Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 39
39LAUGARDAGUR 11. janúar 2002 „Námið hefur gagnast mér afar vel og hefur opnað margar dyr í lífi mínu. Þegar ég var hálfnaður með MCSA braut fékk ég starf hjá einu af stóru tölvufyrirtækjunum.” Daníel F. Jónsson nemandi á MCP, MCSA og MCSE braut 2001-2002 MCSE braut hjá Rafiðnaðarskólanum Fyrir þá sem vilja ná árangri Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · www.raf.iswww.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma THE BACHELOR Piparsveinninn hefur fengið nýjan keppinaut. Nýir sjónvarpsþættir í Bandaríkjunum: Piparmærin slær í gegn SJÓNVARP Þrír „raunveruleika- þættir“ sem frumsýndir voru í bandarísku sjónvarpi í síðustu viku fóru allir vel í áhorfendur og náðu góðu áhorfi. Um er að ræða þættina „The Bachelorette“ og „Celebrity Mole: Hawaii“ sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni ABC og „Star Search“ sem sýndur er á CBS-stöðinni. „The Bachelorette“ fékk besta áhorfið af þáttunum þremur. Þátt- urinn er svipaður í uppbyggingu og þættirnir vinsælu „The Bachelor“ nema að í þetta skiptið berjast 25 karlmenn um hylli einn- ar konu. Fleiri horfðu á þáttinn á miðvikudagskvöld heldur en hinn vinsæla þátt „The West Wing,“ eða 17,44 milljónir áhorfenda. ■ FÓLK Áhugamaður um sagnfræði hefur ritað bresku drottningunni bréf þar sem hann krefst þess að líkamspörtum af dýrlingum, sem hann segir að hafi verið stolið úr kapellu fyrir hundrað árum, verði skilað aftur. Paul Cantrell telur að líkams- partar hafi verið teknir úr Lincoln kapellunni á 16. öld samkvæmt skipun Hinriks VIII konungs og fluttir í Tower of London. Þar á meðal eru höfuð af Heilögum Hugh, fyrsta dýrlingi Lincoln, fingur af Heilagri Katrínu, tönn úr Heilögum Páli og bein úr Heilögum Stefáni. Cantrell hefur farið þess á leit við drottninguna að líkamspörtunum verði skilað aftur. Ef drottningin verður ekki við beiðninni vill hann að kapellan njóti fjárframlaga frá konungs- veldinu. Cantrell byggir kröfu sína á því að kapellan hafi orðið af milljónum punda vegna sýningarhalda síð- astliðin 464 ár. Flestir gestir kapellunnar borga rúm þrjú pund í aðgang, sem nemur tæpum 500 krónum. „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Cantrell meðal annars í bréfi sínu. „Við viljum þessa fjársjóði aftur. Ef þeir hefðu verið í kapell- unni hefðum fólk borgað milljónir punda í aðgangseyri fyrir að sjá þessa hluti.“ Yfirvöld í Buckingham-höll munu íhuga málið og svara Can- trell fyrr en seinna. ■ BRESKA DROTTNINGIN Ætlar að svara áhugamanni um sagnfræði sem krefst þess að líkamspörtum verði skilað. Breska drottningin: Krafin um að skila líkamspörtum FÓLK Penelope Cruz ropar í nýrri auglýsingu þar sem verið er að auglýsa eðaldrykkinn Coca-Cola. Auglýsingin er hluti af nýrri her- ferð sem hleypt verður af stokk- unum í vor. Í henni má sjá ýmsar stórstjörnur þamba kók en ekki fylgir sögunni hvort þær ropa all- ar. Það er kærasti Cruz, leikarinn Tom Cruise, sem leikstýrir aug- lýsingunni í félagi við aðra. Fram- leiðendur kók voru ekki nógu ánægðir með síðustu herferð og síður þá staðreynd að kók tapaði um 0,5% af markaðshlutdeild sinni 2001. Keppinautunum í Pepsi gekk betur, en þeirra her- ferð skartaði stjörnum á borð við Britney Spears og Beyonce Know- les úr Destiny´s Child. ■ Ný herferð Coca-Cola: Cruz ropar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.