Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 32
FUNDIR
12.00 ITC deildin Fífa fundar í kaffiteríu
Gerðasafns í Kópavogi. Fífufélagar
kynna meðal annars nokkrar
bækur.
TÓNLEIKAR
17.00 Hinir árlegu Vínartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands verða
í Háskólabíói síðdegis í dag. Þetta
eru fjórðu og síðustu tónleikarnir
þetta árið. Garðar Thór Cortes
syngur einsöng og Lucera Tena
leikur einleik á kastanettur með
hljómsveitinni. Peter Guth stjórn-
ar hljómsveitinni.
20.00 Andromeda hópurinn heldur
tónleika í tónleikasalnum Ými.
KVIKMYNDIR
Stanley Kubrick bíómaraþonið stendur
yfir í allan dag í Loftkastalanum.
Allar 16 myndir Kubricks eru
sýndar. Öllum er heimilt að taka
þátt í bíóþoninu á meðan hús-
rúm leyfir. Ekkert þátttökugjald.
Viðurkenningar eru veittar fyrir
áhorfsseiglu. Popp og aðrar veit-
ingar eru í boði.
FERÐALÖG
10.00 Jeppadeild Útivistar býður upp á
dagsferð um Eyfirðingaveg sem
hæfir flestum jeppum. Mæting er
fyrir utan skrifstofu Útivistar að
Laugavegi 178. Þátttaka er öllum
heimil og þátttökugjald er ekkert.
OPNANIR
14.00 Myndlistamaðurinn Arnar Her-
bertsson opnar málverkasýningu
í Galleríi Sævars Karls. Myndefnið
er fengið úr bókinni ‘Handan
góðs og ills’ eftir Friedrich
Nietzsche.
14.00 Í Ketilshúsinu á Akureyri verður
opnuð sýningin Veiðimenning í
Útnorðri.
15.00 Myndlistarmaðurinn Díana
Hrafnsdóttir opnar sýningu á leir-
verkum í Gallerý Hár og list - Hjá
Halla rakara, Strandgötu 39, Hafn-
arfirði.
15.00 Í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi verður í dag opnuð ljós-
myndasýning, þar sem sýndar
verða 124 ljósmyndir frá árunum
1921-81. Ljósmyndararnir eru 41
talsins, allir þýskir og aðhylltust
allir Bauhaus-stefnuna, sem fólst
í því að myndlist og iðnhönnun
ættu að sameinast í byggingarlist-
inni.
15.00 Bandaríska myndlistarkonan Joan
Backes opnar myndlistarsýninu
sína í Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar. Á þess-
ari sýningu beitir Joan ýmsum
miðlum til að koma til skila
vangaveltum sínum um tré og
skóga og það sjónræna viðhorf
sem þar kviknar.
15.00 Opnuð verður í Hafnarborg,
menningar- og listastofnun Hafn-
arfjarðar, sýning á verkum átta
færeyskra listamanna. Þetta er
sumarsýning Norðurlandahússins
í Þórshöfn sem í ár kallast ‘Atlant-
ic Visions’ eða HAFSÝN.
15.00 Hallgrímur Helgason opnar í
austursal Gerðarsafns í Kópavogi
sýningu með málverkum af Grim,
teiknimyndapersónunni með
tennurnar stóru. Myndirnar eru
unnar með nýjustu tölvutækni.
15.00 Bjargey Ólafsdóttir opnar í vest-
ursal Gerðarsafns í Kópavogi
sýningu sem hún nefnir
FLYING/DYING. Á sýningunni eru
ljósmyndir og vídeóverk, sem
meðal annars fjalla um bílslys
sem listakonan lenti sjálf í og
komst næst því að drepast.
15.00 Húbert Nói opnar sýningu á
neðri hæð Gerðarsafns í Kópa-
vogi. Sýningin, sem nefnist HÉR
OG HÉR / 37 mys, er sérstaklega
unnin fyrir salinn og er innsetning
á olíumálverkum sem sýna ann-
ars vegar hluta af salnum og hins
vegar málverk sem hanga þar á
veggjum.
17.00 Á jarðhæðinni í Gallerí Skugga,
Hverfisgötu 39, opnar Ásgeir Jón
Ásgeirsson málverkasýningu sína
sem ber yfirskriftina “neo–naive“.
Ásgeir hefur tekið þátt í nokkrum
samsýningum og unnið við hönn-
un á tölvuleiknum Eve online.
17.00 Í kjallaranum í Gallerí Skugga,
Hverfisgötu 39, opnar Hans Alan
Tómasson sýninguna “Undir-
myndir“. Um er að ræða lág-
myndir sem unnar eru með
blandaðri tækni s.s. M.D.F. bíla
spartli, olíulakki, gólfbóni og öðr-
um tilfallandi efnum.
17.00 Rakel Kristinsdóttir opnar sýn-
ingu á verkum sínum í Kaffi Sól-
on, Bankastræti 7a.
LEIKHÚS
20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir
Sálina hans Jóns míns og Karl
Ágúst Úlfsson verður frumsýndur
á Stóra sviði Borgarleikhússins.
20.00 Með fullri reisn, söngleikur eftir
Terrence McNally og David Yaz-
bek, verður sýndur á Stóra sviði
Þjóðleikhússins.
20.00 Jón og Hólmfríður eftir Gabor
Rassov, frekar erótískt leikrit í
þrem þáttum, verður sýnt á Nýja
sviði Borgarleikhússins. Fáar
sýningar eftir.
20.00 Hin smyrjandi jómfrú eftir
Charlotte Bøving er sýnd í Iðnó.
SKEMMTANIR
16.30 Fjölskylduhátíð í Félagsmiðstöð-
inni Tónabæ, Safamýri 28 í
tengslum í tengslum við hátíðina
Dagur Nella nágranna.
23.59 Botnleðja spilar á Grandrokk. 20
ára aldurstakmark. Aðgangur
kostar 500 krónur.
Óskar Einarsson trúbador skemmtir á
Ara í Ögri í kvöld.
Unglingahljómsveitin POPS verður með
magnaðan Lokadansleik á Fjörukránni
í Hafnarfirði. Allir Bítla- og Stonesaðdá-
endur ættu að nota tækifærið núna og
draga fram dansskóna, því fáir ná að
fanga stemningu sjöunda áratugarins
með viðlíka hætti og drengirnir í POPS.
Diskórokktekið og plötusnúðurinn DJ
SkuggaBaldur verður á Búðarkletti í
Borgarnesi ásamt ljósagangi, reyk, þoku
og tónlistarinnskotum síðustu 50 ára.
Hljómsveitin SAGAKLASS leikur á
Players í Kópavogi.
Atli verður á neðri hæðinni og KGB á
efri hæðinni á 22 í kvöld. Munið stúd-
entaskírteinin.
Sælusveitin leikur fyrir dansi á Café
Catalina, Hamraborg 11 í Kópavogi.
ÚTIVIST
11.00 Dagsferð Ferðafélags Íslands í
Herdísarvík. Páll Sigurðsson pró-
fessor verður leiðsögumaður í
ferðinni. Mikilvægt er að klæðast
vel og hafa með sér gott nesti.
Lagt verður af stað frá BSÍ með
viðkomu í Mörkinni 6. Heimkoma
er áætluð um kl. 17.00. Verð er
2.000 kr. fyrir félagsmenn og
2.500 kr. fyrir aðra.
KVIKMYNDIR
Stanley Kubrick bíómaraþoninu lýkur
klukkan 9 að morgni sunnudags í Loft-
kastalanum. Sýningar hófust á föstu-
dagskvöld. Öllum er heimil þátttaka
meðan húsrúm leyfir.
15.00 Tvær 50 mínútna rússneskar
myndir verða sýndar í bíósal
MÍR, Vatnsstíg 10. Sú fyrri er
teiknimynd frá árinu 1984, byggð
á ævintýri rússneska skáldsins Al-
exanders Púshkíns um Saltan
keisara. Hin kvikmyndin er heim-
ildarmynd um siglingu rússnesku
seglskútunnar „Andrésar postula“
um heimshöfin á árunum 1996-
1999. Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill.
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir í
Bæjarbíói í Hafnarfirði kvikmynd-
ina Morgunn lífsins, sem gerð
var eftir skáldsögu Kristmanns
Guðmundssonar árið 1955.
Myndin er svarthvít og tekin í V.-
Þýskalandi. Leikstjóri er Robert A.
Stemmle. Miðaverð er kr. 500.-
TÓNLEIKAR
20.00 Píanóleikararnir Hrefna Eggerts-
dóttir og Jóhannes Andreassen
og slagverkshópurinn Benda,
skipaður þeim Steef van Ooster-
hout, Eggerti Pálssyni og Frank
Aarnink, leika verk eftir Benjamin
Britten, John Cage og Béla Bartok
á Tíbrártónleikum í Salnum í
Kópavogi.
15.00 Hin árlega áramótaveisla til styrkt-
ar Styrktarfélagi krabbameins-
sjúkra barna verður í Háskóla-
bíói. Fram kemur landslið Ís-
lands í poppi: Bubbi Morthens,
Papar, Stuðmenn, Írafár, Day-
sleeper, Á móti Sól, Sálin hans
Jóns míns, Í svörtum fötum, Land
og synir, KK, Eyjólfur Kristjánsson
og Páll Rósinkranz ásamt Jet
Black Joe. Miðaverð er 2000
krónur.
32 11. janúar 2003 LAUGARDAGUR
LEIKHÚS Býsna langt er orðið frá
því nýr íslenskur rokksöngleikur
var síðast frumsýndur. Þetta ger-
ist þó í kvöld þegar Sálin hans
Jóns míns stígur á svið í Borgar-
leikhúsinu ásamt níu leikurum
og sex dönsurum og flytur þar
söngleikinn Sól og Mána.
Arnbjörg Valsdóttir fer með
hlutverk Sólar, ungrar stúlku
sem hefur verið óhamingjusöm
frá því hún fæddist. Hún hefur
aldrei brosað. Að sjálfsögðu leys-
ir ástin hana úr þessum álögum,
eins og vera ber í söngleikjum.
Söguþráðurinn er að öðru
leyti ævintýralegur, ber sterk
einkenni vísindaskáldskapar og
er með heimspekilegu ívafi. Bar-
átta trúar og vísinda vefst með
ýmsum hætti inn í persónulegt
ævintýri Sólar og engilsins
Mána, sem Bergur Þór Ingólfs-
son leikur.
Hilmar Jónsson er leikstjóri
sýningarinnar. Þórunn María
Jónsdóttir sá um búningana og
Finnur Arnar Arnarsson leik-
myndina.
„Við þrjú erum búin að vinna
saman í sjö, átta ár og höfum
gert eitthvað á annan tug sýn-
inga á þessum tíma,“ segir Hilm-
ar.
Hilmar og Finnur hafa starfað
saman frá því 1995 þegar þeir
stóðu að stofnun Hafnarfjarðar-
leikhússins Hermóðs og Háðvar-
ar og settu upp Himnaríki eftir
Árna Ibsen. Þórunn kom svo til
liðs við þá árið eftir þegar Birt-
ingur eftir Voltaire var settur á
svið.
Þau hafa einnig verið fengin
til að setja upp verk annars stað-
ar, Kryddlegin hjörtu í Borgar-
leikhúsinu og Cyrano de Berger-
ac í Þjóðleikhúsinu.
„Við erum fengin til að gera
þetta, kannski til þess að reyna
aðeins á þanþol söngleikjaforms-
ins,“ segir Hilmar. „Við erum
kannski með smávegis nýrri af-
stöðu til söngleikja. Við erum
einnig með Íslenska dansflokk-
inn í þessu, listrænan dansflokk,
sem eru algjör forréttindi.“
Hugmyndin að verkinu er
komin frá Guðmundi Jónssyni,
lagahöfundi Sálarinnar. Lögin í
sýningunni eru einkum af plöt-
unum Logandi ljós og Annar
Máni, sem voru samdar með
söngleik í huga. „Þetta er þeirra
draumur, sem er að rætast
núna,“ segir Hilmar.
Karl Ágúst Úlfsson tók að sér
að skrifa verkið fyrir leiksvið.
Þau Hilmar, Finnur og Þórunn
segjast reyndar vera orðnir
miklir aðdáendur Sálarinnar eft-
ir að hafa kynnst tónlist hennar
ofan í kjölinn undanfarnar vikur.
„Maður er búinn að hlusta á
þessi lög hundrað sinnum, og
maður er ekki ennþá búinn að fá
leið á þeim. Maður syngur þau í
huganum og hækkar meira að
segja í útvarpinu þegar þau
koma,“ segir Þórunn.
gudsteinn@frettabladid.is
Dapra stúlkan Sól
og engillinn Máni
Nýr íslenskur rokksöngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson
verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld.
SÓL OG MÁNI
Arnbjörg Valsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson í hlutverkum Sólar og Mána.
LAUGARDAGUR
11. JANÚAR
hvað?
hvar?
hvenær?
SUNNUDAGUR
12. JANÚAR
hvað?
hvar?
hvenær?