Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 35
35LAUGARDAGUR 11. janúar 2003 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 2.15, 3.30, 5.40, 7, 9 og 10.30 Sýnd kl. 2, 4 og 6 m/íslensku tali JAMES BOND kl. 8 og 10.308 MILE Forsýnd kl. 12.30 e. miðnætti Sýnd kl. 7, 9, 10.10, 11.15 og 12.15 VIT 498 Sýnd kl. 7, 8, 9 og 11 HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 4 VIT493 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali 2, 3, 4, 5, 6 VIT498 JAMES BOND kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Kl. 2.30, 4.30, 6.30, 8.30, 10.30 b.i. 14 ára Sýnd kl. 2.30, 6.30 og 10.30 Upplýsingar og tímapantanir alla daga í síma 561 8585 Lifum í vetur betur Aðhaldsnámskeið með hjólatímum, sérstökum æfingum byggðum á hathajóga, öndun og teygjum. Í boði eru morgun- og kvöldtímar. Þátttakendur mæta 3-5 sinnum í viku og allir fá kennslugögn, eftirlit með matarræði, vatnsbrúsa ásamt frjálsum aðgangi að líkamsræktar stöðvum World Class í Fellsmúla og Spöng. Yogaspuni Gauja litla 6 ára gamalt verð! 6 ára afmælistilboð öll námskeið á 14.500 kr. í janúar. www.gauilitli.is FÓLK Söng- og leikkonan Jennifer Lopez, eða J-Lo eins og hún er stundum kölluð, hefur fengið unnusta sinn Ben Affleck til að fleygja öllu sem minnir á gamla piparsveinalífsstílinn hans, þar á meðal billjardborði og glym- skratta. „Hún lét mig meira að segja fleygja nýju rúmi,“ sagði Affleck meðal annars við besta vin sinn Matt Damon. Ben Affleck hefur verið einn eftirsóttasti piparsveinn Holly- wood síðustu ár og hefur verið kenndur við hinar ýmsu konur á þeim tíma. Hann tók saman við J- Lo fyrir nokkru síðan. Sjálf hefur J-Lo meðal annars verið í sambandi með P. Diddy og dansaranum Chris Judd. ■ TÓNLIST Maurice Gibb, einn af Gibb- bræðrunum þremur í hljómsveit- inni Bee Gees, liggur alvarlega veikur á sjúkrahúsi á Miami. Gibb, sem er 53 ára gamall, hneig í gólfið á heimili sínu í Flórída og er talið að hann hafi fengið hjartaáfall. Hann var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann gekkst í snarhasti undir aðgerð. Vinir og vandamenn Gibb óttast mjög um hann enda er hann fyrr- verandi áfengissjúklingur. Fjöl- margir hafa heimsótt hann á sjúkrahúsið, þar á meðal Barry, bróðir hans og Michael Jackson, sem hafa verið í samstarfi undan- farið. Maurice Gibb er bassa- og hljómborðsleikari í Bee Gees og er þekktur fyrir að vera sá fyndni af bræðrunum þremur sem enn eru á lífi. Hann hefur staðið í ströngu undanfarið við upptökur á nýrri plötu með hljómsveitinni. ■ TÓNLIST Það er ekki æsingnum og látun-um fyrir að fara á plötunni Made for Market sem íslenska hljómsveitin Ampop gaf út rétt fyrir jólin. Eins og nafn hljóm- sveitarinnar gefur til kynna leik- ur hún blöndu af ambient tónlist og poppi sem ætlað er að svífa með hlustandann inn í fagra draumaheima. Fyrsta lagið, „January,“ er hugljúft ambient lag og kemur manni umsvifalaust í rólegheita- stemningu. Þannig silast platan áfram, misjöfn að gæðum þó. Lögin eru öll frekar keimlík: ró- legur píanóleikur, lágstemmdur söngur og tölvutaktur spilaður undir. Það er einmitt gallinn við plötuna. Það vantar einhvern brodd í hana og smám saman fer manni að leiðast allt þetta gauf. Oftast nær er söngurinn heldur ekki til að bæta útkomuna og jaðrar á köflum við að vera leiðin- legur í litleysi sínu. Góð lög eru samt inn á milli. Auk „January“ má sérstaklega nefna hið heillandi „Comparison.“ Áreynsluleysi og lítil fjölbreytni gera það hins vegar að verkum að Made for Market tekst aldrei al- mennilega að hrífa mann með. Förin inn í draumaheima verð- ur því að bíða enn um sinn. Freyr Bjarnason AMPOP: MADE FOR MARKET Drauma- heimar bíða Útsala 10-55% afsláttur Laugavegi 46 s. 561 4465 Maurice Gibb úr Bee Gees: Alvarlega veikur BEE GEES Maurice Gibb, í miðjunni, spilar á bassa og hljómborð í Bee Gees. EFTIRSÓTTUR Ben Affleck hefur verið einn heitasti pipar- sveinninn í Hollywood. Lopez er ekki par ánægð með það. Affleck hlýðir Lopez: Fleygði pipar- sveinalífinu KVIKMYNDIR Leikarinn Brad Pitt ætlar að framleiða og hugsanlega leika í kvikmyndinni „The Madman of Alcatraz.“ Þetta er dramatísk mynd sem byggð er á sannri sögu um sam- band sálfræðings og alræmds fanga. Leikarinn Burt Lancaster fékk Ósk- arsverðlaun árið 1963 fyrir leik sinn í myndinni „The Birdman of Alca- traz“ sem fjallaði um svipað efni. ■ PITT Ekki er víst hvort Brad Pitt leiki í myndinni eða einbeiti sér alfarið að framleiðslu hennar. Brad Pitt í nýrri mynd: Brjálæðingurinn frá Alcatraz

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.