Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 11. janúar 2003 ,MYNDLIST „Ég fullyrði að þetta er eitt af fallegri galleríum á landinu öllu - hvorki meira né minna. Ein- staklega fallegt rými, hentugt fyr- ir þrívídd og þá sem eru að vinna með rými, svo sem innsetningar, málverk, teikningar og hvað sem helst,“ segir Ása Hauksdóttir. Gallerí Tukt er til húsa í Hinu húsinu í Pósthússtræti 3-5 og Ása stýrir rekstrinum. Galleríið er á vegum ÍTR og hefur það að mark- miði að vera vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára til að koma listsköpun sinni á fram- færi sér að kostnaðarlausu. Það hlýtur að teljast vel í lagt fyrir þá sem yngri eru því eldri myndlist- armenn kvarta oft sáran og segja hörgul á sýningarsölum. „Já, það er rétt. Og þá vil ég segja, af því þetta er jafnt fyrir leika sem lærða, að ég geri undan- tekningar á reglunni þegar lof- andi listnemar sem eru að útskrif- ast eru annars vegar. Þótt þeir séu orðnir örlítið eldri mega þeir sýna hjá mér. Að auki er að alltaf verð- ur einn virtur myndlistarmaður á ári sem sýnir í Tukt.“ Hver sýning stendur yfir í sextán daga og fær listamaðurinn aðstoð við að setja upp sýninguna og kynna hana. Næsta opnun í Tukt er sýning á verkum Ólafar Dómhildar Jóhannesdóttur sem var að útskrifast af myndlistar- braut FB. Sýning hennar opnar laugardaginn 18. janúar. Ása segir þetta ómetanlegt fyr- ir ungt listafólk að geta sér að kostnaðarlausu farið í gegnum það ferli að halda sýningu. „Að mörgu er að hyggja: Boðskort? Hverjum skal senda boðskort? Fréttatilkynningar? Og þannig má lengi telja. Hvað býður listamað- urinn uppá við opnum? Má reynd- ar ekki vera með hvítvín hjá ÍTR þannig að þetta er hugsanlega spurning um kaffi&kleinur eða sleikjó.“ ■ Tukt - gallerí fyrir ungt fólk. Ekkert hvítvín hjá ÍTR heldur... Kaffi & kleinur eða sleikjó ÁSA HAUKSDÓTTIR Segir ómetanlegt fyrir ungt fólk að fá tækifæri til að fara í gegnum það ferli sem er að halda myndlistarsýningu. GALLERÍ TUKT Forstöðukonan fullyrðir að það sé eitt af fallegri galleríum á landinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.