Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 21
21LAUGARDAGUR 11. janúar 2003 Biðin eftir vorinu Veðurfar hefur verið harlaóvenjulegt síðustu mánuðina. Stóra spurningin er hvort ástæð- una megi rekja til almennra breyt- inga í lofthjúpi jarðar vegna meng- unar af mannavöldum. Það er stað- reynd að koltvíildi hefur aukist mikið síðustu aldirnar. Efnið held- ur útgeislun frá jörðinni, sem ger- ir það að verkum að jörðin nær ekki að kólna eðlilega og veldur það gróðurhúsaáhrifum.“ Þór seg- ir koltvíildi hafa aukist um 30% í lofthjúpunum frá því fyrstu mæl- ingar voru gerðar árið 1750. Þá sé búið að reikna út að koltvíildi hafi ekki verið svona mikið í 420 þús- und ár og sennilegast ekki síðustu tuttugu milljón árin. Menn séu uggandi og leiti nú leiða til að sporna við þessari þróun. Hlýjustu ár aldarinnar Þór segir mælingar hafa sýnt að hlýjustu ár síðustu aldar hafi verið á árunum 1990 til 2000. „Það er eitthvað sérkennilegt að gerast í veðurfarinu. Síðasti áratugur var hlýr og virðist ætla að vera áfram- hald þar á.“ Þór er verkefnisstjóri hafíssrannsókna á Veðurstofu Ís- lands. Eftir að hafa skoðað veður- tunglamynd sem send var að utan tóku Þór og félagar hans eftir því að hafís hefur farið minnkandi. „Hafís við Grænland hefur ekki verið jafn lítill síðan byrjað var að fylgjast með hafísnum fyrir 100 árum eða svo. Á þeim tíma var hann tiltölulega mikill við Ísland. Má því álykta að hafísinn við Aust- ur Grænland hafi ekki verið minni síðan á þjóðveldisöld, þegar hlý- indaskeið ríkti.“ En hvað með bráðnun jökla? „Með auknum hlý- indum eykst hættan á því að jöklar bráðni, ekki síst jöklarnir á Suður- skautinu. Því er haldið fram að gerist það hækki yfirborð sjávar um nokkra metra. Í kjölfarið færi þurrlendi á Kyrrahafinu undir yf- irborð sjávar og ágangur sjávar yrði meiri við strendur. Það yrði jafnvel spurning um framtíð mið- bæjar Reykjavíkur.“ Minnkun hafíss - jákvæð áhrif fyrir Íslendinga Þór segir þverrandi hafís geta haft jákvæðar afleiðingar fyrir Ísland. Mælingar á hafís í Norð- ur-Íshafi sýni að hann hafi minnkað síðustu 50 árin. „Þessi þróun leiðir til aukins gróðurfars á Íslandi og hlýnandi veðurfars. Það er ekki víst að sólardagar yrðu fleiri heldur gæti rigningar- dögum fjölgað.“ Þór segir minni hafís auka líkur á tíðari sigling- um meðfram norðurströnd Asíu milli Atlantshafs og Kyrrahafs. „Ef ísinn minnkar enn frekar verður jafnvel hægt að sigla þessa leið án aðstoðar ísbrjóta. Ég hef lengi bent á möguleikana á auknum hagnaði til handa Ís- lendingum ef reist yrði umskip- unarhöfn, til dæmis í Reykjavík eða á Reyðarfirði.“ Þór segist hafa reifað þessa hugmynd fyrst fyrir fimmtán árum. Frá þeim tíma hafi skilyrði enn batnað, ekki síst við hrun Sovétríkjanna. Það hafi leitt til þess að siglinga- leiðin varð enn opnari. Veður fer kólnandi Það hefur ekki farið framhjá neinum að loftslagið hefur verið mun hlýrra á Íslandi en hjá frænd- þjóðum okkar í Skandinavíu og jafnvel víðar í Evrópu. Þór fer ekki í grafgötur með að veðurblíðan sem af er sé búin að vera sérstök. „Alla jafna kemur veðrið að vestan. Loft- ið streymir þá frá vestri til austurs eftir breiddarbaugum. Í kjölfarið koma síðan lægðirnar með ylinn og rigningu. Nú hefur svo brugðið við að lofthringrásin hefur verið sveiflukenndari en venjulega, sem hefur gert það að verkum að meiri hreyfing er til okkar frá suðri og áfram norður. Um leið njótum við þess að fá hlýja loftið að sunnan. Yfir Skandinavíu liggur áttin frá norðri til suðurs í eins konar bylgju- hreyfingu. Svipað hefur verið að gerast yfir Norður-Ameríku.“ En hvað með veðrið á næstunni? Þór segir líklega lát á þessu góða veðri, áttirnar séu að breytast. „Spár fyrir næstu daga segja okkur að suðlægar áttir verði ríkjandi fram yfir helgi. Á þriðjudag eða miðvikudag koma norðlægar áttir með snjókomu eða slyddu og frosti víðast hvar. Ég ráðlegg fólki að fara að líta eftir húfunni og dusta af henni rykið.“ Blaðamaður stynur lítillega við þessar fregnir en getur ekki annað en tekið undir með Þór að biðin eftir vorinu hafi styst til muna í veðurblíðunni sem nú virðist vera að renna sitt skeið á enda. kolbrun@frettabladid.is ÞÓR JAKOBSSON Hann segir minnkandi hafís geta haft jákvæðar afleiðingar fyrir Ísland. Mælingar á hafís í Norður-Íshafi sýni að hann hafi minnkað síð- ustu 50 árin. „Þessi þróun leiðir til aukins gróðurfars á Íslandi og hlýnandi veðurs. Það er ekki víst að sólardagar yrðu fleiri heldur þvert á móti gæti rigningadögum fjölgað.“ Tíðarfarið að undanförnu hefur verið með miklum ágætum og hitatölur farið vel upp fyrir frostmark. Hvað veldur þessari veðurblíðu og hvað er að gerast í veðurfari almennt? Þór Jakobsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, svarar knýjandi spurningum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.