Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 40
11. janúar 2003 LAUGARDAGURHVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA?                 !           ! """   Nútímadjass: Sérsamið fyrir burtfarartónleika TÓNLIST „Það má segja að þetta sé spunnin tónlist með rætur í djasshefðinni,“ segir Róbert Reynisson gítarleikari um tón- listina sem hann samdi fyrir burtfarartónleika sína frá tónlist- arskóla FÍH. Tónleikarnir voru haldnir á föstudaginn en með Ró- bert léku félagar hans í sveitinni Adanak, þeir Helgi Svavar Helgason á trommur og hljóð- kára, Hrafn Ásgeirsson á tenór- og baritónsax og Davíð Þór Jóns- son á píanó og rafeinda Zukk. „Við höfum verið að spila saman í nokkur ár og ég ákvað að semja tónlist fyrir sveitina í tilefni af útskriftinni. Við tókum tónleik- ana upp og erum jafnvel að spá í að reyna að gefa þá út.“ Róbert er fæddur á Akureyri 1978 og hefur lært djasstónlist og gítarleik í FÍH frá árinu 1998, auk þess sem hann var eitt ár í Kungliga Musik Högskolan í Stokkhólmi. Hann hefur verið virkur í djasslífi yngri kynslóðar- innar og hefur meðal annars spil- að nokkuð á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Þá hefur hann leikið inn á hljómplötur með ýmsum flytjendum og komið fram með hljómsveitum á borð við 200.000 naglbíta og Ohgeath. ■ DÝRAVERND „Ég held að það sé mis- skilin góðmennska að hafa áhyggjur af velferð storksins í Húsdýragarðinum,“ segir Tómas Óskar Guðjónsson forstöðumaður en gestir garðsins hafa margir haft samband vegna storksins. Þeir hafa talið að honum væri kalt og hann gæti hreyft sig of lítið í því búri sem starfsmenn garðs- ins hafa komið honum fyrir í. Tómas Óskar segir að storkur- inn sé við hesta- heilsu og það sé ekkert sem bendi til þess að hon- um líði illa. „Farfuglar sem leita til heitari svæða á veturna fara ekki þangað vegna þess að þeim yrði svo kalt hérna, heldur er ástæðan ætisleit. Í Svíþjóð er tals- vert af storki sem dvelur þar allan ársins hring og þar hefur til að mynda verið mun kaldara í vetur en hér. Þar eru þeir fóðraðir yfir vetrartímann á sama hátt og starrinn og þrösturinn hér.“ Tómas bendir á að fuglar haldi vel á sér hita með dúninum og fjöðrunum sem þeir hafi þar yfir. Þeir geti í raun stjórnað hitastig- inu með því að ýfa fjaðrirnar í hita og loka fyrir í kulda og regni. „Það er hægt að merkja það mjög fljótt ef dýrum líður illa á því að þau fást þá ekki til að borða. Að sama skapi hirða þau ekki um sig og storkurinn sinnir sjálfum sér vel og tekur vel til matar síns.“ Til stendur að byggja stærra búr undir hann þar sem hann get- ur flögrað meira um og það verð- ur tilbúið eftir um það bil mánuð. Þar verður einnig betri aðstaða fyrir hann til að vera í vatni en storki er eiginlegt að standa í vatni og vaða. „Við höfum aðeins einu sinni tekið hann inn en það var á gamlárskvöld því þá var hann mjög hræddur þegar líða tók á daginn. En það var eingöngu vegna þess að hann var hræddur en ekki vegna þess að honum væri kalt.“ „Fólk hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum af velferð ann- arra dýra, svo sem hreindýranna og gæsanna. Þessum dýrum líður reglulega illa inni og þeim er eig- inlegt að vera úti. Ef þau fá nóg að borða er líðan þeirra góð.“ bergljot@frettabladid.is Storkinum er ekki kalt Menn hafa haft áhyggjur af velferð storksins í Húsdýragarðinum og talið illa farið með hann með því að gera honum ekki kleift að leita inn í kulda. Tómas Guðjónsson forstöðumaður segir það misskilda góðmennsku að halda að storkurinn vilji húsaskjól. 40 „Ég var að klára ævisögu Jóns Baldvins Hannibalssonar sem er mikill hvalreki fyrir krata. Hún er listilega vel skrifuð og í raun uppgjör við stjórnmál, menn og málefni síðustu aldar.“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur. „Það er hægt að merkja það mjög fljótt ef dýrum líður illa á því að þau fást þá ekki til að borða.“ STORKURINN Í HÚSDÝRAGARÐINUM Að sögn starfsmanna Húsdýragarðsins líður honum vel og þeir segja það fljótt að sjást á dýrum ef þeim líði illa. Storkurinn tekur vel til matar síns og hirðir sig vel. RÓBERT REYNISSON Róbert býr um þessar mundir í Zürich ásamt svissneskri kærustu sinni. „Ég er eig- inlega atvinnulaus í Sviss en vonast til að geta lagt fyrir mig atvinnumennsku í kjör- búðaáfyllingu. Svo hygg ég á frekara nám annað hvort í Sviss eða Þýskalandi.“ ÓPERA Æfingar á hinni blóðugu óp- eru Verdis um Macbeth eru komnar á fullt hjá Íslensku óper- unni en verkið verður frumsýnt 1. febrúar. Ólafur Kjartan Sig- urðarson leikur Macbeth en Elín Ósk Óskarsdóttir fer með hlut- verk hinnar kaldrifjuðu og metn- aðarfullu eiginkonu hans. Elín Ósk var full tilhlökkunar að takast á við Lafði Macbeth og stytti sér meðal annars biðina með því að lesa harmleik Shakespeares sem Verdi byggði óperuna á. Guðjón Óskarsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Jó- hann Friðgeir Valdimarsson og Snorri Wium fara með önnur að- alhlutverk. Petri Sakari, sem er Íslendingum að góðu kunnur frá hljómsveitarstjóratíð hans við Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórnar hljómsveitinni og Jamie Hayes leikstýrir. Macbeth er annað verkefni hans hjá Óperunni en hann leik- stýrði uppfærslu Óperunnar á La Bohème fyrir tveimur árum. Hönnuður leikmyndar er Will Bowen, sem kemur frá Bretlandi eins og leikstjórinn, og búninga- hönnuðurinn Kristine Pasternaka sem er frá Lettlandi. Lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guð- mundsson, sem alla jafna starfar við Þjóðleikhúsið en hefur einnig hannað lýsingu í fjölmörgum sýningum Óperunnar. ■ ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR Fer með hlutverk Lafði Macbeth í Óperunni. Æfingar standa yfir en verkið verður frumsýnt 1. febrúar. Sýningarn- ar verða aðeins átta og lýkur þeim í byrjun mars. Macbeth eftir Verdi: Blóðið rennur í Óperunni Bókalistinn: Arnaldur fer hvergi BÆKUR Kiljurnar hafa tekið völdin á sölulista Pennans að loknu jóla- bókaflóðinu. Staða Arnaldar Ind- riðasonar er enn sterk en þrjár eldri bækur hans raða sér á list- ann og Dauða- rósir hafa selst mest það sem af er árinu. Fá- dæma vinsæld- ir Turnanna tveggja í kvikmyndahúsum setja sitt mark á listann en þessi mikli ævintýrabálkur J.R.R. Tolkiens er í öðru sætinu. Anna Valdimars- dóttir fylgir Hobbitunum eftir með bók sinni Leggðu rækt við ástina. Bók hennar Leggðu rækt við sjálfan þig er í tíunda sæti en hún var mest selda bók síðasta árs í verslunum Pennans. ■ 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU BÆKURNAR Í VERSL- UNUM PENNANS/EYMUNDSSONAR Í JANÚARBYRJUN Arnaldur Indriðason DAUÐARÓSIR J.R.R. Tolkien HRINGADRÓTTINSSAGA 1-3 Anna Valdimarsdóttir LEGGÐU RÆKT VIÐ ÁSTINA Arnaldur Indriðason GRAFARÞÖGN Mál og Menning EGILS SAGA M/SKÝRINGUM Þór Whitehead ÍSLAND Í HERS HÖNDUM Arnaldur Indriðason NAPOLEONSSKJÖLIN Helgi Skúli Kjartansson ÍSLAND Á 20. ÖLD Jean Illsley Clarke AÐ ALAST UPP AFTUR Anna Valdimarsdóttir LEGGÐU RÆKT VIÐ SJÁLFAN..

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.