Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 12
12 11. janúar 2003 LAUGARDAGUR BORGARMÁL Gert er ráð fyrir að hagnaður af rekstri borgarsjóðs verði 2 milljarðar króna eða sem nemur 5,9% af heildartekjum borgarinnar. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 2003 sem borgaryfir- völd hafa samþykkt. Heildartekjur borgarsjóðs eru áætlaðar 34,1 milljarður króna þar af eru skatttekjur 83% eða um 28,2 milljarðar. Rekstrargjöld eru áætluð 30,5 milljarðar króna og þar vega laun og launatengd gjöld þyngst en þau nema 55% af rekstrar- gjöldunum, eða 16,8 milljörðum króna. Útsvarshlutfallið helst óbreytt og verður 12,7% en sveitarfélög hafa heimild til að hafa útsvarið 13,03%. Útsvars- tekjur á árinu eru áætlaðar 23,5 milljarðar króna og renna 1,5 milljarðar í jöfnunarsjóð sveit- arfélaga. Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði verður 0,32% og helst því óbreytt frá því fyrra. Álagning á atvinnuhúsnæði hækkar um 25% og verður 1,65%. Skuldir borgarsjóðs án lífeyr- isskuldbindinga lækka um 120 milljónir króna á árinu að raun- gildi, eða úr rúmlega 16,7 millj- örðum króna í 16,6 milljarða. Gert er ráð fyrir að lífeyris- skuldbindingar hækki um 1.140 milljónir króna og verði 18.675 milljónir í árslok. Þrátt fyrir skuldaaukningu um 1.700 millj- ónir króna á árinu 2002, vegna fjárfestinga í lóðum og löndum, gerir áætlunin ráð fyrir að skuldir á íbúa verði 144 þúsund krónur á árinu, sem er 11 þúsund króna lækkun frá árinu 1999. Þrír milljarðar í bygginga- framkvæmdir Handbært fé frá rekstri er áætlað 4,4 milljarðar króna, en handbært fé segir til um hve stór hluti tekna er afgangs til fjár- festinga eða greiðslu skulda þeg- ar rekstur og fjármagnsliðir hafa verið greiddir. Áætlað er að verja 4 milljörðum króna í fjárfesting- ar, þar af 3 milljörðum í bygg- ingaframkvæmdir. Stærsti hlutinn, eða 1,5 millj- arðar króna, fer í byggingar- framkvæmdir vegna grunnskóla. Ljúka á framkvæmdum við ýmsa skóla í borginni og byggja við aðra. Þá á að hefja framkvæmdir við Ingunnarskóla í Grafarholti. Í æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamála fara 540 milljónir króna og vegur bygging yfir- byggðrar 50 metra keppnislaug- ar í Laugardal þyngst. Áætlaður heildarkostnaður við hana er milljarður króna og er áætlað að verja 320 milljónum í fram- kvæmdina á þessu ári. Um 305 milljónir fara í fram- kvæmdir við leikskóla borgar- innar og þá er áætlað að verja 262 milljónum króna til menn- ingarmála. Af þeim fjármunum fara um 65 milljónir króna í byggingu sýningarskála vegna fornleifa í Aðalstræti og 55 millj- ónir í byggingu nýs bókasafns í Árbæ. Ráðgert er að veita um 170 milljónum króna í framkvæmdir í þágu aldraðra og eru helstu út- gjaldaþættirnir 143 milljóna króna framlag borgarinnar til Markarholts og Eirar. Á þessu ári er ráðgert að ráð- stafa um 1.800 milljónum króna til nýbyggingar gatna en á móti þeim útgjöldum koma tekjur af gatnagerðargjöldum upp á millj- arð króna. Minni hagnaður hjá fyrir- tækjum borgarinnar Gert er ráð fyrir að fyrirtæki borgarinnar skili 820 milljóna króna hagnaði á árinu, samanbor- ið við rúma 2,5 milljarða króna í fyrra. Mismunurinn er um 1.670 milljónir króna. Mestu munar um samdrátt í hagnaði Orkuveitu Reykjavíkur. Hún skilaði 2,4 milljörðum króna í hagnað í fyrra en samkvæmt fjárhags- áætlun ársins 2003 skilar hún 743 milljónum. Bjarni Freyr Bjarna- son, fjárhagsáætlunarfulltrúi borgarinnar, segir að mismunur- inn skýrist fyrst og fremst af miklum gengishagnaði Orkuveit- unnar í fyrra. Ráðgert er að tekjur Reykja- víkurhafnar verði rúmur 1,1 milljarður króna á árinu eða um 60 milljónum hærri en í fyrra. Þá skilaði Reykjavíkurhöfn 76 millj- óna króna hagnaði en nú er höfn- in rekin með 13 milljóna króna tapi, sem er sveifla upp á tæpar 90 milljónir króna. Hvað nei- kvæða afkomu hafnarinnar snertir munar mestu um aukin fjármagnsgjöld. Tekjur bílastæðasjóðs eru svipaðar milli ára eða tæpar 440 milljónir króna. Ráðgert er að sjóðurinn skili 39 milljóna króna hagnaði á árinu samanborið við 119 milljónir í fyrra. Mismuninn má helst rekja til aukinna fjar- magnsgjalda. Útgjöld til fjárfestinga og áhaldakaupa á þessu ári eru lægri en áformað var í þriggja ára áætlun og eru stjórnendur borgarinnar hvattir til að draga úr útgjöldum. Fallið hefur verið frá áform- um um að reisa vistvænan leik- skóla á Kjalarnesi, þar sem áætl- anir sýna að hann verði dýrari, bæði í stofnkostnaði og rekstri, en hefðbundnir leikskólar. Þá verður fornleifagreftri í Víkur- garði frestað. Þó er stefnt að því að framkvæmdir við hótel í Aðal- stræti og sýningarskála undir fornminjar þar hefjist á árinu, eins og fyrr sagði. Í greinargerðinni kemur fram að ekki sé ánægjuefni að fresta framkvæmdum í borginni. Því hefur verið ákveðið að skipa þriggja manna nefnd borgarráðs- fulltrúa sem hefur það hlutverk að fara yfir öll útgjöld borgarinn- ar og gera tillögur um hvar draga megi úr útgjöldum áður en fjár- hagsrammar fyrir árið 2004 verða ákveðnir. Gert er ráð fyrir að þær tillögur muni fela í sér breytingar á starfsemi borgarinnar og að þjónustan verði endurskipulögð miðað við að þeir njóti hennar sem brýnastar þarfir hafa. Í greinargerðinni segir að það nægi ekki að gera almennar hag- ræðingarkröfur til daglegra stjórnenda. Slíkar kröfur, til dæmis hjá ríkinu, hafi leitt til þess eins að halli safnist fyrir ár frá ári, þjónusta verði ófullnægj- andi og á endanum verði að ákvarða veruleg viðbótarframlög í fjáraukalögum. trausti@frettabladid.is Borgarsjóður rekinn með 2 milljarða hagnaði Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 2003 hefur verið samþykkt. Laun og launatengd gjöld nema 55% af rekstrargjöldunum. Útsvarið er óbreytt. Mikill samdráttur hjá fyrirtækjum borgarinnar. RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Borgaryfirvöld áætla að verja 4 milljörðum króna í fjárfestingar á árinu, þar af 3 milljörðum í byggingaframkvæmdir. Stærsti hlutinn, eða 1,5 milljarðar króna, fer í byggingarframkvæmd- ir vegna grunnskóla. Ljúka á framkvæmdum við ýmsa skóla í borginni og byggja við aðra. Þá á að hefja framkvæmdir við Ingunnarskóla í Grafarholti. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Fjárhagsáætlun skiptist í tvo hluta, A og B hluta. A hluti tekur til almenns reksturs borgarinnar og stofnana henn- ar en B hlutinn til fyrirtækja í eigu borgarinnar. Í fjárhagsáætlun eru skatttekjur áætlað- ar og hagrænar forsendur unnar fyrir út- hlutun fjárhagsramma fyrir hvern mála- flokk. Áður en ramma er úthlutað eru haldnir fundir með forstöðumönnum og farið yfir fjárþörf viðkomandi mála- flokks. Borgarráð skiptir áætluðum tekj- um milli málaflokka en þeim ber síðan að haga rekstri þannig að fjárhags- ramminn dugi fyrir rekstrarútgjöldum. Einstakir útgjaldaliðir, þ.e. liðir þar sem forstöðumenn hafa takmörkuð áhrif á þróun útgjalda, eru bundnir og þar með bættir með viðbótarfjárveitingum fari þeir fram úr áætlun. LYKILTÖLUR FYRIR BORGARSJÓÐ (Fjárhæðir í milljónum króna á verðlagi í nóvember 2002) 1999 2000 2001 2002(1) 2003(2) Skatttekjur 22.700 24.100 27.000 26.800 28.000 Heildarskuldir 17.100 15.400 15.300 16.700 16.500 Eiginfjárhlutfall 58% 58% Fjárfestingar 3.500 1.800 6.300 6.000 3.900 Í HLUTFALLI AF SKATTTEKJUM 1999 2000 2001 2002(1) 2003(2) Skuldir 75,1% 63,9% 56,7% 62,1% 59,2% Fræðslumál 27,1% 30,3% 26,2% 30,7% 29,3% Leikskólar 10,9% 12,5% 11,6% 11,9% 11,7% Félagsmál 13,1% 13,8% 12,5% 13,4% 12% Íþrótta- og tómstundamál 7,2% 7,4% 6,1% 6,5% 5,8% Menningarmál 4,4% 5,4% 4% 3,9% 3,5% Umhverfis- og tæknisvið 13,8% 11,2% 11,4% 10% 9,9% Fjárfestingar 15,8% 15,2% 25,5% 22,5% 14,1% (1) Útkomuspá (2) Áætlun FJÖLDI ÍBÚA Í REYKJAVÍK (Tölur í þúsundum króna) 1999 2000 2001 2002 2003(1) Íbúar 109.795 111.342 112.276 113.278 114.524 (1) Áætlun SKULDIR OG SKATTTEKJUR Á ÍBÚA 1999 2000 2001 2002(1) 2003(2) Skatttekjur 207 216.8 240.3 236.8 244.1 Skuldir 155.5 138.4 136.2 147.2 144.4 (1) Útkomuspá (2) Áætlun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.