Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 19
Hvern hefði órað fyrir því fyr-ir 10 árum að fleiri en tvær íslenskar kvikmyndir yrðu frum- sýndar á sama ári? Tímarnir breytast og framleiðslan með. Tækifæri og aðferðir til þess að koma sögum upp á hvíta tjaldið fjölgar og kvikmyndahátíðir um heim allan taka íslenskum mynd- um með opnari hug en áður. Dægurmenning landsins er að verða eitt helsta einkenni Ís- lands út á við ef við lítum til vel- gengni íslenskra tónlista og kvikmynda á síðustu árum. Ekk- ert lát er á sköpunargleði land- ans og því megum við búast við frumsýningu a.m.k. sex nýrra mynda á árinu. Fjölmargar aðrar eru í vinnslu. Þriðja nafnið Kvikmyndin „Þriðja nafnið“ var forsýnd á Ísafirði á fimmtu- dagskvöldið. Myndinni er leik- stýrt af Einar Þór Gunnlaugssyni sem einnig skrifar handritið. Myndin fjallar um ungan erlend- an ofurhuga sem tekur upp á því að stela hér bát. Hann tekur ein- nig áhöfn og farþega sem gísla. Maðurinn heimtar að fá að tala við fyrrverandi kærustu sína. Þegar lögreglan hefur samband við stúlkuna segist hún aldrei hafa heyrt til mannsins getið. Myndin verður frumsýnd á næstu vikum. Með aðalhlutverk fara Elma Lísa Gunnarsdóttir, Moses Rockman, Hjalti Rögn- valdsson, Glenn Conroy, Þröstur Leó Gunnarsson og Guðfinna Rúnarsdóttir. Fyrsti apríl Íslenska kvikmyndasam- steypan framleiðir kvikmynda „Fyrsti apríl“. Eins og titilinn gefur til kynna gerist myndin á „gabbdaginn“ mikla og fjallar um þegar aprílgabb fer úr bönd- unum. Þennan örlagaríka dag er framið bankarán og maður skot- inn ásamt fleiru. Myndin er hugverk Hauks M. Hrafnssonar sem gerði og lék að- alhlutverkið í kvikmyndinni „(Óeðli)“ fyrir tæpum fjórum árum. Haukur leikstýrir, fram- leiðir og skrifar handrit myndar- innar sjálfur. Friðrik Þór Frið- riksson er meðframleiðandi. Ungir og óþekktir leikarar skipa öll helstu hlutverk myndarinnar. Myndin verður frumsýnd á fyrri hluta ársins. Nói Albínói Fyrsta kvikmynd Dags Kára Péturssonar er beðið með eftir- væntingu. Dagur hefur vakið mikla lukku með stuttamynda- gerð í gegnum árin og vann með- al annars til verðlauna fyrir mynd sína „Lost Weekend“. Dag- ur Kári var einn þeirra leikstjóra sem gerði hluta í myndinni „Villiljós“ á sínum tíma. Fyrsta mynd Dags heitir „Nói Albínói“ og er tilbúin til sýning- ar. Dagur leikstýrir og skrifar handritið sjálfur. Myndin fjallar um Nóa sem er vandræðaunglingur í litlu þorpi á nyrstu byggðarmörkum heims- ins. Hann er ekki auðveldur í samskiptum og brennir brýr að baki sér. Þegar feigðin blasir við getur hann ekki flúið ábyrgð lengur. Myndin verður sýnd á kvik- myndahátíðinni í Gautaborg í lok mánaðarins ásamt „Fálkum“. Báðar taka þær þátt í sérstökum Norðurlandahluta hátíðarinnar þar sem ein mynd verður sér- staklega verðlaunuð. Myndin tekur einnig þátt í Rotterdam 25. janúar. Zikzak framleiðir og er áætlað að frumsýna hér á landi á fyrri hluta þessa árs. Með aðalhlutverk fara Tómas Lemarquis, Þröstur Leó Gunn- arsson, Anna Friðriksdóttir, Elín Hansdóttir, Pétur Einarsson og Hjalti Rögnvaldsson fara með helstu hlutverk. Veðmálið Kvikmyndin „Veðmálið“ hef- ur verið kölluð „fyrsta íslenska Hollywood-myndin“. Kannski helst vegna þeirrar staðreyndar að hún er að miklu leyti unnin þar í bæ. Myndinni er leikstýrt af Sigurbirni Aðalsteinssyni sem skrifar einnig handritið. Myndin fjallar um veðmál tveggja kvikmyndagerðamanna í Hollywood um hvort hægt sé að „skjóta“ mynd í fullri lengt á að- eins þremur dögum. Ungur og efnilegur kvikmyndagerðamað- ur fullyrðir við þann reyndar að hann geti gert kvikmynd á þrem- ur dögum, frá og með morgun- deginum, án þess að hafa hand- rit. Veðmál þeirra leiðir af sér mikinn hamagang. Með aðalhlutverk fara Kristine Gísladóttir (sem er ein- nig á meðal framleiðenda), Chris Devlin og leikarinn Burt Young sem fékk Óskarsverðlaunatil- nefningu árið 1977 fyrir hlutverk sitt í fyrstu „Rocky“ myndinni. Myndin er framleidd af Prophecy Pictures og verður frumsýnd á fyrri hluta ársins. Opinberun Hannesar Hrafn Gunnlaugsson lauk fyr- ir stuttu tökum á kvikmyndinni „Opinberun Hannesar“ sem byggð er á smásögu Davíðs Odd- sonar forsætisráðherra, „Glæp- ur skekur húsnæðisstofnun“. Myndin er þó ólík sögunni að mörgu leyti. Aðalpersóna myndarinnar, Hannes, er nær fimmtugur og býr einn með aldraðri móður sinni. Hann hefur starfað alla ævi hjá Eftirlitsstofnun Ríkisins og á sér þann draum að Stefanía ritari sem vinnur hjá sömu stofn- un beri til sín ástarhug. Einn daginn er tölvu með leynilegum upplýsingum stolið af skrifstofu Hannesar. Leyniupplýsingarnar eru þess eðlis að Hannes þorir ekki að trúa lögreglunni fyrir hvað þar er að finna. Hann ákveður að hafa sjálfur upp á þjófinum og verður það til þess að grunur vaknar hjá yfirvöldum um að Hannes sé sá seki. Hannes flækist fyrir bragðið í það örygg- isnet sem Eftirlitsstofnun stend- ur vörð um og verður þá að grípa til örþrifaráða sem kalla á ör- lagaríka atburðarás og opinber- un þar sem Stefanía birtist í nýju ljósi. Hrafn leikstýrði, samdi hand- ritið og alla tónlistina. Með aðalhlutverk fara Viðar Víkingsson, Helga Braga Jóns- dóttir, Jóhanna Vigdís Arnardótt- ir, Þórhallur Sverrisson og Theó- dór Þórðarson. Myndin verður frumsýnd í mars eða apríl. Didda og dauði kötturinn Helgi Sverrisson leikstýrði kvikmyndinni „Didda og dauði kötturinn“ eftir handriti Krist- laugar Sigurðardóttur. Myndin er byggð á samnefndri bók sem kom út fyrir jólin. Myndin er ætluð allri fjölskyldunni. Aðalpersóna myndarinnar, Didda, er níu ára gömul stelpa sem á heima í Keflavík. Hún er gleraugnaglámur og bókaormur. Henni til mikillar ánægju flytur uppáhalds rithöfundurinn henn- ar í næsta hús. Hún reynir að ná sambandi við hann en dettur í til- raunum sínum ofan í lýsistunnu. Við það bætist sjón hennar það mikið að hún getur hætt að nota gleraugun. Hún fer einnig að sjá kött sem allir vita að er löngu dauður. Inn í söguna fléttast svo prakkarastrik og glæpir. Með helstu hlutverk fara Kjartan Guðjónsson, Sjöfn Ev- ertsdóttir, Steinn Ármann, Gunn- ar Eyjólfsson, Helga Braga Jóns- dóttir auk þess sem Árni Sigfús- son bæjarstjóri Reykjanesbæjar fer með gestahlutverk. Nú þegar er byrjað að undir- búa framhaldsmyndina, „Didda og kaffihneykslið“. Aðrar myndir í framleiðslu Aðrar myndir sem eru í fram- leiðslu en verða ekki frumsýndar fyrr en á næsta ári eru „Dís“, „Konunglegt bros“, „Kaldaljós“, „Draumur í dós“, „Sólon Ís- landus“, „Stormy Weather“ og „Niceland“. Tökur á „Kaldaljósi“ hófust í nóvember en Hilmar Oddson kvikmyndagerðamaður hefur haft verkefnið í maganum í rúm- lega 10 ár. Tökur hafa farið fram í á Seyðisfirði þar sem bókin ger- ist að stærstum hluta. Ingvar E. Sigurðsson leikur aðalhlutverk- ið. Sonur hans og dóttir fara einnig með stór hlutverk í mynd- inni. ■ 19LAUGARDAGUR 11. janúar 2003 Sex kvikmyndir frumsýndar á árinu Íslensk kvikmyndagerð hefur verið í blóma síðustu árin. Á þessu ári er von á nokkrum athyglisverðum myndum til viðbótar. Sex kvikmyndir í fullri lengd verða líklegast frumsýndar á árinu 2003. Fjölmargar aðrar eru í vinnslu. NÓI ALBINÓI Fyrsta kvikmynd Dags Kára Péturssonar er tilbúin. Hún verður sýnd á kvik- myndahátíðum í Gautaborg og Rotter- dam í mánuðinum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær myndin verður frum- sýnd hér á landi en framleiðendur hennar lofa henni á fyrri hluta ársins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.