Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 8
8 11. janúar 2003 LAUGARDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Stjórn Eddu miðlunar hefursent Fréttablaðinu athuga-
semd vegna skrifa í blaðinu í
gær. Stjórnin ítrekar að stjórn-
skipulag Eddu miðlunar sé
óbreytt þar sem Páll Bragi Krist-
jónsson annist fjármál og rekstur
og Halldór Guðmundsson sé út-
gáfustjóri. Beðist er afsökunar á
mistökunum.
VILHJÁLMUR EGILSSON
Stjórn kjördæmisráðs sér ekki ástæðu til
aðgerða vegna kvartana Vilhjálms.
Sjálfstæðisflokkur:
Próf-
kjörið gilt
PRÓFKJÖR Stjórn kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Norðvest-
urkjördæmi sér ekki forsendu til
að ógilda prófkjör flokksins í
kjördæminu í haust en harmar
ágalla á framkvæmd þess. Stjórn-
in fjallaði fyrir helgi um bréf Vil-
hjálms Egilssonar alþingismanns
sem hafnaði í 5. sæti í prófkjörinu
en hann fór fram á ógildingu þess.
Vilhjálmur hefur sjálfur sagt að
nú sé hann ekki lengur aðili að
málinu þar sem hann hætti þing-
mennsku og hverfi til starfa fyrir
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. ■
Það fer ekki á milli mála að umþessar mundir eru miklar
hræringar í íslenskum stjórnmál-
um en samkvæmt tveimur skoð-
anakönnunum mælist Samfylk-
ingin stærst stjórnmálaflokka,
með tæplega 40 % fylgi. Skoðana-
könnunum ber alltaf að taka með
fullum fyrirvara og það er full-
komnlega óraunsætt að gera ráð
fyrir því nú, fimm mánuðum fyrir
kosningar, að sömu tölur komi
upp úr kjörkössunum og sjást í
þessum könnunum. Þær eru tekn-
ar á sama tíma og borgarstjórinn í
Reykjavík ákveður að taka sæti á
lista flokksins og neyðist í kjölfar-
ið til að segja af sér embætti sínu.
Viðbrögð samstarfsflokka borgar-
stjórans urðu mjög hörð þegar
hún ákvað að taka sæti á lista
Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að
litlar líkur séu á því að fimmta
sætið feli í sér þingsæti. En borg-
arstjóri lét ekki hafa af sér þau
sjálfsögðu mannréttindi að taka
sæti á lista og átti því ekki ann-
arra kosta völ en að segja af sér
sem borgarstjóri. Hin hörðu við-
brögð við ákvörðun hennar segja
hins vegar allt um það hversu
óhemju sterkur stjórnmálamaður
hún er og um leið mikilvægur liðs-
auki fyrir jafnaðarmenn í stjórn-
málabaráttunni á landsvísu.
En þótt þeim tölum sem við
sjáum í könnunum síðustu daga
beri að taka með fullum fyrirvara
er þó athyglisvert að skoða fylgis-
þróun Samfylkingarinnar á síð-
asta ári. Í upphafi ársins 2002 tek-
ur fylgi flokksins að reisa sig við í
könnunum Gallup og undir haust-
ið benda fylgiskannanir til þess að
flokkurinn njóti stuðnings um
þriðjungs landsmanna. Þetta ger-
ist áður en umræðan um innkomu
Ingibjargar fer á skrið og því má
segja að flokkurinn hafi undir
styrkri stjórn Össurar Skarphéð-
inssonar þegar á haustdögum náð
að reisa sig úr öldudal. Tilkoma
Ingibjargar Sólrúnar eykur síðan
enn á styrk flokksins enda ein-
stakur liðsauki sem með henni
berst. Jafnaðarmenn og þeir sem
vilja sjá einokun Sjálfstæðis-
manna á myndun tveggja flokka
stjórnar rofna ættu allir að geta
glaðst yfir þessum tíðindum. En
hver sem úrslit kosninganna í vor
verða þegar tölur koma upp úr
kjörkössunum, þá er allt sem
bendir til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi loksins eignast
verðugan keppinaut í stjórnmál-
um, keppinaut sem getur veitt
honum eðlilegt viðnám. Samfylk-
ingin er þessi keppinautur og um
leið eiga landsmenn val um það
hvort þeir velji áherslur jafnaðar-
manna við landstjórnina eða
áherslur sjálfstæðisstefnunnar.
Hingað til hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn einn getað myndað tveggja
flokka stjórn, en án tilkomu hans
að landsstjórninni hefur valið
staðið um samsteypustjórn
þriggja flokka. Ekki leikur vafi á
því að þessi þróun er ánægjuleg,
enda var Samfylkingin stofnuð til
þess að breyta landslagi stjórn-
málanna hér á landi í þessa veru.
Það hefur augljóslega tekist. ■
skrifar um
stjórnmál dagsins.
BRYNDÍS
HLÖÐVERS-
DÓTTIR
Um daginn
og veginn
Spennandi tímar
í stjórnmálum
STJÓRNMÁL „Í meginatriðum verða
það Miklabraut og Vesturlands-
vegur sem skipta Reykjavíkur-
kjördæmunum tveimur í norður
og suður. En við munum færa ein-
hverjar götur til að ná fram sem
jöfnustum kjósendafjölda,“ segir
Þorvaldur Lúðvíksson, formaður
Landskjörstjórnar, um það hvern-
ig Reykjavík verði skipt upp í tvö
kjördæmi á endanum. Samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofunnar
frá 1. desember síðastliðnum
munar aðeins 507 íbúum á borgar-
hlutunum tveimur þar sem norð-
urkjördæmið hefur vinninginn.
Þorvaldur segir að endanlegrar
ákvörðunar um það hvort ein-
hverjir Reykvíkingar verði fluttir
á milli kjördæma sé að vænta
fimm vikum fyrir kjördag. Meðal
þess sem rætt hefur verið er að
íbúar á Grafarholti verði þrátt
fyrir landfræðilega legu sunnan
Vesturlandsvegar dregnir í dilk
með íbúum norðurkjördæmisins.
Þetta er þó með öllu óljóst enda
eru Grafarholtsbúar þegar orðnir
um þúsund, sem myndi þýða mið-
að við núverandi íbúafjölda að við
flutning þá hallaði á suðurkjör-
dæmið.
Þeir sem kjósa í norðri fá að
velja á milli helstu stjórnmálaleið-
toga landsins, sem hafa skipað sér
á norðurbekkinn. Davíð Oddsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, og tvíeykið
Össur Skarphéðinsson og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir eru öll að
norðanverðu. Í suðri verða Geir
Haarde, varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins, Jóhanna Sigurðardótt-
ir, alþingismaður Samfylkingar, og
líklega Jónína Bjartmarz þingkona
Framsóknarflokksins. Íbúar suð-
urkjördæmisins verða því í flest-
um tilvikum að sætta sig við að
kjósa fólk sem er á hælum leiðtog-
anna. Því er vaxandi spenna meðal
þeirra sem hugsanlega verða
færðir úr suðri í kjördæmi leiðtog-
anna.
Þorvaldur vill ekki staðfesta að
hugmyndir séu um að færa ein-
hverja sérstaka borgarhluta en
segir að til að ná fram 100 atkvæða
mismun verði einhverjar götur
færðar en vill ekki tilgreina hvaða
hugmyndir séu þar uppi.
„Við munum lögum samkvæmt
ákveða þetta fimm vikum fyrir
kjördag,“ segir Þorvaldur. ■
Færum kannski
nokkrar götur
Endanleg ákvörðun um það hverjir verða í
Reykjavík norður og hverjir í suður verður tek-
in sex vikum fyrir kjördag.
GRAFARHOLT
Íbúar bíða þess að fá að vita í hvaða
kjördæmi þeir kjósa í vor.
LEIÐRÉTTING
Heimatilbúinn vandi?
„Ímyndið ykkur að fjöldi
glæpa þar sem skotvopn eru not-
uð hefði fallið gríðarlega eftir að
skammbyssueign almennings var
bönnuð. Stjórnmálamenn í öllum
flokkum sem voru fylgjandi bann-
inu sem þáverandi innanríkisráð-
herra, Michael Howard, lagði til
eftir fjöldamorðið í Dunblane,
væru í dag að hrósa sjálfum sér
fyrir framsýni sína,“ segir í leið-
ara The Daily Telegraph daginn
eftir að opinberar tölur sýna að
glæpum þar sem skotvopn eru
notuð hefur fjölgað um 46% á einu
ári og tvöfaldast frá gildistöku
laganna.
Leiðarahöfundur segir reynsl-
una sýna að ef löggjöfin um að
banna almenningseign á skamm-
byssum hafi haft einhver áhrif þá
hafi þau verið neikvæð. „Þingið
kann jafnvel að hafa aukið á vand-
ann með þeirri harkalegu aðgerð
að banna skammbyssueign,“ segir
leiðarahöfundur og tiltekur þau
rök að meðan bannið hafi valdið
heiðarlegu fólki vanda hafi það
orðið til þess að gera byssur að
stöðutákni glæpamanna og
svartamarkaðsbrask með þær út-
breiddara.
Ruglandi talnaleikir
Nýjar tölur um glæpatíðni eru
ruglingslegar og mótsagnakennd-
ar, segir leiðarahöfundur The
Times, og breiða því yfir alvar-
lega þróun sem taka þarf á. The
Times hefur þungar áhyggjur af
fjölgun rána, innbrota á heimili og
glæpa tengdum fíkniefnum og
hvetur til aðgerða. „Langt tímabil
samdráttar í glæpum í kjölfar
þess að Michael Howard tók upp
harðari stefnu virðist vera liðið.
Kenna má fjölgun ungra karl-
manna, ófullnægjandi löggæslu
og slappri refsistefnu um þessa
uggvænlegu breytingu.“
Stefnufesta í stað hræðslu
Það bregður við annan tón á
leiðarasíðu The Independent.
„Það er viðgengin regla í lífi fólks
að glæpum fjölgi, rétt eins og allt
var betra í gamla daga og það er
of mikið um endursýningar í sjón-
varpi,“ byrjar leiðari þar sem
bent er á að verulega hafi dregið
úr glæpum frá 1995 eftir að þeim
hafði fjölgað jafnt og þétt í tvo
áratugi. Mikil fjölgun glæpa með
skotvopnum sé vissulega
áhyggjuefni en það gleymist að
þeir eru einungis 0,18% allra
skráðra afbrota.
Blaðið skýtur þó á Tony Blair
forsætisráðherra og segir hann
skorta kjark til að fylgja sannfær-
ingu sinni. Í stjórnarandstöðu hafi
hann varað við neikvæðum áhrif-
um fangelsunar en nú segi hann
fleiri fangelsisdóma til marks um
bættan árangur. ■
Nýjar tölur um glæpatíðni í Bretlandi valda
sumum leiðarahöfundum áhyggjum meðan
einstaka rödd bendir á að ástandið hafi
batnað verulega undanfarin ár.
LeiðararGlæpur og refsing
Niðrandi
orðalag
þjóðernis-
sinna
Katrín Jónsdóttir og
Elsa M. Sigurðardóttir skrifa:
Okkur þótti áhugavert að lesagreinina um framboð þjóð-
ernissinna sem var birt í Frétta-
blaðinu 8. janúar. Í henni var
fjallað um „innflutning á lituðu
fólki“. Þótti okkur þetta orðalag
niðurlægjandi og óviðeigandi,
þar sem um er að ræða mann-
eskjur, ekki varning. Við gerum
ráð fyrir að þjóðernissinnum
þætti miður að heyra talað um
innflutning á Íslendingum til
Spánar eða Englands. Auk þess
finnst okkur ótrúlegt að þeir
ferðist aldrei sjálfir til útlanda,
bragði aldrei austurlenskan mat
né horfi á bandarískar bíómynd-
ir, t.d með Eddie Murphy í aðal-
hlutverki. Þessi hugsunarháttur
um „innflutning á lituðu fólki“ er
gamaldags og niðrandi og viljum
við minna þjóðernissinna á að
koma skal fram við náungann
eins og maður vill að komið sé
fram við sig. ■
Ú
t
s
a
l
a
Undirfataverslun
Síðurmúla 3-5
Sími 553 7355
Opið
mán-fös. frá kl. 11-18
lau. frá kl. 11-15