af Microsoft. 10 ára reynsla. Ríkharður, s. 898 0690, 8-23 alla daga. www.tolvudeildin.net. Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir, viðgerðir, töfluskipti, endurnýjun á raflögnum. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 www.rafneisti.is • lögg. rafverktaki Ýmislegt Slóvanskir handskornir trémunir. Mikið úrval. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4331. Frábærar gjafir á góði verði Slökun, efling, vellíðan. Opið alla daga í desember. Ljós og ilmur,Bíldshöfða 12. www.Loi.is - s. 517 2440. Bílar Toyota Landcruiser 4WD GX, dísel, nýja módelið, árg. '04, ek. 15 þús., sjálfsk., litað gler og aftakanlegur krókur. Mjög vel með farinn. Upplýsingar í síma 844 4315. Til sölu Toyota Rav 4, árg. '01. Ek. 94 þús. Sjálfskiptur. Í topp- standi. Ljósbrúnn. Verð 1460 þús. Upplýsingar í síma 867 7373. Merecedes Benz Sprinter 213 CDI, nýr, sendibíll eða 8 sæta, ESP, ASR, ABS, forhitari með klukku, samlæsingar, hraðastillir, rafmagnsspeglar upphitaðir, dráttarbeisli, útihitamælir. Kaldasel ehf., s. 544 4333 og 820 1071. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Húsbílar Húsbílar Tvö Hobby hjólhýsi 2005 á tilboði. Netsalan ehf., Knarrarvogi 4, sími 517 0220, www.netasalan.com. Opið virka daga frá kl. 10-18. Varahlutir JEPPAPARTAR EHF., Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '91-95, Terr- ano II '99, Subaru Legacy '90-'04, Impreza '97-04, Kia Sportage '03 og fleiri japanskir jeppar. FRÉTTIR Útskýringartexta vantaði Guðmundur Örn Jónsson skrifaði grein í Morgunblaðið sl. mánudag sem heitir „Flatir skattar og launamunur“. Línurit með greininni birtist hér aftur með útskýringartexta. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT NORÐURLÖNDIN hafa góðar for- sendur til að verða leiðandi þátttak- endur í framþróun hins nýja þekk- ingarhagkerfis í ljósi þess að þau eru meðal 10 efstu á lista ríkja yfir sam- keppnishæfustu ríki heims. Í nýút- kominni skýrslu sem unnin var að tilstuðlan Norrænu ráðherra- nefndarinnar þar sem gerður er ítarlegur greinarmunur á þekking- ar- og nýsköpunarumhverfi og ár- angri Norðurlandaþjóðanna á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar, kemur fram að helstu veikleikar Norðurlandanna felist í árangri þeirra til að breyta þekkingu í hag- nýtar markaðsafurðir. Sagt er frá skýrslunni á vef rannis.is. Svíþjóð og Finnland eru meðal fremstu þjóða, sé mælt í fjölda al- þjóðlegra einkaleyfa, Danmörk er aðeins yfir meðaltalinu en Ísland og Noregur undir meðaltali. Í skýrslunni kemur fram að Ís- land er í fremstu röð á mörgum svið- um en neðarlega á öðrum. Helstu veikleikar íslenska þekkingar- og nýsköpunarumhverfisins er að bæta þarf framboð á háskólamenntuðu fólki, sérstaklega nemendum sem stunda rannsóknatengt framhalds- nám. Auka þarf vægi verk- og tækni- menntunar í útskriftum á háskóla- stigi, efla aðgengi vísindamanna að rannsóknafé og loks er brýnt að efla nýsköpun með stofnun öflugs frum- kvöðlaseturs, sem æskilegt væri að tengja við myndun þyrpingar þekk- ingarfyrirtækja í sambúð við há- skólaumhverfið. Fram kemur að Ís- land á fæstar birtingar vísinda- greina af öllum Norðurlöndunum á hverja milljón íbúa, eða 610 árið 2001 en Svíþjóð flestar, 1.159. Nefna má að árið 2001 var Ísland komið í 3. sæti af ríkjum OECD hvað varðar útgjöld til rannsókna og þróunar. Samkvæmt skýrslunni er mikil- vægt fyrir Norðurlöndin að tryggja áhrifaríka þekkingaryfirfærslu milli menntastofnana, rannsókna- og þró- unarstofnana og hátæknifyrirtækja og finna rétta jafnvægið milli þeirra fjármuna sem varið er í sértæka og almenna rannsóknasjóði. Þá kemur fram að svigrúm er fyrir Norður- löndin til að gera enn betur þótt þau standi mjög vel í alþjóðlegum sam- anburði. Bæta þarf fram- boð á háskóla- menntuðu fólki GUÐMUNDA Hjörleifsdóttir, framkvæmdastjóri Volare á Ís- landi, afhenti sl. föstudag, Rögnu Marinósdóttir, framkvæmdastjóra Umhyggju, félags langveikra barna, 660 þúsund króna styrk en Volare hefur undanfarin fjögur ár styrkt félagið um ákveðið hlutfall af veltu fyrirtækisins. Volare bauð söluráðgjöfum sínum til jóla- fundar í safnaðarheimili Lang- holtskirkju þar sem styrkurinn var afhentur. Ásamt Rögnu tók Þorgerður Ragnarsdóttir við styrknum fyrir hönd Sjónarhóls, félags fyrir sérstök börn til betra lífs og kynnti um leið starfsemi félagsins. Kom fram í máli þeirra að styrkurinn verður notaður til að efla enn frekar rekstur félag- anna. Á myndinni er f.v. Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls, Guðmunda Hjörleifs- dóttir, framkvæmdastjóri Volare, og Ragna Marinósdóttir, fram- kvæmdastjóri Umhyggju. Volare styrkir Um- hyggju Ljósmynd/Sigursveinn Þórðarson Launamunur á Íslandi, Noregi og USA og framreikningur með flötum tekjuskatti (Gini-stuðull fyrir ráðstöfunartekjur hjóna).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.