Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 2
Tvíburi í haldi: Á reynslu- lausn FÍKNIEFNI Rannsókn í máli Þjóð- verja og tveggja Íslendinga sem grunaðir eru um innflutning á sterku amfetamíni og hassi geng- ur vel. Íslendingarnir tveir eru tvíburar fæddir árið 1972. Stutt er síðan annar þeirra fékk reynslulausn. Hann var dæmdur í fangelsi í fjögur ár vegna stóra fíkniefnamálsins. Sá hefur frá 1990 hlotið átta refsi- dóma fyrir þjófnað, skjalafals, fíkniefnabrot og fleiri brot. Hinn er vel þekktur í glæpaheiminum. Rannsókn málsins hefur staðið síðan 7. nóvember þegar Þjóð- verjinn var staðinn að smygli. Fljótlega í kjölfarið var annar tví- burinn handtekinn og hinn, sem tengdist stóra fíkniefnamálinu, tæplega þremur vikum síðar. ■ 2 11. janúar 2003 LAUGARDAGUR Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri Stellu í framboði. Stella í framboði hefur verið sýnd við ágæta að- sókn að undanförnu. Á myndina flykkjast aðdáend- ur hennar sem geta ekki gleymt henni frá því hún var í orlofi um árið og vilja ólmir fylgjast með hvernig henni gengur í framboði. Nei, Stella Leósdóttir Löve eldist ekki illa. Hún eldist afskaplega vel, svo vel að ég held að hún eldist afturábak. Það er vegna þess hve jákvæð, framsýn og heppin hún er í lífinu. SPURNING DAGSINS Guðný, eldist Stella illa? UPPGJÖR Hagnaður Baugs fyrstu níu mánuði rekstrarárs síns er sá mesti sem nokkurt félag hefur skilað í íslenskri rekstrarsögu. Hagnaður félagsins var 8,8 millj- arðar króna eftir skatta. Hagnað- urinn skýrist að stórum hluta af söluhagnaði félagsins á eign sinni í Arcadia. Söluhagnaður Baugs ID, sem sér um fjárfest- ingar Baugs, var 7,4 milljarðar, en heildarhagnaður þess hluta starfseminnar var um tíu millj- arðar króna. Handbært fé félags- ins er óvenju mikið, eða 14,2 milljarðar króna. Aðrir þættir í rekstri félags- ins draga afkomuna niður. Tæp- lega 900 milljóna tap var af rekstri Baugs í Bandaríkjunum. Baugur Ísland tapaði tæpum 300 milljónum. Eigið fé Baugs hefur aukist um 76%. Jón Ásgeir Jóhannesson segir starfsmenn stolta af því að hafa myndað mesta hagnað Íslands- sögunnar. „Rekstur á Íslandi er enn undir væntingum.“ Hann segir þó kostnað fara lækkandi. Forsvarsmenn Baugs segja mikla vinnu fram undan að ná viðunandi afkomu af rekstri fyr- irtækisins á Íslandi og í Banda- ríkjunum. ■ Afkoma Baugs: 14 milljarðar króna á lausu ÍSLANDSMET Hagnaður Baugs er sá mesti í rekstrarsögu þjóðarinnar. Skýringin er góður árangur félags- ins í fjárfestingu í Bretlandi. Innbrot í Hans Petersen: Tveir í haldi INNBROT Tveir menn eru í haldi vegna innbrot í verslun Hans Pet- ersen á Laugavegi í fyrrakvöld. Þeir voru handteknir í fjöldahand- töku í fyrrakvöld. Þá voru átta handteknir í íbúð í Breiðholti. Við leit í íbúðinni endurheimti lög- regla hluta þýfisins en aðallega hafði verið stolið stafrænum myndavélum að andvirði tveggja milljóna króna. Ekki var hægt að yfirheyra fólkið fyrr en í gærdag vegna ástandsins sem það var í við hand- tökuna. Í ljós kom að tveir af þeim átta sem voru handteknir eru grunaðir um aðild að innbrotinu. Þá var einum aðila í viðbót haldið eftir en sá átti að vera búinn að mæta í afplánun. Hinum var öll- um sleppt og þykir sýnt að þeir tengjast ekki málinu. Lögreglan hafði áður handtek- ið tvo menn sem grunaðir voru um aðild en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. ■ ÁSTÞÓR FÆR EKKI TÖLVUR Hæsti- réttur hefur neitað kröfu Ástþórs Magnússonar um að fá aftur tölv- ur sem gerðar voru upptækar við húsleit hjá honum í tengslum við frægan tölvupóst Ástþórs um hryðjuverk. Hæstiréttur segir að svo kunni að fara að tölvurnar verði gerðar upptækar. VIÐSKIPTI Kauphöll Íslands hefur óskað eftir skýringum frá Búnað- arbankanum vegna samnings um sölu á hlutabréfum bankans í fjárfestingarfélaginu Straumi. Í greinaflokki Agnesar Bragadótt- ur í Morgunblaðinu um viðskipta- átök hluthafa Íslandsbanka er greint frá því að Árni Tómasson bankastjóri og Yngvi Örn Krist- insson, framkvæmdastjóri verð- bréfa, hafi fyrir hönd Búnaðar- bankans gert samning við nokkur félög um sölu á ríflega 12% hlut í fjárfestingarfélaginu Straumi. Meðal þessara félaga voru Fjár- far sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og önnur félög tengd honum og Kaldbakur sem Þorsteinn Már Baldvinsson á hlut í. Fjárfestingarfélagið Straum- ur er skráð í Kauphöll Íslands. Samkvæmt reglum Kauphallar- innar ber að tilkynna þegar eign- arhlutir fara upp eða niður fyrir ákveðin mörk í félögum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að ef marka megi frásögn Morgunblaðsins sé hugs- anlega um tilkynningaskyldan samning að ræða. „Þess vegna höfum við óskað eftir staðfest- ingu frá Búnaðarbankanum um hvort þarna sé rétt frá greint og að fá afrit af samningnum.“ ■ Leynisamningur í Búnaðarbanka: Kauphöllin vill fá afrit VILJA SKÝRINGAR Kauphöll Íslands telur hugsanlegt að regl- ur um kauphallarviðskipti hafi verið brotn- ar með samningi sem Búnaðarbankinn gerði. Farið hefur verið fram á skýringar. EINKAVÆÐING Franski bankinn Société Générale, sem hugðist fjárfesta með S-hópnum í Búnað- arbanka Íslands, verður ekki með- al fjárfesta í bankanum. Bankinn vinnur að fjármögnun með S- hópnum. Aðrir erlendir bankar munu kaupa þann hlut í Búnaðar- bankanum sem Société Générale ætlaði að kaupa. Helst er talað um þýska banka enda hefur S-hópur- inn unnið með útibúi Société Générale í Frankfurt. Meðal þeir- ra mun vera einn þekktur banki, en aðrir eru minni spámenn. Société Générale hefur skoðað sameiningarkosti Búnaðarbank- ans við aðrar innlendar fjármála- stofnanir. Bæði Kaupþing og Landsbankinn voru talin góðir kostir sem myndu skila hagræð- ingu í rekstri. Útreikningar Société Générale munu hafa sýnt sparnað upp á 500 milljónir á ári með sameiningu við Kaupþing. Sameiningu Búnaðarbanka og Landsbanka var hins vegar hafn- að á sínum tíma af samkeppnisyf- irvöldum. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er sameining Búnaðarbanka við Kaupþing stjórnendum Kaup- þings og S-hópnum síður en svo á móti skapi. Stjórnendur Búnaðar- banka munu hins vegar ekkert sérstaklega spenntir fyrir slíkri sameiningu. Kaupþing er ekki í hópi vinsælustu fyrirtækja í for- sætisráðuneytinu. Framsóknar- menn væru hins vegar ekki mót- fallnir slíkri sameiningu. Sam- kvæmt heimildum hafa engar við- ræður farið fram, en menn horfa af alvöru til þessa möguleika. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meðal þess sem hinir erlendu fjárfestar horfi til séu sameiningarmögleikar á markaði. Fullyrt er að þeir muni kaupa og tryggja þannig viðskiptin. Hug- myndin sé svo að selja aftur þeg- ar búið er að ganga frá hagræð- ingu og sameiningu á fjármála- markaði. Orðrómur hefur verið á kreiki um að erfiðlega gangi hjá S-hópn- um að safna fyrir bankanum. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa og sá sem hefur farið fyrir hópnum í kaupunum á Búnaðar- bankanum, vísar því hins vegar algerlega á bug. Varðandi það að önnur bankastofnun en Société Générale komi að kaupunum seg- ir Ólafur að hópurinn haf aldrei gefið neitt út um það að franski bankinn kaupi í bankanum. Þeir hafi gefið það eitt út að erlend fjármálastofnun eða stofnanir muni taka þátt í kaupunum, en ekkert umfram það. Fréttablaðið hefur hins vegar áreiðanlegar heimildir fyrir því að bein þátttaka Société Générale hafi verið uppi á borðinu. Innan S- hópsins sé lítil ánægja með þróun mála. Franski bankinn fær greiddar 3,5 milljónir evra eða 300 milljónir króna fyrir vinnu við að koma kaupunum saman. Þykir mönnum það há greiðsla fyrir það eitt að gera útlit hópsins fýsilegra gagnvart einkavæðing- arnefnd og ríkisstjórn. Enginn bilbugur er þó á S- hópnum í þessum viðræðum. Þeir telja að búið verði að ganga frá öllum lausum endum áður en nýjasti tímafresturinn renni út. Kaupin verði staðfest eins og ráð- gert hafi verið 21. janúar næst- komandi. haflidi@frettabladid.is Tekur 300 milljónir í ráðgjafarþóknun Franski bankinn Société Générale tekur 300 milljónir króna fyrir að koma á kaupum á Búnaðarbankanum. Kaupir ekki sjálfur hlut í bankan- um. Sameining Búnaðarbankans og Kaupþings þykir fýsilegur kostur. DÝR RÁÐGJÖF Franski bankinn sem hugðist kaupa í Búnaðarbankanum er hættur við. Bankinn tekur ríflega þóknun fyrir að koma kaupum S-hópsins á bankanum í kring. AFTUR Í VERKFALL Breskir slökkviliðsmenn hafa boðað nýtt verkfall til að þrýsta á um að fá ellefu prósenta launahækkanir. Þeir neita að mæta á fund með sáttasemjara og segja það engum árangri skila. 55.000 slökkviliðs- menn fóru í tíu daga verkfall á síðasta ári. REYNDIST SAKLAUS Flugvallar- starfsmaður á Charles de Gaulle flugvellinum í París sem hand- tekinn var með skotvopn og sprengiefni í bíl sínum síðasta haust reyndist saklaus. Vitni sem benti á hann viðurkennir að hafa komið á hann sök en hann hefur sagt fjölskyldu látinnar eigin- konu sinnar standa á bak við það. ENN EITT FLUGSLYSIÐ Tveir lét- ust þegar eins hreyfils flugvél lögreglunnar hrapaði utan flug- brautar á flugvellinum í Brussel. Mat á DeCode hækkar: Snögg hækkun á bréfunum VIÐSKIPTI Gengi DeCode, móðurfé- lags Íslenskrar erfðagreiningar, tók kipp á Nasdaq-markaðnum í gær. Bréfin hækkuðu í kjölfar þess að fjármálafyrirtækið J.P. Morgan hækkaði mat sitt á fyrir- tækinu úr hlutlausu í yfirvogun. Fyrirtækið telur að lyfjaþróun fé- lagsins hafi ekki verið metin inn í verð félagsins. Matsgengi J.P. Morgan er fjórir til fimm dollarar á hlut. Gengi bréfa DeCode hækkaði úr rúmum tveimur dollurum á hlut í tæpa þrjá. ■ GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Skipið áður en það sökk við Noregsstrendur. Guðrún Gísladóttir: Fjármagn sagt tryggt BJÖRGUN Norsk yfirvöld gefa eig- endum skipsins Guðrúnar Gísla- dóttur frest til þriðjudags til að sanna fjárhagslega getu til að ná skipinu af hafsbotni. Kostnaður hefur farið fram úr áætlun. Haukur Guðmundsson, hjá Ís- húsi Njarðvíkur, sagði í gær að að- eins ætti eftir að ganga frá forms- atriðum samnings um áframhald- andi fjármögnun. Norskt kafarafyrirtæki hefur yfirgefið verkefnið. Haukur sagði starfinu verða haldið áfram um leið og kafaramálið leystist. „Við erum enn bjartsýnir á að okkur takist ætlunarverk okkar,“ sagði hann. ■ EVRÓPA DÓMSMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.